Gjallarhorn - 10.07.1903, Blaðsíða 2
82
GJALLARHORN.
Nr. 21
y\thugasemdir sjómanna
um
hvalamálið.
Svar gegn brjefi af Austfjörðum.
[Niðurl ]
Að það sje satt, er jeg hefi greint frá hér
að framan, um áhrif þau, er hvalirnir hafa á
síldar- og þorskveiðar vorar, vita bæði þú og
aðrir sjómenn á hverjum einasta firði á Austur-
og Norðurlandi, sem nógu gamlir eru til þess
að hafa getað veitt þessu eptirtekt. Það er
undravert hversu fáir hafa látið til sín heyra
í þessu allsherjar velferðarmáli landsins, nema
stuðningsmenn hvalaveiðamanna hafa óspart fiutt
sínar miður skynsamlegu og sannfærandi kenn-
ingar. Jeg skal nu með fáum orðum benda á
það, á hversu góðum grundvelli þeir byggja.
Þú manst víst eptir því, að 1899 var hvala-
málið á dagskrá á þinginu. Hvalaveiðamennirnir
á Vestfjörðum voru þá búnir að drepa svo hval-
inn fyrir Vesturlandinu, að þeir þurftu að sækja
hann norður og austur fyrir landið. Þetta .vissu
Norðlendingar, og sáu þá fyrir alvöru hver voði
síldar- og þorskveiðunum var búinn við hvala-
drápið. Fóru þeir því fram á það, að þingið
friðaði hvali alment. Þingið, sem var skipað
mönnum, sem litla hugmynd höfðu um hvað
hjer væri í húfi, — þar var enginn verulegur
sjómaður — kaus nefnd í málið. En nefndin
var eðlilega jafn illa sett, hún vissi ekki hvað
hún átti að gjöra. Annarsvegar voru fáir menn,
stórauðugir útlendingar, sem lögðu nokkra
aura í landssjóðinn fyrir að mega eyðileggja
hvalina, en hinsvegar var, eptir áliti almenn-
ings, annar aðalatvinnuvegur landsmanna í voða.
Hjer var úr vöndu að ráða. Nefndin tekur
það ráðið, er næst lá, að snúa sjer til fiski-
fræðings landsins, og biðja hann að leysa
þennan hnút. Og hvað segir svo fiskifræðing-
urinn ? Að það sje alveg ósannað að hvalurinn
hafi nokkur áhrif á síldar- eða fiskigöngur við
landið! Því bætir hann þó við, að verið geti,
að hvalurinn reki síld upp að landi, þegar
síldin og hvalurinn sjeu komin inn í firðina.
Fyrir þessu ber hann sjómennina, svo ekki sje
á því að byggja. En svo kemur aðal rúsínan,
er hann segir, að enginn sá hvalur, sem ekki
jeti síld, hafi áhrif á síldargöngu. Það eru því
ekki aðrir hvalir en þeir er jeta síldina, sem
hafa þýðingu á þennan hátt. Og þeir hvalir
eru hvorki margir eða merkilegir eptir hans
sögusögn. Það er hart, að maður, sem launaður
er af almennings fje, í þeim tilgangi að fræða
sjómennina í öllu því, sem að fiskveiáum lýtur,
skuli sýna slíka fáfræði, og með því stofna
sjávarútveginum í þann háska, sem hann þegar
er kominn í fyrir hvaladrápið. Sannleikurinn er
sá, að einmitt þeir hvalir, sem ekki jeta hafsíld,
eru þeir sem mest og bezt reka síldina upp
að landi. Þar á meðal eru allir stærri hvalir.
