Gjallarhorn - 18.03.1904, Blaðsíða 2

Gjallarhorn - 18.03.1904, Blaðsíða 2
30 OJALLARHORN. Nr. 8 móti röksemdum þeim, sem blaðið færir fyrir hinum harða dómi sínum um lögin. Það stendur öðrum nær en mér, og verða þeir vonandi til þess. En óhætt er að fullyrða það, að fá- víslegri rök hafi ekki heyrst né sést gegn nokkuru máli, en flest þeirra, sem blaðið færir gegn túngirðingalög- um alþingis, og skal eg síðar finna þessum orðum mínum stað, ef þess verður óskað eða krafist. En eg vil vekja athygli allra manna á því, hvort hér kenni ekki ósamkvæmni hjá blaðinu, og hennar í meira lagi. Eg tek það upp aftur: 5. sept. 1903 eru túngirðingalögin að dómi »Norður- lands« »helztu< lög, »merkislög«, en 10. okt. sama ár eru sömu lög að dómi sama blaðs óalandi og að öllu leyti óhafandi. Er nú ekki ástæða til að álíta, að hér liggi einhverjar dýpri rætur að, en helg vandlæting blaðsins? Eg nenni ekki að hræsna það, að mín skoðun er sú, að þessi snúningur blaðsins stafi af pólitískum ástæðum, þeim, að túngirðingalögin eiga upp- runa að rekja til þeirra manna, sem blaðið telur í mótflokki sínum, og leggur sig ávalt í líma, til þess að klína »afturhalds«-kámi, og gera til vansæmdar, svo sem unt er. »Helztu merkislögunum* er fórnað, til þess að koma hinum pólitísku banamönnum Páls Briems og fleiri mótstöðumönnum á kné. Petta er mín skoðun og fleiri manna; mun enginn geta neitað því, að ósamkvæmni blaðsins 1' dómum þess um túngirðingalögin gefa mjög ríka ástæðu til þess að álíta þetta og að blaðið má sjálfu sér kenna um, ef það er haft fyrir rangri sök í þessu efni. Þessi fáu orð geta því verið »Norð- urlandi« og »stjórn« þess allri til við- vörunar á tvo vegu. Fyrst og fremst til þess, að blaðið varist það að spilla ekki áhrifum þeim, sem það kynni að vilja hafa á rétt og gott málefni af einlœgni, með jafn-tvöfeldnislegri fram- komu, eins og í þessu túngirðingalaga- máli, og á hinn bóginn til þess að blaðið varist það, að láta úlfseyrun standa út undan sauðargærunni, þeg- ar það ætlar sér að nota árásir á opinber málefni til systematiskra of- sókna gegn pólitískum mótstöðumönn- um sínum. En ekki er þess að dyljast, að illa líst mér á fóðurjurta-ræktun — nema ef vera skyldi þursaskeggs-, mýrfinn- ungs- og snarrótarpuntar— á því landi, sem gaddhestar og gamalær eiga greið- an aðgang að á öllum tímum ársins. % 1904. Árni Árnason. ...................................... Ranghermt var í síðasta blaði um stjórn Islandsbanka. Bankastjóri er Emil Schou og meðstjórnandi Sig- hvatur Bjarnason, en þriðji maður Páll Briem. »NorðurI.« segir heldur ekki rétt frá þessu og hefði það þó átt að vita með vissu hvaða starf það var, sem amtmanni var boðið við bankann. Ðoklor J\íiko/a. Eptir Guy Boothby. Framhald. Dr. Nikola stóð upp af stólnum og gekk að gömlum skáp í hinum enda herbergisins. Ut úr honum tók hann stóra bók, sem hann hafði fest í ó- teljandi handrit og miða, klipta úr öðrum blöðum. Hann kom með hana til mín og settist. Því næst fletti hann blöðun- um þangað til að hann fann það, sem hann vildi, og myndaði sig til að byrja að lesa. Hann horfði á mig og sagði: »Þér hafið víst gaman af að heyra að þetta, sem eg ætla að lesa fyrir yður og sem eg sjálfur hefi þýtt með mestu nákvæmni, var skrifað í sama mánuði og á sama ári, sem Vilhjálmur Bast- arður lenti við England. Það hljóðar þannig: »Eg verð að játa, að eg tala um þennan mikla sértrúarflokk og mátt hans með dálitlu vantrausti. Þeir, sem eru auðtrúa í slfkum tilfellum, standa á því fastara en fótunum, að hæfileg- leikar þessara manna í læknislistinni séu meiri en allra annara lifandi manna, og að þeir hafi meira vald til að gera yfirnáttúrleg verk, en aðrir menn. Það er einnig sagt, að þeir geti vakið upp dauða menn, og lengja aldur manna fram yfir það, sem venjulegt er. En um þetta alt get eg ekki sagt annað en það, sem að aðrir hafa sagt mér.