Gjallarhorn


Gjallarhorn - 06.01.1905, Blaðsíða 1

Gjallarhorn - 06.01.1905, Blaðsíða 1
GJALLARHORJM. Útgefandi: JóN STEFÁNSSON. mo iii, i. Sf Akureyri, 6. janúar. ^ 1905. t JT Bernharð A. laxdal, Pað eru sorgarfréttir sem „Gjallar- horn" hefir að færa lesendum sínum nú um leið og það byrjar þriðja árið. — Aðalstofnandi þess og út- gefandi Bernh. Laxdal andaðist að heimili sínu hér í bænum 2. þ. m. kl. 4. e. h. eftir 18 mánaða sjúkdóms- legu. Hann sýktist fyrst af botnlanga- bólgu seint í júnímánuði 1903 og varð þungt haldinn af henni svo hann var fluttur hér á sjúkrahúsið og „oþereraður" þar af Guðm. lækni Hannessyni. Lá hann þar rúman mánuð en batnaði ekkert og var svo fluttur heim til sín, til foreldra sinna, þar sem hann var svo rúm- fastur alla þá stund er hann átti ó- lifaða, og naut þar svo góðrar að- hjúkrunar að ekki varð betri kosin. En alt bar að sama brunni. Á síð- astl. sumri fekk hann brjósttæringu sem hafði búið í honum frá því á skólaárum hans og þjáð hann þá, og fóru svo kraftar hans þverrandi unz hann gat ekki lengur staðið á móti þeim heljartökum, sem veikin hafði tekið hann. Bernharð Ágást Laxdal var fæddur á Akureyri 6. septbr. 1876 og eru foreldrar hans Eggert kaupmaður Laxdal og frú hans Rannveig Hall- grímsdóttir bónda Tómassonar á Grund, en móðir Hallgríms var Rannveig systir Jónasar skálds Hall- grímssonar. Bernharð ólst upp hjá foreldrum sínum, til þess hann var 15 ára að aldri, að hann fór í latínuskólann í Reykjavík haustið 1891. Útskrifaðist hann þaðan vorið 1897 og fór til Kaupmannahafnar um haustið. Þar tók hann heimspekispróf 1898 og fór svo heim og gerðist verzlunar- maður. Var hann þá á Patreksfirði í 2 ár, en síðan með föður sínum við verzlun hans hér á Akureyri. Það er stórt skarð sem höggvið er í hóp yngra fólksins hér í bæn- um með brottköllun hans, því hvar sem hann var fylgdi honum gleði og prúðmenska og var jafnan freinst- ur í flokki, þegar um einhverja skemt- un var að ræða. Það var því að mak- legu að hann varð átrúnaðargoð þess og að það harmar hann nú látinn. Bernharð Laxdal var prýðisvel gáfaður maður eins og hann átti kyn til og var mjög sýnt um það, sem laut að fögrum listum. Hafði glöggt auga fyrir skáldskap og var enda vel hagmæltur sjálfur, þótt ekki bæri á því og hann færi dult með. — Öilum þeim er sáu hann leika mun og hafa borið sam- an um að þar væri, sem hann var, efni í verulegan snilling í þeirri grein ef hann hefði lagt nokkura stund svo teljandi væri á hana. Eg hefi ekki þekt neinn af hinum yngri mönnum, sem hefir haft jafn- mikinn áhuga á málefnum lands síns og þjóðar eins og hann hafði, og heldur ekki neinn er hefði jafn-á- kveðnar og skýrar skoðanir yfirleitt eins og harin. Það tvent var það meðal annars, sem dró mig að hotr- um og sem leiddi til þess að við byrjuðum tveir einir og af eigin ramleik á útgáfu „Gjallarhorns". — Hann kom fram með uppástungu um það einu sinni þegar við sátum satnan í góðu skapi ásarnt nokkur- um fleiri inönnum. Þeir tóku vel undir það, en þegar á var hert voru það að eins við tveir, setn héldum saman út í fyrirtækið og héldmn því áfram. Skömrnu eftir að blaðið var byrjað, konru til þingkosningar hér í Eyjafirði. Hann var eindreginn og ákafur Heimastjórnarmaður og átti mikinn og góðan þátt í því að kosningarnar tækjust svo að sá flokkur hefði gagn og sórna af, fyrir utan það að blaðið gerði það sem í þess valdi stóð