Huginn - 24.10.1907, Blaðsíða 1

Huginn - 24.10.1907, Blaðsíða 1
O. tl>l I. árji'. Reykjavílí 24. okt. 1907. Útsölumenn. Gcrið svo vel að endurseiida það sem þér liafið fengld ofsent af »Ilugin« 4. ojf 5. tölublaöi. ÆRINGI kemur út um áramótin. Þakksamlega er tekið á móti skrítlum og fyndnum tilsvörum. Misling’ar komu /ijrst hingað til lands 1644 að því erbæðiJón sýslumaður Espólín og Björn Jónsson á Skarðsá segja, og geta þeir þeirra á þessa leið: »Sumar þetta kom út mislingasótt, hún hafdi eigi komit hér fyrri oc var þung oc mannskæð, oc geck yfir allt land, dóu CVI i Skagafirði« (Árb. VI, 112). ^Þetta sumar kom sótt út á Eyrarbakka, þá óvenjuleg her í Iande, hvöria Dansker kalla Misling og geck yfir allt landid, og varð mjög mannskæð« (Annálar B. J. II, 268). 1694 var mislingasótt »um sumarit ok um haustit, ok önduðust ekki margir menn« (Árb. VIII, 46). Síðan gengu þeir eigi, svo eg hafi fundið fyrr en 1191 og segir svo í Árb. (XI, 65): »Þar kom út taksótt mikil á Stykkishólmsskipi, ok gekk síðan vestra, ok norðr ok suðr um land, önduðust 52 menn í Helgafellssveit«, og árið eftir (1792) gengu þeir enn: »Sóttin sú er útkom um sumarit, gekkþá yfir, ok dóu margir menn, ok mest í kringum Jökul, en börn af andarteppu« ... »Sóttin gekk vestr um Dali ok dóu 30 menn í sóknum Ólafs prófasts Ein- arssonar (í Skarðsþingum)« (Árb. XI, 67) og enn 1793 »gekk sóttin hið þriðja ár fyrir norðan« (Árb. XI, 68). Magnús Stephensen kallar veiki þessa »tak- sótl og mislinga til samans«, og fer um það svofeld- um orðum: »1791 og 1792 á vestan og sunanverðri mér (þ. e. 18. öldinni) eftir það hann llutlist á mig með Stykkishóhnsskipi 1791, og var þá af mörgum mislingasótt haldin, á hvörri börn mín höfðu fyrst hjá mér kent árið 1644 úr Eyrarbakkaskipi, og í henni fallið hrönnum. Nú misti eg fyrnefnd ár 1788, 1790—1793 hér um 587 börn mín af taksótt eða tak- og mislingasótt til samans« (Eftirmæli 18. aldar Lg. 1806, 34 hls. 16522, sbr. Eftirm. 18. aldar Lg. 1806, 493—494 8™ og Island i det attende Aarhundrede Kbh. 1808 bls. 34—35). Fjórum árum síðar 1797 komu mislingar með Vestmannaeyjaskipi, og er þeirra að eins getið svo í Árb. (XI, 85): »Þá gekk lands- farsótt mikil, ok dóu mjök mörg börn, ok nokkrir fullorðnir«. — En Minnisverð tíðindi (I, 437, II, 118 —119) slcýra svo frá henni: »Næstliðið tíðindaár (1797) heíir reynst mannskæðt, einkum unglingum og börnum, vegna óvenjulegrar landfarsóttar, sem gengið hefir þegar um alt Suðurland, nokkuð af Vesturlandi og gengur nú um Norðurland, hefir víða l>urtu rykt mörgum, en ílestum þeirra í barnæsku og þess vegna gert missirinn voru landi því viðkvæmari í bráð og lengd; að svo stöddu kann eg hvorki né vil segja tölu þeirra dauðu úr þessari sólt, um hverr- ar eðli og nafn sjálfum læknunum hjá oss ber hvergi nærri saman. Hún hefir geysað með hofuðverki og hálsbólgu, þyngslum og sótt í öllum líkamanum, og margoft heimsótt suma menn. Nokkur börn hafa í henni fárlega kvalist og margvíslega afmyndast. Rauðir smáflekkir hafa á mörgum kornið út um allan ki-opp- inn og húðin flagnað af eftirleiðis. í Vestur-Skafta- fellssýslu skal hún næstliðið sumar svo hafa pínt einn barnunga, að þessi misti báða kjálkana, en, sem furðanlegt virðist, lifði þó enn í haust. Hafði merkur maður Jón Vigfússon í Varmahlíð undir Eyjafjöllum þá fregn eftir ónefndum presti í Vestur- Skaftafellssýslu. Sótt þessi meinast innkomin með Vestmannaeyja skipi, þar hún byrjaði fyrst í Land- eyjum, strax eftir