Gjallarhorn - 10.07.1913, Blaðsíða 1

Gjallarhorn - 10.07.1913, Blaðsíða 1
GJALLARHORN VIII. ífceykja-vík:;, fimtixdag-inn ÍO. júlí 1913 Gjallarlioriii er forvitni á að vita hvernig sé að hafa heimilisfang í höfuðborg ís- lands, og ráðgerir því að reyna það um tíma. Verði því vel tekið, vill það helzt sýna sig á hverjum degi, en nái það litlum kunnleik- um við menn, mun það hvíla sig aftur fljótlega. Það er ekki — frekar en áður — gefið út af nein- um flokkssjóði og verður því ein- göngu að treysla á mátt sinn og megin, eins og jafnan, frá því er það hófst í fyrstu, en því fylgir sá kostur að það er ekki þræll nokk- urs flokks, heldur óbundið öllum og getur því þjónað samfæringu sinni eins og því þykir bezt henta. Verður nú ekki þessi formáli hafð- ur lengri, en »Hornið« mun sýna að hverju gagni það verður, verði því lífs auðið, en tilvera þess hér veltur á, eins og áður er sagt, hverjar viðtökur það fær. „Pingið". Þó að margt misjafnt haíi farið fram á alþingi á hinum síðari ár- um, skipar það enn þann sess í hugskoti flestra íslendinga að þeir viti hvert stefnt er, þegár talað er um »þingið«. Það er hvorki stúku- þing, nautgripaþing né þorskveiða- þing sem menn ætla að tala um, þegar þeir minnast á »þingið«. Nei, ónei, það er að eins alþingi. Og svo á það að vera og ætti að verða. Alþingi á að vera þjóðinni heilög stofnun. Hún þarf að geta borið fult traust til þess og sanna virðingu fyrir því. Löggjafarþing hverrar þjóðar þarf að vera gim- steinn hennar ef vel skal vera. En til þess að það geti orðið, eða verið, þarf vel að vanda val fulltrúanna. Þar má ekki neina sótrafta á sjó draga. Nú eru ekki kosningar á næstu grösum, svo óhætt er að segja þetta, svona alment. En þá er og hitt ekki síður áríðandi að fulltrúarnir »spill- ist« ekki þegar á þing er komið. Það er ekki fallegt, en samt er það satt, að almæli var það um þingmann fyrir nokkru að hann væri raunar bezti og vandaðasti maður »þó þeir hefðu spilt hon- um á þinginuw. Sá bugsunarhátt- ur er fæðir af sér slíka setningu ætti ekki að vera til hjá nokkrum Islendingi. Framkoma þingsins ætti að vera svo i einu og öllu að engum ætti að geta dottið svip- Iíkt í hug. Því er ekki unt að neita að hin síðustu þing er háð hafa verið, hafa veikt traust þjóðarinnar á þinginu. Mikill hluti af tíma þingsins 1911 fór til þess að rífast um völdin og störf þess urðu þá raunar á flestan veg öll í molum. Þingið 1912 kom víst saman með það mark fyrir augum aðallega, að reyna að lagfæra fjárhag lands- sjóðs. Menn þekkja hvernig það fór. Þegar alt var á syngjandi hausnum varð þingmönnum það fyrst fyrir að hækka kaup sitt gíf- urlega, að þjóðinni alveg forn- spurðri og er líklegt að einhverj- um þeirra komi slíkt endemisat- hæfi í koll við næstu kosningar. Var þetta tiltæki þeirra því meiri ósvifni og háðung sem það er kunnara en frá þurfi að segja að enginn hörgull hefir verið á fram- bjóðendum við þingkosningar, og menn hafa jafnan rifist um þing- sætin af hinu mesta ofurkappi, þó launin væru ekki hærri en þau voru fram að síðasta þingi. Engu skal hér spáð um, hvort þetta þing, sem nú er byrjað á störfum sínum, verði til þess að auka eða minka álit þjóðarinnar á alþingi, en fátt er þó enn sem bendir til að störf þess verði mikil eða merkileg. Aftur hefir víst ósamlyndi þingmanna sjaldan verið. öllu meira en nú og flokkaskipun er óll á ílækingi. Sterkasti ílokk- urinn klofnaði þegar i þingbyrjun, ekki