Höfuðstaðurinn - 17.10.1916, Page 3
HÖFUÐSTAÐURINN
hætta fyrr en herveldi Prússa
er brotiö á bak aftur og á
ekki viöreisnar von framar. :
Frh.
TJnnusta hermannsins.
Norsk saga.
—o— Frh. |
— Einmitt það, svaraði konan.
Doktorinn Ieit á úrið sitt.
— Eg ætlaði eiginlega út að
Kambi og líta til fjölskyldunar þar,
þar er aumt ástand.
— Já, þau eru víst mörg heim-
ilin þau, sagði konan og varp önd-
inni mæðilega.
— Já, það væri betur að öll
heimili væru eins og þetta hérna
— þá yrði starf læknanna léttara
meðal fátæklinganna.
Á læknisferðum mínum, hefi eg
oft átt kost á að sjá eymd og
spiltingu margra heimiia, þar sem
syndin og viðurstygðin hafa skipað
öndvegiö. Bóndinn hefir drukkið,
konan hefir drukkið, drukkið frá
sér vit og velsæmi og börnin hafa
alist upp við þetta, og oft og ein-
att hefir betrunarhúsið orðið áfanga-
staðurinn.
— Drekka ekki líka margir af
þessum heldri mönnum ? spurði
konan.
— Jú, það held eg víst, en þeir
drekka fín vfn og dýr, en verka-
maðurinn drekkur aðeins brenni-
vín, þó verða sömu afleiðingarnar
af hvorutveggja. Hjá heldri mönn-
unum koma fyrir sjóðþurðir og
víxilfalsanir, en fátæki maðurinn
fremur innbrot og þjófnað.
— Það er allur mismunurinn,
sagði trésmiðurinn hugsandi.
— Guði sé lof að maðurinn
minn drekkur ekki, sagði konan og
leit innilega til mannsins síns.
— Já, það er mikils um það
vert, sagöi doktorinn, tók staf sinn
og hatt og flýtti sér af staö.
Mæögurnar tóku nú af boröinu,
en trésmiðurinn gekk um gólf,
tugði tóbak og spýtti í ákafa.
Kunningi vor, Jensen söðlasmið-
ur, kom lötrandi neðan götuna,
Hann gekk heim að húsinu þar
sem Iversen bjó, og staðnæmdist
úti fyrir, eins og hann væri í efa
um, hvort hann skyldi fara inn eða
ekki.
BókbandsYinnustofa
Jónasar og Björns
er á Laugaveg 4.
Hann hafði veitt eftirtekt manni
nokkrum vel búnum, sem gekk
afturTj og fram á gangstéttinni, í
hægðum sínum.
— Hvaða náungi skyldi þetta
vera, hugsaði Jensen með sjálfum
sér. Forvitni hans var nú vakin.
— Já, mér sýnist það vera Stei-
nert umboðssali, tautaði hann. Það
væri nógu gaman að vita, hvað
hann hefir hér fyrir stafni.
Jensen stóð enn fyrir utan hús-
dyr Iversens, eins og hann kynok-
aði s ér við að fara inn. Það hefð.
mátt ætla að hann skammaðist sin
fyrir að koma til nokkurra lieið-
viröra manna, eins og hann var út-
lítandi, en Jensen var ekki að hugsa
um þið. Hann var að brjóta heil-
ann um, hvernig haun ætti að haga
sér þegar inn kæmi. Haun vildi
koma flatt upp á Iversen, er: þó
þannig, að hann hafði það upp úr
heimsókninni, sem til var ætlast.
Niðurstaöan varð sú, að hann
hreykti húfunni, gekk inn í portið
og barði mannalega að dyrum.
— Kom inn, var sagt inni fyrir.
Jensen kom inn og heilsaði
kunnuglega Ivertsen, sem sat inni
og reykti pípu sína.
— Góðan daginn Jensen, sagði
hann. Þú er þá lifandi enn.
— Já, jæja, mig langaði tiKað
heilsa upp á gamla kunningja.
— Kunninga, tautaði Iversen og
dró það við sig. Já, við gengum
saman í skóla fyrir Iöngu síðan.
— Já, það er orðiö langt síðan.
— Hvernig gengur þér Jensen?
— IUa — segðu mér eitt, hefii
þú ekki í staupinu handa gömium
kunningjum ?
— Eg hefi aldrei brennivín
svaraði fversen stutt.
Jensen fann strax að hér hafði
hann sagt nokkuð, sem ekki átti
við.
— Jæja þá, það gerir þá ekkert
til. En hvernig líöur þér?
— Þökk fyrir, vel.
•— Já, það lítur út fyrir það,
Segðu mér eilt, vantar ekki' hús-
bónda þinn söðlasmið?
— Jú, það vantar hann reyndar.
— Sjáðu nú til. Eg frétti það í
gær, og svo hugsaði eg sem svo
að þú værir vís til að segja éitt
orð mér til liðs við húsbónda þinn
— Þér er bezt að fara til hans
sjálfur og tala við hann.
— Það þýðir ekkerf, en þú gæt-
ir mælt með mér við hann.
