Gjallarhorn - 22.12.1910, Page 2

Gjallarhorn - 22.12.1910, Page 2
IV. OJALLARHORN. 83 • • ••♦♦•• ♦-«■♦♦ ««•«««« Símfrettir. Botnvörpungur nýstrandaður í Skaftárósum, óvíst hvort mannbjörg hefir orðið. Sjálfstæðisl-postularnir í Reykjavík hafa sent út um land alt undirskrifta- skjöl með áskoruu til ráðherra um að hann sjáí um að konungkjörnu þingmennirnir eigi sitji næsta þing. í gærkvöldi var haldinn fundur í Rvík, umræðuefni: Stofnun innlendra ábyrgðarfélaga, var kosin nefnd manna til að íhuga málið og koma með tillögur er verða lagðar fyrir alþing. Alberti er nú loks dæmdur í 8 ára fangelsi — mestu hegningu, sem hægt var að dæma hann í — ekkert tillit tekið til þess, að hann er bú- inn að sitja 2 ár í varðhaldi. Ráðherra hefir nýlega haldið ræðu í Atlantseyjafélaginu — sem hann í ísafold kallaði Skrælingjafélagið og sagði að enginn sannur Islendingur gæti verið þektur fyrir að mæta á fundi í því félagi — og afneitar þar skilnaðarmönnum. Kyöldskemtun var haldin hér í leikhús- inu síðastliðið sunnudagskvöld og var venju fremur vel sótt. — Þar söng nýr karlakór nokkur lög, und- ir stjórn Sigurgeirs Jónssonar söngkennara, tókst það eftir vonum, þegar aðgætt er að æfingatíminn var stuttur og söngkraft- arnir sundurleitir. Sigurgéir ætti þökk skil- ið ef hann gæti haldið saman söngflokk í vetur — fyrst um sinn — því hingað til hefir það reynst erfitt hér í bæ. — Þeir V. Knudsen og Karl Finnbogason lásu upþ; Knudsen stuttan gamanleik en Karl kvæði, og þóttust góðir. Hjalti Sig- tryggsson lék þar >solo< á Cornett en Jón ívarsson lék uudir á slaghörpu, var það góð skemtun og væri vel að þeir æfðu það, og létu heyra til sín oftar. Loks var sýndur lítill þáttur (nætursen- an) úr >Æfintýri á gönguför«, og er leitt að sjá jafn hugnæmri sýningu, og þáttur þessi er, svo greinilega misþyrmt. Ekki virðist ástæðulaust að minna áhorf- endurna á, að temja sér meiri kyrð í leik- húsinu en nú er venja þeirra, vera t. d ekki að rápa út og inn í miðju sönglagi. Veiðibjöllur. Veiðibjöllur kallast þær stúlkur á Hafnarstúdentamáli, sem eru seint úti á kveldin og veiða menn sér til gagns og gamans. Þess konar veiðibjöllur eða brelliveiður — eins og þær líka kallast — eru því nær óþekktar hér á Akureyri. Það eru heldur ekki þær, sem neitt er í frásögur færandi um hér, heldur þær ekta veiðibjöllur, eða svartbakurinn, sem líka kallast. Veiði- bjöllurnar koma daglega fljúgandi í hópum og éta síldina af túnunum þeirra Laxdals, Magnúsar í Garði, Páls Hrút- firðings, Sveins Sigurjónssonar o. fl. Og krafsa svo upp grassvörðinn sum- staðar, að alt verður að einu flagi. Eg hafði lengi veitt því eftirtekt að stórir skarar af veiðibjöllum flugu daglega til íjalls, og var lítt skiljan- legt hvað þær væru að sækja upp á Súlur, þessir sæfuglar sem lítinn land- búskap stunda, þangað til einhver fræddi mig á því, að þær mundu vera .að leita sér bjargar í síld þeirri, sem borin er á túnin hér upp á höfðanum. Jú mikið rétt — >sjón er sögu rík- arú. Eg fór upp á tún og þar gaf á að líta — þúsundir af veiðibjöllum, hlökkuðu þar yfir bráð og gogguðu úldna síldina upp úr freðnum gras- sverðinum og sungu sinn ámátlega borðsöng yfir sælgætinu, rifust um síldarrægsnin, sögðu happ þeim hlýt- ur og fiæmdu burtu alla veslings krummana, sem li'ka voru að reyna að bjarga sér. Þar var sá hræfugla- vaður, að manni datt strax f hug hvernig umhorfs var á vígvöllunum eftír bardagana í fornöld. >flugu hjaldr tranar á hræs íanar urðust blóðs vanar benmás granar.