Gjallarhorn - 20.01.1905, Blaðsíða 2
6
OJALLARHORN.
Nr. 2
annars töluvert ólíkir, ein hin ljósustu j
dæmi upp á munin á Norðlendingum
og Sunnlendingum. Norðanpósturinn er
Norðlendingur í hóð og hár, skerpu-
maður mikill, ör í skapi og afgerandi.
hvatleikamaður í öllum hreifingum og
er á svipstundu þotinn af baki ef laga
þarf á hesti, djarfur og úrráðaskjótur
í glímum við vatnsföll og aðrar tor-
færur. Sunnanpósturinn er aftur á móti
maður hæglátur og fremur orðfár, en
sinnugur, og seiglingsmaður hinn mesti,
svo að trúað gaeti eg að vetur og vind-
ur mætti ybba sig í meira lagi áður
reynd væru til fulls í honum þolrifin.
Það er auðvitað að póstarnir kom-
ast oft í hann krappann á vetrarferð-
unum og lenda í margri raun. Einu
sinni þegar norðanpóstur kom frá Akur-
eyri um háveturinn yfir Oxnadalsheiði í
brotaófærð, hríðarveðri og frosthörku,
gat hann eigi, hvernig sem hann reyndi
til, komist yfir Norðurá, sem var stöppu-
fufl með krapaburði og allsendis ófær;
pósturinn varð þá að gera svo vel og
brjótast aftur til baka í náttmyrkri
með alla lestina norður að Bakkaseli;
það var dálaglegur snoppungur og
gæti eg trúað þvf að pósturinn, þótt
hann sé annars mesti geðprýðismaður,
hafi þá ekki verið í sem beztu skapi.
Það væri annars ekki vanþörf á að
fara að brúa Norðurá, því að eg tel
það ekki, þótt lögð væri á hana brú
hér um vorið, sem áin ruddi af sér
eftir skamma stund.
Sunnanpósturinn komst einu sinni
skrambi sniðuglega yfir Búrfellsá, þverá
sem rennur í Norðurá milli Forna-
hvamms og Sveinatungu; á sumrinu
veitir henni enginn eftirtekt, því að
áin er hálfgerð spræna, en á vetrum }
stendur hún einatt full með krap og
getur þá verið mesta skaðræði að
komast yfir. I þetta sinn kóklaðist hann
ána á þann hátt, að hann »brúaði« hana
með póstkoffortunum, sem ekki sukku
niður úr krapinu, teymdi hestana yfir
á koffortunum og stytti svo smámsam-
an »brúna« með því að bera koffortin
hvert af öðru yfir á þann bakkann,
sem lestin nú var komin. Hefði póst-
ur eigi fundið upp á þessu snjallræði
mundi honum hafa legast lengi við
ána, sem var alófær sökum kraps.
Póstflutningurinn beið engan skaða
nema hvað koffortslokin sporuðust ögn
af skaflabroddunum.
Póstar f útlöndum eru allra uppá-
hald. Þeir eru fregnberar milli þeirra,
sem fjarlægðin skilur og gleðja marg-
an mann og fylla með eftirvæntingu;
flcstir hlakka til að fá póst og ekki
geta póstarnir að því gert, þótt þeir
flytji miður þægileg tíðindi; þeir vildu
sjálfsagt flytja eingöngu gleðileg tíð-
indi ef þcir mættu ráða Vér íslend-
ingar höfnm ekki sízt ástæðu til að
halda uppá póstana, sérstaklega í sveit-
unum er það ekki ofmargt sem fjörg- j
ar lífið og veitir tilbreytingar, enda j
hlakka þar flestir til komu póstsins
og að fá blöð og brcf. Póstarnir eru
þar kærkomnir gestir, ungu stúlkurn-
ar koma fljótt út í bæjardyrnar þegar
póstlúðurinn rýfur dalakyrðina með
gjalli sínu, hnappast í kringum-póst- j
inn á hlaðinu og þurfa bæði að spyrja
eftir bréfum og biðja fyrir bréf! Nátt-
úrlega er póstinum strax boðið inn
upp á brennheitt kaffi, en hann neit-
ar þvf oft, því að kappið og áfram-
haldslöngunin er svo mikil og ná verð-
ur í gistingarstað áður myrkrið skell-
ur á. Vér megum sérstaklega ekki
gleyma því, að póstarnir stofna oft
heilsu sinni eða jafnvel lífi í voða við
starfa smn og ættum vér því enn frek-
ar að meta þá og launa þeim sóma-
samlega fyrir starfa þeirra; hér er of
mikil sparsemi ekki á sínum stað, aðal-
atriðið er að duglegir menn fáist til
starfans, en þá verður að launa sóma-
samlega og dugir ekki að prútta um
of eða taka lægsta tilboðið. Eg þykist
þess fullviss, að póstmeistarinn muni
athuga þetta við veitingu á póstferð-
unum, því að hann er mesti stjórn-
semdarmaður og á miklar þakkir skilið
fyrir það, í hve gott lag hann hefir
komið póstmálum vorum.
