Gjallarhorn - 10.07.1903, Blaðsíða 3

Gjallarhorn - 10.07.1903, Blaðsíða 3
Nr. 21 GJALLARHORN. 83 Þar sem svona mikill aukakostnaður mundi verða við að byggja skólahús með heimavistum þykir stjórninni »næsta óálitlegt< að gera það. Þykir 40—50,000 kr. aukakostnaður við heima- vistir of mikill í samanburði við þýðing þá sem það fyrirkomulag mundi hafa fyrir starfsemi skólans. ?róf. Fyrrí hluta lœknaprófs tóku við læknaskólann í Reykjavík 24. f. m. Matthías Einarsson.........með 66 stigum. Jón Rósinkranz.............— 5 3 '/2 — Naufgripir. Þeir, sem vilja selja nautgripi nú þegar og síðar í sumar, ættu að semja við undir- ritaðann, sem eins og að undanförnu gef- ur bezt fyrir pá. ---- Peim sjezt yfir pað smáa. Það er furða, jafnmiklar framfara framkvæmd- ir og eru hjer í bænum, hvað mönnum getur sjezt yfir ýmislegt af því sem nauðsynlega þarf að breytast, en sem ekki befur mikinn kostnað í för með sjer, og sem er ljett að famkvæma. Menn hafa t. d. sjeð í sunnanblöðunum, að þar hafa menn tekið sig fram um að gangast fyrir því, að sem flestir unglingar fengju sumarvistir í sveit. Jeg veit ekki til að neitt hafi verið gjört hjer í þá átt. Hitt þekki jeg, að töluverð eptir- spurn er eptir unglingum úr sveit að fá þá yfir sumartímann; nokkrir fara, en allt of margt er eptir hjer heima og það af stálpuðum ungling- um sem gætu unnið fyrir fæði sínu { sveit um sláttinn, en því miður mun það eiga sjer stað, að foreldrar vilja heldur láta stálpuð börn sín leika sjer á götum bæjarins allt sumarið, en láta þau í sveit. Að sumarvistin hafi aðra og meiri þýðingu en þá, að ljetta á foreldrunum, er auðvelt að sanna. Þegar náttúran er í sínu sumarskrúði, er ekki hægt að reikna út hvað mikil og góð áhrif sú margbreytta fegurð hefur á hinar næmu tilfinningar og glöggu eptirtekt barn- anna og þá um leið góð áhrif á líkamlegan og andlegan þroska þeirra, og yfir höfuð allt það breytilega sem fyrir augu barnanna ber þegar þau fara hjeðan af grárri mölinni út í sveitina og dvelja þar — rná óhætt reikna til ágóða fyrir menntun þeirra, því sje það menntandi að ferðast víða og sjá það sem gerist hjá öðrum þjóðum, þá er að sýnu leyti hlutfallslega mennt- andi fyrir börn allt það sem þau sjá í sveitinni annað en hjer heima í bænum. Svo er eitt ó- talið enn, að börn hafa notalegra og hollara fæði í sveit en unt er fyrir fátæka foreldra að veita þeim um þann tíma Ekki verður samt hjá því komizt, að mikill fjöldi af börnum verði hjer heima yfir sumarið, og engum dettur annað í hug en að börnin fái að leika sjer úti á daginn, en hvar er leiksviðið f Oatan. En slíkt má ekki lengur svo til ganga. Það ætti að útbúa (afgirða) leiksvið handa börnunum t. d. annað á Oddeyri og hitt á Akureyri, því að þá gætu foreldrarnir sagt börnum að fara þangað og leika sjer þar, og það mundi líka venja börnin til hlýðni, því það er þýðingarlaust að segja við þau verið þið þar eða þar á götunum, passið ykkur að verða ekki fyÞr hestum eða vögnum, dettið ekki í sjóinn. Nei! Enginn veit hvar og hvenær slíka hættu ber að, og þó ekkj ]lafj hingaðtil orðið stór- slVs á börnum hjer á götunum, eða að þau hafi druknað, af því að detta útaf bryggjum og úr bátum sem komið hefur fyrir, þá er óþarft að bíða eptir því, heldur koma í veg fyrir slíkt á þann hátt sem áður er sagt. Magnús