Huginn - 10.10.1907, Síða 1
I. árg
8. tl>l
Reykjavík ÍO. okt. 1907.
yiitarisgangan.
Niðurlag.
Nú var gengið til svefns á prestssetrinu, og
öllum altarisgöngu undirbúningi var lokið.
Prestinum var þungt í skapi þegar hann gekk
til hvílu. Hann hafði ekki haft tíma til bænahalds
þenna dag, — og ekki einu sinni seinni partinn. —
En fyrir því þurfti hann ekki að vera verri en
Sankti Páll: »Það góða, sem eg vil, það geri eg
ekki; en það vonda, sem eg vil ekfei, það geri eg«.
Já, svona gengur það, — hugsaði prestur
jafnvel fyrir guðsmönnunum. Svo lagði hann aftur
augun og sofnaði rótt.
— — Sunnudagurinn kom, hlíður og fagur.
Loftið var heiðríkt og kyrt, og sólargeislarnir
vermdu og tystu alt og alla. Alstaðar drotnaði há-
tign og friður í náttúrunnar volduga ríki. — Par
var líka sunnudagur, og musteri hennar var óvenju-
lega hátíðlega skreytt. Yeggirnir voru tjaldaðir
glansandi léttri ljósblæju, og lagðir með óteljandi
silfurþráðum, og prýddir með skínandi marglitum
málverkum. Gólíið var hulið með grænleitum
dúk, og í hann voru ofin yndisleg blóm, af öllum
tegundum. Hingað og þangað gljáði á hina stór-
fenglegu spegla, sem endursýndu skraut hliðanna
og hvelfingarinnar, — ómælilega háu, bláu hvelf-
ingarinnar — með afarstóra ljósahjálminum. Altari
og stólar voru þaktír drifhvítu klæði, með allavega
litu og löguðu kögri og margskonar rósum og legg-
ingum. Alvaldur sté í stólinn og prédikaði um
hvíld, frið og fögnuð fyrir alt og alla. — En frá
öllum hliðum musterisins ómaði söngurinn, svo
unaðslega samstiltur, svo ósegjanlega vekjandi og
hugfangandi, að hann hlaut að hrífa tilheyrandann.
Ljúfir og töfrandi hljómuðu tónarnir í eyrum hans,
og snertu instu og næmustu strengi í hans eigin
brjósti. Þar vöknuðu til lifs raddir, hugsjónir og
tilfinningar, sem áður voru óþektar að mestu, en
voru þó svo hugðnæmar, fagrar og ólíkar öllu
hversdagslegu. Hér urðu þær skýrar. Hér sá
augað svo langt. Hér heyrði eyrað svo vel. Hér
var tilfinningin svo næm, og skilningurinn svo
skarpur. — Hér, og hvergi betur, gat maður þekt
sjálfan sig og guð.
Én þeir voru fáir i N.þingum sem höfðu tíma
til að sitja í þessu musteri. — Þeir ætluðu, allir
sem gátu, til litlu, svartbikuðu timbur-kirkjunnar,
þar sem síra H. messaði. Þar var nú kveikt á
kertum og farið að hringja. Fólkið þusti að úr
öllum áttum, og fjálgleikinn breiddist eins og blæja
yfir andlit hinna trúuðu.. Ilún var þykkri og
þykkri, þyngri og þyngri, eftir því sem nær kirkj-
unni kom. Látbragð og göngulag fólksins var hægt
og sett og höfuðin niðurlút. Söngmennirnir byrj-
uðu að syngja, hægt og svæfandi. — En prestur-
inn hrökk upp á réttum tíma og tók til að lesa
og tóna, tóna og lesa, þangað til hann hitti það
amen, sem hann ætlaði að stoppast við. Þá sté
hann úr stólnum — og samstundis ómaði frá söng-
flokknum:
»Hér kem eg seki syndarinn« o. s. frv.
Allarisgangan byrjaði.