af því að nokkuð bæri á milli um stefnuskrána svo kunnugt sé, heldur vegna þess að aðalodd- vitum flokksins kom illa saman, og verður því ekki neitað að þetta ber augljósan vott um pólitiskan þroska þingmanna. Er nú svo komið að enginn flokkur hefir meiri hluta í þinginu, heldur er hvor upp á annan kominn, og er það ef til vill bezt eftir atvikum. Þá daga sem af er, hafa menn og ýmist verið að segja sig í flokka eða úr þeim aftur og gengið í enn aðra, og það þykjast kunn- ugir vita að full eindrægni og gott samkomulag sé ekki í neinum flokki á þinginu sem stendur, nema ef til vill flokkum þeirra Sigurðar Eggerz og dr. Valtýs Guðmundssonar. 0 tJlrni S. dSöóvarsson SS S §> Þincjtiolfssfrœti 1. Afgreiösla »Gjh.« er í Aust- urstræti 3.; Þangað má skila auglýsingum. Fatnaður ytri sem innri. Karlmanna og drengja Höfuðföt, langmest úrval hjá Th.Th. & Co. Austurstræti 14 (horninu.) ¦ I Þingflokkarnir. . Flokkum þingmenn fjölga nú í íleigum »spekúlera«. Hver spyr annan: »Hvar ert þú? Hvar á eg að vera?« Ringulreið á öllu er ekki gott að vita hvert sé helzt að halla sér og helzt sé von um »bita«. Kuros. Guðlaugur Guðmundsson bæjar- fógeti á Akureyri hefir verið mjög heilsulaus síðasta ár en gegnt embætti sínu með stakri einbeittni gegn veikindunum. Nú liggur hann alveg rúmfastur, þungt hald- inn, og hefir því fengið Júlíus Havsteen kand. jur. settan til þess að gegna embættinu næstu mánuði á sína ábyrgð. Hafís hefir verið í vor og sum- ar ekki langt undan Hornströnd- um, og kemur oft fyrir að svo er, ár eftir ár. Hákarlaskip frá Eyja- firði segja þó hafísinn vera tals- vert meiri nú en undanfarin ár. Bærinn á Garði í Fnjóskadal brann í síðustu viku. Eldurinn stafaði frá eldavélarpípu, halda menn. Litlu varð bjargað og alt óvátrygt. Blaðið »Reykjavík« hefir skift um ritstjóra. Björn Pálsson yfir- dómslögmaður hætti 1. þ. m. eftir eins árs starf en Kr. Linnet yfir- dómslögmaður tók við. Þjónustumeiui |>íhi>mhim. Það kvað ætíð vera mesti hrafna- gangur um vinnu hjá alþingi, en sjaldan þó slíkur sem nú var. Eru það forsetar efri og neðri deildar sem úthluta þeim bitum, og sækj- ast margir [eftir vináttu þeirra með- an á »útdeilingunni« stendur. Und- anfarin ár var hrúgað inn í þing- ið slíkum sæg vinnumanna að þeir urðu álíka margir og »þingherr- arnir« sjálfir og er vivðingarvert að núverandi forsetar hafa sýnt einhverja viðleitni í að varna því að svo færi enn. Fyrir skrifstofu- stjóra tók þeir Halldór Daníelsson yfirdómara, og er það eitt kjafts- höggið á yfirréttinn, að dómarar í honum skuli vera svo illa launað- ir, að þeir þurfi að vera að fá sér slík »bein«. Til skrifstofuskrifara tóku forsetar Einar Þorkelsson og Guðm. skáld Magnússon og Pétur stud. jur. — son Magnúsar neðri deildar forseta, og er það kenni- mannleg óhlutdrægni, að nota for- setavaldið fyrir sjálfan sig sem bezt. Deildarskrifarar eru: Árni Pálsson sagnfr., Sig. Guðmundsson magister, Pétur Zophoníasson ætt- fr., Jóh. Sigfússon kennari, Skúli S. Thoroddsen stud. jur., Vilm. Jónsson stud. med., Pétur Lárus- son skrifari, Halldór Þorsteinsson stud. med., Andrés Björnsson stud. jur. og Páll E. Ólason stud. jur. Dyravörður er Bjarni prestur Hjaltested. Trúlofuð eru Einar Indriðason bankaritari og ungfrú Katrín Norð- mann. VEFNAÐARVÖRUR Saumavélar. Prjónavélar. Fiður. Er hvergi betra að kaupa I enn hjá Th. Th. Ingólfshvoli.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.