Gjallarhorn - 02.05.1905, Blaðsíða 2
54
GJALLABHOttN.
14. bl.
stólpar ákafiega þykkir og þunglama-
]egir. |>egar inn í hana er komið er
eins og maður sé kominn inn í hamra,
hálf dimt og draugalegt. Gluggarnir
eru útrósaðir svo þeir bera litla
birtu, — sagt er að ómögulegt sé að
fá rúðngler af sömu tegund nú ^
dögum, og sé sú glergjörð fyrir löngu
týnd.
A hæðinni í miðjum bænum er
hár turn, þaðan er víðsýni mikið
yfir allan bæinn og á haf út þar eru
menn á verði dag og nótt, til þess
að sjá ef bruni kemur upp í bænum
eða ef skip sigla að landi, yfir höfuð
ef einhver hætta er á ferðum.
Talsfmi liggur úr turninum þangað
sem nokkrir menn úr slökviliðinu
eru altaf til taks með slökkvivélarnar
ef á þarf að halda.
Flestir bæjarbúar eru meira og
minna kunnugir íslandi. og fjöldi af
mönnum hafa komið til landsins, um
30 íslendingar eru hér búsettir.
Turnvörðurinn sem sýndi mér og
öðrum landa turninn, sem eg gat um,
var að heyra ekki vel fróður um
landið, og spurði hann okkur: „Hvernig
er það annars með Island er það
sérstakt land eða hefir það sína eigin
konsúla"? f>ó karlinn virtist ekki
fróður í landafræði, hafði hann þó
hugmynd um hvað klukkan sló í
konsulsmálinu. Viðvíkjandi þvi eru
allír karlmenn æðri og lægri á einu
máli, að þeir eigi ekki að slaka til
við Svíann. Övíst er enn samt hvernig
pað mál lyktar, en stríð verður ekki
út af því, eftir því sem fróðir menn
seeja.
Frá stríðiiiu.
f>essa daga er eg hefi dvalið hér
í bænum. hefi eg dálítið fylgst með
viðvíkjandi þeim stórviðburðum er
gjörst hafa á ófriðarstöðvum Itússa
og .Tapana, og virðist nú fokið í
öll skjól fyrir Rússum, kreppir að
þeim meir og meir á allar hliðar.
f>að sem þó er átakanlegast af öllu
•er ástandið sem hinar litlu leyfar af
'her Rússa er nú í, eftir allar þær
hörmungar sem á undan eru gengnar.
Vristir gjörsamlega þrotnar og aðbún-
aður enginn.
Yfirhershöfðingi þ-eirra Kuropatkin,
var settur áf embættinu og kallaður
heim af stjórninni og átti hann að
skila af sér reikningunum, og er nú
á leiðinni með þá, þeir eru sem næst
á þessa leið: Fyrir mánuði síðan eða
á undan ósigrinum við Mukden, var
tala hermannanna 330000, af þeim
er nú aðeins eftir 170000 sem eiga
að heita vopnfærir. {>ess utan vara-
lið 50000 í alt 240000.
M er talið að stríðið muni kosta
Rússa 18 miljónir yfir vikuna og
engir peningar til. Frakkar sem
lengst hafa hjálpað þeim eru nú alveg
frá að lána þeim lengur. Lánið frá
þeim er orðið um 27 milliarða en í
hverjum milliarð eru 1000 milliónir
kr., svo það er orðin álitleg upphœð.
Út-séð er um það að ekki rætast
diguryrði Kuropatkins, þar sem hann
spáði því í upphafi þessa ófriðar, að
vissan dag er hann tiltók mundi
hann skrifa undir friðarskilmálana 1
Tokio, það er höfuðstaður Japana.
En Golíat ætlaði líka að vinna Davíð*
en hvernig fór.
Japanar eru búnir að taka svo
marga til fanga af Rússum, að þeir
eru alveg i vandræðum með að sjá
þeim fyrir húsnæði og öðru sem þeir
með þurfa, svo það er hætt við að
þeir týni tölunni áður en þeir verða
sendir heim.