« kvað Egill. Og þó er nóg af lifandi og nýrri síld f Pollinum, sem veiðibjöllunni ætti að vera innan handar að afla sér. En veiðibjallan er sýnilega vandfísin um mat og sækist stundum eftir úld- inni síld, engu síður en sumir mat- menn eftir úldnum hákarl. Með öllu þessu athæfi sínu, bakar nú veiðibjall- an, bæði Laxdal, Magnúsi í Garði, Sveini og Páli Hrútfirðing o. fl., að sögn, mesta skaða því með svona gráðugu áframhaldi er enginn vafi á að innan skamms verður öll þeirra síld upp étin, sem átti að frjófga tún- in og gefa uppskeru margfalda af ilmandi löðu, sem svo skyldi »kvið- fylli gerast í nautum og beljum*. Veiðibjallan vill ekki líða það að sjáfarafurðir komi landbúnaðinum að haldi, síldin heyrir sjónum til, sæfugl- um og sæfarendum, hugsar veiðibjall- an, og skoðar hana sem sína eigin eign. Magnús í Garði, Laxdal, Sveinn og Páll Plrútfirðingur, _ hafa girt tún sín grandgæfilega, svo þangað kemst engin óskilarolla, hvað þá heldur hest- ar eða kýr, svo þeir þóttust geta sofið án þess að óttast nokkurn ágang; en á veiðibjöllunni áttu þeir ekki von — fávísir menn — máttu þó vita, að engar vfggirðingar né hervirki geta hept loptfleygum för yfir landamærin og er þetta dálítið forspil eða lítilfjör- leg sýnishorn af því hvernig fara muni þegar aðflutningsbannið er komið á, og óráðvandir ölgerðarmenn og vín- salar fara að hella yfir okkur allsgáða og ódrukkna, óminnisjó af ákavíti og óbrendum drykkjum, ofan úr loft- ballónum og flugvélum. Það er að eins einn ljóspunktur í öllum ágangi veiðibjallanna, fyrir Magn- ús, Laxdal, Svein og Pál og fl. og hann er sá: Veiðibjallan étur síldina, svo er það, en hún étur bæði og drítur. Hún gengur ekki eingöngu að snæðingi á túnunum, heldur meltir hún þar matinn í mestu makindum og gengur síðan. örna sinna og álfreka á þessum sömu túnum, og gefur svo jörðinni það guano, sem ef til vill er enn þá betri áburður en úldin síld. Og væri þar verkefni fyrir marga efni- lega búfræðinga að rannsaka drít veiði- bjöllunnar, því hver veit nema þar sé fjársjóður á við franska gullið sem ekki fekkst, og gæti þá svo farið að veiðibjallan yrði meiri aufúsugestur, en þeir Magnús í Garði, Laxdal, Sveinn og Páll Hrútfirðingur o. fl., telja hana vera. Hver veit nema að í framtíðinni muni máske bændur vorir keppast um að bjóða veiðibjöiluna velkomna til að frjófga sín tún. En óefað verður miklu bleki eytt áður en þær bútræð- islegu áburðarrannsóknir hata getað slegið því föstu að veiðibjölludrítur sé framtíðaráburður íslands,—Magnús í Garði, Laxdal, Sveinn og Páll hafa sett upp fuglahræður til að fæla bjöli- una burtu, og ráðgert hefir verið að fá stráka til að skjóta á þær úr göml- um byssuhólkum, en enn þá hafa eng- ir strákar treyst sér út í stríðið. Að ofanrituðu íhuguðu getur það verið mikið áhugamál hvort ekki muni rétt- ara að leyfa veiðibjöllunum að melta matinn í friði og mylja áburðinn upp á eina vísu, líkt og skítamaskfnur taðið á völlinn. Sannfróðum mönnum kemur saman um að framtíð landbún- aðarins og endurreisn ísland, sé und- ir áburði komin, hagnýtingu áburðar undan mönnum og skepnum. Því hefir verið spáð að í framtíðinni mundi á- burður aliur fást úr loptinu. Er ekki sá spádómur þegar að rætast? En sízt J átti eg von á því að veiðibjallan mundi leysa spursmálið. Ræktunarfélagið og búnaðarfélagið ætti strax að