Gjallarhorn


Gjallarhorn - 25.10.1911, Blaðsíða 2

Gjallarhorn - 25.10.1911, Blaðsíða 2
140 OJALLARHORN. V. Steinolíuföt hreiti og góð, kaupir ritstjóri pessa blaðs -- hæsta verði gegn peningum. = Ávarp til kjósenda í Eyjafjarðarsýslu. Eyjafjarðarsýsla hefir lengi verið pyrnir í augum „Sjálfstæðismanna". Hún hefir alt af verið einn „svart- asti bletturinn" á meðal kjördæma landsins. Kjósendur í Eyjafirði hafa aldrei „kosið rétt", segja „Sjálfstæð- ismenn". Og þó hafa þeir kostað miklu fé upp á Eyfirðinga. Peir hafa hald- ið ltér út blaði í mörg ár og leigt Hjörleifssynina sem ritstjóra við það, fyrir of fjár, hvern á fætur öðrum. Og þeir hafa dreift þessu blaði út um alla sýsluna, nær og fjær, blað- inu, sem alt af flytur, eftir innblæstri frá |Reykjavík, kenningar höfðing- janna þar. En ekkert dugar. Ey- firskir kjósendur trúa ekki „Norð- urlandi" og fara sínu fram, án þess að taka nokkurt tillit til þess. Og nú á að gera fullnaðartilraun til þess að vita hvert ómögulegt er að snúa Eyfirðingum í „Sjálfstæðis"- áttina. í áttina að B. J. og öllum bitlingadilkum hans. Til þess er Kristján Benjamíns- son sendur út af örkinni. Og til þess er Jóhannes Þorkelsson, mað- ur, sem ekkert þekkir til hér, feng- inn til þess að leggja út á djúpið. Þeir um það. Ef þeir hafa gam- af „að sjá nafnið sitt á prenti", eins og haft er eftir einum frambjóð- anda „Sjálfstæðismanna", og vilja vinna til þess, það, að láta hafa sig til að hlaupa gönuskeið og „dumpa" við litla sæmd, þá er þeim það ekki ofgott. En — kjósendurí Eyjafjarðarsýslu! Pið eigiö að sýna þeim — og öll- um ginningarfíflum »Sjálfstœðismanna— að þeir eigi ekkert erindi íil ykkar hvorki nú né síðar. Þið eigið að venja alla búrsnata þess flokks af því að vera að ónáða ykkur. Þið eigið að sýna þeim, að það sé og verði árangurslaust og þýð- ingarlaust. Þið vitið það, að foring- jar þess flokks leita ekki hófanna hjá ykkur, því þeir vilja ekki „dumpa" hjá ykkur, að þeir senda ekkí aðra til ykkar en þá, sem þeim er sama um, hvort falla eða standa. Og þið eigið að koma „Sjálfstæðinu" í skilning um, að þið viljið vera laus- ir við „litlu spáinennina" lika. En hvernig verður þetta bezt gert? Með því, að rnæta sem einn mað- ur á öllum kjörfundum kjördæmis- ins á laugardaginn kemur og kjósa þá Hannes Hafstein og Stefán í Fagraskógi. Vera samhuga og ein- huga um það og eggja hver ann an til þess. Þeir eru Heimastjórnarmenn báð- ir, og sá jflokkur hefir ekki boðið aðra en þá. Það verða allir kjósend- ur að muna og hafa hugfast. Þar má enginn persónukritur koma til greina, né neitt annað en það, að þeir tveir eru þingmannaefni Heima- stjói narmanna. Hver sá kjósandi, sem kýs t. d. H. Hafstein og Kristján, eða Stefán og Jóhanaes eða Stefán og Kristján, sá hefir kastað atkvæði sínu til eink- is, fleygt því burt til ónýtis, af þroska- leysi í [jví að skilja flokkaskipunina, Nei. Hver þroskaður og athugull kjósandi, hver sem villf fylla flokk hins góða málefnis, sá kýs H. Haf- stein og Stefán í Fagraskógi. Hver sem gerir það, styður að því, að stjórnmálaskjöldur Eyfirð- inga haldist hreinn og fagur eins og að undanförnu, ver því, að á hann falli jblettir og skuggar hringl- anda og stefnuleysis. Kjósendur í Eyjafjarðarsýslu! Hefj- ið stjórnmálafána ykkar hátt á laug- ardaginn! Sjáið um að hann verði hreinn og einlitur eins og vant er! Kjósið allir Hannes Hafstein og Stefán í Fagraskógi. Bitar og »bein«. Efnilegur frambjóðenda-flokkur! [Niðurlag.] Þvf var ekki lokið í síðasta blaði aðtelja upp »brauðbíta«-halarófu »Sjálf- stæðis«-flokksins sem óvæg vill kom- ast á þing, til þess að geta haldið bitlingunum. Það er þeirra lögmál og samábyrgðarsáttmáli að missa ekki af þeim. Gcf þú mér af landsfé lagsmað- ur, þá gef eg þér aftur! Björn Jónsson gerði tvo bændur að umboðsmönnum þjóðjarða, meðan hann var ráðherra, þá Björn Sigfésson og Svein Ólafsson í