Gjallarhorn


Gjallarhorn - 27.04.1911, Blaðsíða 1

Gjallarhorn - 27.04.1911, Blaðsíða 1
QJALLARHORN. Ritstjóri: Jón Stefansson. • • •• ••••••••••••••••••••••• • • ■• ••-•-• V, 19. Akureyri 27. apríl. 1911. •• ••••••• • •• • -######• • # # #•##••# -# #-# # # # € -#-#-#-#■#■# • ■ Þorgils gjallandi. SKáld-verðlaui) í vændum. Á fjárlagafrumvarpinu, eins og það liggur fyrir sem stendur, er gert ráð fyrir, að Þorgils gjallanda verði veitt 1500 kr. í eitt skifti, sem heiðurs- skáldverðlaun. Það var Guðm. skáld Friðjónsson, ef Gjh. man rétt, sem fyrstur hreyfði því, að Þorgils gjallanda ætti að við urkenna á þann hátt, og \ar það bæði vel til fundið og maklega. Sjálfur hefir Þorgils aldrei hrcyft einu orði í þá átt og hefði víst aldrei gert, því hann vill að skáldin »biki sjálf skip sín«, jafn- framt og þau starfa að skáldskap. En tvímælalaust á Þorgiis að fá þessi verðlaun. Hann á svo breiðan sess í bókmentum vorum og er svo fallega sérkennilegur rithöfundur, að meira en meðalsmán væri í, að hann fengi enga viðurkenning — þó hann biðji ekki um hana sjálfur — einmitt í sömu andránni sem verið er að bisa þeim Einari Hjörleifssyni, Jóni Trausta og fleirum á fastan landssjóðsstyrk, að þvf er virðist, — höfundum, sem þeg- ar hafa notið allmikils úr þeirri átt, að þeim ólöstuðum. Þjóðin í heild sinni inun kunna því vel og vera ánægð yfir, að Þorgils sé veitt verðlaunin. Hún finnur, að hann á þau svo margfaldlega skilið. Hann, þessi þrautseigi eljumaður, sem starf- ar mest að ritstörfum, þegar aðrir hvílast — og þegar hann þyrfti þess líka — ekki af spjátrungshætti, eða til þess að leika sér, heldur vegna þess að þá fyrst þjónar hann sinni instu hjartfólgnustu löngun og þrá. * Islenzkir hestar í Svíþjóð. Sænskur búfræðiskandidat, A. E. Colliander, hefir skrifað ítarlega grein í »Stockholms Tidningen« um íslenzka hesta í Svíþjóð, sérstaklega þá, er voru fluttir þangað siðastliðið sumar, og hrósar hann þeim Jnjög eindregið. Nokkrir er keyptu þá, kunnu að vísu ekki »réttu tökin« á þeim strax, seg- ir hann, en eftir því sem eigendurnir, eða þeir sem áttu að fara með þá, vöndust þeim og lærðu að þekkja þá, eftir því þyki þeim meira til hestanna koma og vænna um þá. Mesta kosti hestanna telur Colliander vera, hve sterkir þeir séu eftir stærð, hve þoln- ir þeir séu og hve lítið fóður þeir þurfi, og kveðst hann ráða löndum sínum, er hesta þurfi að nota, að út- vega sér íslenzka hesta öðrum fremur,. ef unt sé, og býðst til að gefa þeim er óska, allar upplýsingar um þá. Enir.; fremur tekur hann fram, að ekki megi dæma hestana eftir því, hvernig þeir séu þegar þeir koma frá íslandi. Þeir séu þá »magrir, svangir og mjóir og dauflegir útlits« oftast, eða a. m. k. þeir er komu síðastliðið sumar. En þeir nái sér undrunarlega fljótt og verði fjörlegir, feitir og fall- egir útlits, áður en maður viti af, ef vel sé farið með þá. Og »þrem mán- uðum eftir að hestarnir komu frá ís- landi í sumar, höfðu flestir þeirra hækk- að um nokkra centrimetra og gildnað að sama skapi« ! Að síðustu ræður hann fastlega til þess að halda áfram hestakaupum frá íslandi. — Ef einhverir fslenzkir kaup- menn eða kaupfélög kynnu að vilja skrifa Colliander um hestasölu, skal