Gjallarhorn


Gjallarhorn - 20.01.1905, Blaðsíða 3

Gjallarhorn - 20.01.1905, Blaðsíða 3
Nr. 2 GJALLARHORN. 7 60 árum frá andláti hans, virðum fyrir | oss þetta þjóðskáld, þennan ástmög | íslands, þennan langfrægasta Eyfirð-■ ing hinnar liðnu aldar, þá störum vér eigi á útlit hans og yfirbragð, sem | hvarf með hans líkamslífi, heldur horf- J um vér á hann mnmyndaðan, hann og afrek hans, hann og skáldskap hans eða ímynd hvorstveggja. Og þá birt- ist hann oss í æskunnar og andans guðmóði, eins og vér sjáum hann í helgri sýn gnæfa í morgundýrð á Súlum uppi, horfandi björtum augum yfir hérað sitt og land meðan »frels- isröðull á fjöll og hálsa fagurleiftr- andi geislum steypti« ! — Þegar stórstraumar nýrra andans hreyfinga fara yfir þjóðirnar verða viðbrigðin í hugum þeirra eins og morgunsól rísi óvart úr hafi og skrýði loft og láð með glöðum geislaskrúði. Svo var á köllunardögum Jónasar. Þá stóð í blóma sínum hin rómanska sumaröld á Norðurlöndum. Þá tók Jónas »skírn og trú rétta« og skrýdd- ist »hvítavoðum« með sama lit og lagi er samtíðar mcnn hans báru, þeir Heine Fiesk, Ingemann, Andersen, Paludan- Múller, Atterbom og Wergeland stór- skáld Þýzkalands og Norðurlanda í hin- um rómanska stýl. Þeirri straumöldu þóttu öfgar fylgja, en fegri og unaðs- ríkari skáldskapur hefir aldrei áður né síðan andað yfir lönd vorra frændþjóða — og öfgarnar bárust að minsta kosti aldrei til þessa lands. Það var hið hreinasta og helgasta í þeim skáld- skap, sem hingað barst, og sá sem þann rínarauð út flutti og gaf landi sínu var Jónas Hallgrímsson, og það fáðan og fegraðan, og eins og hold- gaðan á ný, í hinum indælasta og stórmannlegasta þjóðbúningi Islands, þess náttúru, þess sögu, þess sorga, þess krafa og helgustu vona! Það var köllun þessa unga eyfirzka skálds, köllun hans og æfiafrek. Og köllun sína heyrði hann og skildi — allra skálda bezt. Hann gerðist fyrst barn við móðurkné íslands, las og nam náttúrunnar mál og gerðist ungur fóstbróðir og félagi hinna frægu óska- barna Dana, náttúruspekinganna Ör- steds, Jóakims Schouw, Forchhamm- ers og Steenstrups, eins og hann jafnsnemma var fóstbróðir skáldanna, þá gerðist hann frœðifaðir íslands. Hann boðaði nýtt Jagnaðarerindi þjóð sinni, fyrst frelsisins, og þar kvað hann og kendi svo allar vættir vökn- uðu, en svo kvað hann samhug og sál í þjóð og land, svo steinar vikn- uðu — kvað svo gamlir urðu ungir og ungir gamlir nýja trú eða lífsfyll- ing inn í fólk sitt, ekki trú á yfir- heima né undirheima, heldur trú á samlíf vort og eining við hið ódauð- lega og eilífa í faðmi þess lands er vér lifum á. »Náttúrunnar namstu mál, numdir tungur Ijalla, svo að gastu stein og stál í stuðla látið falla,« kvað Grímur Thomsen um Jónas, og mætti þó enn fyllra að orði kveða. Hugblær stór- skálda er djúpur og auðugur, og ein- ungis lítið brot þess, er þeim býr f huga og hjarta, fær ytri mynd og búning. En »steinn og stál« hreyfist þó til hendinga hjá Orfevshörpu Jón- J asar ; og enn betur hreyfa hans hörpu- ljóð ndttárunnar gullstrengi þá, er óma f mannshjartanu og þess djúpa draum- lífi. Aldrei hefir nokkurt íslenzkt skáld j vakið hjá vorri þjóð viðkvæmari og þýðari strengi. Með bróður sínum Heine fórst honum vel að segja: »Ljóðið mitt litla, léttur vorgróði, lyftu þér, leiktu þér langt út um sveit.