Smærri hvalir aptur á móti, svo sem háhyrn-
ingar, einmitt þeir, sem síld jeta, eru eins
vísir til að reka alla síld, og fiskinn með, út
á haf, en stærri hvalirnir halda öllu upp á
grynnslum. Þetta er svo einfalt og auðskilið, að
hver maður, sem vill skilja það, hlýtur að geta
það. Astæðan er þessi: Stærri hvalirnir halda
sig í dýpinu, fara alls ekki mjög grunnt, þar
bylta þeir sjer í æti sínu og undan þeim flýr
síldin upp í hvern krók og vík og þorskurinn
fylgir á eptir, svo sem dæmin hjer að framan
sýna. Smáu hvalirnir, sem sjerstaklega lifa á
hafsíldinni, fara þangað sem síldfn er, svo
grunnt, er þeir geta fleytt sjer, og sópa öllu
í burtu. Engum meðalgreindum manni ætti að
vera ofvaxið að skilja þetta. Og úr þ'ví að
þessu er nú þannig varið, þá er ekki erfitt að
átta sig á því, hversu traust sú undirstaða er,
sem fiskifræðingurinn og aðrir, sem með hvala-
drápi mæla, byggja skoðun sína á.
Það er bjargföst sannfæring mín, að með
hvalaeyðingunni sje bæði síldar- og þorskveið-
um vorum unnið það tjón, er ríði þeim að
fullu, sjerstaklega bátfiskinu, og verði það
eyðilagt, er illa farið. Reynslan er búin að
sýna, að þilskipaútvegurinn er bæði kostnaðar-
samari og undirorpinn stórum áföllum. Þar að
auki kemur sá fiskiútvegur miklu ójafnara
niður. Með hvaladrápinu er sjórinn sviptur
hinni mestu prýði, og sjómennirnir voninni
um bjargræði, er fyllti hjörtu þeirra, er þeir
sáu sjóinn fullan af hvölum. Nú er og landið
svipt hvalrekunum, sem í íss- og harðindaár-
um hjer hafa opt bjargað lífi fjölda fólks. Hjer
eptir fá menn ekki í ísaárunum annað en ís-
inn, með öllum þeim hörmungum er fylgja,
og ef til vill stöku sinnum úldinn hvalskrokk,
sem hvalveiðararnir hafa skilið okkur eptir.
Það, sem talsmenn hvalveiðaranna hanga nú
fastast í, er það, að þeim, sem hvalina veiða,
sje hinn mesti órjettur gjörður ef þeir sjeu
sviptir þessari atvinnu. Gyðingar vildu að einn
dæi fyrir alla, en þessir vilja að allir deyi fyrir
hina fáu menn, er af hvalveiðunum lifa. Hval-
veiðararnir eru stórauðugir menn, sem enginn
nauður rekur til að fást við þessa atvinnu
hjer, enda munu þeir fljótlega hverfa hjeðan
er auðsuppsprettan er þorrin, sem verður innan
fárra ára. Þá sitjum við eptir með sárt ennið,
sviptir hvölunum og síldar- og þorskveiðalausir
að meira eða minna leyti, lifandi við sult og
seyru í endurminningunni um það, að hjer hafi
eittsinn verið útlendingar, er hafi svipt okkur
öllu þessu bjargræði, og borgað fyrir það nál.
50,000 kr. á ári í landssjóð, þetta smánarlega
litla gjald, sem svo mjög vex í augum verndar-
manna og meðmælenda hvalmorðingjanna. Hversu
stórkostlegt tjón hafa ekki og gjöra ekki hval-
veiðarnar landi voru? Jeg skal setja hjer lítið
dæmi. A góðum hvalárum gátu menn talið víst
að fá 50—100 skippund af verkuðuin fiski
eptir bát með 3 mönnum yfir árið. Skyldi ekki
vera fullt í lagt nú, að áætla, að með sama
liði fáist 30—60 skippund eptir bátinn? Þú
getur, vinur minn, reiknað þennan mun, og
muntu þá fljótt sannfærast um, að það er ekki
einasta að einstakir menn tapi hjer stórfje,
heldur og landssjóður. Það er máske of seint
að friða hvalina nú er þeir eru nær því eyddir,
en þó er ekkert áhorfamál að reyna slíkt.
Sjórinn kringum Island hefur verið gullkista,
sem við höfum getað ausið auðnum upp úr.
Þessa gullkistu eigum við að verja eptir föng-
um, bæði vegna sjálfra vor og afkomenda vorra.