— Það get eg ekki.
— Því ekki, Martin? sagði Jen-
sen og reyndi að vera inmlegur.
Fljótur að lesa.
Þegar börn eru að Iæra lestur,
taka þau aðeins fyrir einn og einn
staf í einu. Fullorðnir aftur á móti
taka fyrir í einu eitt eða fleiri orð
— en þó verður það aðeins »staut«
hjá því sem Ameríkumaður einn
gerir. Er sagt frá því í amerísku
læknablaði. Þessi Amríkumaður er
er sagt að geti á einu augnabliki
lesið heila sögusíðu í 8 bl. broti,
og gert fulla grein fyrir efninu á
eftir. Hann þarf ekki að horfa á
síðuna lengur en 2 sekúndur, og
þá er hann búinn að læra efnið.
Þetta er ekki sem sennilegast, en i
i
skritið var það að maður þessi I
hafði orðið stór-hissa, er hann
i
heyrði aö aðrir þyrftu svo og svo
langan tfma til að lesa eina blað-
síðu.
Þessa hraölestrarhæfileika varð
fyrst vart hjá honum, er hann varð j
40 ára gamall. Þá varð honum
það alt f einu Ijóst, að hann gat
Iesið stærstu sögur á stuttum tíma,
og gat þó fest efnið svo í minni
sér, að hann gat sagt frá því mörg-
um árum siðar.
Kettir og
krossmessa.
—o—
Það er kunnugra en frá þurfi að
segja hvaö mikið gengur á hér í
Reykjavík alla flutningsdaga, bæði
haust og vor. Þessir tlutningar
eru flestum meira eða minna til-
finnanlegir, en eugir verða eins
hart úti og veslings kettirnir,
ekki sízt við haustflutningana.
Þá úir og grúir af heimilislausum
köttum, sem annaðhvort hafa veriö
skildir eftir í flaustrinu, eða þeir
hafa strokið aftur til gamla heim-
ilisins.
Nokkuð er hægt að fyrirbyggja
þetta með því að gæta þess vel
að skilja ekki kettina eftir í greinar-
leysi og þegar þeir eru fluttir, að
flytja þá í lokuðu íláti, körfu eða
einhverju þvílíku, svo þeir geti
ekkert séð í kringum sig á leið-
inni, þvf kettir eru bæði strok-
gjarnir og ratvísir og kunna illa
öllum breytingum. Þegar búiö er
að flytja þá, má helzt ekki sleppa
þeim út í nokkra daga, meðan
þeir eru að átta sig og kynnast
nýja heimiiinu.
Það hlýtur að taka alla óspilta
menn sárt, að sjá þessar aumingja
skepnur flækjast fyrir dyrum sínum
og mæna átakanlegum bænaraug-
um á dyrnar og alt sem maður
fer með. Engin skepna biður eins
vel og kötturinn og engri skepnu
er eins oft synjað um nauðsynjar
sínar. — Þeir sem ekki gæta að
kettinum sínum og láta honum líða
eins vel og unt er, eiga engan kött
að hafa á heimilinu.
Góðir menn og konur! gleym-
ið því ekki að láta skepnum ykkar
líða eins vel og unt er, hverju
nafni sem þær nefnast.
K.attavinur.
39
höggum við orustuóðan Picardbúa. Hann var náfölur og
beit á vörina, en hann var hinum vopnfimari og lagði
hann í gegn í hjartastað með sverðinu. En er fjandmað-
ur hans lá í blóði sínu, þá leit hann með viðbjóði á
sverðið og fleygði því frá sér.
»Fá þú mér hreint sverð, bogsveigir*, mælti hann.
Þó var þelta sverð erlend snildarsmfð og beit hverja
hringabrynju sem klæði. Eg tók sverðiö upp og bar það
lengi síðan sjálfum mér til varnar.
Thomas mátti eigi mansblóð sjá.
Hann átti miklar eignir og marga skóga. Þar lifðu
veiðfdýrin í rjóðrunum sem í Paradís, og þá er hann
kom í skóga sína, fögnuðu rándýrin honum og átu úr
hendi hans.
Hann fölnaði upp, ef hann varð að undirskrifa dauða-
dóm og það var honum ofraun að horfa á aftökur, sem
koma oft fyrir í ríkjum, sem vel er stjórnað, en konung-
ur lét oft syo lítið aö hafa þár forstöðu á hendi, þar sem
hann var manngerfing réttvísinnar í landinu. Oft hló
Hinrik konungur, er hann reið framhjá aftökustað með
kanzlara sínum. Því að Thomas horfði í aðra átt. Hann
gerði það eigi sakir svipa þeirra, er heima eiga á slíkum
stöðum (því að kanalarinn var maður trúlaus), heldur sakir
hryllings yfir kvölum mannkynsins, er iéti taka þarsundur
limi sína.
Hann veigraði sér meira að segja við að undirrita
dauðadóm þjóðkunnrar töfrakonu, sem játað hafði á sig
djöfullega glæpi sína og þessi hygni maður komst sakir