« Jónas var skáld hinnar óbrotnu feg- urðar, eða eiginlegu listar. Tilfinningin var ávalt einlæg og djúp, en orðaval og búningur Ijóst og þýtt. Tvö ásta- kvæði orti hann og eru bæði gimsteinar. Þau samsvara hreinum ástum eins og kossar ársólarinnar vaknandi vorblóm- um. »Man eg þig mey,« o. s. frv. Hver má svo óbrotið yrkja og með svo ríkum yndisþokka og fögrum blæ ? Þrjár teg- undir tilfinninga, hugblæs og hugsjóna, hefir Jónas hafið og helgað hér á landi, auk ástanna, sem hann lagði miður hug á í ljóðum. Fyrst má nefna hugblæinn gagnvart ríki náttúra landsins; kvæðin Gunnarshólmi, Skjaldbreiður og ísland eru þar efst á baugi. Annar hugblær- inn, sem hann gaf öllum öðrum fremur lff og litu, er málið — »móðurmálið hans góða, hið mjúka og ríka«. Og þriðji bugblærinn lifir í frelsisljððum hans. Jónas var þjóðskáld f orðsins allsherjar skilningi, því að hann orti sí og æ fyrir land sitt og þjóð, en fátt og lítið fyrir sjálfan sig, þótt ljóðskáld væri, og fátt fyrir einstaka menn. Og þó vann hann hvert ein- staks hjarta um leið og hann varð fjöldans skáld. Hann kvað ávalt hreint og grómlaust og með gát og 'hófi hins fædda listamanns og sanna idealista. Já, hann var idealisti, en ekki realisd. Og þó orti hann svo snildarlega, satt og öfgalaust, að báðir fiokkar heiðra hann jafnt. Fyrir þessa kosti, sem eg hér hefi bent á, lifir Jónas enn sem lands vors ljúflingur og listaskáld — lifir enn 60 ár, ioo ár og aftur ioo ár, þótt aðrir miklir menn eldist og deyi hjá kynslóðum þjóðar vorrar. Og það sem langlífi ljóða hans veldur er eigi nein sérstök snild eða yfirburðir eða andríki hans um fram aðra skáld- mæringa þjóðarinnar, heldur það, að bonum auðnaðist öllum öðrum fremur —- ekki að láta »stein og stál« í stuðla saman falla, heldur sál og mál þjóðar sinnar. Hún les sál sína og fegursta innra líf í ljóðum hans. Og þau skáld, sem það kunna eins og hann, þau lifa meðan mál og þjóð fylgist að. Svo orti hinn gsmli Hómer, svo orti Shakespeare, svo þeir Göthc og Shiller, svo Ölensleger, svo Tegnér, svo hin miklu nútímaskáld Norðmanna. Slík skáld eru gimsteinar þjóðanna, og þeim því dýrmætari, sem þær svo að segja eiga þau og njóta út af fyrir sig; því að þótt meistaraverk þeirra séu þýdd og verði lesin á útlendum tungumálum, missa þau nær ávalt þann ilm og angan, sem þeim fylgir heima á frummáli eiginnar þjóðar. Þeir útlendingar, sem numið hafa ís- lenzku játa að vísu, að þeir skilji kveð- skap Jónasar, og enda betur en skáld- skap annara skálda vorra. En oftast skilja þeir eftir hið einkennilegasta hjá skáldinu: hans þýða mál og hinn helga hugblæ hans íslenzku söngdísar. Slíkt þýðist og sjaldan eftir nokkurt skáld á önnur mál. Eg skal ekki þreyta menn á lengri listafræði um skáldskap Jónasar, enda þykist hafa tekið fram hans aðalkosti. Ótal margt ágætt og einkennilegt hafa hin einstöku kvæði hans að bjóða þeim lesendum, sem vit hafa á og tilfinning, en öllu þvl sérstaka hlýt eg að sleppa. En eins og dæmi þess, hvernig kvæði skáldsins snertu hjörtu þjóðarinnar á miðri fyrri öld, vil eg að endingu minnast þess dags er eg fyrst fékk kvæði Jónasar í hendur. Það eru senn full 55 ár síðan það skeði. Eg var smalapiltur sumarið 1850 f seli frá Kvennabrekku í Dölum. Selið var fram í fjalldalnum Geldingadal. Kom bókin eitt kvöld seint og hafði sel- ráðskonan útvegað mér hana, en kon- an var Guðný Gísladóttir, amma Fins prófessors og Klemensar. Hún var bezta kona og unni Jónasi mikið. Um kvöldið mátti eg engu sinna því að ærnar voru óspakar, og fór eg snemma að leita þeirra, er vöntuðu um morguninn, og gekk upp um fjöll. Þá sá eg í fyrsta sinni, því skafheiðríkt var, Eiríksjökul og alia bræður hans, hina jöklana, upp af Borgarfirði, Vissi eg ekki áður að þeir sæist þar af hnjúkunum, og fanst mikið um — eins og sæi eg hinn dýr- asta helgidóm Iandsins. Niðri í Reykja- dalshlíðum fann eg ærnar, elti til bygða og rak loks heim. Var það svo langur vegur, að komið var að mjaltatíma er eg kom aftur til selsins. Eg flýtti mér að kvía féð, sem þar var nærri, fékk mér bressingu og þreif tveim hönd- um kvæðin ásamt matnum. Eg kom ofan á kvæðið Skjaldbreið