Gjallarhorn


Gjallarhorn - 23.11.1911, Blaðsíða 1

Gjallarhorn - 23.11.1911, Blaðsíða 1
GJALLARHORN. Ritstjóri: Jón Stefansson. •-^•-•-« • • • • • ••••••••••••••••••*••••••••••• V. 44. Akureyri 23. nóvember. T 1911. • • •-•-• < SÖLUBÚÐ OG IBÚÐ hvortveggja á sama gólfi — pláss kaupm. Jóh. Christensen—er til leigu frá 14. maí n. k. íbúðin fæst leigð sér ef óskað er. Akureyri 10/n 1911. Jóh. Ragúelsson. Ráðherrann. Nýlega var »Norðurland« að fleipra eitthvað með, að Kristján Jónsson ráð- herra hefði boðið Heimastjórnarmönn- um að víkja úr ráðherrasessi, nú þeg- ar eftir kosningarnar. »Gjh.« spurðist fyrir um þetta í Reykjavík, hjá manni er hlaut að vita, hvað satt væri í því, en fékk það svar, að það væri tilhæfulaust og alveg gripið úr lausu lofti. Heimastjó-nar- menn væru vel ánægðir með stjórn Kristjáns Jónssonar og ekkert útlit væri fyrir, að þeir yrðu það ekki fyrst um sinn. Völdin væru heldur ekki markmið Heimastjórnarmanna, heldur það eitt, að völdin yfir landinu og þjóðinni væru í höndum þess manns, er með þau kynni að fara. Manns er væri samvizkusamur og réttlátur, eins og þeir teldu Kristján Jónsson vera. Benda má og á, að það er skoðun Heimastjórnarmanna, að ráðherrann eigi ekki að fara frá völdum, nema að alþingi hafi komið saman áður, ekki tafarlaust, að aístöðnum kosningum, er gengið hafi á móti honum, nema einhverjar alveg sérstakar ástæður séu til. Hitt ráðlagið mundi steypa öllu stjórnarfari í óstjórn og vitleysu, sem ekki er að vita, hver endi yrði á, — en það var það sem »Sjálfstæðið« böl- sótaðist mest yfir haustið 1908. Heimastjórnarmenn munu ekki elta vitleysu þeirra félaga, hvorki í þessu efni né öðru. Og um Heimastjórnarmenn og Krist- ján Jónsson er það að segja, að útlit er nú fyrir hina beztu samvinnu á milli þeirra. Þjóðin þarfnast Iriðar í landinu og hefir sýnt »Sjá!fstæðinu« það »svart á hvítu« með kosningunum. Og hún mun gera það enn greinilegar næst, bæti það ekki ráð sitt! Veitt sýslan. Hannesi Þorsteinssyni er veitt að- stoðarskjalavarðarstarfið við Lands- skjalasafnið frá I. jan. n. k. Samgöngumál. 1. Það er víst nær einróma álit allra kunnugra manna, að samgöngumál Akureyrar og Norðlendingafjórð- ungs séu að komast í óvænt efni, því hin síðustu tvö-þrjú árin hafa allar samgöngur á sjó verið bæði verri og ófullkomnari á allan veg, en áður hafði verið um nokkur ár. Þetta má ekki lengur svo buið standa. Óánægjan yfir óstandinu er að verða svo mikil og almenn, að óhjákvæmilegt virðist að stjórnar- völdin reyni að ráða einhverja bót á því. Samgöngumálasamningur Björns Jónssonar er talinn ein helzta aðalorsök fyrir ástandinu. En hann er það ekki að öllu leyti. Ef allar hinar auglýstu áætlanir póstgufu- skipanna væru haldnar þolanlega, bætti það mikið úr ástandinu, eins og það er nú orðið. En mikið vant- ar á að svo sé, eins og sýnt mun hér fram á, og er það ef til vill ó- áreiðanlegleiki skipanna {„Thore"- skipanna sérslaklega) er hefir ollað mestri gremju og bakað mönnum mest tjón. Um skipaferðir „Sameinaða" er það að segja, að þær eru mun færri og óhentugri en áður var og er fé- laginu ekki gefandi sök á þvi, eftir að samningunum var breytt við það (1909). Það er eðlileg afleiðing af því, hvernig hann var gerður og skal aftur vikið að því síðar í þess- ari grein. II. Verzlunarreikningar og umslög meö áprentuðu firmanafni fást í prentsmiðju Odds Björnssonar. Það þykir réttast, eftir atvikum, að setja hér skýrslu urn hvernig „Thore" skipin hafa haldið áætlun, að því er Akureyri snertit, og er sú skýrsla tekin eftir skipabók bæjarins. Ferðir félagsins, sem eingöngu voru til Suðurlandsins, verða því ekki nefndar hér. Frásagan hefir þann kost, að hún greinir frá málinu blátt áfram, eins og það er í raun og veru, og getur „Gjallarhorn" ekki gert að, þó svart sé. /. ferð. „Ingolf" átti að koma sunn- an um land samkvæmt áætlun 27/i. Kom m/i. 2. ferð. „Mjölnir" átti að koma austan um land "/1. Kom "/1. 4. ferð. „lngolf" átti að koma 4/3. Kom ekki, en í hans stað kom Austri 5/3. Hann átti að fara til ísafjarðar, en komst ekki lengra en á Húna- flóa, sneri þar aftur í vondu veðri og fór héðan 8/3 austur um til út- landa. 6. ferð. „Vestri" átti að koma 16/3, en kom 17/s.-Við allar þessar ferð- ir er raunar lítið athugavert. Þær eru farnar á þeim tíma sem allra veðra er von og munar þó mjög litlu frá áætluninni - svo litlu að ekki er teljandi. En ekki „fer fram" með „sól og sumri"! 9. ferð. „Ingolf" átti að koma nU en kom ,2/4. Fylgdi þá áætlun að heita mátti. Hélt svo áfram áleiðis til ísafjarðar. Tafðist á ýmsum auka- höfnum á Skagafirði, er ekki voru á áœ'lun, lékk svo vond veður og lenti í hafís, svo hann komst aldrei til ísafjarðar, en hefði komist alla leið, hefði verið haldið áfram sam- kvæmt áætlun. 12. ferð. „Ask" átíi að koma 21M. Fór aðeins til Austfjarða og kom ekki til Akureyrar. 15. ferð. „Ingolf" átti að koma 22ls og þá að halda áfram til ísafjarðar, en kom 5/e, fór vestur á Skagafjörð, en ekki á ísafjörð, og fór hér um á útleið 13. júní, í stað 27. maí. Þá var búið að skjóta öllum þrem- ur ísafjarðarferðunum fram af ser!! 18. ferð. „Ingolf" átti að koma 26/e, en kom ekki. „Mjölnir" kom þó á áætlunardegi „Ingolfs" og fór eitt- hvað vestur um. „Ingolf" átti þá að, fara á Blönðuós lengst, en ekki hafði „Mjölnir" farið þangað. Er „Mjöln- ir" var hér á útleið var hann hlað- inn með „Spánarfiski" og ekki út- lit fyrir að hann væri „Rute"-skip í stað „Ingolfs", enda kom hann ekki við nema á Eskifirði í austur- leið. 20. ferð. „Kong Helge" átti að koma austan um land 15h. Um há- sumarið. - Sú ferð er ófarin ennpá. 22. ferð. „Ask« átti að koma sunn- an um land 2bh, en kotn ekki fyr en 2/8. Einnig hásumarferð. 23. ferð. „Ingolf" austan um 30/t. Kom daginn eftir og hélt þá á- ætlun. 25. ferð. „Kong Helge" átti að koma frá Bergen 13/s, en kom ekki. Um það leyti var hér að sveima kolaskip, er sagt var að væri í stað „Kong Helge", en loksins kom þo „Kong Helge" 24te og var svo hlað- inn með síld, er hann fór með beint til útlanda, langa löngu á eftir á- ætlun. 