Gjallarhorn


Gjallarhorn - 28.03.1911, Blaðsíða 2

Gjallarhorn - 28.03.1911, Blaðsíða 2
40 GJALLARHORN. V. ýúþingi. Verksmiðjufélagið áAkureyri. Fjárlaganefndin í neðri deild leggur til að því verði gefnir upp vextir (6 pús. kr.) raf landssjóðsláni, er það átti ógoldna. HÚsavík. Kirkjujörðina Húsa- vik í Suður-Þingeyjarsýslu vill kaup- túnið þar fá keypta. Verðið áætlað um 25 þús. kr., ef jörðin verður seld. Viðskiftaráðunautur. Fjár- laganefnd neðri deildar leggur til að fjárveiting til þess starfs verði ekki veitt. — Því miður virðist búið að fara svo með það í bráðina, að alveg sjálfsagt sé að fella þá fjár- veiting burtu. t>ingrof. Ráðherra (Kr. J.) hefir lýst yfir, að hann ætli sér að rjúfa þingið og efna til nýrra kosninga, hvort sem stjórnarskrárbreytingin verði samþykt eða ekki. — Annars er ekki vafi sagður vera á því, að stjórnarskárbreytingin verði sam- þykt. Allir sammála, að heita má, um að svo þurfi að verða.' Ráðherrann nýi virðist því ætla að verða þjóðræðis- og þingræðis- ráðherra, meira en í munninum. Rvík 28/3 kl. 3. Fjárlaganefnd kosin í e. d. í gær: Lárus H. Bjarnason formaður, Steingrímur Jónsson skrifari, Stefán Stefánsson skólameistari, Sigurður Stefánsson og Sigurður Hjörleifsson. Háskóli. Áfjáraukaiögunum fyr- ir 1911 er veitt fé til stofnunar há- skóla 17. júní í sumar. Háskóla- kennararnir tilvonandi eiga þó ekki að fá laun sem slíkir fyr en l.októ- ber næstk. Stjórnarskrármálið var tekið til 2. umræðu í n. d. á hádegi í gær. Snarpar umræður allan daginn og umræðunni frestað, en hófst svo aftur í morgun og varir enn. — Breytingartillögur við frumvarp nefndarinnar, sem fram eru kompar, eru orðnar um 70, en talið víst, að mikill hluti þeirra verði skorinn nið- ur. Ágreiningur yfirleitt allmikill um frumvarpið, en þó fastlega búist við samkomulagi.i ..BændaferOin". Eins og áður er getið í >Gjh.«, voru þeir Jón Sigurðssón í Yztafelli og Sigurð- ur Jónsson skáld á Arnarvatni kosnir til þess í sumar, af bændaflokknum, er fór kynnisferðina suður um land, að semja ferðasögu þeirra félaga. — Þeir hafa nú lokið því starfi, og varð úr hjá þeim stór bók, svo of löng þykir fyrir tímarit, eins og fyrst var ráðgert, og verður því gefin út sérstök. Maður, er séð hefir handritið, lætur vel yfir og segir þar vel sagt frá og greinilega og spáir verkinu vinsæld þeirra, er þátt áttu að ferðalaginu. Gestir i bænum. Séra Jónmundur Halldórsson á Barði í. Fljótum, Bened. Einarsson dbrm, á Hálsi. Hafísinn er nú horfinn aftur út í hafsauga og lætur vonandi ekki sjá sig aftur hér við land þetta árið. 1 Utan úr heimi. Járnbrautarslys varð seint í febr. í Chartres á Frakklandi, um 20 manns fórst og fjöldi særðist. Þetta er þrít- ugasta járnbrautarslysið nú í tvo síð- ustu mánuðina, á járnbrautum franska ríkisins. Blöðin átelja stjórn brautanna harðlega fyrir slælegt eftirlit. Sigurd Berg, fyrv. ráðherra, sá er ríkisréttur dæmdi í fyrra, er nú mælt að muni verða kosinn ríkisþingmaður. Honum hefir ennfremur, af stjórninni, verið boðið að fara til Grænlands og athuga þar kjör manna og gera síð- an réttarbótartillögur. Hringflugið mikla. Fyrir það er nú þegar heitið hærri verðlaunum en nokk- urar aðrar íþróttir, er hingað til hafa verið þreyttar. Flugleiðin er: París — Berlín — Brússel — London — París. Lagt verður af stað 4. júní n.k. og er ráðgert að ná fyrsta daginn til Luttich. Verðlaunaféð er nú orðið 412,500 frankar, og von á rrveiru. Prívatbankinn í Khöfn græddi árið sem leið 