Firði. Báðir eru þeir nú í framboði af »Sjálfstæðis«-hálfu og munu trú húskarlaefni ef á þing komast. Bj Sigf. hefir sýnt það ótví- rætt, þessi árin sem hann hefir setið á þinginu að hann fer hátt og lágt eftir vilja Björns Jónssonar og er það undarleg ónáttúra í manni sem hefir þó mörg skilyrði til að geta verið sjálfstæður á þingi og fara sínu fram. Jón Þorkelsson er raunar hálf laus í flokknum og þolir víst illa flokks- agann, enda er það óverulegt sem hann hefir borið frá borði af bitling- unum. Magnús Blöndahl annað þingmanns- efni Sjálfstæðisins í Rvfk hefir aftur haft meira upp úr krafstrinum. Fyrst varð hann fulltrúi í bankaráði íslands- banka og svo komst hann í silfurbergs- gullkistuna sem nú er að verða fræg — fyrir austurinn úr henni og ýmis- lega meðferð þess máls. Sigurður Hjörleifsson var einhver allra trúasti dindill B. J., fylgdi hon- um að öllu, og varði hann af öllum kröítum Kvað svo ramt að þægð hans, að þó hann væri búinn að fylgja ein- hverju máli fast fram og virtist hafa þar dálitla sannfæring, að hann þagn- aði og lét ekki á sér bæra, þegar Björn hastaði á hann. En þægðin var og launuð trúlega. Fyrir utan ýmislegt smærra, var hann gerður að fulltrúa- ráðsmanni íslanksbanka í þrjú ár og fær fyrir um 17—1800 kr. á ári. Er eðlilegt að hann langi til að halda í þann bita framvegis, því ekkert þarf fyrir honum að hafa — annað en kom- ast á þing og vera þægur við Björn gamla. Til málamynda er »Sjálfstæðið« að fá örfáa bændur til þess að bjóða sig fram, en helzt í þeim kjördæmum þar sem full vissa er fyrir að þeir nái ekki kosningu, eins Og t. d. í Suður- Þingeyjarsýslu og hér í Eyjafjarðar- sýsln. En þar sem þeir eru vissir um kosninguna eða hafa miklar l'kur til að vinna, þar vaða uppi brauðbítirnir og bitlingasugurnar. En nú skera kjósendur úr hvert þeir vilja ala þenna bitlingalýð lengur. Akureyri. Látinn er 15. þ. m. Óskar Bjarnason úrsmiður, að eins 19 ára gamall, sonur Bjarna Einarssonar timburmeistara. Bana- mein hans var berklaveiki í lungum. Ósk- ar sál. var mjög bráðþroska og mikið mannsefni. Var hann svo vel hagur, að segja má að hann legði á alt gjörfa hönd, en sérstaklaga hneigðist hugur hans að allskonar vélfræði. Hann var í öllu vand- aður og góður drengur og þvf vel látinn af þeim sem þektu hann. Jarðarför hans fer fram á morgun og hefst frá heimili föður hans kl. 12 á há- degi. Einar Finnbogason yfirfiskimatsmaður hefir fengið lausn frá starfi sínu, og er það auglýst til umsóknar í Lögbirtinga- blaðinu. Árslaun eru 1600 kr., umdæmið nær frá Reykjarfirði að Langanesi og umsóknarfrestur er til 31. desbr. þ. á. — Einar hefir fengið góða stöðu í Viðey hjá H/f. P. J. Thorsteinsson & Co. og flytur þangað með vorinu. Er skaði að missa hann héðan, því hann er vinsæll og hefir rækt starf sitt mjög vel og sam- vizkusamlega. Sölubúðin í hinu nýja, vandaða húsi Carl Höepfners, norðan við Búðarlækinn, er nú fullgerð, og var tekin til notkunar á laugardaginn, sbr. auglýsingu hér í blaðinu. Búðin er mjög vönduð óg skraut- leg. Brúðkaup sitt héldu 14. þ. m. Lárus J. Rist leikfimiskennari og ungfrú Margrét Sigurjónsdóttir. Steingr. Matthíasson héraðslæknir Iagði upp í ferð sína til útlanda á sunnudag- inn. Fór hann landveg norður í Þing- eyjarsýslu og ætlar að gera þar mikla »operation« á konu í iífshættu. Þaðan fer hann svo landveg áfram og ætlar að ná »Vestu« á Vopnafirði. Kr. Sigurðsson verzlunarstjóri er að láta byggja fbúðar- og verzlunarhús á lóð sinni í Hafnarstræti, norðan við Höepfners brauðgerðarhús. P. Houeland, hinn gamli sjógarpur, sem flestum íslendingum á strandleng- junni norðan lands og austan er góð- kunnur, hefir verið hér í sumar fulltrúi fyrir gufuskipafélagið »Den norske Is- landsrute*, en fer heimleiðis nú í vik- unni með »Courier«. Þórður Thoroddsen læknir úr Reykja- vík gegnir héraðslæknisstöifum fyrir Steingr. Matthíasson meðan hann er fjarverandi. Gestir í bœnum: Benedikt Björnsson kennari og Sigurður Sigfússon sölustjóri, báðir frá Húsavík, Páll Stefánsson og F. C. Möller verzlunarumboðsmenn Iðnskólinn var settur 20. [i. m. og eru á honum um 50 nemendur. Húsrúm hefir skólinn í barnaskólanum, byrjar á kvöld- in eftir að tímum er lokið í barnaskólan- um. Adam Þorgrímsson er skólastjóri eins og í iyrra. Kristján á Tjörnum var á ferðinni í „Nl.