þess getið að utanáskrift til hans er: Kungsskogen, Ölme, Sverige. »Thore«-félagið. Varhugaverð áœtlun. Það átti víst að vera til þess að bæta samgöngur milli Reykjavíkur og Norðurlands,' þegar ákveðið var að skip Thorefélagsins ættu að fara norð- an um land tii ísafjarðar og snúa þar við, en vera þar á sama tíma og slcip sameinaða félagsins, er færu þaðan til Reykjavíkur. Óneitanlega sýndist framför í þessu, á pappírnum, enda gortaði »ísafold« af þrekvirki Björns Jónssonar, er hann hefði unnið með þessu, komið á mik- ilsverðri samgöngubót o. s. frv. En sá galli varð á, er til framkvæmda kom, að »Thore«-skipin hafa ekki hald- ið áætlun, svo að ráðagerðin gæti orð- ið áð gagni, heldur hafa þau verið svo á eftir, að skip sameinaðafélagsins hafa verið farin frá ísafirði áleiðis til Reykja- víkur, þegar Thoreskipin komu þangað norðan um, svo farþegar, sem glæpst hafa á því að taka sér far með þeim frá norðurhöfnunum, hafa staðið eins og »strandaglópar« á ísafirði og ekki komist lengra, en annaðhvort orðið að bíða þar eftir skipsferð suður á bóg- inn, eða snúa við heim aítur. Áætlunin verður því til þess að tœla menn, að því leyti sem hún gerir ráð fyrir sambandi við Reykjavik á þenna hátt. Skipunum er á áætluninni ætlaður svo naumur tími, til þessa ferðalags, að ekkert má bera út af, svo þau verði ekki á eftir. Því vítaverðara er það, að félagið lætur þau fara á ýms- ar hafnir, sem ekki eru á áætlun, og þola bótalaust, að þau bíði á slíkum stöðum dag eftir dag, til þess að geta skilað af sér vörum. En harðast er þó, þegar alt ferðalagið verður til ó- nýtis, eingöngu vegna aukahafnaflæk- ings skipanna. Látln er í þessum mánuði úr berklaveiki Sesselja Arasen, dóttir Þorv. Arasen póstafgreiðslumanns á Víðimýri, efni- leg stúlka og vel látin, á tvítugsaldri, Adam! Adam! Góðasti samsýslungi minn, barmaðu þér ekki mikið um málníðslu mína; gerðu annað karlmannlegra og betra, kveddu annað kvæði um »óðalshöfð- ingjann«, fornyrt og kröftugt, fágað og fagurt, með því geturðu bjargað móðurmálinu frá spillingu og getið þér góðan orðstír. Mín handtök á ritmálinu eru ef til vill ekki heppileg, en ég rita ekki mik- ið og held helst að menn leiðist lítið á götu mér. Þú, og séra Jónas kenn- ari, hugsið þá til okkar sem svo göng- um gálauslega; látið bara »Kvöldvök- urnar« leiða menn til sannleikans með hreint mál og smekkvíst söguval. Það er ykkur hægðarleikur; ekki færa »Vök- urnar« neinar eldhúss-sögur—þó það væri nú, að útgefendurnir sæu um það, — þeir menn. Þakka þér fyrir vandlætingarnar; ef af góðum hug hefir verið gert, mun það sjálft lofa sig. Ekki er þér um að kenna, þó mállýtin loði við mig fram- vegis. Gaman hefi ég af fornritonum og það held ég þú hafir líka, má ég nú bjóða þér nokkra slíka staði, einkenni- lega og gagnorða að mér virðist. »Viðarr heitir einn; hinn þögli áss; hann hefir skó þjokkvan. Hann er sterkr, næst því sem Þórr; af honum hafa goðín mikit traust í allar þrautir « Snorra Edda, Rvk 1907, bl. 48. »Guðrún gekk þá til sævar, er hon hafði drepit Atla, gekk út á sæinn ok viiíJi fara sér. Hon mátti eigi sökkva. Rak hana yfir fjörðinn á land Jónakrs konungs. Hann fekk hennar.