Gjallarhorn - 01.09.1910, Síða 2
18
GJALLARHORN.
IV.
Pví svo má brjóía lögvenjur, toga
pær og teygja á alla vegu, að venj-
an deyfi tilfinning manna fyrir brot-
unum.
Aðalatriðið hér er því ekki það, að
Björn hröklist úr ráðherrasætinu eða
lafi í því. Hann veltur úr því fyr
eða síðar, og því meir sem hann
mokar til skriðdýra sinna af lands-
fé, þess þyngra verður fall hans.
Nei! Pyngst á metunum verður
að vera, að hann stigi ekki þau
spor, eða leiði menn inn á þær
brautir, er stofni þjóðlífi voru í voða.
En það gerir hann, að vorri hyggju,
ef hann fer að hringla fram og aft-
ur með það, hvenær alþingi skuli
koma saman.
Pví sá tími verður að vera fast-
ákveðinn, og æ hinn sami. Hann
má ekki vera háður geðþótta vald-
sjúkra ráðherra. Þeir eiga ekki að
geta fært þingsetningardaginn um
einn einasta dag, til þess að vinna
sjálfum sér í hag með því og hanga
í embætti, þingi og þjóð ef til vill
þvernauðugt, en ættjörð sinrii tii
smánar og háðungar.
Og ef Björn Jónsson færir þann
dag aftur, eftir því sem honum kem-
ur bezt, mun þá ekki næsti ráðgjafi
þykjast geta gert það með sama
rétti, ef honum þykir þörf?
Þar liggur aðalhœlían!
Þingið verður að koma saman á
ákveðnum degi.
Þjóðin verður einhuga að heimta
það.
Hannes Hafstein, frú háns og börn fórn
héðan heimleiðis með „Austra" á roánu-
daginn.
Á skemtuninni, er haldin var hér í leik-
húsinu til ágóða fyrir Lystigarðsfélagið, kvað
dr. Ólafur Daníelsson nokkrar vísur undir
ýmsnm gömlum rtmnalögum, og var gerð-
ttr mikill rómur að,— Þessi vísa hlaut rnest
lófaklapp, enda mun lagið þar einna bezt
hafa samsvarað efninu:
Eg hefi selt hann yngra Rattð;
er því sjaldan glaður.
Svona er að vanta veraldaranð
og vera drykkjumaður.
Bænda-samsætið. „fsafoIdar"-kálfurinn
gat þess á laugardaginn að „Heimastjórnar-
skilnaðarviðrínið" — hefði flutt langa grein
ttm samsætið er eyfirzkir bændur héldu
H. Hafstein fyrra sunnudag. Eftir samband-
intt að dætna, er þetta snilliyrði víst mælt
ti#„Gjh.", en ekki mun það þó metast um
það við „ísrfoldar"-kálfinn og má hann
þess vegna „negla" sig á nafninu ef harin
hefir gaman af.
Hinu skal mótmælt, að Hannes Hafstein
hafi *látið< prenta ræðu sína í „Gjh.". Hann
hefir ekkert yfir blaðinu að segja og getur
ekki „látið" það flytja hvorki eitt né annað.
En „Gjh." spurði hann, aftur á móti að,
hvort það mœtti fiytja lauslegt ágrip af
ræðu hans og leyfði hann það eða kvaðst
ekki vilja neita því, ef blaðið sérstaklega
findi ástæðu til þess. — Það vita allir sem
heyrðu ræðtina, er hún var flutt, að út-
drátturinn í „Gjh." er ekki annað en laus-
legt ágrip og ennfremur að kafla vantar í
hana, en til hughægðar þeim, sem líkt er
ástatt fyrir og „Norðurland," má geta þess,
að ekkert mun vanta í ræðuna af því er H.
H. sagði í áttina tii þess að átelja ntíver-
andi stjórnarflokk.
Sjálfstæðið
og
Gubm. skáld Friðjónsson.
Eítir Gísla Sveinsson.