“ um daginn lítils- háttar, en ekki fanst „Gjh." svo til urn það, að það nenni við að fást. — Krist- jáni hefði verið nær að reyna að skrifa eitt- hvað um mál þau, sem nú eru á dagskrá, úr því hann er að bjóða sig fram til þing- mensku, heldur en að bjástra við að bera á völl „Notðurlands" persónulegan skæt- ing til ritstjóra Gjallarhorns. Og það veit hann sjálfur, að annað mun vera honum vænlegra til kosningafylgis hér í sýslunni en það. En skætinginn virðir „Gjh," að engu og leggur sig ekki niður við að gjalda honum í sömu mynt, þótt létt sé. Bréf úr Saurbæjarþingi. 207l0. 1911. »Kristján á Tjörnum kom að finna okkur hreppaskiladaginn og hélt ræðu fyrir þingheimi um framboð sitt og þingmenskuhæfileika. Ekki vildi hann telja sig »Sjálfstæðismann« og sagði »Norðurland« hafa hnuplað sér í þann dilk. Hann fór eins og köttur í kring um heitt soð hvað öll stærri málin snerti, hvað þau vera ofan við sig og sitt vit. Ymsar fyrirspurnir voru gerðar til hans, en hann gekk fram hjá öll- um er honum þótti óþægilegar sér og »Sjálfstæðisliðinu«. —í stuttu máli var frammistaða hans harla bágborin, enda fékk hann ymsar hnútur, þegar líða fór á fundinn og fór hann ekki neina framaför hingað, svo fylgi hans er nú enn minna en áður. Enda þraut það alveg, svo lítið sem það var, þegar »Norðurland« var búið að draga hann í sinn dilk og þegar það kom ómótmælan- lega úr kafinu að honum er teflt fram af »Sjálfstæðis«-liðinu. Sama er að segja um Jóhannes Þorkelsson. Raunar þektu hann sárfáir, en mönnum var nóg þegar »NI.« fór að hæla honum. Hvorugur þeirra hefir neitt-fylgi og mun það sýna sig bezt við kosningarnar.« Lausavisur. Peir viljct fáir krossinn kríta í Knstjáns hring — ei þess er von, hans einteymingi átti’ að hnýta aftan í Sigurð Hjörleifsson. Pá heiðri sínum færi að fórna og frelsi glata landsins börn, ef létu Sigga lýðnum stjórna, því leppinn teymdi Glcéfrabjörn. Stökur þessar hefir sveitamaður fundið á Akureyrargötum nú fyrir stuttu. Skilur hann ekki við hvaða persónur er átt, og sendir Gjallar- horni því vísurnar, ef ske kynni, að það gæti gefið einhverjar upplýsingar. Gjh. sendir vísurnar áfram til les- enda. Embœtti osr sýslanir. Háskólaembættin eru nú öll veitt þeim, er settir voru í þau, uema docent eubættið í íslenzkum fræðum, það hlaut Jón Jónsson sagnfr. og docentsembættið í guðfræði, er séra Sig. Sivertsen hlaut. Böðvar Kristjáns- son cand. mag. er orðinn latínuskólakenn- ari í stað Ág. Bjarnason. Dr. Guðm. Finn- bogason verður landsbókavörður í stað Jóns sagnfræðings. Jón Rósinkranz læknir, varð ritari háskólans. Ásgeir Torfason efnafræð- ingur tók við forstöðu iðnskólans í Rvík L október. Rikharð Torfason, áður aðstoðar- ritari í landsbankanum, er settur bókari þar í stað Alberts sál. Torfasonar. Páll Zoph- oníasson er skipaður fyrsti kennari við bún- aðarskólann á Hvanneyri í stað Hjartar Snorrasonar er bað um lausn vegna van- heilsu. Nýtízku gufuskip stórt, hraðskreytt og með öllum ný- tízku þægindum, byrjar ferðir til íslands næsta ár, að öllu forfalla lausu. Það er »sameinaða félagið« sem ætlar að gera þá bragarbót á sarngöngufærunum og ættu: allir að vera því þakklátir fyrir að geræ það af eigin hvötum. Skipaverksmiðjai þeirra Burmeister & Wain smíðar skipið- Það á að kosta 1 miljón kr. Félágið hefir skrifað fulltrúa sínum hér í bænum hr. kaupm. Eggert Laxdal um fyrirtækið. Peningar fundnir. Ritstjóri vísar á,

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.