_____P. V. B.
Jarðarför Bernh. sái. Laxdals
fór fram 14. þ. m. í viðurvist svo
mikils fjölda fólks, að það var lang-
fjölmennasta jarðarför, sem hér hefir
farið fram nú um langa hríð. Kirkjan
var troðfull uppi og niðri, en af því
veður var hið ákjósanlegasta um dag-
inn stóð fjöldi fólks við dyrnar svo
enginn sneri frá. Sr. Matth. Jochums-
son hélt húskveðjuna á heimili hins
látna og var þá eftirfylgjandi kvæði,
er hann hafði ort, sungið með nýju
lagi eftir Magnús Einarsson organista.
I.
Faðir vor!
Ef þú slærð þau sáru sárin,
svala lát oss tárin — tárin,
faðir vor!
Ofan frá
sjáist engin hjálparhöndin,
hugga þú svo nærist öndin
intian frá. —
Vinur vor!
Þú sem hlauzt svo hart að líða,
hvernig lærðir þú að stríða.
vinur vor?
Liljurós I
eitt og eitt i hreti hörðu
hrundu blöðin þín að jörðu,
liljurós!
Hvaðan frá
spratt þér stöðugt styrkur, yndi,
stilling, ró og göfuglyndi?
Innan frá!
Prýði, snild
hjá þér bjó í breysku keri;
blessuð æ þín minning veri,
prýði, snild!
Grátið ei!
Gleymd’ ei vinahópur hljóður,
hann sem kveður, var svo góður,
Grátið ei!
Grátið ei!
Ykkar son í sælu lifir,
sorg og dauða hafinn yfir;
grátið ei! —
Farðu vel!
állar nætur eiga morgna,
aldrei brunnar lífsins þorna.
Farðu vel!
Kistan var alþakin krönsum og blóm-
sveigum og komst ekki fyrir á henni
helmingur þeirra er sendir höfðu verið.
Lang-stærstur var krans sá, er »Verzl-
unarmannafélag Akureyrar* hafði gefið.
Bernh. sál.. var varaformaður þess, er
hann lagðist banaleguna, og voru
þakkarorð til hans frá félaginu letruð
á kransinn. Þá var og á kistulokinu
silfurkross frá nokkurum vinum Bern-
harðs sál. Var grafið á hann nafn hans
fæðingar- og dánarár og þessi orð:
»Vinirnir kveðja vininn sinn látna.«
A höfðagafli kistuloksins var skjöldur
úr silfri sporöskjulagaður og kúptur.
Hafði Þórður Thorarensen smíðað hann
en Magnús Jónsson grafið á hann rósa-
streng hringinn í kring og þetta innan
f hringnum:
»Bernharð Ágúst Laxdai
kand. phil.
Fæddur 6. sept. 1876. Dáinn 2. jan. 1905.
* *
*
Frá heimastjórnarmönnum á Akureyri
með virðingu og þakklæti.«
Heimastjórnarflokksmenn báru lík-
kistuna út úr húsinu en þá tók »Verzl-
unarmannafélagið« við og skiftust með-
limir þess á um að bera hana alla leið
upp í kirkjugarð. Gengu þeir í »pró-
sessíu* undir merki sínu. Kirkjan var
tjölduð svörtu, svartur dúkur var eftir
öllum innganginum en grænum reyni-
trésstöngum stráð beggja vegna, og
hafði »Verzlunarmannafélagið« annast
um það. Páil Þorkelsson kaupmaður
og P. Bernburg verzlunarmaður léku
saman á orgel og fiolin sorgar-»mars«
meðan líkið var borið í kirkjuna. Sr.
Geir Sæmundsson hélt líkræðuna en
; margt af bezta söngfólki bæjarins
hafði tekið að sér að æfa saman lög
þau, er átti að syngja og fór þvf
söngurinn óvenjulega vel fram eftir
því sem vanalegt er við jarðarfarir.
