Gjallarhorn - 28.12.1912, Qupperneq 2

Gjallarhorn - 28.12.1912, Qupperneq 2
58 OJALLARHORN VII Heilsa og langlífi. Verndurj tannanna. 1. Skemd kemur sjaldan í breinar tennur. 2. Skemdar tennur valda miklum sárs- auka og spilla heilsunni. 3. Matarleifar á tönnum valda skemd- um í þeim. 4. Óhreinar tennur skemmast einkum á nóttunni. 5. Hreinsið vandlega allar tennurnar, bæði að utan- og innanverðu, áður en þið háttið og á morgnana líka. 6. Notið lítinn tannbursta með sápu eða krítardufti (tannpúlveri). 7. Haldið tannburstanum hreinum. Not- ið ekki tannbursta annars manns. 8. Tyggið fæðuna hægt og vandlega. 9 Bezt er að láta fylla strax allar skemdar tennur, að öðrum kosti draga þær úr. Hvernig hefnist iólki fyrir að nota ekki tannbursta? Þéssari spurningu svarar þýskur vís- indamaður* á þessa leið: Ibúar Þyzka- lands eru 65 miljónir. Aðeins fimti hluti þessa mannfjölda hreinsar reglu- lega tennur sínar og leitar tannlækna. En af öllum hinum 52 miljónum eru aðeins tíu af hundraði (5 milj.) sem eiga tannbursta. Af þessu leíðir að 47 mitjónir í þýzka ríkinu, vita ekki bvað það er að hreinsa tennurnar. Dr. Wolz telst svo til að þýzkir verkamenn og konur þeirra, 40 miljónir að tölu, eyði hérumbil 200,000 krónum árlega til matar. Af allri þessari fæðu njóta þeir ekki góðs að tiltölu við kostuaðinn, nema lftils hluta, vegna þess að tenn- ur þeirra eru f svo slæmu ástandi, að maturinn fer hálftugginn og ilia meltur gegnum meltingarganginn. Þessi matareyðsla getur reiknast að vera 14 aura virði daglega fyrir hvern mann. En hér við bætist fjöldi af vinnudögum, sem tapast og ófullkom- ið vinnuþrek sem orsakast af melt- ingarsjúkdómum,blóðleysiog vanþroska sem má rekja til tannskemda. Lágt reiknað má meta þetta til hálfs fjórða dags, sem tapast, á mann á hverju ári. 30 miljónir manna missa 100 milj daga, en með tVeggja kr. dagkaupi verður tapið í peningum 200 milj. kr. Hérvið má nú bæta sjúkdómskosnaði, sjúkrasamlagsútborgunum og ellistyrkt arfé og mörguin öðium útgjöldum, sem of langt yrði upp að telja, svo ekki verður of mikið sagt að árlegt tap verður í kringum 700 miljóna króna. Ef komið væri á almennri tann- verndun í sambandi við tímanlegt og reglulegt eftirlit tannlæknis, þá mundi tannskemdir mfnka um allan helming. Mundu þá sparast ríflega 300 miljón krónur, en frá þeim yrði samt að draga kostnað tannaðgerða, sem mundi nema hérumbil 100 milj. krónum. Þær 200 milj. krónur, sem mundu sparast, gætu skitst þannig að þýskir verkamenn fengju 160 milj. til víkis- ins gengju 25 milj. krónur og vinnu- veitendur 15 miljónir. Umhyggja fyrir tönnunum er nauðsynleg til þess að spara ofanritaðar 200 milj. krónur. Hver er nú bezti og vissasti vegur- inn til að ná þessu marki? Dr. Wolz heldur að bez'a ráðið sé 1 ♦ Dr. Wolz. að taka upp þá aðferð, sem komin er á i mörgum barnaskólum í stór- borgum erlendis, og fólgin er í því að tennur allra barnanna eru athug- aðar af tannlækni við skólabyrjun. JSíðan er eftirlit haft með þeim og tannlæknir skólans veitir stöðugt hjálp þeim sem þurfa. Skólakennararnir eru látnir fræða börnin um nauðsýn tann- verndunarinnar. Af þessu leiðir að á- hugi fyrir tannverndun berzt inn á hvert heimili. Enn fremur er fátækum veitt ókeyp- is tannlækning í stórbæjunum, og fá allir fullorðnir um leið bæði munn- lega og prentaða leiðbeiningu um verðmæti tannanna. í hernum er gengið ríkt eftir viðhaldi tannanna. Dagblöðin hafa alment snúist á þá sveifina að styðja og vekja enn meiri athygli á tannlækningum Og tannvernd- un. Þrátt fyrir alt þetta sýnir reynsl- an að kenslan ein leiðir til lítilla fram- fara. Hvaða ráð skal þá laka til að