« Dr. Nikola fletti annari opnu upp. »Þegar við erum búnir að hlaupa yfir 500 ár, sjáum við að aftur er minst á þá. Sá, sem nú talar um þá, er rithöfundurinn Feng Lao Lan, nafn- frægur, kínverskur sagnaritari, sem var uppi kring um 1500. Hann segir að þeir séu til mikilla örðugleika fyrir konungsríkið í heild sinni. Fyrst voru þeir að eins fáeinir afskiftalausir munk- ar í afskektu klaustri í Thibet, en voru þá orðnir eitt hinna allra stærstu leyni- legra félaga í Austurálfunni, jafnvel þótt hið leynilega vald þeirra væri að eins á vitorði þriggja forstöðu- manna þeirra. Kring um aldamótin 1600 er áreiðanlegt að þeir höfðu svo mikil áhrif á pólitík, að stjórnin gat leyft sér að gefa út skipun þess efnis, að reka þá burtu. Eg álít að hið alþekta félag, er hefir einkunnar- orðið: »Hoan Cheng Hok Beng«, og sem, eins og þér vitið, hafði svo mikil áhrif í Kína, þangað til nú fyrir skömmu, hafi að eins verið lítill hluti af félagi því, sem eg er svo áfjáður að finna. Að þetta félag hafi áreiðanlega þekt hinn vísindalega og leyndardómsfulla fróðleik, sem hefir verið ritað og rætt um í meira en tvö þúsund ár, er eg sannfærður um, og ef það er nokkurt það vald til, sem getur hjálpað mér til að komast að leyndardómi þess, þá skal eg eigi láta það ónotað. í voru eigin landi og öðrum löndum, sem menn venjulega kalla siðuð lönd, hafa menn lengst af haft þá venju, að kalla hlægilegt alt það, sem ekki sést eða skilst auðveldlega, en þeirri venju vil eg ekki fylgja. Fyrir Eng- lendingum yfirleitt er enginn leyndar- dómsfullur heimur til. »En hvernig. eru þeir ekki í raun og veru í stríði við sjálfa sig, því ef einhver er rétttrúaður trúir hann því, að þegar líkaminn deyi, þá fari sálin til himna, það er að segja til Olymps, Elysiumgarðs, Heaperidernes, Valhall- ar, Paradísar eða Nirvana, alt eftir því, sem kringumstæðurnar eru. Þeir hafa enga hugmynd um, eða réttara sagt, eg held þeir geti enga lýsingu gefið um hvar og hvernig þeirra himna- ríki muni verða. Hann hefir máske einhverjar óákveðnar hugmyndir um það, en allar eru þær sveipaðar ógagn- særri þoku. í stuttu máli: Hann álítur, að á meðan guðafræðin yfirleitt er jafn- sundurþykk sjálfri sér og honum finst hún vera, sé ekki vert að offra miklu til að hugsa um hana, en þó trúir hann, að lífsvökvi mannsins sé per- sónulegur í æðri og fullkomnari til- veru eftir dauðann. Maður furðar sig, hve margir brjóta heilann um þetta, bæði í riti og ræðu. Enginn þekkir jafn-mikið af því og eg, og eg skal segja yður, að ef eg færi að segja yður það altsaman, munduð þér álíta, að eg væri að búa það til sjálfur, eða væri ekki með öllum mjalla. — Já, Bruce! — En það skal eg segja yður, að eg hefi séð með mínum eigin aug- um svo margt yfirnáttúrlegt, að þó eg viti að nokkuð af því séu »trúða- kunstir«, er þó margt af því í raun og veru áreiðanlegur virkileiki. Eg veit, að þetta er flókið efni, svo eg ætla, yður til skilningsauka, að sýna yður mynd af því, sem eg meina.« --+ ♦-+---- Úr heimahögum. Atvinnuleysi hefir verið hér í vetur, þar sem enginn afli hefir verið. — Bæjarstjórnin keypti snjóplóg síðastl. haust, til að moka með götur bæjar- ins, og var verkamönnum illa við það af því þeir álitu, að þeir við það mistu atvinnuna við að moka, sem oft hefir verið góð. En þá greip forsjónin í taumana og lét plóginn vera svo úr garði gerðan, að bæta þarf um verk hans með skóflunum, ef fært á að vera um göturnar. Þykir mörgum sómi fyrir bæinn að eiga snjóplóg, því bæj- arsjóður er nógu ríkur til að borga, þó plógurinn sé gagnslítill. »Rong Inge« kom hingað á sunnu- daginn. Er það fallegt skip og sagt gott í sjó að leggja. Með því kom konsull J. V. Havsteen, sem dvalið hefir erlendis í vetur til augnlækn- inga, kaupm. Þorv. Davíðsson, verzl- unarmaður Hallgr. Davíðsson, síldar- veiðaformaður