« Sæmundar Edda, Rvk. 1905, bl. 143. »Hann (Valla-Ljótr) var óhlutdeil- inn, umsýslumaðr, enginn skúrumaðr, mikill maðr;«. Valla-Ljóts saga, Rvk 1898. bl. 8. »Norðr á Hálogalandi heitir fjörðr Vefsnir. Þar liggr ey í firðinum, ok heitir Álost, mikil ey ok góð. í henni heitir bær á Sandnesi. Þar bjó sá maðr er Sigurðr hét. Hann var auðg- astr norðr þar. Hann var lendr maðr ok spakr at viti.« Egils saga, Rvk. 1892, bl. 14. »Styrbjörn vá Þórodd, enn Hrólfr ok þeir báðir Snæbjörn. Rauðssynir sóru eiða ok allir aðrir til lífs sér. Þeir tóku Hálogaland ok fóru þaðan til íslands í Vaðil. Þorkell trefill gat sem farið hafði fyrir Rauðssonum. Hrólfr gerði virki á Strandaheiði. Trefill sendi Svein- ung til höfuðs honum;« Laijdnámabók, Rvk. 1891, bl. 114-115. »Enn þat er at segja til sektar- marka hans, at hann er mikill vexti ok karlmannlegr; hann hefir brúnt hár ok stór bein í andliti, svartar brýnn, mikiar hendr, digra leggi.« Bandaraanna saga, Rvk, 1901. bl. 2. j »Þá mælti Þorsteinn skuldarmaðr: »Nú mun ek í brott Höskuldr, ver nú hendr þínar, ok þit fjórir heðan f frá.« Brandr gekk ok vel fram Gunn- steinsson.« Ljósvetninga saga, Rvk. 1896, bl. 91. »Helgi hét hinn þriði sonr Njáls. Hann var fríðr maðr sínum ok hærðr vel. Hann var sterkr maðr ok vel vfgr. Hann var vitr maðr og stiltr vel.« Njáls saga, Rvk. 1894. bl. 60. »Nokkurir menn voru uppi á vegg- inum með Kormáki er Narfi kom; hestr opaði undir Narfa; Narfi var gyrðr sverði.« Kormáks saga, Rvk. 1893, bl. 16. Nú er víst nóg komið af þessum til- vitnunm, Adam minn, þú lest þetta í skyndi og gerir það með sem þér sýn- ist; ekki tekur það langan tíma, enda væri ekki vel gert að tefja þig frá önn og eljan við lestur þess, sem ekki er skáldlegra en þetta hrafl mitt er. Næst væntir mig að þú minnist á þýðingu sr. Matth. á »Sögum Her- læknisins«, ýmislegt er þar að athuga; það væri verk fyrir þig. Eftir því þjóð- skáldi hygg eg að menn muni nokkuð leiðast og af honum má með réttu mikils krefjast. O-ið mitt það hneykslar marga, þig líka Adam ; ég má til að taka það frá augum ykkar. Nú brýt ég blað og bið þig heilan sitja. Þú kannast best við mig ef ég nefnist __________Þorgils. Jón Jónsson frá Múla. Alþingismaður í 25 ár. Alþingismanni Jóni Jónssyni í Múla var haldið samsæti mikið f Reykjavík 23. þ. m., á 57. áfmælisdegi hans, í minnipgu þess að 25 ár eru liðin síð- an hann var kosinn alþingismaður í fyrsta sinn. Hann varð Þingmaður Norður-Þingeyinga 1886 og sat fyrst á aukaþinginu það ár. Sfðan hefir hann verið þingmaður Eyfirðinga, Seyðfirð- inga og nú síðast Sunn-Mýlinga. Jón í Múla hefir jafnan þótt mikil- hæfur þingmaður, er mjög vel máli farinn og talar ljóst og sannfærandi. Hann hefir haft mörg trúnaðarstörf á hendi í þinginu, verið í þýðingarmestu nefndunum og oft framsögumaður ýmsra þeirra o. s. frv. Jón Jakobsson yfirbókavörður flutti aðalræðuna fyrir minni Jóns, og Hannes Hafstein bankastjóri fyrir minni konu hans, frú Valgerðar. Kvæði höfðu þeir Guðmundur Magnússon og Jón Ólafs- son flutt þeim hjónum. Fjöldamargir aðrir höfðu og mælt til Jóns. Samsæt- ið sátu fjöldamargir Reykjavíkurbúar og meirihluti þingmanna. Það fór mjög ánægjulega fram í alla staði.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.