Gjallarhorn


Gjallarhorn - 30.03.1911, Blaðsíða 1

Gjallarhorn - 30.03.1911, Blaðsíða 1
GJALLARHORN Ritstjóri: Jón Stefansson. V, 15. J »•••••- Akureyri 30. marz. Efth tektai vei ð iíðinái! íPáskaútsalan í, Cdinborg' Mánudaginn 10. apríl þriðjudaginn 11. apríl, miðvikudaginn 12. apríl og laugar- daginn fyrir páska, 15. apríl, verður síórkosíleg útsala í „EDIN80RG" og par selt með mjög niðursettu verði mikið af allskonar góðum og vönduðum varningi, sérstaklega vefnaðarvöru, og ennfremur nokkuð af matvöiu. Engin húsmóðir ætti að kaupa vörur eða matvæli til páskanna, nema að hafa áður skoðað vörurnar og kynt sér verðlagið á páskaúÍ30lunni i ,EDINB0RG.' Nánari auglýsing síðar. yUþingi. enn áfram störfum. Skýrsla frá henni varla væntanleg fyr en undir þing- lokin. Likamlegt uppeldi. Rvík 3°/3 kl. 4. * Stjórnarskrármálið var af- greitt í gær til efri deildar frá neðri deild eftir 2 umræður þar. Önnur umræða varð mjög löng, náði yfir 5 þingfundi. — Ráðherrar eiga að verða þrir eftir frumvarpinu, land- ritaraembættið ekki afnumið. Til efri deildar skal kosið 4. hvert ár, 5 menn í hvert skifti, og þangað hafa ekki kjörgengi yngri menn en 40 ára. Konum veittur kosningarréttur, ef þær fullnægja sömu skilyrðum og karlmenn til þess. Ákvæðið um 21 árs lögaldur felt, en þó ráðgert að því megi breyta með sérstökum lög- um síðar, ef menn vilja og kosn- ingarrétturinn verði þá jafnframt rýmkaður með niðurfærslu lögaldurs. Fjárlögin. Önnur umræða um þau er í neðri deild í dag. Svo er sagt, að ef þingið samþykti þær fjár- beiðnir, sem komnar eru til þess, mundi verða um 7 — 800 þúsund kr. tekjuhalli. Efri deild hefir haft ýms smá- mál til meðferðar síðustu dagana. Tekur nú til við stjórnarskrármálið á rnorgun eða laugardáginn. Rannsóknarnefndin heldur Ráðherra Islands í dönskum blöðum. Einar Hjörleitsson símar tíðindi héð- an af landi til »Politiken«. Hann sím- ar til blaðsins 15. þ. m., að útnefning Kr. Jónssonar veki mikla eftirtekt hér á landi, að * Sjálfstæðisflokkurinn« (»Selvstændighedspartiet«) hafi rekið Kr. J. úr flokknum og telji útnefning hans sem ráðherra brot á þingræðinu. Nú sé lögð fram vantraustsyfirlýsing til hans í neðri deild. Sama blað flytur síðar grein um Kr. Jónsson, er sýnist vera skrifuð fyrir blaðið af einhverjum kunnugum ís- lendingi í Kaupmannahöfn. Þar er sagt frá helztu æfiatriðum Kr. J. blátt áfram og hlutdrægnislaust. Um hann sjálfan er komist svo að orði, að hann sé kyrlátur maður, yfirlætislaus, er láti jafnan lítið yfir sér og hafi starfað mest í kyrþey. Hann hafi lengi verið formaður fátækranefndarinnar í Reykjavík og þar liggi mikið starf eftir hann. Þess var nýlega getið í »Gjh.