og lærði þegar í einni lotu; fór síðan út Og las kvæðið orðrétt upp úr mér á kvfaveggnum, og var Guðný þá ekki búin að mjólka ær okkar, sem voru nálægt hundraði. Henni þótti eg fljót- ur að læra — enn fljótari en að finna ærnar. Og öll kvæðin lærði eg að rnestu, á stuttum tíma. Og það er víst: aldrei hefi eg næmari verið, og varla til hálfs. En — hvað hreif mig? Var það efnið eða forrnið? Eg hýgg bvorugt, því hvorugt var mér vel ljóst! Og hafi það ekki verið hug- blærinn, eða sálin, sem hreif mig, veit eg aldrei hvað það hefir verið. Og svo hygg eg um aðra lesendur Jónasar kvæða, — svo hygg eg sé varið allri þjóð hans, að það er sálin, en hvorki efni eða orð eða form, sem gerir þau ljúf og létt að læra, en þung og þétt í minni. Það er undarlegt og ámælisvert, hve dauflega og lítið þetta ættar- og æskuhérað skáldsins hefir alt til þessa tekið þátt f samskotum til minnisvarða eftir þess frægasta son. Beri nú raunin hér eftir oss öllum betra vitni og kom- um, þótt síðastir séum, að lokum fram sem hinir fyrstu! Matth. jochumsson. Áskorurj. Á síðasta aðaltundi »Iðnaðarmanna- félags Akureyrarkaupstaðar« var í einu hljóði (með 54 atkv.) samþykt svolát- andi tillaga til birtingar í íslenzkum blöðum: •Fandurinn mótmœlir því, aö íslendmgai taki nokkurn þátt í hinni fyruhuguðu hjá- lendusýningu í Tívólí í Kaupmannahöfn, næsta sumar, og skorar á alla íslendinga að gera alt, sein í þeirra valdi slendur tii þess að koma í veg fyrir, að hún verði styrkt héðan af landi.« Akureyri 18. janúar 1905. Öddur Qjörnsson, p.t.formaður ’IÖnaðarmannafélagsAkureyrarkaupstaðar'. Þvættingur í Norðurlandi. Hann virðist vera að fara vaxandi nú í síðustu blöðunum svo að nauð- syn beri til að benda á nokkur atriði hans. í þetta sinn verða þó ekki at- hugaðar nema tvær síðustu kvik-sög- urnar. Bœjarstjórnarkosningin. »NI.« segir að Júlíus Sigurðsson útbússtjóri og fylgdarlið hans hafi »riðið niður flokks- bróðir sinn« Magnús Kristjánsson. Blað- ið fer þar vísvitandi með ósannindi, því enginn sem þekkir til mun blandast hugur um að svo var ekki, heldur að það var B-listinn sem varð þess valdandi að áskorendur Magnúsar yfir- leitt höfðu hneysu af úrslitum kosn- inganna, sem einnig stöfuðu af því að þeir kusu hann á tveimur listum í graut. Annars á það illa við að voru áliti að gera slíkt að blaðamáli, þar eð það varðar eingöngu bæjarbúa. Jónasarkvöldið. »NI.« fer einnig með vísvitandi ósannindi er það segir að »Gjh.« hafi viljað tileinka sér hlut- deild í því að »Jónasarkvöldið« komst í framkvæmd á nýársdag s. 1. »Gjh.i hefir aldrei skrökvað slfku sér til hróss og virðist oss þurfa meir en meðal blygðunarleysi til að bera því slfk ósannindi á brýn. En vera má að »N1.« álíti að »tilgangurinn helgi meðalið* fyrir sé.r þar sem það skrökv- ar þessu, að því er oss virðist, til þess að fá tækifæri til að hrósa núverandi aðal-húsbónda sínum Stefáni kennara Stefánssyni og eigna honum heiður- inn af þessu fyrirtæki. Hvað sann- sögli blaðsins er þar mikil, geta menn dæmt um af þessari: LEIÐRÉTTING. í tilefni af að »NI.« segir að St. Stefánsson kennari hafi átt upptökin til að »Jónasarkvöldið« var haldið hér um daginn vil eg geta þess opinber- lega, að það er ekki rétt, þvf þegar eg kom til St. St. kvöld eitt i vikunni á undan og bað hann að styrkja skemtunina með kvæðaupplestri neitaði hann því og sagðist ekki kæra sig um að láta fólk »kritisera« upplestur sinn. Daginn eftir ámálgaði eg aftur við hann hið sama og þá lofaði hann mér að- stoð sinni. p Bernburg. Vonum vér nú að lesendurnir sjái hér glögt einkenni þeirrar freistingar, sem þjáð hefir »NI.« frá upphafi að reyna að klína á húsbændur sína öllu

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.