Gjallarhorn


Gjallarhorn - 02.09.1911, Blaðsíða 2

Gjallarhorn - 02.09.1911, Blaðsíða 2
120 GJALLARHORN. V. kosningaréttur og kjörgengi o. fl., en ekki samþyktar tillögur í þeim. Stefáti í Fagraskógi kom á alla fundina og sagði frá því, að hann ætlaði að bjóða sig til þingmensku í kjördæminu við næstu kosningar. Á öllum fundunum létu kjósend- ur í ljósi ánægju sína yfir starfsemi H. H. sem þingmanns kjördæmisins, og oftar en einu sinni átti að bera fram traustsyfirlýsingar til hans, en þær afbað hann þá sjálfur, er hann komst á snoðir um þær, af ástæð- um, sem hér verða ekki greindar í þetta sinn. — Hann telur líklega, að bezta traustsyfirlýsingin til sín, séu atkvæði kjósenda á kjördegi í haust, enda á hann þau sro viss, að nær því hver einasti kjósandi kjör- dæmisins mun greiða honum atkvæði. Enda á það svo að vera. Eyfirð- ingar hafa og sýnt það fyr, að þeir láta ekki hringla með sannfæring sína. Háskólinn. Dr. Knud Berlin skrifaði nýlega langa grein um háskóla vorn í »Na- tionaltíðindi«. og andaði þar fúlt frá honum, eins og vant er, í vorn garð. Reynir hann að skopast að háskólan- um og leggur alt út á verra veg fyr- ir oss. Dregur hann t. d. mjög dár að oss með því, hvernig ástandið verði þegar menn ætli að fara að »dispútera« fyrir doktorsnafnbót við háskólann. Rá eigi þessir óreyndu »prófessorar« og »vísindamenn«, sem enga »vísindagráðu« hafi sjáifir, að fara að úthluta »doktors«-nafnbótum og öðru þessháttar handa öðrum, eins og þeim þyki bezt við eiga, en án þess að hafa nokkurt verulegt vit á því. Eini ljósdepillinn í stofnun há- skólans sé kosning Björns M. Olsen til háskólarektors, og gerir Berlin enga tilraun til að hnekkja því, að hann sé viðurkendur vísindamaður, enda hefði það orðið örðugt. Umsóknarfrestur um háskólaembættin var útrunninn 10. ágúst. — Þessir sóttu: Um lögfræðisembættin þeir þrír, sem í þau höfðu verið settir, prófessorarn- ir L. H. Bjarnason, Einar Arnórsson og Jón Kristjánsson. Um guðfræðingaembættin þeir tveir; sem settir voru í prófessorsembættin, Jón Helgason og Haraldur Níelsson. En um dócentsembættið, sem síra E. Briem var settur í, hefir enginn sótt. Um læknaembættin sækja prófessor Guðmundur Magnússon og Guðmund- ur Hannesson héraðslæknir. En settir í þau embætti voru þeir landlæknir og Guðmundur Magnússon. í norrænukennaraembættið var B. M. Ólsen prófessor settur og mun taka við því og gegna því, án þess þó að hann hafi um það sótt. Um heimspekiskennaráembættið sæk- ja þeir Ágúst Bjarnason prófessor og Guðmundur Finnbogason mag. art. Um dócentsembættið í íslenzkri sögu og bókmentum sóttu Bogi Th. Melsted sagnfræðingur, Hannes Rorsteinsson alþm. og Jón Jónsson sagnfræðingur. En Bogi Th. Melsted hefir síðan tek- ið umsókn sína aftur.— Dr. Berlin ját- ar um Melsted, að hann sé gagnfróð- ur og æfður vísindamaður, sem hafi sannað vísindahæfileika sína með ís- lendingasögu sinni, og telur sjálfsagt að honum verði veitt embættið. Er það rétt hjá Berlin, og undarlegt hvers vegna Melsted hefir tekið um- sókn sína aftur. Strandferdaskipið, jlustri‘. Jlðbúðin hjá bryfanum. Nokkrif »Austfirðingar« hafa skrif- að grein í blaðið »Reykjavík« þar sem þeir kvarta mjög undan sóða- skap og illri aðbúð af hálfu brytans á »Austra«,—Aðrir farþegar, er síðan hafa ferðast með »Austra«, og nokkr- ir þeirra »oftar en einu sinni«, hafa beðið »Gjh.« fyrir grein til andmæla. Hrósa þeir brytanum og þjónustuliði hans á hvert reipi og segja að hann uppfylli óskir manna eftir beztu föng- um, en annars er greinin of löng fyr- ir »Gjh.