Höfuðstaðurinn

Tölublað

Höfuðstaðurinn - 13.10.1916, Blaðsíða 3

Höfuðstaðurinn - 13.10.1916, Blaðsíða 3
HÖFUÐST AÐURINN - m6\o tmu er eins og allir vita, einhver hinn bezti mótor sem til er, og hér á landi hefir hann reynst svo vel að þeir sem þekkja mótorinn taka hann fram yfir allar aðrar mótortegundir, er hingað hafa komið Eitt dæmi af mörgum, ofanrituðu til stuðnings, er eftirfarandi bréf frá einum allra dug- egasta sjósóknara við Faxaflóa, hr. Bjarna Ólafssyni, Akranesi. TUXHAM h/f Kaupmannahöfn. Pegar þér meðtakið þetta bréf hafið þér, gegnum umboðsmann yðar á fslandi, fengið pönt- un á enn einum mótor handa mér. í þetta sinn tvöfaldan mótor með 46—56 hestöfl. Ástæðan fyrir því að eg nú hefi ákveðið mig til að kaupa T U X H A M-mótor er sú, að mótorinn sem þér selduð mér í fyrra hefir reynst mér svo vel, sem eg frekast bjóst við. Frá því fyrsta að mótorinn var settur í gang hefir hann gengið sem bezta stundaklukka. Pér megið því trúa að T U X H A M-mótorinn hefir gott álit, hjá okkur, ekki einungis vegna þess að hann eyðir minni olíu en nokkur önnur mótortegund sem þekt er á íslandi, heldur einnig vegna þess hversu mótorinn er vel smíðaður og gott að gæta hans. (Þýðing). Bjarni Ólafsson, Akranesi, ísland. Þér, sem ætlið að fá yður mótor fyrir næsta sumar, veríð hyggnlr og pantið TUXHAM-mótor nú þegar. Þaö er alt af að verða erfiðara og erfiðara að ná í efni til mótorsmíði og verksmiðjur sem mikið eru eftir sóttar þurfa æ lengri tíma til afgreiðslu. Árlega kemur það fyrir að menn ákveði sig svo seint eða draga að panta vélar þangað til þeir verða að hætta við útgerðina það árlð eða taka hvaða vél sem býðst. Látið þetta eigi henda yður og pantið TUXHAM-mótor nú þegar. U M B OÐ S M E N N : CLEMENTS & CO., Sími 575. Box 285. Þingholtsstreeti 5. Reykjavík. Unmista hermannsins. Norsk saga. —o— Frh. Alt i einu staðnæmdist hann og hló hátt. — Að nokkrum skuli koma til húgar að gruna minn góða og trúa Ebbesen um slíkt, tautaði hann. Svo opnaði hann eldhúsdyrnar og bað eldabuskuna að skila til Ebbe- sens að koma upp eftir til hans samstundis. Skömmu síðar kom Ebbesen hægur og rólegur, eins og vandi hans var. — Vildi stórkaupmaðurinn tala við mig? spurði hanu. — Já, það var eitt, sem mig langaði til að spyrja yður um, þó það sé { raun og veru hlægileg spurning. Segið mér eitt, voruð þér staddur hér upp frá nóttina góðu? spurði Vilmer, og leit brosandi framan í Ebbesen. Ebbesen blóðroðnaði, en svar- aði þó: — Já, eg var hér. — Hvað er þetta, og báruð þér kanske böggul í fanginu líka? — Já, það gerði eg. Vilmer stóð agndofa og horföi á manninn, eins og hann efaðist um að hann væri með öllu viti. — Hvað var í þessum böggli Ebbesen? — Fyrirgefið þér, það gel eg ekki sagt, Stórkaupmaðurinn hentist á fætur. — Hvað er þetta, getið þér ekki sagt það? IÖ S 2 cö •pæ> (fi ro ed Dýrlingurlnn, 29 Iátið fanga sinn lausan sjálfviljugur, af því að hann væri orðinn þreyttur á henni, eða hvort kanzlarinn hefir þröngv- að honum til þess í kyrþey svo sem vandi hans var. En annað sá eg greinilega,* húsbóndinn ýtti mér góðum tilgangi út af heimilinu. Hann hafði ásett sér að gefa Engilsaxa einum, frænda sínum, dóttur sína, er fyrir- varð sig fyrir háðungina. Þessi maöur vann í smiðjunni og hét Trustan Grimm, rauðhærður og ódæll. En hann vildi eigi láta mig horfa upp á það. Hann taldi því um fyrir mér á hverjum degi að eg skyldi fá mér betri atvinnu. Þá fann eg upp nýjan boga til þess að sigrast á gremju minni og reiði, og dró hann Iengra og var auðveldara að benda hann en þá boga, er þá tíðkuðust. Var þetta gott verk þótt mér hafi tekist betur síðar. Hann taldi mig því á að sýna Hinriki konungi uppfundning mína, því að kon- ungur unni mjög leikfimi og var sjálfur skotmaður. Réð húsbóndi minn mér að fara sjálfur með bogann á kon- ungs fund. Sá eg að hann vildi mér vel og fór eg að ráðum hans. IV. Þegar eg kom til Vindsorhallarinnar og gekk fyrsta sinn fyrir konung Englands, þá hafði eg hjartslátt. Hann var mikill vexti og hörkulegur nokkuð, aug- un voru blá og hrein og brunnu sem tveir logar. Hann leit fyrst til mín með þykkjusvip, en skildi þó þegar f stað hvað um var að vera. Rétti eg að honum bogann og varð honum betri skýring, en orð mín stamandi. Tók hann við, benti bogann, lagði ör á streng og gekk að opnum glugga og miðaði á kráku er sat á vindhana hall- 30 arturnsins í logninu. Og skínandi brosi brá yfir andlit hans, þegar vindhaninn snerist og fuglinn valt niður í þakrennuna. Hann reyndi enn þá einu sinni meö fingrinum streng og hleypi og leit síðan til mín ánægjuaugum, «Þetta er vel smíðað, piltur minn«, mælti hann verki mínu til hróss. »Tak við og ber bogann í vopnabúr mitt og seg vopna- verði til með að þú sért þjónustumaður minn. Því að þú skalt mér fylgja, Þjóðverji, og bera bogann eftir mér á veiðivang*. Hér þýddi eigi á móti að mæla, jafnvel þótt mér hefði verið þetta óljúft og eg hefði eigi þráð konungs- þjónustu sem hið dýrlegasta í tafli lífsins. Meðan Hinrik konungur talaði við mig, kom þriðji sonur hans í röðinni, Rikarður, hlaupandi inn og kallaöi af miklum fögnuði : Normannahestarnir eru komnir, faðir minn, Ijómandi fallegar skepnur!« Og konungur lét Ijúfling sinn draga sig með sér. í djúpu veggskoti hafði maður setið við marmara- borð þakið bréfum og hafði eg eigi séð hann. Sá var göfugmannlegur, fölur á hörundslit og klæddur dýrindis- klæöum, er hann bar fagurlega. Gekk hann nú til og þóttist eg vita, að hann mundi og vilja fræðast um upp- fundning mína. Þessi maður var kanzlarinn. Eg endur- tók skýrslu mína, en var einuröarminni við hann en við konunginn, þótt undarlegt sé. Því að mér varö ekki um sel, þegar hann lét mig tala út og hlýddi á með athygli og þótti mér sem þetta eintal mitt væri alt of djarflegt og hávært í hinni háhvelfdu höll. C$ (fi ö/) s c$ lO c$ N ca i

x

Höfuðstaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.