Huginn - 24.10.1907, Blaðsíða 2

Huginn - 24.10.1907, Blaðsíða 2
34 H U G I N N HUGINN kemur út annanhvern fimludag (og oftar), en þá fimtudaga, sem hann kemur ekki út, verða gefnar út »Nýjungar« með nýjustu fréttum, er síðar verða teknar upp í Huginn. I. ár Hugins (til nýárs 1908) kostar kr. 1,75, og fylgja honum gefins til skilvísra kaupanda tímaritin: „StlAR6JÖF“ (III. ár) með myndum (bókhlöðuverð kr. 0,75) og „ÆRINtíI“ (I. ár) gamanrit með myndum (bokhlöðu- verð kr. 1.00). Þeir sem borga þennan I. árg. fyrir 15. okt. næstk., fá ritin send ókeypis; þeir sem síðar borga, verða að láta fylgja póstburðargjald þeirra. Þeir sem ekki hafa borgað árganginn fyrir næstk. nýár, fá ekki kaupbætinn. Utgrefendnr: TSjarni Jónsson frá Vogi, Miðstræti 8. og Einar Gnnnarsson Templarasundi 3. Talsími 160. Afgreiðslu annastTheodór Árnason,Templarasundi3. Talsími 160. Afgreiðslan er opin kl. 1—2 og 3- <-6- sveita á íslandi. Auðvitað mun það verða sagt sem satt er, að eigi sé hægt að koma þessum verkfærum við heima vegna þýfisins. En því má ekki slétta jörðina á íslandi? líg álít að það sé ekki nema gaman að slétta íslenzku þúfurnar, á móts við það að gera hina stórvöxnu skóga hér að rennsléttum hveitiökrum. En til þess þurfa íslenzkir bændur al- ment að eiga sléttunarverkfæri, og þau með nýustu og beztu gerð, og gera sér að reglu, eins og bændur liafa gert hér, að taka vissan blett fyrir á hverju ein- asta ári til að slétla, þangað til alt er búið að slétta sem slétta þarf. Þessa reglu hafa Vestur-íslenzkir bændur haft og hafa enn, þegar þeir eru að breyta stórvöxnum skógum í kornakra. Eg álít að 3—5 bændur gætu vel átt í félagi sléttunarverkfæri. Ef verkfærin væru æfinlega í brúki hjá einhverjum eigandanna allan þann tíma af árinu sem liægt er að brúka þau, þá mundi ekki verða svo lítill liletlur sléttaður hjá hverjum einum. Slétt- unarverkfærin sem brúka ætti heima eru aðallega 3, og ættu bændur hæglega að geta skiftst á um þau, einn notað þetta þegar annar er með hitt o. s. frv. Efnabetri bændur geta auðvitað átt öll verkfærin einir. Verkfærin eru: 1. Plógur, gönguplógur sem 2 hestar eða uxar ganga fyrir. 2. Diskherfi svo kall- að, sem 4 hestar eða uxar gengju fyrir. Herfi þetta er með mörgum kringlóttum stykkjum sem eru lík- ust diski. A ytri brúninni á diskunum er beitt egg. Þegar diskherfi þetta er dregið, snúast allir diskarnir, og mylja þeir jarðveginn mjög smátt og vel, og kasta moldinni svo út frá sér á háðar hliðar. 3. Gadda- herfi se'm 2 hestar eða uxar gengju fyrir, til að slétta jarðveginn vel að síðustu. Merkir bændur hér, sem eg hefi átt tal við um þetta og hafa húið áður fyr heima á Fróni, og svo hér í mörg ár, segjá að heppilegasta aðferðin við sléttun heima mundi vera þessi : 1. Fara yfir þýfið að haustinu til með hand- þlógnum (walkingplough) tvisvar sinnum langsum og þversum, skera með honum ofan af þúfunum alt sein liægt er, jafna. svo stykkin dálítið með »fork«. Við þessa vinnu þyrfti 2 rnenn, annan til að stjórna gripunum sem væru fyrir plógnum, hinn til að stjórna plógnum sjálfum. Tveir menn vanir þessu verki ættu að geta plægt það mesta ofan af þýfinu (eða all það sem þyrfti að plægja ofan af því með þess- um plóg) á alt að einni ekru, eða rútnl. dagsláttu á dag. 2. Fara yfir þenna sama blett að haustinu til með diskherfinu, sem mylur og sléttir eftir plóginn, láta svo bletlinn standa svona yfir veturinn, fara svo að vorinu til einu sinni yfir líann með diskherfinu mótsett við það sem gert var að haustinu, og þar á eftir með gaddaherfi, sem jafnar og sléttir að síðustu, og sá svo grasfræi í blettinn, sem fengið væri frá sem líkustum stað livað loftslag og staðhætti snerti, t. d. frá Noregi. Með þessari aðferð mundi fást var- anleg slétta sem ekki kæmi upp í svo kallað nabba- þýfi eins og oft vill koma upp úr sléttum á íslandi með gömlu aðferðinni. Á þessa sléttu væri svo hægt að nota vélar alla líð. Verkfæri þessi kosta hér: Plógurinn 16—20 doll. (16 þuml. hr.) eða nál. kr. 59,52—74,40 (1 doll.