« til þess að birtast öll. Skip- stjóranum á »Austra« bera þeir »far- þegar« bezta orð, segja hann dugleg- legan mjög og árvakran mann, »er hafi augun allstaðar«, enda þurfi ekki annað en bera sig upp við hann ef eitthvað fari aflaga, og láti hann þá óðara bæta úr því. — Hvað verðlagi á vörum brytans viðvíkur, segja þeir að þeir tclji það »fult svo sanngjarnt« sem á öðrurn skipum, er þeir þekki til um. Stýrimenn skipsins séu mestu lipurmenni, greiðviknir þegar leitáð sé til þelrra, en ötulir og skarpir o.s. frv. »Gjh.« getur bætt því við það, sem hér er sagt, að »Austri« mun vafalít- ið vera vinsælastur, hér nyrðra og eystra, af öllum skipum »Thore«-fé- lagsins. Hann er einasta skipið af þeim, sem alt af heldur áætlun og sem alt af er hægt að treysta á. Um hin öll, er hingað koma, er það kunnugt, að þeim er flækt hingað og þangað, svo þau halda nær a 1 d r e i áætlun. Hefir það oft gert mönnum stórtjón, enda er nú svo komið, að fjöldi manna er hættur að telja önnur skip »Thores« en »Austra« og »Ster- 1 ing«, og sjá allir hvílík óhæfa það er um skip þess félags, sem nýtur styrks af landssjóði. Ætti stjórn félagsins að kappkosta að kippa þessu í lag, því svo búið má ekki vera lengur, enda mun það félaginu sjálfu hollast. Er þetta ekki sagt hér af nokkurri ó- vild til félagsins, heldur vegna þess, að ástandið með flæking skipanna, eins og það hefir verið þetta ár, er orðið með öllu óþolandi, eins og öll- um er kunnugt, sem til þekkja. Kappsundlð um íslandsbikarinn fór fram 15. ágúst. Sigurvegari varð Bened. O. Waage verzlun- armaður, synti 500 inetra á 10. mín 103A sek. Stóreisrnasala. D. Thomsen konsúll í Reykjavík hefir selt nokkuð af húseignum síuum þar nýlega. Húseignina nr. 17 í Hafnarstræti keypti Chouillou, kolakaupmaður frak neskur, fyrir 35 þús. kr., húseignina nr. 19-21 í Hafnar- stræti keypti Sigurjón Sigurðsson trésmíða- meistari fyrir 65 þús. kr., og húseignina nr. 1 í Kolasundi keypti Björn Quðmundsson kaupmaður fyrir 32 þús. kr. Hannes Hafsteln bankastjóri fói heimleiðis héðan með Austra á þriðjudaginn, Ferð til Færeyja og Noregs. Eftir Malth. Jochumsson. IIII. Vesturströnd J'Ioregs. Landslag á vesturströnd Noregs — Þjóðleið Norðmanna — Siglingaþjóð. Áður en eg lýsi járnbrautinni nýju, verð eg að fara fáeinum orð- um um landslag á vesturströnd Noregs. — Yfirleitt er hún hörð, ber og gróðurlítil —nema að greni, það vex vilt hvar sem stendur. Harð- bergið í fjöllunutn hefir varnað þess, að strandlengjan yrði breið eða frjó, smáár vinna lítið á klett- ana og mynda því silfurhvíta linda milli fjalls og fjöru, og að ryðja merkur og rækta nýbýli er margfalt erfiðara þar í landi en hér, þar sem hlíðar og bergtegundir er svo meyrt og fljótunnið til grasræktun- ar. En fagurlega brosa við hinir grænu blettir á eyjum, fjörðum og víkum Noregs innan um grábergið og skógana, einkum 'auftrén. Eyjar og sker girða nálega alla vestur- ströndina suður undir Jaðar; af því myndast hin fræga innleið, sem hefir verið þjóðleið Norðmanna frá alda öðli. Ró er opin leið á stöku stað, t. d. á Sunnmæri: fyrir Stað og fyrir Jacri og kista á Vestur- ögðum, fullar 12 mílur. Noregur segir sjálfur sögu sína, og hún er þessi, vestanfjalls: Germanskur þjóð- flokkur slæðist allar götur norður fyrir Jaðar, hefir að ætlan manna mjakast landveg fyrir alla botna sunnan úr Evrópu og loks numið land í suður- og vestur-bygðum Noregs, en síðan færst norður í landið á móts við Finna, sem komið hafa að austan. Alt hafa það verið steinaldarþjóðir, en hve- nær þær bygðu landið veit enginn. En óðara hafa þessir gömlu ná- ungar séð sína sæng upp reidda á ströndum landsins og einn kost fyrir höndum, annaðhvort að snúa við — og hvert? ellegar að leita sér atvinnu á sjonum. Og þótt þekk- ing þeirra hafi verið