Gjörum við það ekki, mun sannast hjer sem
optar, að
feðranna dáðleysi er barnanna böl,
og bölvun í nútíð er framtíðarkvöl.
Afleiðingin af hvaladrápinu norðan og austan
lands verður innan skamms sú, að sjómenn-
irnir flytja svo fljótt sem unnt er til Ameríku.
Trú sjómannanna á því, að með hvaladrápinu
sje síldar- og fiskveiðum landsins gjörspillt,
er orðin svo sterk, að hún ein nægir til þess
að reka þá á stað, og með því hefur hvala-
drápið unnið landinu annað óbætanlegt stór+
tjón.
Hver einasti þingmaður, sem ann landi sínu
og þjóð, hlýtur að vilja vinna að því af alefli,
að afstýra hinni yfirvofandi hættu, vinna að
algjörðri friðun hvalanna. Ei mun síðar vænna,
og seint er að byrgja brunninn þegar barnið
er dottið ofan í hann.
Gamli, sjómaður.
Gagnfræðaskóli á Akureyri.
——
Stjórnin hefur Iagt fyrir alþingi svohljóðandi
frumvarp til laga um gagnfræðaskóla hjer á
Akureyri.
1. gr. Gagnfræðaskólann á Möðruvöllum skal
flytja til Akureyrar.
Til að koma upp skólahúsi má verja
75,000 kr. úr landssjóði.
2. gr. Fræðigreinar þær, sem kenna skal þar,
eru: íslenzka, danska, enska, landafræði,
og saga, einkum þó landafræði og saga
Islands, ásamt yfirliti yfir löggjöf þess
í landsrjetti og landsstjórn, reikningur,
rúmfræði og landmæling, náttúrufræði
og telst þar til meginatriðin úr mann-
fræði og heilsufræði, eðlisfræði megin-
atriðin úr efnafræði, dráttlist, söngur,
leikfimi og skólaiðnaður.
3. gr. Kennarar skólans eru 4, og er einn
þeirra jafnframt skólastjóri, og hefur á
hendi umsjón með skólahúsinu og á-
höldum skólans. Hann hefur 3000 kr. í
laun á ári, og auk þess leigulausan bú-
stað í skólahúsinu. Fyrsti kennari 2400
kr., annar kennari 2000 kr. og þriðji
kennari 1600 kr. að launum á ári.
4. gr, Landshöfðingi hefur á hendi yfirumsjón
skólans, og gefur út reglugjörð um
kennsluna. Laun og annan kostnað til
skólans greiðist úr landssjóði.
5. gr. Fyrsta gr. laganna öðlist gildi á venju-
legan hátt, en 2.—4. gr. koma ekki til
framkvæmda fyr en I. okt. 1904. Frá
þeim tíma falla úr gildi lög um gagn-
fræðaskólann á Möðruvöllum 4. nóvbr.
1881.
Tveir trjesmiðameistarar hjer á Akureyri
hafa sent til stjórnarinnar áætl’un yfir kostnað
við byggingu á skólahúsi með heimavistum og
uppdrátt af því. í því með heimavistunum er
í annari þeirra — frá Sigtryggi Jóhannessyni
— kostnaðurinn talinn 95,800 kr., auk kostn-
aðar við miðhitunarfyrirkomulag, sem gjört er
ráð fyrir að hafa í húsinu, og mundi það
samkvæmt tilboði er stjórnarráðið hefur fengið
kosta 21,800 kr., en þó mætti spara nokkuð
af þeirri upphæð, ef húsið væri gjört jafnara
á alla vegu.
I hinni áætluninni —- frá kaupmanni Snorra
Jónssyni — er boðist til að reisa skólahúsið
með upphitunaráhöldum fyrir 92,800 kr.
í áætlunum sömu manna yfir kostnað við
byggingu skólans án heimavista er kostnaður
talinn í annari 55>7°0 kr. auk kostnaðar við
miðhitunarútbúnað í það, en eptir hinni 37,500
kr. að meðtöldum ofnum f húsið.