Höfuðstaðurinn

Eksemplar

Höfuðstaðurinn - 07.11.1916, Side 4

Höfuðstaðurinn - 07.11.1916, Side 4
HÖFUÐST AÐURINN r APAÐ — FUNDIfl ! TILKYNNING. Peningabudda með peningum fundin á götum bæjarins. A. v. á finnanda. Fóðursíld, nokkrar tunnur til j sölu nú þegar. A. v. á. Samkvæmt heilbrigðissamþykt Reykjavíkur er hver sá kennari sem hefir tekið fleiri en lO börn tll kenslu, skyldur að senda heilbrigðisnefnd skriflega tilkynningu til undirritaðs um kenslustað og tölu barnanna Reykjavík I. nóv. 1916. hans, himinlifandi af gleði, og var þess þá fullviss, að nú kæmi bréf frá Stokkhólmi. En það kom ekk- ert bréf frá honuni, því miður. Hún gat ekkert skilið í þessu. Foreldrar hennar reyndu að hug- hreysta hana eftir megni, og töldu upp ótal hindranir, sem gætu veriö valdar að því, að ekki kæmi neitt bréf frá Konráð. Hann hlýtur að liggja dauðvona fyrst hann skrifar mér ekki, mælti María, harmþrungin. — Tímar liðu. En ekkert kom bréfið. María var yfírbuguð af sorg. Roðinn hvarf af vöngum hennar. Hún varð föl og mögur, og hún sat hnípin, eins og helsærður fugl. Foreldrar hennar voru hætt að » vonast eftir bréfi. Þau þektu ekkert af skyldmennum Konráðs, sem þau gætu fengið upplýsingar hjá. Þau leyndu nú ekki lengur að telja Maríu trú um að öll von væri ekki úti. Þau voru sannfærð um, að Konráð væri ekki vitund betri en hinir félagarnir, hann hafði að- eins haft Maríu að leiksoppi. Það var sorglegt að María skyldi láta ginn'ast til að unna honum. Bóktandsvinnustofa Jónasar og Björns er á Laugaveg 4. Dag einn inti móöir hennar eitt- hvað í þessa átt, en María brást reið viö, og kvað Konráö bezta mann á jarðríki, og það myndi ekki vera ætlun hans, að svíkja hana. — En hvers vegna skrifar hann þér þá ekki? spurði móðirin, dá- lftið hikandi. — Það veit eg ekki, svaraði María stutt. Eg fæ sjálfsagt einhvern tíma að vita það. Var svo aldrei minst á þaö fram- ar. María varð stöðugt þunglyndari og fðlari, kvað svo ramt að því, að faðir hennar sér ekki annað fært, en leita ráða doktor Jordans. Þegar hann haföi skýrt læknin- um frá öllu, hristi læknirinn höf- uðið og þagði um stund. — Það var slysalegt að tarna, sagði hann um síðir. María er ekki hraustbygð, og þolir illa allar geös- hræringar. Það er bezt að láta sem ekkert sé og nefna ekki varðliðann á nafn. Lofa henni að vera alveg, sjálfráðri allra ferða sinna. Tíminn er bezta meðalið fyrir fólk á henn- ar aldri. — Er þá ekkert annað hægt að gera? — Nei, en reynið að sjá til þess, að hún geti notið smá skemtana við og við. Þegar smiðurinn kom heim, sagði hann konu sinni alt sem farið hafði. Þau brutu heilann um hvaða skemt- anir þau gætu leyft henni að sækja, en úr því var ekki auðráðið. Dag einn buðu þau henni að fylgjast með í afmælísfagnaö hjá frú Markússen. Hún aftók það með öllu. Börnin í grendinni vildu gjarna fá hana inn með sér til að segja þeim sögur og æf ntýri og hún lét gjarna aö óskum þeirra, en hún sagði þeim ætið æfintýrið um prinsinn sem fór á brott, langt, langt í brott, og kom svo heim aftur löngu sfðar, að sækja brúði sína. Kvöld eitt fékk María óvænta heimsókn. Það var Trína Holt, skólasystir hennar sem kom að finna hana. Hún var smá vexti, kát og fjörug, ljóshærö og létt undir brún. Maríu fanst hressing í að tala við hana, hún var svo kát og fjörug. Þær höfðu ekki verið neitt sér- lega samrýmdar í skólanum, en nú bundu þær vináttu milli sín, í einni svipan. Foreldrarnir sættu sig nú viö það. JUtú £,\natssot\ Kohinoor. Saga hlns heimsfræga demants. ! , i í höll Maharaja hans (konungs- ins) að Labore á Indlandi var hald- ið