Huginn - 24.10.1907, Blaðsíða 3

Huginn - 24.10.1907, Blaðsíða 3
HUGINN 35 gerðist hann leiðtogi borgarstjórnarinnar, og hafði Schmitz og alla hans fylgifiska í hendi sér. Allir sem kynni höfðu af Ruet, vissu vel að hann hafði ekkert annað augnamið í stjórnarstörfum, en draga undir sig og vini sína alt það, er hann fékk hönd á fest með hverju bragði, er hann kunni til þess að beita; og hann reyndist brátt samvizku- laus bragðarefur, er einskis sveifst þegar um peninga var að tefla, og þess var ekki langt að bíða að Schmitz og aðrir æðstu embættismenn borgarinnar fylgdu honum triilega í öllu, og í stað þess að vernda borgarbúa og framfylgja lögum og rétti, gerðist sú stjórn skálkaskjól og frömuður allskonar glæpa og ólifnaðar, og tók tftkmarkalaust fé af hverjum, sem bezt bauð fyrir óleyfdegan atvinnurekstur þar í borginni. (Meira). Um í sland. Ella Wheeler Wilcox ritar um ísland í »Ame- rican Journal Examiner« á þessa leið: Getið þér liugsað yður eyju með 72 þúsundum mannlegum og mentuðum verum þar sem að eins tveir lögregluþjónar eru finnanlegir eða nauðsynlegir, og að eins eitt sjúkrahús og engin munaðarleysingja- stofnun eða fátækrahæli, og að eins eitt tómt fanga- hús ? Og engir betlarar, engir bæja-allsleysingjar og engir heimilisleysingjar? Slíkt land er þó til, eftir því sem mér er sagl af konu einni. sem þar er fædd og uppalin og ár- lega ferðast til ættlandsins. Þetta land er ísland. Eg lærði í barnæsku að þekkja nafn þetta við landafræðinám mitt, og þá myndaðist sú skoðun hjá mér, að landið væri ísi þakið eyðisker. En í þess stað er mér það nú ljóst orðið, að ísland hefir lilýj- ara loftslag heldur en Austur-Bandaríkin að vetrin- um, af því að Golf-straumurinn vermir það, og þess utan er það eitt af undrum heimsins frá sjónarmiði siðgæðis, friðsemi og starfssemi. Það eru engir auðmenn á íslandi — en allir eru þar ættgöfugir og ærustoltir eins og sönnum að- alsmönnum sæmir. (Heimskringia). Fréttir. Akureyri 16. okt. kl. 4 síðd. Ótíð er hér, 6° frost í gær. Snjór yfir alt. í dag 4° hiti. Skaði varð fremur lítill af bylnum um fyrri helgi. Aflalaust í Eyjafirði. Mislingar komnir í 5 hús, þar á meðal gagnfræðaskólann. Nýtt leik- félag stofnað hér. Stjórn: Vilh. Knudsen, Guðl. sýslumaður og Sig. Hjörleifsson. Síminn bilaður milli Akureyrar og Seyðisfjarðar og féksl því ekki skeyti frá Seyðisfirði. Gullgröfturinn. Nú er komið rúm 110 fet niður. Þegar borað hafði verið full 110 fet, þá varð fyrir sink í tveim lögum. Var efra lagið fjórir þúmlungar á þykt og hálfum betur en neðra lagið 6 þumlungar. En á milli þessara laga var hart lag úr tinnu eða biksteini eða því um líku. Frá Winnipeg. Fyrir torgöngu íslenzku organistanna hér í bæn- um, S. K. Hall, A. J. Johnsons og Jónasar Pálsson- ar, hefir nú í vikunni sem leið verið stofnaður ís- lenzkur hiðraflokkur hér í borginm mcð nær 30 meðlimuin. Félagið hefir nú þegar keypt hljóðfæri og tekur strax til starfa.. Hr. S. K. Hall er ráðinn kennari