Gjallarhorn - 18.03.1904, Blaðsíða 3

Gjallarhorn - 18.03.1904, Blaðsíða 3
Nr. 8 GJALLARHORN. 31 2 árin, sent hann var við skólann, þjáðist hann af höfuðveiki, svo að síðari hluta skólaársins í fyrra og í vetur gat hann ekki gegnt kennslustörfum, en hafði þó á hendi talsverða umsjón í skólanum. Utan úr heimi. Stúlkur í sameinuðum skólum og á háskólum. Franskur höfundur hefir fengið sér vottorð háskólamanna í öllum löndum Evrópu um hæfileika kvenna til að nema háskólanám og sitja við nám við hlið karlmanna. Hefir þeim nálega öllum borið saman um það, að það gefist hvervetna vel. Þó má, segir hann, af þeim vottorðum draga þá á- lyktun, að hvorki sanni reynslan til fulls staðhæfingar þeirra, sem fastast fylgi kvennamálinu, né heldur hinna, sem mest mæli í móti. Reynslan hafi ekki t. a. m. opinberað neinar fyrir- taks sérgáfur eða andríki kvenna, en sýni aftur hins vegar og sanni, að engin hærri mentun spilli hæfileik kvenna til að verða góðar eiginkonur og mæður — nema geri þær enn hæf- ari. Samskóla sveina og meyja lánast æfinlega eftir óskum. (Eftir Reviw of Reviews.) M. J. Tryggasti vinur mannsins. Stórskáld Hollendinga, Maeterlinck, (meterlink) ritar í einu amirísku blaði um hundinn og segir: >Maðurinn elsk- ar hundinn, en hve margfalt ætti hann hundinn að elska og meta, ef hann gætti þess, hvernig hann er, sú hin eina vera í samræmi tilverunnar, sem rofið hefir þann þvervegg, sem aðgreinir allar lifandi tegundir? Vér erum einstakir, algerlega einmana á þessum undarlega hnetti, og innan um hinar ótölulegu lífsmyndir, sem umkringja oss, er engin skepna né kvikindi, sem bindur trúnað við oss og félagsskap nema hundurinn einn. Plönturnar eru steinþegjandi og graf- kyrrir þrælar vorir, og þjóna oss ó- viljandi. En af dýrunum eru sum hrædd eða stygg við oss, enn fleiri vita ekkert af oss að segja, og ekk- ert þeirra elskar oss. Vér þurfum ekki að kaupa trygð og hollustu rakkans, hann fram býður fylgd si'na áður en hann verður sýnd- ur. Orðið *vinur< er of lítið um hann. Hann ann oss og tilbiður feginsam- lega eins og vér hefðum skapað hann af engu. Hann er oss hollari en sjá- aldur augna vorra. Hann er þræll, sem trúir á herra sinn og elskar hann með öllum mætti og allri sál, og ber áreiðanlega lotningu fyrir boði hans og banni; ekkert aftrar honum, of- býður trausti hans og átrúnaði, eða veikir ákefð hans í verki hans köll- unar. Hann hefir leyst þá voðalegu gátu, hvernig vér ættum að fara að, kæmi einhver guðanna niður á jörð- ina og krefðist þjónustu vorrar. Því að hann hefir meistaralega kent oss með átrúnaðarhlýðni sinni, að vér sé- um konungar tilverunnar og hafnir yfir allan mótþróa, og fyrir því afhent oss þegjandi og með fögnuði alla for- sjá fyrir sér í lífi, dauða og dómi, helgað vorri þjónustu og gjörræði alt, sem honum er lánað og lagt til af gáfum og íþróttum, orku og eftir- vænting, og ekkert áskilið sjálfum sér, nema lítilfjörlegt uppeldi, enda kvartar ekki fram í dauðann, þótt á það vanti — jafn þakklátur fyrir lítið bein sem stórt. Og loks hefir hann vor vegna svikist úr leik og strokið úr öllu hinu dýraríkinu, án þess að setja það hið allra minsta fyrir sig; hann neitar vor vegna dýrustu bráð með öðrum dýrum, öllum hajnaði og hentugleikum, afneitandi ætterni og kyni, móður sinni og afkvæmi. Hundurinn hefir hlotið einstaklega og öfundsverða stöðu í heimi þessum. Hann er hið eina lifandi kvikindi, sem fundið hefir og viðurkent efalausan, áþreifanlegan, undantekningarlausan og ákveðinn guð. Hann veit hver það er, sem hann helgar það, sem honum er bezt gefið, veit hver á sig með sál og líkama. Hann þarf ekki að leita eftir hinu fullkomna, æðsta, óendan- lega valdi í myrkrinu innan um lygar °& lygar, getgátur og draumóra. Það vald er hjá honum, á undan honum og hann framgengur í þess Ijósi. Hann veit og þekkir sínar æðstu skyldur, en það er meira en margur af oss megnar. Hann fylgir siðgæði, sem yfir- gengur alt það, sem hann getur sjálf- ur fundið í fari sínu, og fyrir því þekkir hann hvorki angur né ótta. Hann á sannleikann í hans fyllingu — hann hefir höndlað hnoss hugsjónar sinnar.