2,700,000 kr. Þar af var hluthöíunum greitt 1,800,000 kr. í vexti. Pingmenn íra. Irski parlamentflokk- urinn hefir samþykt að taka ekki þátt í hátíðahöldunum við konungskrýning- 'una f sumar. Veldur þetta tiltæki þeirra allmiklum umræðum á Englandi. Esperanto. Hinn nafnkunni skáld- sagnahöf. Tristan Bernard, sem fjölda margar sögur hafa verið þýddar ettir á ýms tungumál, hefir bannað að þýða nokkuð eftir sig hér eftir, annað en það, er hann ritar á esperanto; hann hefir nú í smíðum 2 sögur og I leik- rit á því máli. Mylius Erichsen. Khafnarbúar hafa ákveðið að reisa honum veglegt minn- ismerki nú í ár. Varðinn verður afar- stór, ca. 50,000 pund að þyngd. Morðfélag. Nýlega hefir koinist upp um félag 1 Pétursborg, er hefir það markmið, að drepa auðmenn. Náðst hafa tveir læknar og einn kvenmaður úr féiaginu. Læknarnír hafa drepið á þann hátt, að koma sóttkveikjum ýmsra bráðdrepandi veikinda í mennina. Það er upplýst, að félagið hefir fengið lof- að, fyrir að drepa ungan aðalsmann ásamt foreldrum hans, 620,000 kr. 250 vitni hafa þegar verið leidd í málinu, svo á því sézt, að það er ær- ið umfangsmikið. Geheimeetazráð Emil Vett, annar stofnandi stórverzluninnar »Magasin du Nord«, er nýlega látinn. Vett var afarduglegur og vinsæll maður; hann var »lífið og sálin« í berklaveikrahæl- isfélagi Dana, sem nú er 10 ára gam- a(t, og ótal mörgum góðgerðafélögum öðrum starfaði hann kappsamlegá í. Ennfremur gegndi hann mörgum trún- aðarstörfum. Við »Magasin du Nord«, sem stofnað var 1871, eru nú 1000 starfsmenn og má dæma stærð verzl- unarinnar nokkuð eftir því. Banamein Vetts var hjartaslag. Loftskeyti 6000 kílómetra. í s.l. mán. voru send loftskeyti milli stöðvarinnar í Eiffelturni og Glacebay í Canada. Er það lengra, en loftskeyti hafa áð- ur komist, svo kunnugt sé. »Svarii dauði« gerir töluvert vart við sig í Asíu um þessar mundir. í ár eru liðin 200 ár síðan veiki þessi geysaði í Danmörku. Þá deyddi »svarti dauði* 25,000 manna í Khöfn, eða rétt um þriðjuug borgarbúa. Skattalagafrumvarp nýtt er á prjón- unum í Danmörku um þessar mundir. Tvent er það í frumvarpinu, er veldur mestum ádeilum: 15% af öllum ,Brutto‘- tekjum leikhúsa og hækkun á húsa- og grunnaskatti. — Nálega öll blöðin mótmæla. Friðarþing í Lundúnum. Snemma í f. mán. mætti sendinefnd frá Þjóðverjum á þingi með kjörnum klerkum allra trúarflokka á Englandi til að sefa viðsjár þær hinar miklu, sem drotnar milli beggja stórveldanna. Blása margir og margt að þeim ófrið- arkolum, og þó mest ofsi vissra blaða frá beggja hálfu. Dr. Spiecker, helzti frömuður þýzkra atvinnumála, var for- inaður sendinefndarinnar, en aðal ræðu- maðurinn var prófessor Hamach, er talinn er frægastur guðfræðinga í heimi. Erkibiskupinn af Kantaraborg setti þingið og kvað það vera frjálst þingmót, óháð öllum stjórnarháttum, enda væri umræðuefnið kristindóms- mál og hér væru mættir sjálfboðar frá báðum hlutaðeigandi þjóðum, er hefðu einungis fyrir augum allsherjar- samtök til sátta' og bræðralags. Dr. Spiecker kvaðst kominn til að kunn- gera eindreginn áhuga Þjóðverja, að mega lifa í friði og samvinnu við all- ar þjóðir, og engar fremur en Eng- lendinga. Nálega allir töluðu eintóm friðárorð á þinginu, en sumum þótti við of; sagði hinn djarfi biskup af Southark (Suðvirki) í Lundúnum, að lítt mundi á fullan frið að treysta með- an svo væri títt hjá Prússastjórn, að tala um hinn stælta »stálhnefa«. Þótti hann stinga þar mátulega sneið Vil- hjálmi keisara. Én