IV.
(Síðasti kafli.)
3. ást. til þess, að taka skuli nefnd-
arfrv. (eða minnihl.frv.), segir G. Fr.
vera þá: »að það sé samkvæmt henti-
stefnunni, að taka þeim umbótum, sem
fást«.
Það er nú vel til fallið, að Guðm.
nefnir »valtýskuna« svo sem einskon-
ar fyrirmyndardæmi upp á hentistefnu.
Þá sjá menn vonandi, af hvaða sauða-
húsi þær »umbætur« þurfa að vera,
er hann vill aðhyllast. Hjá okkur, eins
og sumstaðar annarsstaðar, virðast ýms-
ir hafa orðið mætur á því, að kalla
afsláttarpólitíkina í velferðarmálum
landsins »hentislefnu«; það þykir svo
einkar »hentugt« nafn. En óblindaðir
íslendingar mutiu kurtna að vara sig
á henni, þótt G. Fr. telji hana vera
»sólarsinnis«, en það orð virðist hann
vilja láta þýða: á móti sólu !
4. ást.: »Það er allavega hættulaust*
(þ. e. að ganga inn í það samband,
er frv. ber með sér);
5. ást.: »Það leysir okkur en bind-
ur ekki,« og
6. ást.: »Það opnar nýja vegi síðar
meir,« má svara öllum á eina leið.
Iu'kurnar mæla eindregið með því —-
og þær mega sín hér meira en hrana-
legar staðhæfingar G. Fr.—, að sjálf-
stæði okkar sé einmitt hætta búin með
þessu frumv.
Það hefir verið margsýnt fram á, að
það myndi binda hendur okkar fram-
vegis í fuliveldisbaráttunni, svo að við
ættum örðugt uppdráttar í öllum veru-
legum sjálfstæðiskröfum, er vér sjálf-
ir af fúsum vilja höfum játast inn í
»alríkið« danska. Þar af leiðandi er
harla lítil von til þess, að neinir
happasælir vegir íslenzku þjóðfrelsi
»opnist« með því háttalagi, heldur
munu sundin þá miklu fremur lokuð.
En aðrir vegir geta opnast og orðið
beinhárðar brautir: vegirnir frá »hjá-
leigunni* heim að »höfuðbólinu« !
7. ást. hans er: »Það vinnur okkur
orðstír út um lönd, að verða nálega
fullvalda ríki.« — Það versta er, að
Guðm. á ósannað, að við verðum »ná-
lega fullvalda ríki«, ef við tökum
frumv. Geta mætti þess nú og til, að
að orðstírinn myndi vera okkur vísari,
ef við stæðum sem menn, er vissu
hvað þeir vildu og héldu fast við
þjóðarrétt sinn, en hörfuðu ekki frá
því í dag, sem þeir kröfðust í gær
með lögmætum og sanngjörnum hætti.
8. ást.: »Það snýr huga okkar á
rétta leið: frá erjum að innanlands
friði og umbótum.« Jú, jú ! Það er nú
helzt að ætla, að nefndarfrumvarps
(eða minnihluta) sambandið hefði kom-
ið slíku til leiðar, eins og frá því máli
var gengið frá þeirri hlið. Það hefði
hlotið að-verða upphaf á nýjum deil-
um; og rneðan íslendingar eru uppi,
er eigi láta sér lynda, að svo sé far-
ið með rétt okkar og óskir, íslend-
ingar, er álíta að sjálfstæðisbaráttan
eigi að vera annað en »hrossakaup«,
er það víst, að fuilum sáttum verður
eigi tekið á þeim grundvelli, sem frv.
