Gjallarhorn


Gjallarhorn - 28.03.1911, Blaðsíða 3

Gjallarhorn - 28.03.1911, Blaðsíða 3
V. GJALLARHORN. 41 Upp með ás og niður með ás. Eftir Porgils Gjallanda. Ekki man ég eftir því, að nokkur ritgerð í sveitaíblöðonum hafi haft svona fyrirsögn. Það verður líka það eina frumlega, sem þessu greinar-korni fylgir. Lítið er betra en ekki; ég lýt að litlu og löngunin til frumleikans tekur ekki hærra úr grasi hjá mér. Mér mun ekki veita af því að rölta af stað; það dregur undir sig að smala kringum ásinn, og ég er þung- ur til göngunnar. Skamt fyrir ofan Bæ liggja allir sauðirnir, í laut norðan við ásinn; þeim var slept í myrkri í gærkveld, þegar sundur gengu kaupin á markaðinum. Eg læt þá vera, þeir eru værugjarnir, þverir og fótstirðir, það væri lftið vit í því, að reka þá austur fyrir á.s og alt í kring. í haust á að lóga þeim, synir bóndans ráða því, þeir telja það mestu heimsku, að láta sauði verða gamla, tennurnar biluðu, ketið yrði þurt og seigt og mörinn slyndrulegur. Þeir eru ungir og auðvitað trúa þeir líka örugglega, að þeim sé sjálfskipað að vera >tímans hérrar;« taka flest ráð af karlinum, en lofa honum að bera skuldabyrðina og drelli þess, sem aflaga fer. Annað fé var ekki norðan við ás- inn; það eina gekk mér í hag um dag- inn; ég var orðinn sveittur og hvolp- urinn blaðraði tungunni; alt var í fangið fyrir okkur. í mýrsundonum norð-austan við áshornið voru ærnar á beit og rifu í sig ljósalykjuna. Þær hrökkva í hnapp, þegar ég hóa og hræðast mjóróma geltið hvolpsins. Stökkva eftir fjárstígonum vestur ýfir ás og stefna heim á stöðulinn: svona er það, þeim hefir verið smalað alt sumarið; þær hafa vanist og orðið þægar á endanum. Ærnar verða einu skepnurnar, sem ég kem nauðungar- laust heim. Suður með ásnum er veturgamla féð, bæði. ær og sauðir og lömbin, á- lappaleg og óvanin, sín kindin vill hvað, alt annað en hlýða mér. Ekki að verða samrekstra. Nei. Þetta reynir á þolinmæðina. Þessi fjandans hlaup og snúningar; að hafa nú ekki öflug- an hund, sem það hræðist; hund, sem geltir grimmilega og sviftir fénu sam- an. Bara litla nagginn, sem ekkert kann og er þá líka hræddur, ef kind snýr á móti honum, skrækir og legg- ur niður skottið. Það er aumt að aka þessu áfram, engin forystukind, hver vefst fyrir annari, snýr við, glápir og röltir út f mýri eða upp f mó. Sumt má eg sækja langt austur í mýri. Lengi eru þær eins óræstis ke'.durn- ar; forugur verð ég upp fyrir kné; elta svo upp um lautir og geira það, sem þangað flækist; ég fer að verða heldur lágstígur, þegar kemur suður að áshorni, grunar mig. Nú vildi ég Skolli væri kominn, hann kynni að hnappa fénu saman, við hann yrði það hrætt og þá rekst það. Ekki getur mér betur sýnst, en — ef einhver kindin vill taka sig fram úr — þá saúist hinar fyrir og bægi henni frá því: getur verið, að mér missýnist, þvf ég er orðinn reiður út úr öllu þessu stríði og bölva meira en sæmilegt er, og ekki dugar að setja það orðbragð á svona hvítan pappír. Það er svo — i • •• • • •-• ••••••••••••• með féð —, mér finst það og á end- anum fæ ég sannfæringuna. Loksins kemst ég þó suður fyrir ásinn með alt féð, nema meinasauðinn og lambið, sem lá afvelta; þeim kem- ur enginn neitt með öðrum skepnum; þessa bjálfa verður að sækja seinna, ekki kemst ég yfir það. Nú er komið af nóni og ég fór að heiman fyrir dagmál. Leiðinlegt er að argast við þráar skepnur, sem alt af síorka manni. Mér var nær að bjóðast ekki til smölunarinnar; miklu næðis- samara og léttara hetði verið að ditta að húsum; laga dy* og gættir; minni ábyrgð fylgdi því. I.angt finst mér niður með ásnum. Féð lafir á víð og grasi, en lætur sem það sjái ekki götuslóðann; það er vit- laust í græðgi. Þessi fikn verður mér skiljanleg meðan ég kasta mæðinni og hvíli mig á þúfunni: mig langar líka í mat; nýtt ket, brauð og smér, ég tæki það, ef gæfán legði það við fæt- ur mér — — —; munaður og nautn- ir sauðkindarinnar eru ekki margshátt- ar og hún hefir aldrei smakkað ávext- ina af skilningstrénu. Ekki er furða, þó hún neyti ótæpt þess, sem hún girnist. Aftur þarf eg að fara að arga og hóa og snúast. Anginn litli er dálítið hvassari nú; það líður fljótt úr æsku- löpponum og nasasjónin eykst við bendingarnar. Féð þokast heldur áfram og tvístrast ekki jafn mikið, líklega af því að hallar undan fæti og það fékk svolítið að svala græðginni. Ef ég kemst niður fyrir halann, þá taka hlemmigötur við og þar kynni að slangra eitthvað