mót mikið þ. 12. október 1848, milli innlendra stórhöfðingja og j breskra embættismanna. Ríki Dhu- leeps Singhs Maharaja hafði verið unnið af Engletidingum, og mót- inu var þannig fyrirkomið sem kon- ungurinn gæfi sig sigurvegurunum á hönd. Mikill verzlunarbragur var á móti þessu, svo sem sómdi verzlunar- þjóð. Einn af herforingjum Vic- toriu drotningar, dr. Logau, stóð frammi fyrir hásætinu, en umhverf- is það var skipað innlendum mönn- um af mismunandi stéttum og tign. Konungurinn var átta ára gamall. Á prem tungumálum, — fyrst á ensku, því næst indversku, og loks persnesku — las dr. Logau upp yiirlýsingu drotningarinnar. Eftir aö uppgjafarskilmálarnir höfðu verið lesnir upp, ákváðu skjölin að konungurinn skyldi verða brezkur þegn, með 25 000 sterlingspunda árlegum lífeyri og ennfremur að hann ætti að láta af hendi við stjórnanda Englands, demantinn fræga, Kohinoor. Drengurinn skrifaði undir skjölin án þess að skilja minstu vitund af því sem fram fór. Því næst gekk hátt settur Bramíni fram og losaði silkibandið af hand- legg konungsins, tók síðan ur því ósegjanlega fagran dýrgrip, og fekk hann í hendur dr. Logau. Þetta var hinn frægi Kohinoor, demant- urinn sem þúsund sorgarsögur fylgja. Mótinu var slitið. Stærsti demantur heimsins annar en »Stórmógúl« Rússakeisara, hafði haft eigendaskifti. Um 300 ára skeið haföi hann gengið milli fjölda þjóðhöfðingja. En það var gagn- stætt öllum siðvenjum að dr. Logau tók hann og fekk hann í hendur konungsætt utan lndiands. Dr. Logau fór með hann til Lundúna og fekk hann í hendur Sir John Lawrence, sem var einn þeirra er höfðu á hendi stjórn Lahore og Punjab. Sir John hafði margt og mikið um að hugsa. Hann tók við stein- inum og stakk honurn í vejtisvasa sinn. En þegar heim kom hafði hann fataskifti, því að drotningin hafði gert honum orð að mæta við hirðina. Varla var hann kominn inn fyr en drotningin spurði hann eftir demantinum, sem sama dag hafði komið írá lndlandi. Menn geta hugsað sér hve ótta- sleginn Sir John varð. Hann hafði látið dýrmætasta stein Norðurálf- unnar í vasa á vesti sem hann hafði svo fleygt frá sér. Hann af- sakaði sig þá þegar og sókti dýr- gripinn, sem drotningin því fekk að sjá nú í fyrsta sinni. Hún skipaði samstundis svo tyr- ir að har.n skyldi fægja á ný. Til þess var maður feiigimi frá Amster- dam. Honum var fenginn bústað- ur í Windsor-höilínni og þar vann hanu undir strangri gæzlu. Með mikilli viðhöfn setti maður drotn- ingarinnar það hjól á stað sem notaö var við vinnuna og eftir 35 daga var verkinu lokið. Demant- inn var orðinn 186 karat og var hann síðan greyptur inn í umgjörð. Nokkru síðar var hinn ungi Ma- hanaja, Dhuleep] Lingh flutíur til lands sem skjólstæðingur frúarinnar Á fæðingardegi sínum, þegar hann var fullveöja (21 árs), bað hann drotninguna um að leyfa sér að sjá dýrgripi feðra sinna. Kohinorr var sóttur og þegar konungurinn hafði virt hann fyrir sér um hríð mælti hann. »Yðar hátign, eg var ekki nema drengur, þegar eg gaf þennan stein án þess að vita hvað eg gerði. Nú þegar eg er orðinn fulltiða maður, gef eg yðar hátign hann af frjálsum vilja*. Því næst fékk hann drotningunni steininn aftur, en það sáu menn, að hann gerði það ekki með glöðu geði. En upp frá þessu varð prinsinn með hverjum deginum óánægðari Hann hugsaði ekki um annað en alt það ranglæti sem þjóð hans hefði verið beitt, fjandskapaðist jafnvel við alt sera enskt var, og yfirgaf England að lokum. Frh. Útgefandi Þ. Þ. Clementz Prentsmiðja Þ. Þ. Clementz. 1916.

x

Höfuðstaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.