það skipið kom og ferð varð þang- að í land, hvaðan 4 menn íluttu hana austur í Vest- ur-Skaftafellssýslu. Á báðum stöðum og á Seltjarn- arnesi varð hún einkum skæð« ... »Seinustu tíðindi geta þeirrar skæðu landfarsóttar sem burt tók mjög mörg börn og unglinga Sunnan- og Vestanlands, tjá þau að hún gengið hafi um nokkurn part af Vestur- landi, en væri þá þau enduðu að ganga nyrðra; dóu mjög fáir af þessari sótt Vestanlands, en mikið skæð varð hún fyrir norðan og austan á börnum, alt að 10 ára gömlum, þó hvað hættulegust frá 1. til 3. árs; úr henni dóu í Vaðtasýslu 110 börn, i Þingeyj- arsýslu 96, þar af 60 á 1. og 2. ári, 26 á 2.(!), 3. og 4. ári og 10 á hinum árunum, alt til þess 10. árs. í Suður-Múlasýslu dóu 60 börn úr téðri sótt frá Aðventu 1797 til Aðventu 1798«. — Magnús Steph- ensen kallar sótt þcssa í Eftirmælum 18. aldar (Lg. 1806 hls. 493 8222, hls. 33 162222 og Island i det attende Aarhundrede bls. 34) »flekku- eða mislingasótt«, enda ber lýsingin það nokkurn veginn með sér, að það hafa verið mislingar. Nú liðu 50 ár, þar til veikin kom í fimta sinn 1S46, kom hún út í Hafnarfirði með skipi »3. apríl og fór það svo til fiskiveiða, en kom aftur 20. maí með sóltfengna háseta. Sýkin breiddist strax út, geklt yfir alt land og hlífði engum, svo það var í sögur fært, ef að einn eða tveir i heilli sókn ekki fengu hana« (Þjóðólfur XXXIV, 45). — Veikin stóð »sem hæsl nyrðra meðan á slættinum stóð, og gerði bæði þar og anríarsstaðar mikinn verkatálma, auk þcss hún varð mörgum manni að bana, þar sem almenn- ingur ekki hér gat komið við þeirri varkárni í öll- um aðbúnaði sem í þcirri sótt þarf við að hafa, ef hún á ekki að verða liættuleg, eins og raun har vitni um i þetta skifti« (Reykjavíkurpósturinn I, 3). — »í vor er var læddist með Dönum, er komu í Hafnarfjörð, inn í landið sótt sú, er dílasótt (misl- ingar) nefndist, liugðu menn hana í fvrstu kvcfsótt vera og gáfu lítinn gauin að; en hrátt tók hún að geisa um Álftanes, og síðan smámsaman um all land; á Vestfirði kom hún með skólapiltum í júnímán., og var svo skæð, að lnin lríifði engum manni, lagðist fólk svo gjörsamlega, að margir voru þeir bæir þar er hvorki varð gegnt lieyvinnu né öðrum atvinnu- greinum i tvær eða þrjár vikur, og sumstaðar kvað svo mikið að sóttveiki manna, að um tíma var hvorki búsmali hirtur, né sjúklingum aðlijúkrað. Manndauði varð inisjafn í sveitum, dóu 5—6 af 100 í sumum þeirra en mjög fáir í nokkrum. Sýki þessi hafði í för með sér margháttaðar meinsemdir: augn- veiki svo margir urðu því nær blindir um tíma, hlustarverk, liálsbólgu, ógurlegan höfuðverk, brjóst- þrengsli, blinda gylliniæð o. s. frv. Ofan á þetta bættist síðan óviðráðanleg niðurgangssýki, með upp- þembingi, höfuðverkjum og uppsölu, hefir hún orðið langtum fieiri að bana en dílasóttin sjálf, og gamal- menni, en þó einkum ungbörn hafa hrunið niður« (Gestur Vestfirðingur I, 6 — 7). Skýrsla Bessastaða- skóla 1845—1846 segir að því hafi verið »leynt að skipið hefði haft sjúka af þessháttar veiki meðferðis, livar fyrir sóttin var komin í Iand fyrr en nokkurn varði eða grunaði að það væri annað en kvefsótt, sem hér gengur ofl á voriu um sama tímabik (bls. 94). Dr. Jón Thorsteinsson landlæknir ritaði þá »stuttan leiðarvísir um hvörnig skuli fara með nrísl- inga-sótt« (Rv. 1846, 6 bls. 8222). (Frh.) Smápistlar jrá yimeriku eftir A. J. Johnson (organista í Winnipeg). II. Pistiix. [Atvinnuvegir ísl. i Norður-Dakota, vinnuaðferð þeirra jTir alt