sárlítil í fyrstu og varla meiri en svo, að þeir gátu farið þverfirðis á eintrjáning- um, mun þeim ærið fljótt hafa lærst að bjarga sér af veiðiskap og viðskiftum, því landshættir sögðu til. Hentugra land til að kenna veiðiskap og sjómensku er ekki til, og fyrir því urðu Norðmenn afarsnemma beztu sjómenn allra þjóða — og eru enn til þessa dags. Greiðari og háskaminni samgöngur býður ekkert land á sjó en Vestur- Noregur, né heldur torveldari á landi. Retta bendir til allsherjar- sögu Norðmanna, og þess einkum, hve öll stjórn landsins hlaut að verða torveld og brygðul: hægðin að vestan eða hættan, að hvert fylkið leitaði á annað með ránum og ójafnaði, en óhægðin á Upp- löndum að gæta lands og koma herstjórn við. Saga Haraldanna, einkum hins hárfagra, er glögg skýring þessara eðlishátta, því að seint hefði Noregur orðið eitt ríki, hefði Haraldur hárfagri ekki kunn- að að hagnýta sér veiku hliðarnar og gert alt til að sundra sem mest og einangra fylkin og smákonung- ana — og sigra þá síðan. Lengst vörðust Hörðar, Rýgir og Eyðir, enda höfðu þeir numið nýju her- kunnáttuna fyrir vestan haf. Minst vörn og samheldni var á Upp- löndunum, og lá rót þess einnig í landsháttunum. En nú verður að hverfa frá þessu og segja lítið eitt frá brautinni mikln. Stjórnmálafundur á Akureyri. Guðl. Guðmundsson bæjarfógeti lýsir yfir framboði sínu til þingmensku. Ár 1911, laugardaginn 26. ágúst, var almennur kjósendafundur haldinn í Akureyrarkaupstað í Good-Templara- húsinu kl. 8V2 e. hád. samkvæmt fund- arboði frá stjórn Heimastjórnarfélags Akureyrar, auglýstu með götuauglýs- ingum. Formaður Heimastjórnarfélagsins, Björn Líndal yfirréttarmálafl.maður, setti fundinn og skýrði frá tilgangi haus, sem sé þeim sérstaklega, að kynnast skoðunum þeirra þingmanna- efna, sem væntanl. yrðu í kjöri við alþingiskosningar í haust. Gat hann þess, að í kjöri mundu verða fyrver- andi þingmaður kjördæmisins og auk hans sýslumaður og bæjarfóg. Guðlaug- ur Guðmundsson. Lýsti hann óánægju sinni yfir því, að fyrv. þingmaður væri eigi rnættur og yfirleitt fáir af þeim, sem honum hefðu fylgt hingað til, einkanlega þar sem fyrv. þingmaður hefði eigi kvatt til fundar enn að fyrra bragði. Ressu næst stakk frummælandi upp á því, að skólameistari Stefán Stefáns- son yrði kosinn fundarstjóri og var það samþykt með lófaklappi. Skóla- meistari kvaddi þá sér til aðstoðar sem skrifara Bjarna Jónsson útbússtjóra og Ásgeir kaupmann Pétursson. Pá tók til máls sýslum. og bæjar- fóg. Guðl. Guðmundsson, og lýsti hann yfir því, að hann myndi verða í kjöri við næstu þingkosningar; skýrði hann frá skoðunum sínum í helztu málum landsins, svó sem sambands- málinu og aðflutningsbannsmálinu; í hinu fyrra tjáði hann sig eindregið fylgjandi frumvarpi sambajadslaganefnd- arinnar, en bannlögin taldi hann mjög óheppileg og viðsjál á þeim tíma, sem þau væru fram komin, einkanlega í þeim búningi, sem lögin frá 1909 eru í. Pá ræddi hann allítarlega um fjár- máí landsins og taldi hann þeim í ó- efni komið, eftir því sem nú horfði við. Brýna nauðsyn bæri því til þess að auka tekjur landsins, en erfitt að segja á hvern hátt það væri tiltækileg- ast. Beina skatta væri neyðarúrræði að auka, einkanlega ef stjórnarskrárfrum- varp síðasta þings yrði að lögum, þar sem eignalausum mönnum yrði veittur sami réttur sem hinum, er nú bera aðallega hina beinu skatta. Aðgengi- legra af illu til að hækka toll af al- gengustu neyzluvörum, svo sem kaffi, sykri. Hugsanlegt væri einnig að fara þá leiðina, að lögleiða lands-einkasölu á einstökum vörutegundum, og taldí þá álitlegast, sem tekjuauka, vínfanga«

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.