Þetta kvæði eftir sr. Matthías var
sungið í kirkjunni.
II.
Hvað gerir þú, sem gleðst í æskulundi,
ef gæfan snýst og lokar hverju sundi,
svo undanbragð er ekkert framar til ?
Ef þér er fleygt á feigðarbeðinn stranga
og fjarar uppi neyðartíma langa
við dauðans dyr?
Hvað gjörir þú, ef sífelt syrtir þyngir
og sama tón þín stundaklukka hringir,
og enginn fær þér Iíkn né liðsemd veitt?
Þú bíður, stynur: himin Guðs er hulinn?
þú hrópar: »Er þá sérhver skíma dulin.«
En sérð ei neitt.
Ger þú, sem þessi, Iát ei andann letja,
en líkstu honum, gjörstú veikur hetja,
og drengilega dauða taktú mót!
Þú finnur lind, sem líkna kann og svala,
og lina ofraun þinna mestu kvala,
í hjartnns rót.
Þá lind fann hann, sem hylst í dagsins
glaumi
það heilagt gull, sem dylst í fleygum
straumi,
og meir en borgar lítinn lánsfögnuð.
Hann leit þá perlu lífs í djúpi glitra,
sem leynist oft þeim sterka, hrausta,
vitra:
Hann fann sinn Guð I
Þá streymdi fram hið bezta, þetta þýða
og þessi göfga sjáltsfórnunar blíða,
sem öðrum líkn og andans fróun gaf.
Vér sáum, heyrðum, þegar aðrir þögðu,
og þrautinn stóð sem hæst, að augun
sögðu:
»Eg á mér staf.«
Þín trú var föst á fegurð, ást og mildi,
á frelsi manns og ódauðlegu gildi,
á náðargjöf hins guðivígða lífs;
þú sýndir oss er þyngdist þrautamóða,
að þú varst frændi listaskáldsins góða
í kvölum kífs.
Svo kveðjum vér þig, vinur ástúðlegi!
alt víl í burt! en mildur blíðutregi
í hjarta voru helgi minning þín!
Sem fögur vornótt breiðist helgur höfgi
um hvílu þína, bróðir sálargöfgi,
unz sólin skín!
Auðséð var á öllu því, er snerti
jarðarför þessa, að bæjarbúar voru
þar að kveðja einn sinn vinsælasta
mann og félaga, enda mun það ekki
orðum aukið, að fáir munu þeir hér
sem vinsælli eru en Bernharð sál.
Laxdal. — Og hann var líka fyllilega
verður slfkra vinsælda.
--» I
Jónas Jfa/lgrímsson.
Fyrirlestur fluttur á Akureyri 1. jan. 1905.
Niðurl. . ——
En það er um Jónas Hallgrímsson
er eg skyldi tala — ástgoða aldar
sinnar og fólks, listaskáldið, náttúru-
skáldið, frelsisskáldið, hjartans og feg-
urðarlífsinsskáldið. Eg segi ekkert um
það, hvort gáfa hans hafi verið meiri
en annara þjóðskálda vorra, að fornu
og nýju, um það hver meiri hafi ver-
ið hann eða Hallgrímur, Eggert eða
Bjarni. Sitt verður hverjum að sýnast
um það, enda fara minst áhrif skáld-
anna eftir mati gáfna, heldur fer hvert
skáld sína leið, lifir sinni tíð, og yrkir
eftir þörfum, stefnum og straumum sinn-
ar aldar. Um Jónas er sannsagt, að hann
kom frarn eins og kallaður, og hamingja
hans var það — eða réttara sagt: þjóðar
hans, að þar mættist þrá og þörf annars
vegar, og andinn reiðubúinn hjá skáld-
inu hinsvegar. Ekki svo að skilja, að
hann væri hamingjumaður, því að æfi
hans varð stutt og ánægja hans, hag-
sæld og heilsa þá stuttu æfi enn styttri
og stopulli. Og ef auðnumaðurinn Göthe
þóttist geta sagt með sanni í elli sinni,
að sælustundir æfi sinnar mætti telja á
fingrunum, hvað hefði Jónas þá mátt
'um sín auðnukjör segja? En eigi skal
heldur fjölyrða um það. Hið persónu-
lega í lífi afreksmannanna er alt fyrir
sig, það endar við Leiðið. Afreksverk-
in lifa, og þar gildir lítið tfma- eða
raunatal. »Oft dó áttræður —- segir
Jónas — er aldrei hafði tvítugs manns
fyrir tær stigið.« En þegar vér í kvöld,