Gjallarhorn - 28.12.1912, Síða 3
VII
OJALLARHORN.
59
JMýárskorf
smekklegust
ódýrust,
í bókaverzlun
Kr. Guðmundssonar.
helgivald; en hans verður að leita.
Hann segir líka, að ótal margt hafi
reynst rangt, sem lögboðið hafi verið,
enda sé hans skylda, að láta aldrei
undan þein', sem neiti breytiþróun
í tróarskoðunuin mannkynsins. Því
þrátt fyrir vöxt og víðgang skoðana
vorra, halda hinir ráðandi og leiðandi
ennþá fast i þá rammvitlausu skoðun
að Irúarfrœdin (o: rétttrúunin'l eigi að
standa í stað, því að »á henni hvíli
kirkjan* !
* *
*
»Það er harla gleðilegtc, segir
réttrúað kirkjublað á Englandi, »að
vorir gömlu skynsemistrúmenn, Unít-
ararnir, eru farnir að trúa á guðdóm
frelsarans « Þá svarar Únítari einn í
blaðinu K>'istið iíf: Vist* gerum við
það, en við trúum líka á guðdóm í
hverjum einasta manni, þótt neistinn
kannske sjáist ekki, og þar greinir
oss á og yður, og þessvegna erum
við rétttrúaðir en þið Únítarar «
Sigurjón Sumarliðason
póstur.
Póstferðír í 20 ár.
Full 20 ár eru síðan Sigurjón póstur
byrjaði póstíerðir milli Akureyrar og
Staðar.
Fyrst sem aðstoðarmaður föður
síns, og síðan sem aðalpóstur. Ekki
hafa ferðirnar ætíð verið sem þægi-
legastar. Þegar við hefir verið að stríða,
fannkyngi, ófær vatnsföll, og stór-
viðri, en oftast naumur tími ætlaður
póstinum. Hefir þá reynt á harðfylgi
og framsýni mannsins. En jafnan hefir
Sigurjón sigrað í þeirri viðureign.
Enginn getur um það dæmt, hve örð-
ug ferðalög, að vetrarlagi, eru á ís-
landi nema reynt hafi. Hindranirnar
örðugleikarnir eru óteljandi er yfir
háfjöll skal íarið, og þó auðvitað sér-
staklega þegar inikill flutningur er
meðferðis.
Sigurjón hefir leyst starfið mœtavel
af hendi, í alla staði svo óskandi er,
fyrir okkur Norðlendinga, að hann
vilji halda starfinu sem lengst, en þá
þarf líka að gera svo við hann að
hann megi við una.
Norðlendingur
Vaskleikamenn.
»Gjh.« hefir verið sagt um marga,
er vel gengu fram við að slökkva,
bjarga og verja við mikla brunan \m
daginn, en sem ekki voru neíndir
í síðasta blaði. Er það og vafalaust,
að Ijöldi manna hefir starfað þá vel,
sem að réttu lagi hefði átt að nefna,
en því er um að kenna að blaðinu
var ókunnugt um framgöngu þeirra.
— Jóhann Havsteen verzlunarstjóri,
Árni Væni, Jón Kristjánsson lögreglu-
þjóns og Axel Ásgeirsson bakarasveinn
stóðu óralengi út í sjó og söktu þar
upp í vatnsfötunum — sumir fullyrða
að Árni Væni hafi staðið þar allan
tímann, meðan var að brenna, og á-
valt fremstur (dýpst) í röðinni. Þá
vofu og ýmsir mjög duglegir við
björgunina t. d. Anton Jónsson timbur-
meistari, A. J. Bertelsen verksmiðju-
stjóri, Pétur Jónasson verzlunarmaður,
Pálmi Jónsson oe Guðl. Pálsson snikk-
ari, Kristján Jósefsson verzlunarmaður,
Sigtr. Helgason.
Ófriðurinn.
Svohljóðandi símskeyti fékk »Qjh.'‘
rétt þegar það var að fara í press-
una:
Tyrkir neita að láta Adrian-
opel af hendi. Litlar likur til
að friðarsamningar takist.
Eftirmæli.
Rósa Jónsdóttir Thorarensen var fædd
í Garðshorni á Þelamörk 22. okt. 1839.
Foreldrar hennar voru Jón bóndi Bergs-
son frá Rauðalæk og kona hans Þórunn
Jónsdóttir bónda á Ási Þorsteinssonar.
JÓn Bergsson (f. 1800) var framúrskar-
andi ráðdeildarmaður, og græddist honum
té svo vel, að hann eignaðist 20 jarðir.
Hann varð fjörgamall og dó að íokum hjá
Rósu dóttur sinni 1892.
Hjá foreldrum sínum í Garðshorni ólst
hún upp tii fermingaraldurs.