A meðan eg er að skrifa þetta
kom sú fregn að Kuropatkin sé snú-
inn aftur au&tur til vígstöðvanna, hafi
ekki fundið sig mann til þess að
sjá ættjörðina eftir þessi illu erindis-
lok, og hafi sókt um að verða sveitar-
foringi, og óskað helzt að láta lifið á
vígvellinum með öðrum löndum og
afplána þannig fyrir sínar mörgu
yfirsjónir á herförinnni. J>að er sagt
að hann sé orðinn mjög niðurbeygð-
ur maður, og lítt þekkjanlegur fyrir
sama mann og áður.
ltússar og Japanar óska nú i ein-
um anda að fá frið, er haldið að
hans sé ekki langt. að bíða, væri
betur að svo væri.
J. ./. Bonjfjörð.
Reykjadal, sumardaginn fyrsta, 1905.
Mér datt í hug, að óska „Gjallar-
horni“ „(Tleðiiegs sumars“ með því
að senda því fáar linurúr sveitinni
minni.
J>egar ég las í „Austra" fréttabréf
Guðmundar Hjaltasonar, um „Æsku-
félög Korðmanna“ datt mér í hug,
aðalt væri i smærri stíl hjá íslend-
inguni. Og enda þó svipaðar hreif-
ingar séu til, þá er þeirra sjaldan
getið að nokkru. það er víst að
æsku eða unglingafélög hafa verið
og eru til hjá oss, og gert meira
gagn en raargur hyggur. Hvaðgömul
þessi félög eru. veit ég ekki með
vissu. J>að fyrsta unglingafélag, sem
eg heyrði getið um, var i Mývatns-
sveit, þá voru þeir unglingar Jón i
Múla, Pétur Gauti og Jón Stefáns-
son (J>orgils gjallandi i og þóttu þá
brátt koma í ljós hœfileikar þeirra,
er síðar hafa gert þá nafnkunna.
Eg þekkti unglingafélag í Eyja-
firði, þegar synir Jónsá Muukaþverá
voru lieima (Jakob og Jón sem nú
eru í Araeriku.) Félag þetta lagði
áherslu á að ineðlmiir sínir ,æfðu
sig í að rita og tala skipulega,
söng og ýrasar iþróttir; sömuleiðis
gekkst það fyrir vín- og tóbaks-
bindindi. J>á var eiunig stofnaður
„Styrktarsjóður,, fyrir Öngulstaða-
hrepp sem nú mun vera orðinn
nokkuð á annað þúsund kr. |>etta
er alt verk uuglingafélagsins. Líka
var eg kunnugur unglingafélagi í
Reykjadal, það hefir að vísu hafst
minna að, en tiigangur þess var
hinn sami. Framkvæmdirnar urðu
minni, mest vegna húslcysis, því hér
hefir ekki verið til hús, fyrir sam-
komur fyr en næstliðið vor, að
bygt var þinghús fyrir hreppinn
Tirohurhús tvflyft með kjallara,
16 x 12 ál. J>að hefir líka komið
þegar i ljós að nauðsyn var á svona
húsi, því það hafa þegar verið
haldnir ýmsir fundir í því, bæði
alvarlegir og gamanfundir. Ekki er
það að vísu í frásögu færandi þó
danzsamkomur séu haldnar, en hitt
er frásöguvert að unglingarnir
hafa þegar haldið marga glímufundi
I húsinu, og æft ýmsar íþróttir fl.
þatta er því lofsverðara, sem að
glímur eru ein af voruin fornu
iþróttum, og flestir munu sammála
um að hreinasta unnn sé að sjá
vel glímt. Halldör Gunnlögsson
læknir, hefir í 31. tölubl. „Gjh.“
f. á. bont á hvað leikfimi og í-
þróttir væru þýðingarraiklar Og
nauðsynlegar. hann komst þanniS
að orði: „Kostir leikfiminnar eru
þessir helztir: Hún œfir og styrkir
þrótt og þol, rekur í burtu deyfð
og drunga, gerir vaxtarlag og lima
burði fegurra". J>essa grein ættu
allir að kunna, ogbr>yta eftir. Jón
Sigfússon á Halldórsstöðum hefir
stýrt þessum glímuæfingum i vetur
enda eru þeir bræður, Sigurður og
hann. einhverjir 4 raestu glímumenn
hér fyrir norðan. og áhugasamir
fyrir því sem glætt gæti fjör og á.
huga þeirra ungu. Jón hefir lika
haldið margar söngæfingar í vetur
með unglingum hér í daluum. Nú
er sú skoðuu að ryðja sér til rúms,
að auknar skemtanir i sveitunum
mundi hefta fólksstrauminn burtu,
anda eru þessar samkomur að
vinna almennings hylii. J>ó eru það
sérstaklega tvær samkomnr sem eg
vil minnast á. Hinar svokölluðu
„Slæuhátíðir' sem farið er uð tíðk-
ast nú orðið, að halda i sveitunum
á haustin, hafa uunið mikla bylli.