í þá átt. Nokk- uru eftir kosningarnar lagðist hann svo veikur og þá var starfsemi hans lokið. En þrátt fyrir allar þjáning- arnar sem hann leið í veikindunum, var áhuginn svo inikill að hann fylgdi altaf tneð öllum aðalmálum þjóðarinnar en þó sérstaklega öllum þeim spursmálum er snertu flokk hans. Ákveðnari flokksmaður en hann var út í yztu æsar, er ekki til, án þess þó að hann væri öfgatnaður af blindu flokksfylgi,og hann viöurkendi fúslega þau atriði hjá öðrutn pólitískutn flokkum er hann áleit að gætu orð- ið þjóðinni og landinu til góðs ef rétt væri á haldið. Bernh. Laxdal var í hærra tneðal- lagi á vöxt og svaraði sér vel, ljós að yfirliti og á hár og skegg en ekki hraustlegur útlits, sem var eðlilegt, þar sem hann í mörg ár var búinn að hafa aðkenningu að sjúkdótni þeim, er leiddi hann að síðustu til bana. Og sá sjúkleiki þótt hægt færi í fyrstu, hamlaði honum á margan hátt, svo hann naut sín oft ekki til fullnustu. T. d. þoldi hann. ekki að sitja við skriftir eða þessháttar nema stutt í einu og svo var um fleira. Álitu því sumir þeir, er voru honum kunnugir, að hanti mundi ekki geta sýnt slíkt þrek, sem hann sýndi í veikindum sínum, en þar kom verulega í t/os, hvaða rnaður hann í raun réttri var. - Aldrei mælti liann æðruorð, þó hann fyrir ári síðan þættist þess viss að hann mundi ekki rísa aftur úr rekkju, og þegar vinir hans og kunningjar komu að finna hann var hann glað- urvið þá, og talaði út um alla heima og geima eins og ekkert væri að. Varð því niðurstaðan oftast sú, að hann skemti þeim með ýmsu móti en þeir honum minna. — Veikinda þrautirnar þoldi hann rneð einstakri þolintnæði og yfir höfuð var aldrei annað á honum að fittna í veikind- um lians en að alt léki í lyndi. Eitt af áhugamálum hans var, að Eyfirðingar tækju myndarlegan þátt í samskotum til tninnisvarða yfir Jónas Hallgrímsson, vegna þess að Jónas var Eyfirðingur að ætt og uppruna. Var að mestu frá honum (B. L.) runnin grein, sem stóð í »Gjh." um það efni á síðastl. vori, setn var það fyrsta hér til að hreyfa málinu. Hann var því mjög ánægður yfir því á nýársdag að í ráði var að haldin yrði þá unt kvöldið skemtun sú fyrir almenning, sem fór fram til ágóða fyrir minnisvarðasjóð Jónasar og sagði mér að síra Matthías hefði lofað sér handa Gjallarhorni kvæðinu og fyrirlestrinum, seni hann ætlaði að flytja um Jónas. — Hann var þá furð- anlega tnálhress. Daginn eftir kom eg til hans klukkan tvö eða þar um bil. Þá var honum mjög örð- ugt um mál, en spyr mig þó, hvort eg hafi frétt nokkuð af Rússa og Japana ófriðnum með »Pervie" — sem kom frá útlöndum kvöldið áður—og segir svo eftir litla hvíld: „Mundu nú eftir kvæðinu utn Jónas hjá síra Matthíasi." Eg lofaði því, og töluðum við svo fá orð önnur áður en eg kvaddi hann og fór. —Tveiin- ur klukkustundum síðar andaðist hann í örmum foreldra sinna og hélt ráði og rænu atveg fram í dauðann. Þau hafa nú þar sem hann var séð á bak einkasyni sínum, og er það þeint óbætanlegt, en hugg- un er í því að hann áíti dreng, sex ára gamlan, fallegan og efnilegan, sent heitir Eggert og á nú að bæta afa sínum og öminu sonarmissirintt. Gjallarhorni bætist aldrei rnissir Bernh. Laxdals og viiiutn hans er vandfenginn sá maður að tnann- kostutn sem fylli sæti hans., því „ekki getur dreng betri", í orðsins fylstu merkingu, heldur en hann var. Jón Stefánsson.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.