hefjast handa, hvetja Magnús í Garði, Lax- dal, Svein og Pál Hrútfirðing o. fl. til að gera ítariegar tilraunir með drít veiðibjöllunnar og jafnvel veita þeim ofurlftinn styrk, og senda hing- að hið bráðasta búfróða ráðunauta til þess enn betur að kynna sér spurs- málið og rita um það í búnaðarritin. Sjál/stœðismaður. Raddir frjálslyndra klerka. Flestir fríkirkjuflokkar á Englandi eiga árlega þing með sér á vorin; eru þá íramlögð og rædd öll þau skilríki og nýmæli, sem flokkinn varða. En merkilegt tákn vorra tíma er það, að nálega allar kirkjudeildir kvarta yfir hinu sama: hve bersýnilega hnigni kirkjurækninni í hinu mikla biflíulandi og mest þar, sem bókstafstrúin, fjöld- inn skeyti hvorki um lögmál né evan- gelium, hvorki um fyrirdæming kirkj- unnar né hennar friðþægingarkenning, þvf að vart meir en 16. hver maður í stóru borgunum ræki kirkjur og kennilýð. Því miður vita fæstir trúaðir sitt rjúkandi ráð móti þessu meini, því að breyta lögfestu formi þora þeir ekki, enda slá menn oftast nær sök- inni upp á vantrú og þrjózku aldar- innar og svo hinu gamla, sem gangi f kring eins og grenjandi ljón. Þó fjölgar þeim, sem einurð hafa til að benda f betri og skynsamari átt. Á fundi einum hjá Baptistum, komst forsetinn svo að orði í sumar sem leið: »Allir kirkjuflokkar á landi voru virðast orðnir leiðir á kreddum sín- um og úreltum kenningum írá fyrri öldum, en þrá í þeirra stað miklu víðtækari félagsskap í kristilegri breytni og framkvæmdarsemi. Hinn forni barna- lærdómur er kominn á forngripasafn miðaldaguðfræðinnar, eins og hann er orðaður. En aítur krstjast allir hinir vitrari menn, að menn ræki og skilji þá stöðu í lífinu, sem menn eru sett- ir í. Menn skilja nú betur en áður, að alfaðírinn hefi boðið öllúm börnum sínum jafnt til borðs, og ekkert selt fyrir fé af h'fsins gæðum. Sérréttinda trúin er að deyja út. Mikill hluti þess áhuga, sem dró menn áður til prests- stöðunnar til þess að efla guðsríki og frelsa sem flesta frá eilifri glötun, sá áhugi er mjög að dofna og lendir fremur utan kirkju en innan, til þess að frelsa menn hérna megin fyrst. Menn skilja, að það að gera gott, sé máttur og megin allrar trúrækni. Menn heimti betri siðmenning, meiri vel- gengni, meiri jöfnuð, meira réttlæti. A þá kirkjan — spyr hann — að steypa sér skilmálalaust út í hringiðu mannfélagsbaráttunnar, eða standa fjarri og leggja ekkert til málanna? Það yrði kirknanna bani. Öll framfara- mál eru að vísu leyti trúar- og kirkju- mál. En kirkjan í heild sinni hefir æðra stefnumark, æðri skildur að rækja en þær, sem beinlínis snerta veraldar- málin. Kirkjan á að vera sá staður, þar sem mannsins andi og hjarta á helzt að finna hvíld og frið og kenni- menn eiga að fara varlega með ver- aldarmálin eða deilur, sem elta öldu- gang fleygra stunda; hefir sú hlut- scmi stundum orðið til þess, að þeir hafa höggvið sárast sem hlífa skyldu. Hver kirkja á *ð vera helguð hreinni guðsdýrkun — fjall ummyndunar í Krists anda, þar sem sálir manna hefjast yfir hark og þrautir hversdags- lffsins til samneytis og viðtals við hina eilífu algæzku.« (Framh.) Sigurður Quðmundsson frá Mjóadal í Húnavatnssýslu hefir lokið meistaraprófi í norrænu við Kaupmannahafnarháskóla. Skilnaðarmálið. í næstu blöðum »Gjh.