þess, ?.n í framkvæmdarstjórn kosnirt A. J. Johnson, forsetí, Björn Björnsson, skrifari og Páll S. Pálsson, gjaldkeri. Auk þessara var hr. Halldór Mathúsalemsson kosinn umsjónarmaður hljóðfæranna og annara eigna félagsins. Stofnendur félagsins eru flestir ungir, uppvaxandi menn, nálægt tvítugsaldri. Nokkrir af þeim, sem áður hafa verið í lúðraflokk- um hér, hafa gerst styrktarmenn og stofnendur þessa nýja félags. — Hér í borginni hefir ekki verið ís- lenzkur lúðraflokkur síðan Hjörtur Lárusson fluttist héðan burtu. En að hafa liér íslenzkan lúðraflokk er ekki einungis myndarlegt og vel viðeigandí, held- ur nauðsynlegt. Skemtiferðir meðal íslendinga hér eru alt af að fara í vöxt með hverju árinu, og aðrar stærri samkomur og mannfundir og á þeim getur engin skemtun átt betur við en lúðramúsik. — Heims- kringla óskar því þessu nýja félagi langlífis og alls góðs gengis, og að það verði þjóðflokki vorum hér til ánægju Og soma. (Heimskringla). Akureyri 23. okt. 1907 kl. 12,3» síöd. Ágæt tíð síðustu 3 daga. — Allalaust. Síma- bilanir stöðugt á Seyðisfjarðaxdeið. Mislingar nokk- uð útbreiddir. Allir gagnfræðaskólapiltar liggja í þeim. Jónas Hallgrímsson. . Þess var fyr getið að líkneski Jónasar Hall- grímssonar væri komið. Er það rúml, 3'/Éal. á hæð og er gert úr málmblendi. — Jónasar-nefndin hafði ákveðið því stað við safnhúsið nýja, en húsgerðinni er svo skarnt kpmið að eigi þykir hættulaust að lík- neskið. standi þar. Fyrir því verður nefndin að hafa líkneskið enn í sinni vai'ðveislu, þar til það verður sett á sinn stað, þar sem Jóni Sigurðssyni er fyrirhugaður staður andspænis. — En nefndin vildi þó að alménningur ætti kost að sjá myndina eigi að síður og setur hana því á blett Guðm. Bjöi’nssonar. Þar stendur hún vel og er golt sjónar þangað af Lækjai'götu og Amtmannsstíg. Líkneskið verður afhjúpað 16. nóvember. Eldur kom upp í Kái’astöðum, húsi Jónasar H. Jónssonai', á sunnudagskveldið var. Veður var kyrt og logn á og tunglskin, svo að rnenn áttu hægt vei'k að siökkva. — Eldui'inn hafði kviknað í gluggatjaldi og læst sig því næst í vegginn. Nýársnóttin er nú fullprentuð. Leikfelag Reykjavíkur er tekið til starfa og hefir æfingar hvern þann dag, sem hlutaveltur (tom- bólur) leyfa því aðgang að leikhúsinu. Einar Jónsson hefir nú lokið við Ingólf lands- námsmann og mun Huginn síðar lýsa verkinu nokkru nánar. En hvað er um Ingólfshúsið og happdrættis- miðana? Ei'u menn búnir að kaupa þá alla? Draum- kona sagði mér um daginn að happdi'ýgstir mundu þeir miðar vei’ða, sem hefðu þvei'tölu, er fulldeilt yrði með 3 eða 2 eða 3 og 2, Draumkona mín er sannsögul og ættu menn því að spyrja um þessa miða og kaupa þá. Það eru engiti óþverraboð, þegar mönnum er boðið heilt hús fyrir að gefa tvœr krónur til slíks þarfaverks og bæjarpi'ýði, sem Ingólfur verður. Bækur Benedikts Gröndals voru seldar fyrir skömmu. Fóru þar margar góðar bækur fyrir lítið verð og margar illar eða ónýtar fyrir afarverð. Einná liæst fóru