Gjallarhorn


Gjallarhorn - 09.02.1911, Blaðsíða 1

Gjallarhorn - 09.02.1911, Blaðsíða 1
GJALLARHORN Ritstjóri: JdN Stefánsson. Akureyri 9. febrúar. T 1911. Karlmanna- fataefni af nýjustu tízku sförí úrval °g lágt verð og ótalmargt fleira nýkomið í vefnaðai vöi uveizlun JSudmanns SfterfL * ? •-»- • • • • • • • ? • • • • • • • ? • Guðmundur skáid Friðjónsson kom hingað aftur með »Vestu« frá Húsavík og ætlar á fyrirlestraferð um Eyjafjörð. Hann hefir þegar haldið fyrirlestra í Glæsibæjar- og Hrafna- gilshreppum. Bændur og búaliðar ættu að sækja vel þau mót er hann leggur. Hann hefir ætíð eitthvað það að segja sem áheyrendur hafa gaman af að heyra og oft eru erindi hans fróðleg. Og mælskumaður er hann tvímælaiaust — svo mikill að ætti hann ættland með einhverri nágrannaþjóðinni, mundi það eitt honum nóg starf, ef hann kysi, að ferðast um og halda fyrirlestra um þau efni er honum væru hugkærust. Ekki veit »Gjh.« hver umtalsefni hans eru í þetta sinn, en þykir sennilegt að þau séu bókmentalegs eðlis. Sveitabær brennur. Á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal býr ungur bóndi, Róbert Bárðdal að nafni, og kona hans. Heimilisfólkið er, auk þeirra, börn þeirra fjögur og tvö há öldruð gamalmenni. Jörðina á Jósef Jónsson, óðalsbóndi á Espihóli í Eyja- firði og er Róbert leiguliði hans. Á laugardagsmorguninn 28. f. m. geysaði ofsaveður um Fnji*)kadal. Á Hallgilsstöðum var sjúkt eitt barn þeirra hjóna og hafði eldur verið kveiktur upp, síðari hluta nætur, í eldavél þar í baðstofunni, barnsins vegna, af því kalt var inni. Skömmu síðar heyrði bóndinn bresti í baðstofu- þekjunni og fór hann á fætur til þess að vita hverju þeir sætti. Var þá eld- ur kominn um alla þekjuna svo eigi var unt að slökkva og brann allur bærinn á örstuttum tíma. Er haldið að ofnpípan hafi sprungið og á þann hátt kviknað í þekjunni. Menn af næstu bæjum þustu þegar til hjálpar, er þeir sáu eldinn, en ekki varð ráð- ið við neitt vegna veðurofsa og litlu bjargað úr brunanum. Eigandi jarðarinnar, Jósef á Esipi- hóli, verður fyrir miklum skaða 'við þenna bruna, en tilfinnanlegri verður skaðinn Róbert bónda sem er fátækur maður með mikla ómegð. Væri vel gert að rétta honum hjálparhönd, því hann er duglegur maður og kann að fara með efni sín, en við slíkum ó- höppum sem þessum, má ekki fátæk- ur barnamaður. Skipaferðir. Vesta (Godtfredsen) kom austan um land frá útlöndum á sunnu- daginn, 5 dögum á eftir áætlun. Fór aftur á þriðjudaginn áleiðis til Reykja- víkur. Meðal fatþega voru alþingis- mennirnir Jóh. Jóhannesson bæjarfó- geti, Jón Jónsson frá Hvanná, Pétur á Gautlöndum, Stein^rfmur sýslumað- ur á Húsavík, Stefán Stefánsson skóla- meistari og Sigurður Hjörleifsson. Enn fremur Sighv. Bjarnason bankastjóri, Rögnvaldur Snorrason verzlunarstjóri o. fl. Sjálfstjórnarmál íranna. Loksins er nokkur von til að írar ætli að friðmælaat við En^lendinga — eftir þriggja alda þref. Nái nú stjóm °g Þing yfirtökum í lávarðadeilunni, fyrir fylgi hinna írsku þingmanna, seg- ir Redmond, forsprakki íra, að saman muni draga með löndunum. »Það sem írar krefjast«, segir Redmond, »er: fullkomin heimastjórn í sérmálum, svo °g i'ögþing sér, en að sæti þeirra í Parlamenti alríkisins muni mega skipa eftir sem áður írskum fulltrúum; verð- ur þá samband íra og Breta í öllum meginmálum alveg eins og samband Skota og Breta. »Vér írar heimtum ekki annað en fult sæti eða sjálfstæði eins og allir hinir hlutar alríkisins — eitthvað 28 — hafa og halda; meira viljum vér ekki, minna þiggjum vér ekki. Vér meinum stjórn með fullri ábyrgð fyrir oss sjálfum. Hana höfum vér aldrei fengið, og þangað til það fæst erum vér engu nær, en að því fengnu jafnast alt af sjálfu sér. Breyt- ingu í aln'kisráðinu viljum vér ekki, né heldur meir en tiltöluleg yfirráð í alríkisefnum.