Einarsson. Embœttispróf við prestaskólann luku 19. f. m. Eink. Stig. Asgeir Asgeirsson.................... I. 85 Lárus Halldórsson.................... I. 81 Slefán Björnsson.......................II. 76 Jón N. Jóhennesson.....................II. 75 Stádentspróf tóku 30. f. m. við latínuskólann í Rvík: Eink. Stig. Geir Zoega.......................... I. ág. 106 Jónas Einarsson..................... I. ág. 105 Guðmundur Hannesson................. I. 101 Vigfús Einarsson.................... I. 100 Bogi Brynjólfsson................... I. 97 Jóhann Briem........................ I. 96 Gísli Sveinsson .................... I. 95 Georg Ólafsson.................... I. 93 Guðmundur Guðmundsson............. I. 91 Guðmundur Ólafsson ............... I. 87 Konráð Stefánsson................... I. 85 Ólafur Þorsteinsson................ II. 83 Lárus Sigurjónsson................. II. 83 Haraldur Sigurðsson ............... II. 77 Jóhann Möller...................... II. 63 Ernbœttispróf í læknisfræði hefur Halldór Gunn- lögsson tekið við háskólann með I. einkunn. Fyrri hluta lagaprófs hefur Einar Jónsson tekið með II. einkunn. Heimspekispróf við háskólann hafa tekið í vor þessir stúdentar: Magnús Guðmundsson, Sturla Guðmundsson, Bjarni Jónsson, Valdemar Erlendsson, Jakob Möller, Sigurjón Jónsson og Þorsteinn Þor- steinsson með ágœtiseinkunn, Ólafur Björnsson, Halldór Jónsson, Brynjólfur Björnsson, Pjetur Bogason, Sigtryggur Sigurðsson og Sigurður Guðmundsson með I. einkunn, Björn Þórðarson og Jón Magnússon með II. einkunn. Sitt af hverju. 22. febr. síðastl. kom gufuskipið »Etruria<, eign Cunardlínunnar, til New-York. Það lagði af stað frá Liverpool og Queenstown og hrepti hörð veður á hafinu. Það er fyrsta skip í heimi, sem frjettablað hefur verið prentað á, úti á reginhafi. Frjettirnar voru sendar skipsmönnum með firðskeytaboðum, mest frá Crookhaven í Ameríku. Frjettirnar voru prentaðar og blað- inu útbítt á skipinu. Frjettirnar samanstóðu af 116 orðum. Madame Patti, söngkonan fræga, hefur alls grætt 5 miljónir dollars á söngsamkomum sín- um. I einni ferð sinni græddi hún daglega 5000 dollars. Islenzk frímerki brúkuð kaupir hæsta verði konsúl J. V. havsteen, Oddeyri. Oddeyri 8. júlí 1903. J. V. Havsteen. Smjör er keypt háu verði í verzlun konsúl Havsteens, Oddeyri. JVIustads margarine fæst í verzlun konsúl Havsteens, Oddeyri. Lambskinn góð, óskemd, eru keypt í verzlun konsúl Havsteens á Oddeyri fyrir hæsta verð, sem hjer er gefið, nefnilega: hvít, hert á kr. 0.30 — 0.35 stk. svört og mórauð —- 0.30 — 0.35 — mislit — fyrir 0.15 Verölag á innlendum vörum er nú fyrst um sinn við verzlun mína petta: Hvít ull nr. 1 . . . . pd. 60 aura. - - - 2 .... - 55 - Mislit - - 40—43 — Sve»rt og mórauð ull - 50 — 60 — Smjör gott............- 60 — 65 — Æðardúnn..............- 11 kr. Verð á lýsi og saltfiski verður ákveð- ið síðar, en pær vörutegundir eru nú í háu verði erlendis. Oddeyri 8. júlí 1903. J. V. Havsteen. Vínföng allskonar, bezt og ódýrust eptir gæðum í verzlun konsúls Havsteens Oddeyri. f eiðruðum uiðskifta- jí mönnum fföepfn- ers uerzlunar gefst hér með til uitundar, að uerziunin borgar ekki fram- uegis uexti af innieign uið áramót. Joh. Christensen. Brúkuð íslenzk frímerki kaupir hæsta verði bkagnar Ólafsson.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.