* (Eftir Review of Reviews.) M.J. Glímubrögð Japana. Japanar eru alment lágir menn og smáir, en eru mestir íþróttamenn í heimi. Einkum eru þau listabrögð þeirra, er þeir kalla jújitsú, alkunn; þau nema allir hermenn, löggæzlumenn og flestir alþýðumenn, sem nokkurt uppeldi fá. Jújitsú er fólgið í brögðum, sem sum líkjast glímubrögðum, eink- um hnykkjum og sveiflum, en eru margfalt fleiri, samsettari og bygð á vísindalegri líkams- og vöðvaþekking. Sagt er að meðalmaður, sem glímir eða fæst við annan mann, geti ekki einungis felt hann með örhægu móti, heldur gert hann »óskaðlegan« eða drepið hann á 303 vegu! Aðalreglan er að bíða átekta og síðan vera við- búinn að ónýta tilræði eða tök hins með svo skyndilegu viðbragði, að ým- ist verða vöðvar hins magnlausir eða hönd eða fótur eða háls eða hryggur fer úr liði. Afls munur eða stærðar orkar einatt litlu. Taugar ‘og sinar eru f voða og háskinn á allar hliðar, svo eftir fáar sviftingar finst flestum, sem í móti eru, þótt fræknir sé, að við tröll sé að eiga en ekki menskan mann. Þá kunna og Japanar 28 að- ferðir til að reisa menn frá dauðum, og ætla ókunnugir að þeir geri það með göldrum og fjölkyngi. En það eru vísindi þeirra og íþróttir, sem vinna þau afreksverk — eins og hin. Japansmenn hafa nú Iögfest að taka upp letur Evrópumanna. Geta þá Japanar Iært að lesa jafn-fljótt og þeir, en þurftu mörg ár til þeirra stúdéringa, enda var letrið táknaskrift, sem 600 mil- jónir manna máttu lesa, ef þeir þektu stafina. Nú gerist Evrópumönnum auð- velt að læra mál Japana, sem hingað til var afar-torvelt nema ritað væri upp áður með eðlilegu letri. m. j Ósannindum mótmælt. í 12. tbl. »Norðurlands« 12. des. 1903 stendur: »Haft er í Kaumpmannahöfn eftir alþingismanni Hermanni Jónassyni, að allur Heimastjórnarflokkurinn á þingi, að Lárusi H. Bjarnasyni undanskild- um, hafi æskt þess við íslandsráðherr- ann, að Hannes Hafstein yrði látinn taka við ráðherrastörfunum*. Eg lýsi yfir því, að þessi frásögn blaðsins er tilhæfulaus uppspuni. Eins og öllum heimastjórnarmönnum, er sæti áttu á síðasta þingi er kunn- ugt, bar Heimastjórnarflokkurinn engar óskir fram fyrir ráðherrann um að fá nokkurn ákveðinn mann f ráðherrastöð- una, og má öllum vera það ljóst, að mér gat ekkert gengið til að skrökva slíku upp. Ef »Norðurland« vill fremur fara með satt mál en ósatt, þá treysti eg þvf, að það beri þessa frásögn sína til baka. p. t. Kaupmannahöfn 16. jan. 1904. Hermann Jónasson. Kutter„SAMSON“ frá Rudkjöbing er til sölu. Hann er 8247/ioo tons að rúmmáli Brutto, stokkbygður úr eik árið 1884, en svo var sett í hann nýtt dekk árið 1901 og gert við hann að því sem þurfti. Skipið liggur á Krossanesbót hér á Eyjafirði. Lysthafendur snúi sér til undirritaðs. Oddeyri 16/3 1904. J V. }Cau$teen. Bergens xwx Notforretning, ——y- Bergen selur: NÆTURogHEILNÓTABRÚK með BÁTUM og ÖLLU TIL- HEYRANDI, einnig SÍLDARNET LÍNUVERK REKNETATRÁSSUR LITARBÖRK TJÖRU DREGG KEÐJUR og fleira. Hálft hús er til sölu á góðum stað í Aðalstræti hér í bænum. — Gott verð og góðir borgunarskilmálar. Lysthafendur semji við Ásgeir kaupmann Pétursson, Oddeyri. il leigu frá 14. mai n. k. eru 4 herbergi í nýlegu og vönduðu húsi á Oddeyri. Ritstj. vísar á. Auglýsing Undirritaður kaupir unga nautgripi frá 1. marz og áfram í vor og sumar. Þeir, sem vilja selja, gjöri svo vel og komi sem fyrst og semji við Jóhann Vigfússon. Geysisofninn. Ný uppgötvun. Einkaleyfður í Dan- mörku 1903. Beztur allra þeirra ofna, sem stöðugt lifir í, bæði dag og nótt, ódýrari en aðrir ofnar. Yfir 10,000 ofnar eru þegar notaðir víðsvegar um heim. Ákafur eldiviðarsparnaður. I Geysisofnum er stórt suðuhol, alveg vandalaust með þá að fara og gott að passa. Þeir bæta mjög loptið í herbergjum. MT Verja gólfkulda betur en nokkrir aðrir ofnar. Geysisofnar eru múraðir að innan og að öllu leyti búnir út á verksmiðj- um mínum og sendir fullbúnir, svo að þá má setja upp hvar sem er á 10 mínútum og leggja strax í. Hita dag og nótt 3 herbergi fyrir 35 aura. í þeim má brenna allskonar kolum, koks, viði og mó. Imr Kosta frá 25 kr. Kaupmenn fá afslátt. Elnkasölu í Danmörku hefur; Jens JCansen, Vestergade 15. Kjöbenhavn. Prentað hjá Oddi Björnssyni.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.