« birtist löng ritgerð um það efni, eftir Gísla Sveinsson yfirdómslögmann, Sjálfstæðislflokkurinn. og þeir konungkjörnu. Hér birtum vér bréf það frá Sjálf- stæðis Iflokknum, er umræðir í símfrétt- inni hér í blaðinu, fengum það rétt er blaðið var að fara í pressuna. jsján- ar verður getið um það í næsta blaði. Skrifsfofa sjálfsfæðismanna Reykjavik 18. nóv. 1910. Háttvirti herra! Eins og yður er kunnugt, hefir konung- ur nú kallað alþingi saman 15. febrúar næstkomandi ár, án þess að um Ieið hafi nokkur skifti verið gerð á konungkjörnum þingmönnum. Þingmenn þeir konungkjörnir sem nú eru, hafa þegar setið á þremur regluleg- um (fjárlaga-) þingum, og finnast þess ekki dæmi fyr né síðar í allri sögu þingsins, að eitt kjörtímabil nokkurs þingmanns hafi náð yfir meira en 3 regluleg þing. í 14.gr. stjórnarskrárinnar stendur svo: >Bæði kosningar hinna þjóðkjörnu alþing- »ismanna og umboð þeirra sem kvaddir »eru til þingsetu af konungi, gilda venju- »lega fyrir 6 ára tímabil.* Það er einsætt, að þessi ákvæði verður annaðhvort að skilja nákvæmlega eftir orð- unum, svo að kjörtímabilið sé hvorki meira né minna en sex ár, svo að þar skakki engu, ellegar þá eftir þvf, sem eðlilegast er að ætla að með þeim hafi meint verið. Á sex ára fresti gerir stjórnarskráin ekki ráð fyrir fleiri reglulegum þingum en þrem- ur, og virðist því Iiggja næst að ætla, að með þessum ákvæðum sé einungis ætlast til þess, að þingmenn á hverju kjörtíma- bili geti ekki átt sæti á fleiri en þrem þingum, nema aukaþing sé. Þegar gáð er að hvernig þessi ákvæði hafa verið skilin hingað til, kemur það berlega í ljós, að landsstjórninni hefir al- drei komið til hugar að eftir þeim ætti að fara bókstaflega. — Eftir að þingið varð löggefandi eru kon- ungkjörnir þingmenn fyrst kvaddir til þing- setu 24. apríl 1875 (stjú 1875 B. bls. 33—34)- í næsta skifti eru konungkjörnir þing- menn kvaddir 5. maí ,1881 (stjt. 1881 B. bls. 36). Þegarþessar útnefningar urðu, varHilm- ar Finsen landshöfðingi hér á landi, en Nellemann þá ráðherra. Hér má sjá að þeir hinir fyrri konung- kjörnu þingmenn hafa haldið umboði sínu frá 24. apríl 1881 til 5. maí sama ár, eða 11 daga fram yfir sex ára timabil. Næsta skifti eru konungkjörnir þingmenn kvaddir 15. apríl 1887 (stjt. 1887 B. bls. 60), og hefir þá af þeim fyrri verið tekið umboðið 20 dögum áður en sex ár voru liðin frá því er þeir voru tilnefndir. Því næst eru nýir konungkjörnir kvadd- ir 14. apríl 1893 (stjt. 1893 B. bls. 56), eða einum degi áður en 6 ár voru liðin. Enn eru nýir konungkjörnir þingmenn kvaddir 10. apríl 1899 (stjt. 1899 B. bls. 68), eða 4 dögum áður en liðin eru sex ár. Öll þau ár, sem þessar útnefningar fóru fram, var Magnús Stephensen á lindi hér og Nellemann enn ráðherra, er tvennar hinar fyrri fóru fram. Að Iyktum eru þeir konungkjörnu þing- menn, sem nú eru, kvaddir til þingsetu 29. apríl 1605 (stjt. 1905 B. bls. 120). eða 19 dögum eftir að sex ár voru liðin frá úi- nefning hinna fyrri. Er því annaðhvort, að umboð hinna fyrri konungkjörnu hefir verið Iengt þegjandi um 19 daga, ellegar þá að engir konung- kjörnir hafa verið til frá 10. apríl 1905 til 29. apríl s. á. — Þessari síðustu útnefningu réð Hannes Hafstein ráðherra. Af því, sem nú hefir verið talið, er auð- sætt að landstjórnin hefir alt til þessa dags ekki skilið það svo, að ákvæði stjórnar- skráarinnar um »sex ára tímabiL merkti bókstaflega það, sem orðin benda á, held- ur hitt, að átt vœri við setu á þremur reglulegum þingum. Þetta kemur þó enn berlegar fram í

x

Gjallarhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.