sann- færa 47 milj. manns um þá nauðsyn, sem er á því að vernda tennurnar og til að spara ofannefndar 200 milj. krónur á hverju ári? Engin von er til að því verði kom- ið i kring alt í einu, en það má til að gera það, þó ekki verði nema hægt og hægt. Það verður að sann- færa alla, sannar umbætur á heilsu- fari fólksins hafa í för með sér aukinn vinnuþrótt og auknar tekjur, en af því leiðir aftur aukm þjóðarvelmegun. Það er hægt að sannfæra alla með því eina móti að allir skólar I land- inu taki upp áðurnefnda aðferð, og ekki einasta kenni unglingunum að ræsta tennur sínar, heldur líka sjá þeim fyrir ókeypis tannlækningum. Framfarahreyfingin verður að koma frá skólunum. í Strassburg á Þýzkalandi hafa allir barnaskólar tekið upp þessa nýung og eru gefnar út tvisvar á ári skýrslur um tannlækningar í skólunum. Af skýrslunum sést hve mörg af börn- unum hafa lært að nota tannbursta, hve mörg hafa keyft sér tannbursta og hve mörg hafa ekki efni á því, hve mörg bursta tennurnar, hve mörg hafa haít tannpfnu og loks hve mörg þeirra hafa notið hjálpar tannlæknis áður en þau komu í skóla og í skól- anum sjálfum. Ef allir skólar í Þýzka ríkinu bæði í borgum cg sveitu n vildu fytgja þessu dæmi og koma á tannlækningum þá mundi eftir fá ár komast á almennur áhugi á því að viðhaida óskemdum tönnum, en af því rnundi leiða efna- legur stórgróði fyrir þjóðina í heild sinni. — Tannpfna geysar um öll lönd, ekki síður hér á landi en annarsstaðar, og á því ofanrituð hugvekja jafnt erindi til Vor íslendinga eigi síður en Þjóð- verja. Vér eigum ennþá altof fáa tannlækna, ög verður því langt að bfða þess að unt verði a veita börn- um tannlækningar í skólunum. Flestir geta keyft sér tannbursta og tekið upp þann góða sið að hreinsa tenn- urnar daglega. Þó menn ekki hafi tannbursta má reyudar mikið stuðla að verndun tann- ann með því að gera sér að venju að skola munninn vandlega úr volgu vatni á eftir hverri máltíð, en því verður ekki neitað að tannburstinn hjálpar enn betur til að halda tönn- unum hreinum. Herra Schrader hefir ásett sér að reyna að verja athygli' manna hér á landi á nauðsýn tannverndunarinnar. I því skyni ætlar hann að láta prenta á pappírsspjöld ofanritaðar reglur um verndun tannanna og útbýta þeim síð- an ókeypis víðsvegar. Samskonar reglur og þessar hefir hann látið útbýta á Englandi og hefir það orðið mörgum að gagni. Eg undirritaður er fyllilega samþykk- ur herra Schrader í því hvað nauð- sýnlegt sé fyrir heilsu manna að vernda tennurnar og vil eg því skjóta því til allra að reyna að færa sér leið- beiningar hans f nyt, og sérstaklega að venja börnin strax á að hreinsa tennurnar. Steingrímur Mntihíasson. Jóhannes Jósefsson, var í Póllandi, borginni Lódz, er síð- ast bárust fréttir af honum. Tók þar þátt í kappgh'mu (»Championati*) grísk- rómverskri. Var ráðinn seinni hluta okt. og fyrri hluta nóv. með flokk sinn í stórt leikarahús þar í borginni (»Scala«), sem er nýlega opnað fyrsta sinni og talið fremst f sinni röð. Þar glfmdi hann og »Catse as-catsc can« við heims- kunnan pólskan glímunappa Wladislaw Cyganiewicz og vann sigur á honum (á 47 mínútum). Er Pólverjinn 101 kíló (202 pd ) en Jóhs 74 kfló (148 pd ) Varð gauragangur allmikill meðal á- horfenda, er Pólverjinn fell og vildu þeir ráðast að Jóhannesi og þustu upp á leiksviðið í hópum, en hann komst með naumindum undan heim í gistihús sitt. Sárnað þeim, að »litli íslending- urinn« skyldi leggja landa þeirra hinn fræga. Atti nú Jóhs. fult í fangi nieð að komast að í kappglímunni, er nefnd var — enda þótt hún væri »alþjóða« —, er spurðust hrakfarir Pólverjans lyrir honum. Varð hann að