« Sambandsmálin telur hann svo: her og floti, utanríkismál, alríkisfjármál, alríkistollmál, konungs- erfðið og krónumál og a'nnað, sem er sameiginlegt í eðli sínu. Alríkið má og formlega hafa yfireftirlit með hinu nýja löggjafarvaldi írlands, eins og það hefir í Kanada, Ástralíu, Suður- Afríku og öðrum alríkishlutum. Þetta lítur afar-laglega út — á papp- írnum. En þar býr fleira í þokunni, og einkanlega tvent, 1. hið forna hat- ur íra og sundurlyndi sín á milli, og 2., að meiri hluti jarðeigna landsins er ekki eign íra sjálfra, heldur Eng- lendinga. Er þv( hins meiri von, að bæði sé eftir Njálsbrenna og Bríans- bardagi af ófriðarsögu bræðra vorra íranna. M.J. Jóhannes Jósefsson. Höfn 23/i. Hann dvelur nú 1 London. Sýnir hann þar íslenzka gh'mu með löndum sínum í Alhambraleikhúsinu, Metro- politanleikhúsinu og Enston. Hefir hann einnig glfmt við útlendinga þar og hafa allir legið fyrir honum. Hefir hann lagt marga kappa að velli og eru þeirra helztir Ono Dialretsu, heims- mestari f Iiu-Iitsu, japönsku glímunni. Annar kappi er nefndur Henry Irslinger enskur; feldi Jóhannes hann á svipT stundu. Japanann feldi Jóhannes tvis- var sinnum á fimm mínútum. Jóhannes kemur hingað til Hafnar með vorinu og hefir látið þá ósk sína í ljósi að fá þá að glíma við Bech- Olsen. Er ekki ósennilegt, að Bech- Olsen verði við þeirri ósk hans. Bogi Th. Melsteð °g ráðherra íslands. Höfn 12'i. Eins og eg hefi áður skýrt frá, sagði ráðherra Björn Jónsson tfðinda- manni frá »Politiken« að meistari Bogi Th. Melsted hefði fengið »rangar upp- lýsingar* teknar upp í »Berlingske Tidende* viðvíkjandi íslenzkum mál- um og lét sér sæma að fara með ýmsar dylgjur í garð Melsteds, útaf styrkveitingunni til íslendingasögu hans. Hrósaði ráðherra sér meðal annars af því að hann hefði getað náð styrknum af Melsted á síðasta þingi með tilstyrk flokks síns o. s. frv. Þessi ummæli ráðherra hafa vakið mikla eftirtekt meðal íslendinga í Höfn og þykir hanri sýna bæði »taktleysi« sitt og þjóðræknisskort, með því að ráðast á þenna hátt á fslendinga í dönskum blöðum. Bogi Melsted svaraði aftur rétt á eftir í »PoIitiken« stillilega en í fullri alvöru. Skorar hann þar á ráðherra að nefna til hverjar rangar upplýs- ingar hann hafi gefið» Berlingske Ti- dende«. Annars verði ráðgjafa íslands ekki trúáð. Er útlit fyrir að Björn liggi undir í þessari viðureign þeirra Melsteds. Danir og ísienzk mái. Höfn m/i; I ráði mun, að þráðlausu firðrita- sambandi verði komið á milli Reykja- .víkur og Vestmannaeyja, eins og mönn- um mun kunnugt. Ráðherrann hefir því átt tal við Marconifélagið í Bryssel og fengið það til að senda tilboð til komandi alþingis. Danir hafa komist á snoðir um þetta og þykir þeim þetta mjög svo óviðkunnanlegt(!), að ganga fram hjá þeim sjálfum! Eitt félag hér, »Dansk Arbejde,« hefir því tekið sig til og ætlar að senda áeggjan til alþingis og ráðherra um að taká heldur tilboð, er þeir senda. Vald. Poulsen, hinn þekti uppfundinga- maður, ætlar að gera áætlanir yfir þetta tilboð, er gert verður eftir aðferð Poul- sens sjálfs. Falsaðir 100 króna seðtar eru komn- ir ( umferð í Höfn, þeir eru gerðir eftir seðlum Nationalbankans. Mega íslendingar vara sig á þeirri seðlateg- und fyrst um sinn. Umslög með áprentuðu nafni hvergi ódýrari en í prentsmiðju Odds Björnssonar.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.