— Hjörtur hafði tekið sér sæti frammi í krók-
bekknum, eins og hann var vanur. Hann sat þar
einn, en annarsstaðar var kirkjan troðfull. Hann
grufði höfði ofan í hendur sínar og bað guð fyrir
sér, heitt og hjartanlega. Aldrei hafði hann verið
eins snortinn af innilegri trúarhreyfmgu, eins og
einmitt á þessari stundu. Hann táraðist, en var þó
svo innilega glaður og sæll. Hann vissi vel, að
hann var aumingi, erfiði og þunga hlaðinn, — en
nú vonaði hann að fá hvíld, sanna og örugga hvíld
í liknarfaðmi frelsarans. — Ó, hvað það yrði sætt
tyrir hann svo þreyttan, — svo ósegjanlega dauð-
þreyttann, — af sífeldu mótlæti og bágindum, alt
frá þeirri stundu að hann mundi til sín fyrst. —
Hvað honum fanst það sæluríkt, — óviðjafnanlega
fagnaðarríkt, — að eiga nú von á að komast í sátt
við guðl Almáttuga og algóða föðurinn, sem bráð-
um tæki hann heim til sín. Heim þangað, sem
engar þjáningar gátu pínt liann lengur. Hvað hún
var styrkjandi og hugsvalandi þessi von um full-
vissu á fyrirgefningu syndanna. — Þá yrði biðin
hér svo léttbær. Þá gæti hann rólegur mætt síð-
ustu og þyngstu þjáningunum, og fagnandi og glað-
ur tekið dauðanum, sem þeim vini, er létti af
honum hinni þungu byrði: lífinu, — og flytti hann
í föðurfáðminn. Hér átti hann engan föður og
ekkert heimili. En hvað gat það hér eftir gert
honum til? Hvað gat það gert honum, þótt hann
væri einskisvirtur hér, ætti ekkert hér, og vænti
einskis hér? — þegar hann þar, — hinu megin —
átti að fá hvíld í faðmi föðurins mikla, milda og'
elskulega, sem ekki mundi fyrirlíta hans sundur-
kramda og sundurmarða hjarta, heldur að eilífu
gera hann sælan, og —- jafnan hinum börnunum
sínum! —
— En alt í einu datt Hirti í hug, að þetta
væri engin bœn, og það væri þó hún, sem mest
riði á nú, svo sakramentið gæti orðið honum að
tilætluðum notum, og svo hann gæti nú fengið á-
JOHN D. ROCKF.FELLER.
reiðanlega fullvissu um fyrirgefning syndanna. »Guð
vertu mér svndugum líknsamur«, andvarpaði hann,
hvað eftir annað. En eftir að altarisgangan byrj-
aði bafði liann sifelt upp fyrir sér versið:
»Hér kem eg seki syndarinn,
af sálarþorsta neyddur,
og flý í líknarfaðminn þinn,
sem fyrir mig varst deyddur.
O Jesú, tak á móti mér
að máltið helgri þinni,
og hvild mér bú við hjarta þér,
að hjartasorg mín linni
og hjartans frið eg finni«.
Honum fanst hvert orð í þessu versi vera
eftir sinu höfði, töluð írá sínu brjósti, þau væru
sín orð, sín bæn.
Hjörtur baðst fyrir heitt og innilega, eins og
barnslega trúuðum aumingjum er svo eiginlegt. —
Iíænin er þeirra aðalúrræði og athvarf.
Og þeir biðja vanalega því betur, því nfinni
sem bænheyrslan sýnist vera. , Þeir lita svo á, sem
það sé vegna þess, að þeir liafi ekki gert bæn sína
nógu vel.
En bænir þeirra eru ekki gerðar á strætum
og gatnamótum, lieldur oftast í afkymum og ein-
veru, þar sem, — og um leið og þeir fela tár sín
og andvörp.
Og þegar þeir fara i kirkju, hafa þeir ekki
svo mikið sem klút, til þess að sýna að þeir séu
að gera bæn sína. — Ekki hafði Hjörtur peinn,—
og hefir það þó sjálfsagt verið hlægilegt, þar sem
hann ætlaði til altaris!
— Presturinn hafði ekki farið þannig að ráði
sínu. Fötin hans höfðu fengið sérstaklega vandað-
an undirbúning, og hann hélt stöðugt silkiklút
fyrir andliti sínu, þar sem hann í auðmýkt og
fjálgleik kraup við gráturnar með »Familíu sinni«.
