Gjallarhorn


Gjallarhorn - 22.09.1911, Qupperneq 1

Gjallarhorn - 22.09.1911, Qupperneq 1
QJALLARHORN. Ritstjóri: Jón Stefansson. V 37 • Akureyri 22. september • 1911 Gjalddagi »Gjallarhorns« var i. júlí síðastl. Eyfirðingar, er það vilja, geta borgað blaðið í verzlun Magnúsar á Grund og Kaupfélagsverzlun Eyfirðinga. kona Carl F. Schiöths framkvæmd- arstjóra hér í bænum, andaðist að heimili þeirra hjóna aðfaranótt 15. þ. m. úr hjartasjúkdómi, eftir langt og þungt heilsuleysi. Hún var fædd hér í bænum 14. ágúst 1876, dóttir Frb. Steins- sonar dbrm. og konu hans og ólst upp hjá foreldrutn sínum. Þegar hún var um tvítugt fói hún til Kaupmannahafnar og dvaldi þar um hríð við að mentast. 28. maí 1898 giftist hún eftir- lifandi manni sínuiu og áttu þau þrjú börn Láru, Otto og Huldu. Frú Helga sál. var mannkosta- kona, greind og vel mentuð, hævetsk í framgöngu og Iátbragði og vinsæl af þeim er kyntust henni. Ritstjóri »Kosningablaðsins«. Eg hefi séð nokkur uúmer af hinu nýja blaði herra Sigurðar Lýðssonar cand. juris og «Sjálfstæðisins«, og þar er ekki eitt orð um aðflutningsbannið. Sú var þó tíðin, og ekki langt síðan, að hr. S. L. gerðist fyrsti ritstjóri að aðalandþófsblaði þess máls, »lngólfs«, og er það sagt honum til hróss. Nú þegar hann gerðist ritstj. í annað sinn vonuðu margir að hann mundi láta þetta mál eitthvað til sín taka. En sú von virðist ekki ætla að rætast. 1 stað þess nefnir blað hans Ingólf »mál- gagn einfeldninnar(!)« Nú vita allir og hr. S. L. einnig, að Ingólfur er enn sem fyr málgagn andbanninga en ekki einfeldninnar. [Ef hún heldur út blaði, þá er það annarstaðar að finna]. — Pað er því full ástæða til að spyrja S. L.: Eru nú »þrælalögin« orðin góð? Eða mun nú ritstjórastaða hans vera gagn- stæð hinni fyrri? Pá átti hann að rita á móti bannmálinu, en leiða hjá sér pólitík. En hvernig er þetta nú ? — Retta er nú auðvitað hálfslæmt, en þó þætti mér verra ef þeir í Templara- Hernum næðu í þennan góða mann, og gerðu hann að ritstjóra að Heróp- inu þefrra, — fengju hann til að skrifa upp nokkur »hræðileg dæmi,« og leita að ljósum bletti á bannmálinu, þess- ari hrösunarhellu bindindisstarfseminn- ar hér á landi, - og bönnuðu honum að eiga nokkuð við pólitík! Ress vegna vil eg óska, að allar góðar vættir vildu taka Sigurð Lýðs- son, og krossa hann í bak og fyrir, svo að Herinn nái honum ekki frá »Sjálfstæðinu«. Non- Templar. Ferð til Færeyja og Noregs. Eftir Maith. Jochumsson. VI. Með brautinni. i Þegar tnenn vilja þekkja lands- lag og njóta útsýnar, ríður á að ná sæti við glugga og helzt beggja vegna, en þess er þvf að eins kost- ur, að fáir séu í vagni saman. Við feðginin vorum fyrst Iengi tvö ein; banðst mér því á að líta, og tók vel eftir hinum tíðu tilbreytingum. Liggur brautin suður fyrir fjalla- kolla þá, sem lykja um Björgvin; síðan að baki þeirra og upp með Suðurfirði. Sá fjörður er afar-mjór, og eru víða höggvin sporin fyrir hjólin inn í bergið; sézt þar ekki á aðra hönd annað en vagninn renni eftir vatni, en úr hinum glugganum sézt í grátt bergið eitt eða tvö fet frá lestinni, sem fram með rennur., Þar eru fagrir blettir, stnáþorp og bændabýli, en bygðiti æði strjál, og svo alt upp á Vors. Þá er um stund komið úr öllum þrengslum, og er Vors hálendis- skál all-fögur og vel yrkt. Var þar hersisbær á sögutímunum, t. d. bjó þar Vigfús faðir Ástríðar móður Víga-Olúms. Nú er þar þorp mik- ið og blómleg bygð umhverfis. Frá Vors liggja þjóðbrautir tvær, önnur niður hjá Hvini og Stálheim niður að Sognsæ, en hin niður í Harðangur að Eiði. Er það tæp dagleið á vagni, hvoru megin, og þær leiðir fara túristar mjög títt á sumrum, því þær bygðir eru al- kunnar fyrir fegurð; blasa há skafla- fjöll við á báðar hendur, og þó einkum Harðangursmegin, og gnæfa yfir hina grænu skógarhálsa kring- um Vorsdalinn. En mjög lofa menn landslag í Noregi, þótt oss íslend- ingum þyki sumstaðar minna um vert, enda þykjumst hafa fult eins fagurt að bjóða. Tveir