26. ferð. „Ask" átti að koma frá Bergen 18/8, en kom ekki fyr en 28/s. 27. ferð. „Ingolf" austan um, átti að koma 27/s, en kom 2te. 28. ferð. „Kong Helge" átti að koma n/9, en kom l/io. Fór héðan svo eftir rúma viku hlaðinn fiski, beina leið til Spánar, í stað þess hann átti að fara 17. septbr. beint til Kaupmannahafnar. 30.ferð. „Ask" átti að koma sunn- an um land 4/io, en kom 19/io. 31. ferð. „Ingolf" átti að koma að austan 4/io, en kom 13/io. 32. ferð. „Kong Helge" átti að koma 28/io, en í stað hans kom „Per- wie" sama dag. - Eru þá ófarnar enn tvær af millilandaferðunum, sem áætlaðar eru til Norðurlands, og kem- ur síðar fram, hvort þeim verður fullnægt. Þá féllu og ennfremur burtu báð- ar ffyrstu ferðir strandbátanna, en það var víst vegna hafíss. — Austri hefir jafnan haldið mjög vel áætlun (honum stýrir íslenzkur skipstjóri), en „Vestri" aftur þvert á móti, stund- um ekki komið hingað fyr en sama daginn, er hann átti að fara og það um hásumarið. — Réttast er að geta þess, að yfirleitt virðist ekki skip- stjórum félagsins gefandi sök á, hve illa áætlunin er haldin og mun or- sökin mest sú, að þeim er skipað að fara á ýmsar aukahafnir, sem ekki er gert ráð fyrir á áætlun. Framh. Úr höfuðstaðnum. Ágást Bjarnason, prófessor, varði doktorsritgerð sfna við Hafnarskóla 30. f. m. — Er nú kominn heim og far- inn að halda fyrirlestra. Þorsteinn Egilsson fyr kaupmaður í Hafnarfirði, andaðist þar í f. m. Hann var sonur dr. Sveinbjarnar Egilsson- ar rektors, gáfaður maður og fjölhæf- ur. Meðal sona hans eru Sveinbjörn verzlunarmaður í Viðey Og Gunnar, ritstj. »íngólfs«. Hafnarmálið. Sighvatur Bjarnason bankastjóri og Páll Einarsson borgar- stjóri fóru utan í haust til þess að útvega lán til hafnargerðarinnar fyrir- huguðu í Reykjavík og eru nýlega komnir heim. Eftir mikla vafninga tókst að fá loforð fyrir láninu (1200 þús. kr.) hjá fjórum bönkum í Khöfn með því móti að Islandsbanki og Landsbankinn í Reykjavík séu með að sjötta hlut hvor þeirra. — Yfirleitt mjög ilt að fá lán erlendis til íslenzkra fyrirtækja. Vextir og hækkað nýlega um 1 — i!/i °/o. tijúskapur. Pétur Halldórsson cand. phil. bóksali og ungfrú Ólöf Björns- dótt iraðjunkts Jenssonar héldu brúð- ka'up sitt 12. f. m. Prestvígður var 10. f. m. Sigurður Jóhannesson kand. theol. til aðstoðar- prests að Hofi í Vopnafirði. Þingmenn Skascfirðinsra. »Gjh« er skrifað úr Skagafirði: Báð- ir neituðu þeir Birni Jónssyni á þing- málafundum og ekki síður utan þeirra. . . Raunar held eg að Ólafur Briem hallist í alvöru a& Kristjáni ráðherra og sennilegast að Jósef elti meiri- hlutann, enda mun það hafa verið mest með flokksofstæki og harðstjórn að þeir gátu haldið honum í Sjálfstæðis- floknum síðast. . . . Annars er bágt að vita hvar þeir muni lenda, því að báðir hafa hringlað fram og aftur og hvorugur sterkur á stjórnmálasvellinu eins og allir þeir vita, sem lesa al- þingistíðindin.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.