það bygði á. Nei, ef um »frið« getur
verið að tala, þá fæst hann ekki fyr
en þjóðin er orðin einhuga um það,
að hætta nú að þrátta við Dani um,
hvernig »sambandið« við þá eigi að
vera, og snúa sér að einu og sama
takmarki, er liggur utar því sambandi,
einhuga um það, að stefna og vinna
ákveðið og sem beinast farið verður
að skilnaði landanna, því að annað
blessast ekki. Það er Ieiðin. Ef menn
eru sammála um það aðalatriði, tak-
markið, gerir hver góður íslendingur
sitt til, að sú vinna fari sem bezt úr
höndum. Þá geta menn unnið að innan-
lands umbótum, svo sem nauðsyn er
mikil á, og kappkostað að halda í
réttu horfi, -— í friði, eftir því sem
friður á annað borð getur átt sér stað
meðal skynsamra áhugamanna. En því
mega menn ekki gleyma, að of mikið
getur að »friðnum« kveðið. Ef við för-
um hyggilega fram, getur okkur orð-
ið mjög mikils ágengt, á þeim grund-
velli, er við nú stöndum á, þótt eigi
sé hann hinn allra bezti. Við höfum
enn ekki afsalað okkur neinu, svo að
bindandi sé. —
9. ásí. er svo : »Það heldur okkur
vakandi, að eiga óuppfyltar þjóðar-
óskir og þrár.« Eftir þessari »ástæðu«
að dæma, virðist svo sem G. Fr. sé
(og hljóti að vera) því gersamlega
mótfallinn, að sjálfstæðisóskir þjóðar-
innar uppfyllist. En hvernig í ósköp-
unum hugsar hann sér að þau ríki,
sem eru og hafa verið sjáltstæð og
fullvalda, fari að því að hjara! Eftir
þessari »kenningu« l ans getur þeim
víst ekki verið lífvænt! Þau ættu sjálf-
sagt helzt að aísala sér fullveldi sínu
— en í hendur hverjum ? Og heldur
maðurinn virkilega, að þjóðirnar eigi
eður eignist engar »þrár« til að keppa
ettir, engar viðgangs- og fullkomnunar-
hugsjónir, nema því að eins að þær
eigi sjálfstæðisrétt sinn undir öðrum
eða til annara að sækja? Veit hann
ekki, að þjóðarsjálfstæðið er meðalið
til allra sannra þjóðþrifa?
Og bfræfið úr hófi er það að minsta
kosti, að hann dirfist að gera Norð-
mönnum það upp, að þá sé f þann
veginn farið að iðra þess, að þeir
náðu hlut sínum öllum af Svíum, eða
að þá »sæki svefn«, af því að »alt
sé fengíð*.
10. ást. hans er, að »það sýni heim-
inum vitsmunaþroska þjóðarinnar, ef
hún kann sér hóf«. Hóf er viturlegt,
en það er ekki sama sem »fráfall«.
Og að falla frá réttmætum þjóðréttis-
kröfum—■ þ-irn kröfunum, sem íslend-
ingar hafa haldið uppi og barist fyrir
— getur enginn mætur maður álitið
viturlegt.
Það er því óverðskuldað og frá-
munalega óviturlegt af G. Fr., er hann
áfellist Skúla Thoroddsen fyrir það,
að hanrt vék ekki frá kröfum þeim,
er íslenzka þjóðin hafði gert, áður en
til samninga var gengið, enda þótt
hann sjálfur hefði ekki tekið eins djúpt
í árinni nokkru á undan. Það var ein-
mitt það hyggilega hjá Skúla, að hann
virti óskir þ,óðarinnar og fylgdi þeim
eindregið fram — og fyrir þær sakir
vann hann sigur.
//. ást. er þó áreiðanlega einna
skrítnust: »Bismarck hefir ráðlagt okk-
ur það (að kunna okkur svo mikið
»hóf«, að taka frumvarpinu !) í eftir-
látnum endurminningum sínum«. Ekki
væri furða, þótt margan ræki í roga-
stanz yfir þeirri uppgötvun G. Fr.