bækur Símonar Dalaskálds. — Sá maður gæti látið eftir sig snotran ai'f, sem gæti breytt sér í gamla skruddu eða fágætt frímerki í stað þess að deyja. »Phönix« heitir slökkvitól eitt, sem Egill kaup- maður Jakobsen hefir til sölu. Áhald þetta er kosta- gripur sem sjá mátti þegar það var reynt. Eldar miklir voru gerðir með steiuolíu og þurum viði. En er eldurinn hafði náð góðu taki svo að lék »hár liiti við himin sjálfan«, þá tólc Egill stálkönnu sina og slökti eldiiin. Slökkvitól þetta á hól skilið og mun það ásann- ast, að auglýsingin segir alveg satt. Það er ómissandi á sveitabæjum og stói'gagn- legt einnig þar sem slökkvilið er. Því að oft hefir eldur tíma til að læsa sig í þura innviði, rneðan beðið er slökkviliðs. En ef Phönix er við höndina mundi oft mega kæfa liann í fæðingunni. Má vel vera að vátrygging verði lægri hjá þeim sem liafa áhaldíð. Huginn hugði vel að því og þótti gott. sagði Guðrún, hún mætti vinkonu sinni á götunni. »Eg má ekki vera að því elsku, bezta«, svaraði Sigríður, »því eg er að flýta mér til Lárusar að kaupa mér stigvél, hann kvað hafa fengið svo ynd- islega falleg kvenstígvél með Hólum«. »Er það satt?« sagði Guðrún, þá fylgist eg með þér, því eg þarf líka að fá mér stígvék. Og þær urðu samferða lil Lárusar G. Lúðvígs- sonar Ingólfsstræti 3 og keyptu sér yndislega l'alleg stígvél fyrir lítið verð. Gleymið ekki að líta á Iiiim ágæta karlmannaalfnlnad og nœrfatnað, hina sterku og skjólgódu VETK AK.IAlili A, eríidisbiixur og jakka í Austurstræti 1 sem er vissulega ódýi'asta fatnaðarverzlun í Reykjavík. Vou er á stóru úrvali af Regiikápuin með næslu skipum. Asíí-. €r. Griumlaugsson & Co. Vetrarsjöl með ýmsum gerðum fást ódýrust eftir gæð- um í verzlun Björns Kristjánssonar. hjá Lampag’lös Nic. Bjarnasent -- aiirlelat anis, Dagana til helgarinnar er á boðstólum kjöt úr Grímsnesi Biskupstungum og F*ingvallasveit. Fyrir Sláturfélag Suðurlands. Hannes Thorarensen. Ilj ólhestar hrúkaðir, mjög ódýrir. Upplýsingar á Laufásvegi 37. I verzlun (ximnars Einarssoiiar fæst: K.I O T af uxuhi, kvigum, nautum og sauðum. Nýreyktur I j -V X. Allskonar matvörur og álnavörur m. m. Mapgarine fæst ágætt hjá ctíííq. c3/‘ arnaseno. O * I Eggert Claessen I yfirréttarmálaflutningsmaður X,a‘ltjiu-iíO( n 1 'J. j 5. I Vcnjulega heima Itl. 10—11 og | J í—5. Talsimi 16. Sveinn Björnsson yfirréttarmálaflutningsmaður Kirl5j«wtrœti ÍO. Heima kl. lOji—1 /’ s og /—5. Talsími 53. Bjarni Þ. Johnson yfirréttarmálaflutningsmaður ■Heima kl. 12—1 1’ ú s t h ú s s t r iii 1 i 1 4 (vestustu norðui'dyr). c e. f- o\| N 5 ^ tfr V-e-r-sE-l-u-n lattMasar Mattöiassonar ♦ eina búðin milli bankanna + anglýsir sig !»ezt með vörug'æðum og verð- gæðum. L o)“ Q Lítil sölubúð lielst í niiðbæmnn, ósk- ast til leigu. — Tilhoð seiulist á afgreiðslu Hug- ius fyrir 1. nóv.

x

Huginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Huginn
https://timarit.is/publication/187

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.