Þorgeir Clausen o. fl. ^ • » Fellum 1. marz. Hér hefir maður manni að segja frá skemd- um og léttum heyjum, ekki sízt töðum, enda eru þær víða svo slæmar að kýr lifa ekki á henni nema þær fái mat og annan fóður- bætir, en sökum hins góða tíðarfars lítur ekki út fyrir heyskort, þrátt fyrir allar skemd- irnar. Hér er lítið talað um „pólitík", og engin rödd l;eyrist, er lýsi óánægju yfir ráðgjafa- valinu, þótt mjög vætu hér skiftar skoðanir í stjórnmálum að undanförnu. Yfir höfuð er andlegt líf hér um slóðir fremur dauft. Menn koma sjaldan og aldrei saman til að segja nokkuð og kynnast hver öðrum, að eins stöku sinnum að unga fólkið kernur santan til að dansa. Já, þá er ein- göngu dansað, ekkert skemt sér annað, en slíkt verður einhliða og hálf-leiðinlegt til lengdar. Með framföruin má það telja, að nokkurir menn í Út-Fellum og Fram-Tungu stofnuðu málfundafélag í síðastliðnum marzmánuði. Félag þetta heldur fundi að jafnaði í mán- uði hverjum og gefur út blað að vetrinum til. t’etta er að minni ætlun gott fyrirtæki og vonandi að vel gefist, en fáment er það enn og á örðugt uppdráttar, þar sem það hefir ekkert sérstakt húsnæði fyrir fundi sína, en húsakynni virðast lítil og illa löguð í sveitaheimilum. Q. ti. Eskifirði 3. marz. Hér ber fátt til frétta. Um aflabrögð er ekki að ræða um þessar mundir. Veturinn, sem af er, má kallast fremur góður, frosta lítill og snjóa lítill. Þó setti niður snjó feiki rnikinn í þriðjtt og síðustu viku þorra, sem svo gerði töluverðar skemdir í Reyðarfirði (með snjóflóðunt) nóttina milli 20. og 21. febr. við rigningaveður, sem þá gerði. Á Hólmum hjá síra Jóhanni kom snjóflóð, sent tók sig upp skamt fyrir ofan bæinn, en var þó svo orkumikið, að taka hús með sér af grunninuin og braut það til muna um Ieið, einnig eyðilagði talsvert af mun- unt, sem í húsinu voru, svo sem rúmfatnað, bækur, ýinsan húsbúnað o. fl. Húsið stóð 2 — 3 íaðnia frá íbúðarhúsinu, en það sakaði ekki; einnig skemdist þar partur af kirkju- garðinum og vatnsmylla, sem stóð á tún- inu, fór út á sjó. Líka kom á Helgastöðum hjá Andrési bónda snjóflóð, sem hitti fyrir hlöðu, fjárhús og hjall, skerndi töluvert af heyi og braut niður fjárhúsið, með 50 — 60 fjár í, og drápust 9 alveg en margar nieidd- ust. Hjallurinn fór út á sjó. Einnig urðu ýmsar fleiri skemdir, einkanlega á bátum og túnum. Heilsufar alment fremur gott. Þó hefir barnaveikin verið að stinga sér niður öðru hvoru síðan í sumar, en er þó nú farin að réna. Q j Björn Jensson, kennari við lærða skólann, dó úr lungnabólgu þ. 19. þ. m. eftir 7 daga legu. Björn Jensson var fæddur í Reykjavík 19. júni 1852. Foreldrar hans voru Jens Sig- urðsson rektor og Ólöf Björnsdóttir Gunn- laugssonar. Iiann útskrifaðist úr lærða skól- anum árið 1873 með I. einkun, tók heim- spekispróf við háskólann 1874 með ágætis- einkun og fyrri hluta burtfararprófs við fjöl- listaskólann 1878. Hann var settur kennari við lærða skólann árið 1883, en fastur kenn- ari varð hann árið eftir. Aðalumsjónina við skólann hafði hann á hendi frá 1891-1902 og flutti hann þá úr skólanum. Aðalkenslu- grein lians var stærðfræði. 27. júlí árið 1886 kvæntist hann Henriette Louise Svend- sen, sem lifir mann sinn ásamt 7 börnum; þar af 3 kristnuð. Björn Jensson er öllurn þeim, sem hann þektu, mjög harmdauði. Þó má skólinn einkuni sakna hans, því auk þess, sem hann var ágætur kennari, kunni hann framar flestum öðrum að stjórua og láta hlýða sér og ávann sér jafnframt elsku og virðingu allra lærisveina sinna. Hann var maður al- vörugefinn og yfirlætislaus og vann jafnan við að þekkja hann, enda mun ekki auð- fundinn vandaðri og betri maður en hann var. Hann hafði skarpar og fjölhæfar gáfur, var einlægur og traustur félagsmaður og sem húsfaðir var hann annálaður. Síðustu

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.