eru jöklar, sem þar (um miðbik landsins) blasa við: Fúlgufönnin yfir _ miðjum Harðangri og Harðangurjökullinn ofar eða efst á fjöllunum, og ligg- ur hann yfir botni aðalfjarðarins, skamt frá efstu stöðvum járnbraut- arinnar, mjallhvítur ávali, sem vel stingur af við svört öræfin eða heiðblá vötnin, því allstaðar, hátt og lágt, er Noregur vötnum stráð- ur. Er hin mesta nauð að rekja afstöður og landslag hvervetna vestanfjalls í Noregi, eftir uppdrátt- um; svo rugla menn dalir og skorn- ingar, vötn, sund og vogar, fjöll og fyrnindi, sker og eyjar. Þegar kem- ur upp fyrir Vors, hefst torleiðið fyrir alvöru, því þá byrja háfjöllin í algleymingi, einkum er kemur upp fyrir Mjölfjall. Þar kemur Qraf- arhálsgígurinn mikli. Þar nærri fer frá E Aukaskip Sameinaða félaginu. s„Vendsyssel“ fer frá Kaupmannahöfn fyrsta október beina leið til Akureyrar. Tekur svo vörur á Akureyri og á Norður- og Austurlandinu og fer svo til útlanda. „Hólar“ komu í gærdag. Fóru svo vestur á Húnaflóa og víðar og taka þar haustvör- ur, koma svo aftur til Akureyrar og fara þaðan um I. október. Afgreiðsla D. F. D. S. Akureyri. Sjúkrahúsið a' y\kureyrL Forstöðustarfið verður laust 14. maí næstkomandi. Héraðslækn- ir gefur allar upplýsingar par að lútandi. Umsóknarfrestur til 1. jan 1912. Spítalanefndin. brautin fyrir botninn á Flaumdal, og sér þar í svartan svelg, afar- djúpan og ferlegan, en ótal ár brydda hlíðarnar eins og brotalaus- ir silfurlindar. Þar hugsa útlending- ar liggi beinust leið til undirheima, en þó er þar höggvinn vegur nið- ur á Aurland í Sogni. Þá er bráð- um komið upp á Haddingjaskeið og Finnsæ (Finsö). Þar uppi eru vötn hér og þar, og sáust ailstaðar leifar af ís og snjó; er þar og sár- lítill gróður og engin viðarhrísla; fáein lömb voru þar á rangli, skamt frá gestaskálanum við Finnsæ, en hinumegin vatnsins blasti við Harð- angurjökullinn. Hingað fara túristar hópum saman til gistingar. Það eru sportsmenn, sem ýmist ganga á jökulinn eða veiða í vatninu. Vet- urinn þar efra telst 8 — 9 mánuðir, enda er hæðin frá sjó á 5. þúsund fet. Austur af gnæfa þó miklu hærri brúnir og tindar, sem heita Hadd- ingjaskarir (Haddingskarvet). Nú fer að halla austur af, og eftir hálfa klukkustund er byrjaður allgóður gróður og skóglendi, en bygð mjög strjál. Þar heitir Austurdalur. Úr honum liggur brautin yfir háls lág- an, og er þá sniðað niður í Hadd- ingjadal ofanverðan; hann liggur ofan úr háfjöllum og gengur allar götur í suður, nærfelt 100 rastir. Ur honum er farið niður við vatn- ið Kröder gegnum háls yfir í Sóknadal. Var ekki óskemtilegt að renna niður hinn langa og fagra dal í kvöldblíðunni; ekki var ó- færðin, heldur er alt eins og stofu- gólf, þar sem vagnar þjóta á járn- teinum. Haddingjar eru þjóðflokkur sér, og er nýtilkomið að þeir hafi samblendni við aðra menn; hafa þeir alla tíð varðveitt ýmsa forna háttu, og þó einkum búninga og íþróttir. Þeir eru mestir fimleika- menn og danslistarmenn á Norð- urlöndum, og hvergi kunna menn réttan Haddingjadans nema þar. Búninghr karla er heldur liðmann- legur, en kvenna ljótur, og er kyrt- illinn samanryktur upp í háls á baki, sem gefur ungmeyjum norna- svip. Lestarstjóri vor var Haddingi og manna vaskligastur, og vildi hann síður en ekki heyra aðfinslu mína. Þá er rökkva tók voruin við í miðju Hringaríki við vatnið Rönd. Það er hið frjóasta land, bánaður mikill og verksmiðjuiðnaður. Hér bjó Hringur konungur (í Friðþjófs- sögu), því fylkið átti fornsögu mikla, og hér réð Sigurður sýr landi, þá er Haraldur litli sonur hans og Ástu móður Ólafs digra æskti þess, að hann ætti Svo marga húskarla, sem æti allar kýr bróður síns að einu máli. Hér er bærinn Hænu- foss með viðarpappírsverksmiðjunni, sem er eitt af furðuverkum hinnar Fjórir duglegir reglumenn óskast sem umferðabóksalar. Góð árslaun og »prósentur«. Menn snúi sér sem fyrst til Odds Björnssonar á Akureyri.

x

Gjallarhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.