Vorið 1854 fluttist hún með foreldrum
sínum að Lönguhlíð 1' Hörgárdal; hafði
faðir hennar þá keypt þá jörð að erfing-
jum Guðmundar Þorsteinssonar, er þar
hafði búið um langa hríð. Veturinn 1861
misti Rósa móður sína úr taugaveiki, er
á þeim missirum gekk hér um sveitir og
deyddi margt manna. Ettir lát móður sinn-
ar fékk Rósa mest-alla Lönguhlíð í arf,
ásamt nokkru lausafé, helt faðir hennar
þar þó áfram búskapi að sinni, en Rósa
fór til Akureyrar, og dvaldi þar 1 — 2 vet-
ur sér til menningar. Brátt hvarf hún þó
heim að Lönguhlíð aftur, og fór að búa á
hálfri jörðinni móti föður sínum; þótti það
sköruglega gert af henni »einni sínsliðs;«
bjó hún með ráðdeild og dugnaði nokkra
vetur. Á þeim árum tók hún stúlkubarn
af bláfátækum foreldrum, ól hana upp að
öllu leyti; uns hún gifti hana burt sem
sína eigin dóttur.
Árið 1868 giftist Rósa Stefáni timbur-
meistara Thorarinsen Olafssyní læknis á
Hofi, Stefánssonar amtmanns á Möðru-
völlum. Tóku þau hjón þá alla jörðina til
ábúðar, en Jón faðir hennar fór búferlum
að einni jörð sinni Auðnum í Oxnadal og
bjó þar mörg ár, eftir það, uns hann fór
áftur til dóttur sinnar, eins og áður er
sagt.
í Lönguhlíð bjó Rósa síðan með manni
sinum í 36 ár, með rausn og snyrtimensku,
uns hún misti hann 13. okt. 1904;* eftir
það bjó hún enn á nokktum hluta jarðar-
innar, um átta ár, með tveim börnun sín-
* í eftirmælum Stefáns heitins Thoraren-
sens, í »Norðurlandi« þ. á., er nokk-
uð skýrt frá æfi hans og manndóms-
verkum, svo og frá börnum þeirra hjóna.
um, sem þá voru ógift, hafði hún þá bú-
ið á erfðajörð sinni um hálfa öld, og á-
valt verið fyrirmyndarkona í hverri stöðu,
sem hún var.
Með manni sínum eignaðist hún 7 börn,
dóu 2 þeirra í æsku, en 5 eru enn á lífi;
eru þau öll sérlega háttprúð og mætasta
fólk. Auk barna sinna ólu þau hjón upp
2 fóstursyni.
Rósa andaðist í örmum barna sinna
15. nóv. s. 1. Banamein hennnr var illkyn-
jaður þrymill í hálsi. Hún hafði óskerta
rænu til síðustu stundar, og bar ógnir,
dauðans með hugprýði og trúarstyrk.
Hið fagra og dáðríka líf sitt hafði hún
um fram alt helgað skyldunni sem móðir,
eiginkona og húsfreyja. Mæla það allir á
einn veg, að eigi verði þar lengra gengið;
hún var að öllu hin mesta sómakona, prúð-
mannleg og alúðleg í umgengni, gjöful við
fátæka og gestrisin við alla, er til hennar
komu. Við fráfall hennar hefir Hörgárdal-
ur á bak að sjá einni hinni ágætustu
dætra sinna.
G. G.
Sölubúð
Gránufélagsins
verður lokuð frá 29. desemb. til 11. janúar næstk.
Pétur Péturssoij.
Sökum vörukönnunar verður sölubúð Kaup-
félags Eyfirðinga lokuð 1. iil 13. jan. næst-
komandi og Kjötbúðinni 1. til 6. janúar.
Félagsstjórnin.
Konungleg hirðverksmiðja.
Bræðurnir Cloeífa
mæla með sfnum viðurkendu SÚKKULADETEGUNDUM, sem eingöngu eru
búnar til úr
finasta kakao, sykri og Vanille.
Ennfremur kakaópúlver af beztu teg. Ágætis vitnisburðir fráefnarannsóknarstofum.
Reykið alt af undantekningarlaust
reykfóbak <* virjdla
C. W. Obel
í Aalborg
Vindlarnir eru búnir til eingöngu úr hreinu og ósviknu tobak
og verðið svarar að öllu leyti til gæðanna.
Vörur frá Obel eru hollar og góðar.
Kaupmenn og kaupfélög
m-u-n-i-ð e-f-t-i-r að
umboðsverzlunin
AÍS JMorsk- Islandsk^HandelskompaijF
utvegar með lægsta verði og beztum borgunarskilmálum, allskonar vörur -
sl"; r neínaStMSérStaklega; Sa,t> SÍId»«-t«"nur. Tlmbur, Velbarterl
sesti og Kaðla. Kornvorur, Marscarlne, Þurmiólk og margt tieira.
Telegr. Adr: ,Kompaniet‘ Stavanger.
ISTEDf
, dansfca smjöriiki erbest.
Biöjii iMn \e$urvl\mar
,Sólcy" .ingólftir" „Hehia~cða /sflfokf
SmjóHikið fœ^t einungi^ fra'j
Ofto tAönsted tyr. * s
Kaupmannahöfn oa/lrosum
^ i Danmörhu.
1