árlð. (Plæging, sáning, heyskapur, kornuppskera, þrisk- ing o. fl.). Vinnutími, kaupgjald og fæði. Hugleiðingar um jarðrækt á íslandi með ameríkskum verkfærum og aðferð. Verð á verkfærum, svo sem: plægingar- og heyskaparverk- færum, aktýgjum o. II. Hagnaður fyrir ókomna tímann]. Mest stunda ísl. í Norður-Dakota kornrækt. Eiga þeir margir stóra akra, mörg lönd sem þeir svo kalla (1 land er 160 ekrur, hver ekra er nál. 35 faðmar á hvern veg). Margir bændur þar eiga frá 1—5 og jafnvel 6 lönd. Þegar klaka fer að leysa úr jörð á vorin, venjul. í apríl, fara bændur að plægja það af ökrum sínum sem eftir varð frá haustinu, og búa þá undir sáningu. (Plægja má þegar 6 þnrí. eru þýðir ofan að klaka. Klald verður í jörð hér 5—6 fet). Af korntegundum sá þeir lang mest af hveiti og þar næst Barly (b.hyggi) og höfrum. Einnig dá- lítið af hör. Rúgur er mjög lítið ræktaður liér. Vanalegast vinna bændur að sáningu með sínum eig- in lieimamönnum, svo ekki er mikla vinnu við sán- inguna eða undirbúning hennar að hafa. En þeir sem hafa daglaunamenn við þessa vinnu borga frá 1 doll. til 1,25 á dag og fæði; en ef maðurinn er mánaðarmaður þá 30—35 doll. á mánuði og fæði. Korninu er öllu sáð með sáðvél sem á hérlendu máli nefnist Drillplougt (drillplá) og ganga fjórir hestar fyrir. Vél þessi sáir í raðir með jöfnu millibili og er eigi annar vandi við liana, en láta altaf vera nóg af korni í henni, svo sáir hún sjálf og ferst myndarlega. í eina ekru þarf hér um bil 1 skeffu af korni til út- sæðis. Á dag er hægt að sá í 20—30 ekrur, eftir stærð vélarinnar, og hvað hestarnir ganga liratt. Venjulegast er búið að sá öllu korni í kringum 20. maí, nema ef til vill flaxi, sem sáð er seinast, og er frá þeim tíma og fram að heyskapartímanum lítið að gera fyrir þá sem ekki gcta unnið nema algenga vinnu. Heyskapur byrjar nálægt miðjum júlí og stendur yfir 2—3 vikur, eftir því hvernig tíðin er. Bændur horga fyrir daglaunavinnu við heyskap 1,50 doll. á dag og fæði. Vinnutími 10—12 klst. fvrir utan þann tíma sem fer til að komast á og af eng- inu. Alt er unnið að heyskapnum með vélum, og góðum verkfærum. Slegið með sláttuvél og rakað með rakstrarvél. Með sláttuvél sem er 8 feta breið og 2 hestar ganga fyrir, er hægt að slá nál. 10 ekrur á dag í 9—10 st., og hægt er að raka með rakstra- vél helmingi stærri blett á dag. Heyið er ekki rakað fyr en það er orðið þurt, og þá er þvl drýlt upp með sjálfri rakstrarvélinni sem 2 hestar ganga venjulegast tyrir, en svo ef drýlurnar eiga að standa lengi, þá eru þær toppaðar með »fork« sem svo er kallaður og lítur út cins og gaffall með skófluskafti. Þegar heyið er hirt, er það flutt á vögnum sem 2 liestar ganga fyrir, og er ofarí á vagninum afarstór grind sem heyinu er fleygt upp í með »forknum« sem áður er gelið. Grindur þessar taka sem næst 10 hesta af heyi, bundið í bagga og geta 2 menn lekið í þessar grindur 10 sinnum á dag, ef eigi er langt að flytja. Tveir menn geta því með þessari aðferð flutt heim liey sem er í drýlum á enginu og hlaðið úr því (»stakkað« sem hér er kallað) sem svarar 100 hest- um á dag. íslendingar heirna á Fróni þyrftu scm allra fjrrst að viðhafa sömu heyskaparaðferð og hér er höfð, sem er að vinna alt með vélum og liestum, en nota sem minstan mannkraft við vinnuna, sem bæði er orðinn dýr og jafnvel ófáanlegur víða til

x

Huginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Huginn
https://timarit.is/publication/187

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.