Hann þykist hafa séð þetta svart á
hvítu, en getur eðlilega ekki um, hvar
hann hafi rekíst á það. Þessi ráðlegg-
ing Bismarcks til okkar, um frumvarp-
ið, á að felast í því, að hann hafi
komist svo að orði, á öldinni sem leið,
að menn yrðu að »hirða molana, sem
hrjóta af borðum hamingjunnar«! Sú
»hamingja«, sem hér kemur til mála,
ætti þá að vera danska -— »mamma«,
!á mér við að segja!
Það á nú heldur ekki illa við, að
íslendingar hafi Bismarck karlinn að
leiðarstjörnu í þessum efnum. Hann
var talinn hörku-íhaldssamastur nær
allra manna á sinni tíð og var svar-
inn fjandmaður allra smáríkja og sjálf-
stæðis þeirra! Hann sagði berum orð-
um, að »malefni landanna yrði að út-
kljá með blóði og járni«!
12. ást. og sú síðasta er, að »sain-
bandslagafrumv. minnihlutans (þ. e.
neindarfrv.) beri í skauti sínu fylling
þeirra iandsréttinda, sem fyrir barðist
okkar ágæti Jón Sigurðsson«-
Þess hefir áður verið getið hér í
greininni að framan (og hið sama hef-
ir meira að segja dr. Kn. Berlín viður-
kent), að Jón Sigurðsson kornst að þeirri
niðurstöðu, að frá réttarsjónarmiði væri
samband okkar við Dani ekki annað en
»persónusamband<, og kröfur hans
beindust ( þá átt, er hann mátti sjálf-
ur ráða. Nú dirfist enginn minnihluta-
manna að halda því fram, að frum-
varp þeirra fari fram á rífara sam-
band réttarlega en »málefnasamband* ■
Það er því dálítið einkennileg »tyH-
ing« á lands- eða ríkisréttindakröfum
J. S.-------
Þessar ástæður Guðmundar Friðjóns-
sonar verða þannig allar auðveldlega
sundur tættar. Þær standast enga gagn-
rýni. En hins vegar getur það, er hann
segir um afstöðu Dana og íslendinga
gagnvart málinu, veitt honum lang-
vinnari ánægju. Hann gæti sem sé átt
von á þeim mikla »sóma«, að orðum
hans þar í stað yrði snarað á danska
tungu, af Dönum eða Danasinnum, því
að svo eru þau einkennileg, af íslend-
ingi töluð. Hann fárast yfir því, hve
Danir séu »gæddir miklu langlundar-
geði«, að þeir skuli ekki hafa skipað
íslendingum, er með »lausung og lygi«
tari, »norður og niður* ! Það finst hon-
um þeir hefði átt að gera, er þeir urðu
þess varir, að eigi vórum við fúsir til
réttarafsals.
Sérstaklega þykir Guðm. ganga guð-
lasti næst sú þvermóðska (við Dani),
að þeir, sem »valtýskir« vóru um alda-
mótin, skuli ekki hafa viljað líta við
»uppkastinu«. Hann tekur það náttúr-
lega ekki með í reikninginn, að þótt:
menn villist, er ekki bráðnauðsynlegt,
að menn haldi áfram í viliunni, ef
menn geta áttað sig. Og sumum getur
farið fram, án þess að þeir þurfi á
nokkurn hátt að skammast sín fyrir
slfkt. Það er því lítt sennileg tilgáta
hjá G. Fr„ að sökum þessarar »ó-
kurteisi«, er hann svo nefnir, við Dani,
muni »aðrar þjóðir ekki vilja við okk-
ur líta «!
En hafa þá Danir sýnt sig svo sér-
lega kurteisa gagnvart okkur, upp á
síðkastið, eins og Guðm. segir? Hvern-
ig hafa þeir t. d. hagað sér gagnvart
frumvarpi því til sambandslaga, er sam-
þykt var af síðasta alþingi íslendinga?
Þannig, að þeir hafa ekki viljað láta
svo lítið, að leggja það fyrir ríkisþing
sitt, er þeim þó vissulega bar að
gera. —
Þegar Danir vilja ekki sinna kröf-