Söfnuðurinn horfði Imfinn á prestinn sinn. Hon-
um fór þetta svo vel, og hann var svo nettur og
prúður. — Oblátan hlunkaðist ekki ofan í hann,
eins og spaðbiti ofan í glorhungraðan smala. Nei,
hún hvarf, án þess hann sæíst kingja. Og ekki
svelgdi hann vínið eins og dauðþyrstur drykkju-
svoli. — Hann aðeins drejrpti í það, og það hvarf
einnig á sama hátt og oblátan. — Já, hann kunni
sig nú ætíð dæmalaust vel.
— Hefði Hjörtur verið þarna við hlið hans!
Ó, þvílikur fádæma mannamunur!
En vesalings Hjörtur var fram í krókbekkn-
um. Hann hafði nú ákafan hjartslátt, af von og
eftirvæntingu. Hann vissi að nú mundi stundin
koma þá og þá, þegar hann skyldi ganga til guðs
borðs. Og hann reyndi nú að taka eftir hvérri
hreyfingu meðhjálparans, svo hann gæti komið
strax með seinni hópnum, eftir bendingu hans.
— En hvernig stóð á þessul? — Nú var
sungið: »Ó, Jesú líf mitt lof sé þér«.
Altarisgöngunni var lokið I
Og Hjörtur var þarna kyr í krókbekknum.
Hann skildi ekkert í þessu. — Hverju var þetta að
kenna? Var það honum að kenna?, prestinum að
kenna?, meðhjálparanum að kenna? — Eða var
þetta guðs vilji? — Vildi guð ekki leyfa honum
aðgang að sínu borði? Mátti hann ekki flýja i
líknarfaðminn, eins og hin börnin? Var hann altaf
og alstaðar ölnbogabarn?!
Honum ílugu í hug ótal spurningar, en fann
engin svör. Irúarhitinn og geðæsingin, vonin og
fögnuðurinn skiftu svo snögglega um við efann og
magnleysið, kviðann og sorgina, að hann var al-
gerlega truflaður og ráðalaus.
— Fólkið ruddist nú út úr kirkjunni hver
sem betur gat. Hjörtur staulaðist einnig á fætur,
og eigraði út með því, — Hann gat eiginlega ekki
lnigsað neitt lengur, en honum fanst sem sér heíði
verið kipt frá Ifiiði liimins, og niður í kvalastaðinn.
Margt af kirkjufólkinu stanzaði fyrir framan
kirkjuna, og' menn og konur heilsuðust þar vina-
lega og brosandi. Fjálgleika-blæjan var horfin af
hverju andliti, og allir voru glaðir og kátir. — Þess-
um hóp var heldur starsýnt á Hjört, þar sem hann
skjögraði frá kirkjunni.
Nú skitti sér samt enginn neitt af honum.
Nú var hann.— hágrátandi.
Björn Sigurðsson.
Smápistlar jrá yímeríku
eftir
A. J. Johnson
(organista í Winnipeg).
Inngrangsorð.
Þegar eg fór frá íslandi fyrir tveim árum, þá
man eg það, að eg lofaði kunningjum mínum og
vinum því, að skrifa þeim héðan um hvernig mér
hcfir komið þetta margumtalaða undraland (Ameríka)
fyrir sjónir. Eg veit, að eg liefi ekki efnt þetta lof-
orð, sem skyldi, og því ætla eg nú að skrifa þessa
pistla, sem einskonar bréf, ekki að eins til kunningja
minna, sem eg bafði lofað að skrifa, heldur til allra
þeirra íslendinga, sem lesa þetta blað, sem eg bið að
birta pistlana, og eitthvað langar til að frétta
um þetta land, og líf og lifnaðarháttu landa
sinna hér. Eg skal strax taka það fram, að eg ætla
ekki að tala um alla Ameríku, það er mér ömögu-
legt, og ekki heldur um líf allra íslendinga hér í
landi, því að svo eru þeir dreifðir hér, að það væri of-
verk fyrir nokkurn íslending að gera; en eg ætla