«, að halda ætti í sumar alþjóðafund í Odense, er hefði til meðferðar ýms áhugarnál líkamsæfingamanna. — 15. marz sl. var valin framkvæmdarstjórn fyrir fundinn, og hlutu þessir kosn- ingu: Forseti: Madsen hérshöfðingi; gjaldkeri: Friedrichsen yfirdómslög- maður; skrifarar: Thomsen justizráð og P. Österbye professor. Aðstoðar- stjórnendur voru þessir valdir: K. A. Knudsen leikfimisstjóri, N. H. Ras- mussen leikfimisstjóri, Hey konsúll, Simony amtmaður og Kjær yfirlæknir. Hvað gera íþróttafélögin íslenzku og ungmennafélögjn? VeOrátta hefir verið hin ágætasta undanfarið, sunn- anátt og þýðviðri, enda mjög snjólítið. 1911. Utan úr heimi. Hermálaráðherra Frakka, Brun, and- aðist siðast í f. m., varð bráðkvaddur. Strax og það fréttist til þingsins, hélt forsætisráðherrann hjartnæma ræðu um hann og sleit svo þingfundinum. — Brun hafði unnið margt hernum til bóta, eftir að hann tók við ráðherra- starfinu. Morðtilraun í réttarsal. í byrjun þ. m. var kona ein í Montbrison fyrir rétti, til að hlýða á dauðadóm sinn fyrir morð. Þegar minst varði kastaði hún slöngvisnöru um háls dómarans og togaði í af öllum mætti. Var hún svo snör í snúningum, að hún hafði nær hengt dómarann, er lögregluþjón- arnir björguðu honum. Gabriele d' Annunzio. Bókaverzlun Gyldendals hefir nýlega gefið út nýja skáldsögu eftir hann, er heitir »Ef til vill — og ef til vill ekki«, í þýðingu eftir Regit'zeVinge, er þýtt hefir mik- ið af skáldverkum hans úr ítölsku á dönsku. — Skáldfrægð Annunzio's vex stöðugt. Ailabrösrö eru nú mjög lítil hét á Eyjafirði. Út á firðinum er þó nokkur hrognkelsaafli. - Hér inn á firðinum segir hinn sívakandi sjósóknari, Árni Væni, að varla verði „lífs vart". Aðeins eitthvað lítilsháttar af síld og upsa. Selveiði hefir og verið með minna móti í vetur. Skipaferðlr. Qufuskipið „Perwie" kom í dag frá út- löndum með salt til Carl Höepfners verzl- unar. - Með þvf koin ekki póstur, en þó fékk „Gjh." nokkur dönsk blöð, er ná lil 17. þ. m. s „Sápuhúsið Oddeyri" á ný sérverzlun að heita, sem byrjuð verð- ur nú um sumarmálin og hefir leigt sölu- búð í húsi Ragnars Ólafssonar framkvæmd- arstjóra á Oddeyri, er hann hefir látið búa út, eftir nýjustu tízku fyrir þessa verzlun. Eigandi verzlunarinnar er C. Schou verk- smiðjueigandi í Kaupmannahöfn, og hefir hann undanfarin ár látið reka samskonar verzlun í Reykjavík, er hefir rutt sér þar mjög til rúms. Hann lætur verzla að eins með sápu (allar tegundir) og hreinlætisvöru, t. d. ilmvötn, svampa, bursta 0. s. frv. — Von er hingað á fulltrúa Schous, er Fischer heitir, til þess að sjá um er verzlunin byr- jar. - Verzlunarstýra verður Lára Ólafs- dóttir á Oddeyri. Leikhúslð. Þar er verið að æfa „Ofvitann í Odda- sveit" og „Gæfumuninn" og verða þeir sýndir næstkomandi sunnudag. Þar starfa að beztu leikkraftar bæjarins. t.Skautafélasr Akureyrar" hefir starfað mikið að skautahlauþum, sleðaferðum og þessháttar í vetur, og ætlar nú að halda dansleik mikinn bráðlega („Lokaball"). Stjórn félagsins skipa: Gísli J. Ólafsson ritsímastjóri, Einar Gunnarsson kaupmaður og Sigtryggur Jóhannesson kaupmaður. Vinnutöflur og Virinubækur fást í bókaverzlun Odds Björnssonar.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.