=^3 kr. 72 a.), diskherfi35 doll. 130 kr. 30 a., gaddaherfi 15 doll. —. 55 kr. 86 a. Öll sléttunarverkfærin nál. 250 kr. Með diskherfmu er hægt að fara yfir 3—5 ekrur á dag, gaddaherfinu 20—30 ekrur á dag. Bændur hér reyndir og greindir álíta að bezt sé að hafa uxa til að ganga fyrir verk- færum við sléttun. Bæði er það að þeir eru slerkari en ísl. hestar og miklu stiltari, t. d. í þýfi, og þar að auki liafa þeir miklu jafnara átak. Fyrir disk- lierfið mundi þurfa 4 uxa, tvo og tvo saman hvora fram af öðrum. ísl. hcstar, eins og þeir eru nú hafa tæpast nóga krafta til að vinna svo þunga vinnu sem þetta er, og svo er þeim hætt við að mis- taka á og vera óstiltir. Sjálfsagt væri hægt að ala upp sérstakt hestakyn fyrir þessa vinnu. Eg skal taka það fram, að verkfærin mundu ekki verða dýr- ari heima en hér, vegna þess, að flutningur á þeim mundi ekki verðá dýrari til Islands þaðan sem þau eru mest keypt hér sunnan úr Bandaríkjuin, sem er mest sjóleið til íslands en landleið hingað, og hún afar löng. Landar mínir á Fróni! Eg h'eld að þið ættuð sem allra fyrst að leggjn niður þá sléttunaraðferð sem þið hafið haft, nfl. þá að rista grasrótina ofan af. Það er hvergi gert þar sem plægt er í stærri stíl, því að bæði er mjög mikill áburður í grasrótinni, þegar hún er orðin fúin, sem eigi má missast frá jarðveginum, og þar að auki ér ekki eins vel losað um rótina þegar þakið er yfir með torfi aftur; en að losa vel um jarðveginn og frjóvgunar og næringar- efnin í honum, það er talið aðalskilyrði hér fyrir því, að vel spretti liverju sem sáð er. (Frh.). Hóladans. Glampar í fjarska á gullin þil, — gættu þín veika hjarta — Glasabuldur og lirúðarspil, — en bak við er nóttin svarta! Álfarnir dansa þar einn og tveir í röð, og brúðurin brosir, svo björt og svo glöð. í höllinni er kæti, en hljóður er þó einn, brúðguminn sjálfur hinn burtrændi sveinn. »Aldrei festi eg yndi álfunum hjá, hólnum enginn unir, sem himininn sá. Frá lieiðinni brúður eg burtu hræddur flý, þótt brosi hún sem engill, hvað gagn er í því?« í dansinum er ldegið af hólbúaöld: »þú ert álfur, sem við hinir eftir þetta kvöld!« ()g glampi leikur um gullin þil, — gættu þín veika hjarta! — Bráðuin er endað brúðarspil — og bak við er nóttin svarta! Jónas Guðlaiigsson. Þeir fundu þefinn. Flestum hér mun nú fallin úr minni grein ein í »Reykjavík«, sem tíðrætt varð um í þinglokin. Þingmenn kölluðu hana atvikið, en dönsk blöð hafa nú náð í hana og kalla »hneykslið á íslandk. Þau telja það voðalegt að hún stóð í stjórnarblaðinu og liggur nærri að þau kenni Hannesi Hafsteini um. Þeim þykir ritstjóra blaðsins eigi nægilega refs- að með því að taka opinberu auglýsingarnar af blað- inu og telja á stjórnarflokkinn og ráðlrerrann að hafa setið að veislu með honum. Einkum þykir þeim einhver »professor OIsson« hafa sýnt ófeimni (Ublu- færdighed) er liann mælti fyrir minni ritstjórans. Enn segja þau að þingið hafi veitt honum styrk til íslenzkrar orðabókar, til þess að bæta honum skaðann. Tillagan um það var þó miklu eldri en greinin. Þau telja og grein þessa ritaða til þess að svívirða konung. En það mun þó alls eigi hafa verið ællun höf. Spá blöðin því, að Hannesi Hafstein verði það leitt verk og erfitt að réttlæta sig fyrir konungí í þessu máli. Mótstöðumönnum hans hér á landi mundi þó þykja ilt ef hann félli fyrir þvættingi er- lendra blaða um ómerkilegar greinar, senr hann á engan )>átt í. Væri það ilt vcrk ef nokkur íslend- ingur hefði komið slíkunr umræðum á stað um ís- land. Er vonandi að danskir blaðamenn hafi eigi notið neinnar hjálpar af löndum vorum í þessu. En hvernig sem því er varið, þá fundu þeir þefinn. Litaljósrayndir. Lengi hafa menn barist við að ná ljósmyndum með litum, en ekki hefir það tekist fyr en í vor sem leið. Bræður tveir í Lyon, Auguste og Louis