alldrengilega fórust þeim biskupi orð, er hann og kallað- ur hinn frjálslyndasti biskup á Eng- landi. Erkibiskupinn þótti og sumum æði blíðmáll í garð Hamachs, er rétt- trúaðar kirkjur Englands hafa lengi kallað háskasamlegan allri förnkristinni trú; kvað hann þar kominn þann kenni- mannaskörung, sem »lengst næði inn á hvert hugsandi heimili á Englandi«, bæri hann ægishjálm yfir öllum kristn- um fræðimönnum nútímans. Hvíslaði þá einn frjálstrúarmaður að sessunaut sínum: »Þdð er annað en sá góði mann talar við hundana á hinum bæn- um!« Prófessor Hamach er »efiellens« að tign og vinur Cæsars (keisarans) og eru þó viðsjár með þeim, enda et- ur hvor þeirra sitt. H. er allra manna vinsælastur og þýðastur í umgengni, en þó fastur í rás sem vfsindamaður. M.J. Hákarlsveiði hafa Siglfirðingar stundað undanfarið og fengið allgóðan afla. (Símfrétt.) Opinberunarbók. Trúlofuð eru: ungfiú Hanna Valdemars- dóttir og Pétur H. Ásgrímsson verzlunarm. á Oddeyri. t Ennfremur ungfrú Indíana Pétursdóttir og O.Tynes framkvæmdarstjóri á Siglufirði. ♦ Royal Sovereign IWhiskyj er bezt. Fæst í Carl Höepfners | verzlun. ♦ * »Hið lifandi lík.« Síðasta bók Leo Tolstoj. Meðal annars, sem fundist hefir eftir þetta mikilmenni, er nýskrifuð bók, er heitir »Hið lifandi lík« og þykir snildarverk. Aðalefnið er þetta: Rússneskur marskálkur, Fedors að nafni, segir af sér stöðu sinni og sökkvir sér í allskonar Iausungalifnað. Kona hans Lisa, valkvendi mesta, fær liðsforingja til að reyna að tala um fyrir honum, en það er árhngurslaust. Fedors sekkur dýpra og dýpra. Ástir takast með Lisu og liðsforingjanum. Fedors fréttir það, vill ekki vera f veginum. Hann skrifar konu sinni að hann ráði sér þegar bana. Lisa og liðsforinginn giftast, eru hamingjusöm og alt sýnist að muni lagast fyrir Lisu. En Fedors brast hug til að ráða sér bana, þegar til kom, og hélt á- fram fyrri lifnaði sínum, og ætlaði að leynast. Eftir eitt ár fanst hann, og Lisa er klöguð fyrir tvíkvæni. Þegar þau öll þrjú eru fyrir réttinum, fær Fedors tækifæri til að skjóta sig og hnígur niður dauður. »Uppgjafaprestur.« Andstyggilegra, kjánalegra, vitskert- ara orðskrípi er ekki til undir sólinni. Er það sama og uppgjafahestur? eða þýðir það. uppgefitin prestur? En kann- ske það þýði mannræfil, sem ótal mörgum hefir uppgefið skuldir? En sé orðið meint í þá átt, því eru þá ekki aðrir fyrverandi (fv.) embættismenn, hreppstjórar, sýslumenn, læknar, lands- höfðingjar og ráðherrar kallaðiij svo, þegar þeir fara frá embættum? Nei, við klerkarnir fáum einir æruna. Og hvað lengi? til grafarinnar, þá er aft- ur sagt: hann séra Jón, eða Sæmund- ur sálugi. Þetta er að vísu dálítil bót í máli, að heita ekki uppgjafadómíni til eilífðar. En hérna — mínir vinir og kunn- ingjar! viljið þið nú ekki sýna mér þá notasemi, að hlffa mér við þessu orðskrípi og kalla mig tómu skírnar- nafni mínu, eða lofa mér að dingla með »séra« titlinum framan við? Ann- ars passar vel að skrifa »fv.« framan- við preststitilinn. Heyrið þið! Viljið þið gera þetta? Verið þið sælir—nei, bíðið þið við! Segið þeim, sem eg hefi »gefið upp« eittfivert smáræði, að við séum kvittir, svo ekki þurfi þeir þess vegna að heiðra mig með upp- gjafaprests nafni. Og segi einhver að eg hafi verið orðinn uppgefinn, þá sé það ekki sannara en það, að eg treysti mér.vel til að sýna þeim »saltarann«, ef líf lagi við og — þeir borga þessa auglýsingu. Fv. sóknarprestur. i

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.