Munu Mývetningar hafa byrjað á
því og befir lukkast vel, samkom-
urnar hafa verið fjölmennar og
fjörugar, með söng ræðuhöldum og
ýmsum skemtunum. Enda kunna
Mývetningar að gera fundi sína
skemtilega.
|>essir fundir hafa einnig verið
haldnir í Reykjadal nokkrum sinn-
um, og nú í haust slegið saraan við
vígslu þinghússins, voru þar um
250 manns samankomnir, er það
hér tulið mikið fjölmenni, og sýnir
að fólkið hefir trú á samkomunum,
og álítur viðeigandi að þakka fyrir
uppskeruna og „blóta„ móti vetri.
Hin samkoman var haldin hér 1.
febr. þ. á. af nokkrum rosknum og
ráðnum greindum og gætnura
bændum og konum þeirra, fáeinum
ungum skemtimönnum og nokkrura
hoiðursgestum utansveitar. Sam-
koman öll var mjög hátiðleg, mef
söng og ræðuhöldura, enda dróg
enginn sig f hlé, sá er aukið gat á
gleðina, og mun hún hafa haft þau
áhrif á alla er þar voru, að þeir
munu trauðta gleyma 1. febr. næsta
ár, né þeim breytingum er sá dag-
ur færði oss fyrir rúmu ári síðan.
J. 0.
Seyðisfirði 1. apríl 1905.
Mikill hugur er í mönuum hér
að koma sér upp motorbátum og
heyrst hefur að alt að 20 motorbátar
eigi að ganga hér á firðinum. Helst-
ir eru það kauppmenn, sem báta þessa
eiga og hyggja margir gott til, sérstak-
leg þó vinnu líðurinn.sem án efa fær
atvinnu við fiskiverkun hér í bæn-
um, meira en veriðhefir undanfarið
Vér sem viljum Seyðisfirði vel
og þykir væntum hann erum glaðir
yfir auknum framförura sem betur
má fara. Og yfir bættum sjávarútveg
hafa allir ástæðu til að gleðjast.
J>ann 29. f. m. fylgdum vér bæjar-
búar o. fl. ritstjóra Skafta Jósefssyni
til grafar. Við það tœkifæri voru
samankomnir, mér er óhætt að segja
allir bæjarmennn, sera á einhvern
hátt ekki voru forfatlaðir. Aldrei,
siðan Otto sál. Wathne varjarðsung-
inn hefir farið hór fram fjölmennari
jarðarför en þessi. Mannfjöldinn og
hluttekning hans er bezti og Ijós-
asti vottur þess að liér átti, ekki
einungis bærinn, heldur og öll hin
íslenzka þjóð, á bak að sjá góðum
dreng, vin og leiðtoga.
-r*—
Miiiinskaði
varð 22. marz við ísafjarðardjúp.
Fórst þar bátur í fiskiróðri með 6
mönnum. Formaðurinn hét Beni-
dikt Vagn Sveinsson og átti liann
hálfan bátinn, en hinn helfminginn
Skúli kaupmaður Thoroddsen á Bessa-
stöðum.
SNJÓFLÓÐ
varð tveim mönnum að bana á
J> órdalsheiði 5. apríl. peir hétu
Gunnar og Guðjón Sigurðssynir.
HVAMMUR
í Dalaprófastsdæmi er laust til um-
sóknar. Metinn kr: 1357.62. Um-
sóknarfrestur til 25. maí næstk. og
brauðið veitt frá fardögum.
GUDM. EGGERZ
cand.juris er settur málafærzlumaður
við yfirnéttinn.
HERMANN JÓNASSON
alþm. á pingeyrum hefir fengið
veitingu fyrir ráðsmannsstarfinu við
Laugarnesspítala frá 14. maí næstk.
I KJÖRI
um Stokkseyri eru séra Helgi Arna-
son I Ólafsvik, séra Páll Steppensen
á Melgraseyri og cand. Gísli Skúla-
son.
FJÓUA BOTNVEltPINGA
tók »Hekla» nú fyrir skönimu við