Lumiére, hafa lengi barist við þetta með mikilli þrautseigju. I síðastliðnum júní hélt svo Auguste Lumiére fyrir- lestur í París og sagði frá nýjustu endurbótum þeirra bræðra í þessari list. Ljósmyndavélinni hafa þeir ekki breytt, en þeír hafa fundið ráð til að gera plötuna svo úr garði, að hún taki við öllum litum. Yfir liana er stráð ögnum, svo smáum að smá- sjá þarf til þess að sjá þær. Þær verða að vera alveg gagnskínandi og drekka í sig alla liti. — Bræð- ur þessir hafa fundið, að jarðeplamél er bezta efnið til þess. Mélagnirnar (sterkjukornin) mega ekki hafa meira þvermál en l2/iooo úr þúsundstiku (— 12/iooo úr millimeter). Þeim er svo skift í 3 jafnar hrúgur, og er ein þeirra lituð órangul, önnur græn og þriðja fjólu- hlá. Þegar. alt er orðið þurt, þá er því stráð yfir plötu, en áður er borið á liana einskonar lím. Bræðrunum tókst að strá 3000 slíkum ögnum á eina ferþúsundsliku (kvadratmillimeter) svo að hvergi lá ein ofan á annari. Þó var þetta hvergi nærri gott. Því að mélagnirnar eru hnattlagaðar og urðu því sraáholur á milli hinna lituðu agna, og þar komst hvítt ljós að. Þetta var árið 1904. Þeir bræður héldu því áfram tilraunum sínum. Þeir stráðu yfir plötuna hveitísmáu kolefnisdufti. Fylti það upp í auðu bilin en skemdi þó ekki litinn. Nú hafa þeir endurbælt verkfæri sín svo, að þeir geta sett 9000 litaðar mélagnir á fer-þúsundstiku.; En siðan láta þeir ganga kefli yíir plötuna og hafa á því mikinn þunga eða þrýsting og þjappast þá mélagnirnar saman og lítið sem ekkert hil verður á milli. Siðan er gerð liúð á plötuna úr brómsilfur- hlaupi og er hún jafnnæm á alla liti. Á þessa plötu má nú ná öllum litum, en eigi þýðir neitt að lýsa þessu nánar fyrir þeim, sem eru ekki Ijósmyndarar. Fyrir vísindin er þessi uppgötvun mjög nytsöm, því að náttúrufræðingar gela nú náð alveg hárréttum myndum af hlutunum. »Sólm var áður nákvæmur teiknari«, segir í ritgerð um þetta efni. »En upphaf alls ljóss og allra lita gat ekki jafnast við málarann og sýnl litina, fyr en nú. Nú festir sólin sjálf alt litskrúðið afklæðum náttúrunnar á glerflöt Ijósmyndarans«. (Eftir »Vínlandi((). Unr fált hefir hérlendum blöðum orðið tíðrædd- ara en óstjórn þá, er ríkt hefir í borginni San Fran- cisco undanfarin ár, og málaferli þau, er af því risu árið sem leið, er nokkrir helztu menn borgarinnar hófu málssókn gegn borgarstjóranum og ráðunautum hans og drógu þá fyrir lög og dóm. Til ársins 1901 voru stjórnmálaflokkar í San Francisco hinir sömu sem í öðrum borgum hér í landi. Demókratar og republíkanar voru fjöhnenn- astir, og höfðu jafnan æðstu völdin, en þar var eins og víðar allmikill rígur orðinn milli verkamanna og auðmanna, og þóttust verkamenn jafnan verða að láta sinn hlut og sjaldan njóta réttar síns fyrir ofríki auðvaldsins. Verkamannafélög voru mörg þar í borginni og öflug mjög, svo að þau gátu boðið vinnu- veitendum byrginn, en liöfðu til þessa lítil áhrif haft á pólitík borgarinnar. En árið 1901 tóku öll verka- mannafélög í borginni höndum saman og mynduðu nýjan sljórnarflokk, og síðan hefir sá bandalagsflokk- ur verkamanna haft mest pólitísk völd í San Fran- cisco. Árið 1903 kusu verkamenn borgarstjóra í San Francisco úr sínum flokki. Maður sá, er þeir kusu í það embætti, heitir Eugene E. Schmitz. Hann var áður óbreyttur iðnaðannaður, cn hafði þá um hríð, áður en hann hlaut kosningú, verið fiðluleikari í Dolumbíu leikhúsinu þar í borgiúni. Um það leyti er hann komst til valda, kom annar maður til sög- unnar, sem brátt tók sér alræðisvald í borgarstjórn- inni og réð þar allri pólitík að kalla, þó hann reynd- ar hefði ekkert embætti. Sá maður heitir Abraham Ruef, Gyðingur að ætt og hafði verið málaflutnings- maður, en þótti atkvæðalílill í þeirri stöðu. En nú

x

Huginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Huginn
https://timarit.is/publication/187

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.