af gömlum ám, þá rækist bet- ur. Forystuféð sást hvergi, það var sjálfsagt niðri í Grænagili. Bættur sé bagi minn. í auðri jörð er oft vont að höndla það, og stundum gerir það sveiflur til ílls og ógagns. Enda gamlir forystusauðir geta haft það til og hjá þeim vottar, ef til vill, fyrir sérþótta endrum og sinnum. Loksins hafði ég það þó af; komst niður fyrir halann og bægði fénu á göturnar. Nú var liðið af miðaftni og norðankulið var blessað og svalandi eftir óvenju heitt sólskin á haustdegi. í Víðisundi var margt fé, ekki nema tvær ær samt; latar, feitar og ungar ær, sem sluppu úr. kvfum; ekki renna þær á undan, það er engin hætta á því. Þar voru líka gömlu hrútarnir þrír, akfeitir, þankviða, lágfættir kjabb- ar. Heim þurftu þeir samt, svo karl gæti skoðað þá og þuklað. Lán var það þó, að þeir voru ekki lengra frá; hefðu þeir verið ofan við ás mundi ég aldrei hafa ekið þeim heim. Ég var ekki kominn nema svo sem tvö hundr- uð faðma, þegar þeir fóru að gapa og slefa; ef ég vék mér frá þeim stóðu þeir kyrrir í götunni árans mörbamb- arnir. Höfuðið var digurt og hornin svo mikil, , að þeir gátu varla borið þau; þessi einkenni þeirra drógu haus- inn niður í jörðina, f matinn og mold- ina. Við engar skepnur var dekrað eins, þeir voru kópalnir inni milli grænna grasa: það sá líka á, þeir eru allra heimskastir, heimtufrekastir og skapverstir; sterkir og slysnir og drambsfullir. Mér kom í hug það sem Kjafta-Krákur sagði um þá í Þorra- lokin næstu: »Þessir karlar lifa eins og blóm í eggi, á efíirlaunum, þvf er kviðurinn og mörinn svona mikill. Þrent geta þeir og meira ekki, að eta Þvottakrystal bezt allra þvottadupta. Maltsaft og barnamél ómissandi til að fita og styrkja heilsulítil börn. Cítrónur ómissandi í ýmsan mat. Vega Palmin hið bezta til að steikja úr. Liebig kjötseyði í sósur og súpur, nærandi og holt. ÁVossörerubezta skótauið fyrir unglinga íbleytunni. Allar matvörur. Mjög fjölbreyti álnavara o. fl. — Alt þetta fæst hjá undirrituðum. St. bigurðsson & E. Gunnarsson. Vinum og vandamönnum tilkynn- ist hérmeð að okkar elskulega eiginkona og móðir, Jónína Steinunn Jónasdóttir, andaðist föstudaginn 24. þ. m. eftir langa og þunga sjúkdómslegu. Jarðarför hennar fer fram frá kirkjunni, næstk. laugar- dag, kl. 12 á hádegi. Akureyri 2St% 1911. Magnús Jónsson bókbindari. Eva Magnúsdóltir. og . . .« svo hneggjaði karl, hann sagði ekki meira. Því var betur þeir voru þó móðari en ég, þegar loksins kom heim að réttinni. Húmiðfærðist yfir; þessi smöl- unin var búin og því varð ég feginn. En það dregst — spái ég — að Þorgils bjóðist til smölunar aftur. Úr ýmsum áttum. / Frakklandi voru 16,216 glæpa- menn árið 1910, sem lögreglan þekti og vissi um nöfn á. Páfinn hefir veitt viðtal 47,597 mönn- um árið sem leið. /arðsprunga 6 mílur á lengd og 12 al. breið, hefir komið í Kákasusfjöllin eftir sfðustu jarðskjálfta þar. *Fimmburar<. Kona ein í Pommern hefir nýlega eignast 5 börn í einu. / London eru 18,000 lögregluþjón- ar. Alls kostar lögreglan þar borgina um 60 miljónir kr. árlega. Loftskip, sem ætlar að þreyta flug yfir Atlantshafið í júlí í sumar, var skírt nýskeð f Kiel í Þýzkalandi og nefnt »Suchard«. Mannfjöldi geysi- mikill viðstaddur. Þyngsta hænueggi, er sögur fara af, varp hæna í Sorö í Danmörku f f. m. Það vóg 22 kvint. Björnstjerne Björnson. Jarðarför hans kostaði Noreg 11,025 kr. Verðskrá. Rúgur 100 pd. á 8,25 Rúgmjöl — — - 8.75 Bankabygg — — -10.501 Baunir — — -15.00 Hrísgrjón heil _ _ -14.00 Do. háli _ _ -12.00 Hafragrjóti — — -15.00 Flórmjöl — — -16.00 Do. — — -14.00 Hveiti _ _ -11.00 Kaffi pd. - 0.80 Export — - 0.48 Melís í toppum — - 0.26 Púðursykur — - 0.23 Munntóbak — - 3.00 Neftóbak — - 2.60 gegn peningaborgun Garl Höepfners verzlun. Leo Tolstoj verður reist veglegt minnismerki í París í sumar. Dúman rússneska hefir loksins sam- þykt skólaskyldulög fyrir Rússland. Dýr hestur. Bomdurphs hestakyn- bótatélag hefir nýlega keypt einn hest fyrir 24,000 kr. Falskir 1 kr. peningar eru f umferð f Noregi, óvíst enn hvað mikið. Sjálfstæðisflokkurinn eða eitthvert brot úr honnm, »Björn- ungar« og þeirra fylgifiskar, hafa stofnað nýtt félag, er kvað vera óskýrt, en sagt að muni eiga að heita >Sjálfstæðisfélag« Þar er Ólafur fríkirkjuklerkur Ólafsson formaður. (Símfrétt.) ..ÞinzræOi" hét fyrirlestur, er Jón Jakobsson lands- bókavörður hélt í Reykjavík. (Símfrétt.)

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.