snúa sér til blaðanna, <>g þorðu þá glínmkapp- ar ekki annað en leyfa honum að »vera með« Er ófrétt, hvernig henni hefir lyktað. — Úr Póllandi afctlaði Jóhannes til Antwerpen og sýna þar íþróttir sín ar um hrfð. Ef Jóhannes hefir tök á, hefir hann í hyggju að skreppa hingað heim í sumar kemur (í júlf). og fara því næst um England til Amiríku. Þar hefir hann ekkert verið áður, en Vesturheimsmenn eru nijög gefnir fyrir leiksýningar og fþróttir allar, svo að gera má ráð lyrir, að slík för gæti orðið honum happa- drjúg. (lng.) Oplnberunarbók. Ungfrú Kristín Dan Seyðisfirði og Níelsen skipherra á »Claudius«. Ung- Irú Hrefna Jóhannesdóttir (verzlunar- fulltrúa Stefánssonar) og Arni Helga- son stud. med. Qestlr í bænuni Sigurður Sigurðsson skólastjóri á Hólum og Sig. Sigurðsson hreppstjóri á Halldórsstöðum. Messur um áramótln, Gamalárskvöld kl. 6 e. h. Nýársdag kl. 12 á hd. llm láð og lög. Simfréfttr í dag. — Mónberg, sá er cetlar að gera höfnina i Reykjavik hefir símað til borgarstjóra oð hann senxii skip i í nœsta mánuði er flytji til Reykja- vikur öll verkfæri og byggingartœki til hajnargerðarinnar. Verður þá byrjað á starfinu síðari hluta jan- úarmánaðar. — Verzlunarmenn i Brydes búð i Reykjavik voru að kveikja i flugeld- um þar i búðinni, nokkrum dögum fyrir jólin og vildi þá svo slysalega til, að kviknaði i vörum i búðinni. Varð bál mikið, en „Perfect“ slökkvi- dœla var við hendina og var eldur- inn slöktur tafarlaust með henni. — Stúdentafélagið i Reykjavík hélt fund, i siðustu viku, um sam- bandsmálið. Rar voru mættir flestir þingmenn sem búsettir eru í Reykja- vik og grend. Miklar umrœður urðu um málið, en engin fundarályktun þó gerð.—Peir er mest mœltu gegn frumvarpinu fóru þó ekki lengra en svo, að þeir vildu að þvi yrði jrest- að fyrst um sinn. — A fimtudagsmorguninn fyrir jól, var Bent Jóhannsson, 18 ára unglingspiltur í Rvík, að skjóta þar i jlæðarmálinu með nýrri byssu. Skotið reif bóginn af byssunni og tvistraði honum, eitt brotið lenti i auga Bents, svo það lá úti og lik- legast hann biði bana af. Fáeinir fróðleiksmolar. Stærsta vfsindafélag Stórbreta heitir British Association. Það heldur árs- fundi sína til skiftis í stórborgum hins sameinaða ríkis (united kingdom). í ár var fundur þess haldinn í Dundee á Skotlandi. Þar hélt hinn hálærði líf- íræðingur, Scháfer hina fyrstu ræðu og var hún um uppruna lífsins. Hann sagði, að betur og betur birtist skyldleiki Iffrænna efna og ólífrænna; lagi því sú ályktun nærri að eigi þyrftu menn að leita uppruna lífsins út fyrir hnött vorn til cinhverra dularheima, sagði breytiþróunina ná út yfir allar tilgátur, enda væri sú hugsun alrnenn orðm mcðal líffræðinga, að auðið verði áður en langt um líði að framleiða líf, 0: lífræn efni úr »dauðum«. Hvað er Unitaratrú? Því svarar amerískur maður svo: Hafnið er afar-villandi. Margur sá sem kallaður er þeirri stefnu fylgjandi, fer miklu lengra en þrenningarspeking- arnir: Platon, Agústfnus, í Kalvín, Lút- her og páfinn, og kalla guð eigi ein- ungis »þríeinan«, heldur »þúsundeinan«. En yfirleitt trúa þeir á sanntcikann, en ekki á erfða-né valdboðnar kenn- ingar óskorað. Stefnan á vel við nú- tfmann, enda er mjög útbreidd orðin. En því stækkar ekki flokkur þeirra meira? Svo spyrja margir. Höfundur- inn svarar: »Öllum þorra manna hefir verið innrætt að trúa eingöngu því, sem lögskipað hefir verið eftir bókum og fornum játningum, menn vanist á að efast um eða rengja allan sann- leika, sem ekki hefir verið þannig kendur og heimilaður. En Únftarinn segir: »S.annleikurinn er hið eina rétta

x

Gjallarhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.