Höfuðstaðurinn - 21.11.1916, Blaðsíða 3
HÖFUÐSTAÐURINN
;]
Jbzz\. að augt^sa \ ^CoJuðs^a^uum.
Nicolosi, sem er aðal áfangastað-
ur ferðamanna þeirra sem leggja
leið sína upp á hátind fjallsins.
Frh.
TJnnusta hermannsins.
Norsk saga.
— o — Frh.
XV.
Veitingahúsið Neapoli.
María kunni ekki við sig á veit-
ingahúsinu íyrst í stað. Henni
fanst hreint óþolandi að hlýða á
samræður gestanna. Henni geðj-
aðist lítt að slæpingum þeim, er
þangað vöndu komur sínar, þótt
þeir létu rigna yfir hann skjalli og
lofsyrðum.
Hún var vön að hlýða á slíkar
ræður með daufu brosi, en hugur
hennar var annarssfaðar, langt í
burtu.
Þegar ekkert var að gera í veit-
ingastofunni, tók hún skáldsögu
þar úr skúffunni og las.
Hún hugsaði alllajafna mikið um
Kónráð, og hún gat ekki áttað sig
enn á framkomu hans.
Frú Larsen, veitingakonan, var
ógiít og komin yfir þrítugt, Ijós-
hærð, feitlagin og jafnan vingjarn-
leg í viðmóti.
Henni og Maríu kom mæta vel
saman.
Ekki leið á löngu þar til Stéin-
eit skaut upp, þar á kránni.
Jensen haföi gert honum að-
vart.
Steinert var vanur að fá sér sæti
við lítið borö, þar í einu horninu,
og átti þá oftast tal ‘ við Maríu. —
Hann var ekkert nærgöngull við
hena, en blátt áfram og hinn kur-
teysastí.
María furðaði sig á þessum hátt-
um hans, og smámsaman fór henni
að geðjast betur að hqpum, hann
var svo laglegur maður.
Bókbandsvmnustofa
JónaSar og Björns
er á Laugaveg 4.
Hann var ætíð vingjarnlegur við
hana og sagði henni margt af ferð-
um sínum. Hafði hann víða farið
og kunni frá mörgu að segja, og
þóttí henní gott að hlýða á sögur
hans; en annars var enginn hlý-
leiki á milii þeirra.
Yrði honum það á að gleyma
sér og fara að skjalia hana, tók
hún því jafnan kuldalega, svo hon-
um leist vænlegast að hætta og
hann gat ekki antiað en dáðst að
festu hennar, en skildi þó ekki
upp né niður í henní.
Hún elskaöi Konráð enn og
Steinert þóttist finna það að hér
yrði að nota önnur ráð, ef duga
skyldi,
Dag einn, þegar veður var vont,
sat Steinert þar í veitingastofunni
j og dreypti á öli við og við. Hag-
f aði bann þá svo tali sínu, að Stokk-
\ hólm bar á góma. Sagði hann
S Maríu margt þaðan og þótti henni
gaman að.
Alt í einu tók hún fram í fyrir j
honum og spurði, hvort hann hefði
ekki orðið var við varðliðssveitina
norsku, sem nú dveldi í Stokk-
hólmi.
— Auðvitað, svaraði hann, varð
eg hennar var. — Það eru fjör-
ugir strákar. Enda iíst sænska kven-
fólkinu heldur vel á þá.
— Hvernig? spurði hún áköf.
— Þeir eru naumast komnir á
Iand, fyr en sænsku stúlkurnar eru
komnar á hæla þeim og elta þá
svo á röndum. Það eru ekki ein-
asta vinnukonurnar, sem Iíst vel á
varðliðana, heldur einnig heldri
manna dætur, sem líta í náð til
hinna ungu og efnilegu sona Nor-
egs.
Þessi orð snertu Maríu ónota-
lega.
Steinert sá að henni leið illa,
! en hlakkaði þó yfir, og vonaði að
nú færi hann að þokast að mark-
inu.
María vissi ekkert um það, að
Steinert væri alt kunnugt um hagi
hennar.
— Þeir trúlofa sig þó ekki allir
þar, varðliðarnir, varð henni að
orði. Sumir þeirra eru trúlofaðir
Höfuðstaðurinn
er bezta blaðið.
Hvergi er betra að auglýsa en í
íHöfuðstaðnum «.
»Höfuðstaðurinn« flytur ails konar
fróðleik, kvæöi og stökur, og tvær
sögur, hvora annari betri.
Kaupið því
Höfuðstaðinn.
hér beima, bætti hún við með á-
kefð.
— J®> °g hafa Þt fofað unnust-
unum gulli og grænum skógum —
hélt Steinert áfram brosandi — en
hvað þér eruð saklaus. Oetið þér
i raun og veru ímyndað yður að
þeir haldi þau Ioforð ? — Það er
líkt með varðliðana og sjómenn-
na, sem eiga kærustu í hverri höfn.
María laut yfir borðið til að
eyna roðanum, sem þaut út í kinn-
ar hennar.
Orð Steinerts höfðu komið henni
í ofsa geðshræringu. Þarna gat
verið ráðning á gátunni á framferð
Konráðs.
Hvernig sem hún reyndi til að
hrinda þessum grun úr huga sér,
gat hún það ekki, grunurinn um
trygðarof Konráðs, var búinn að
esta rætur í hjarta hennar.
Steinert borgaði ölið og fór.
Hann kvaðst þurfa að skrifa
nokkur bréf heima hjá sér.
Frh.
CN
cd
KO
V
m
m
cd
E
'35
to
S
3
jO
• c
cd
Qm
Dýrlíngurinn, ] \ 4
ara í huga sér. Hann hafði reynt það hvað eftir annað
að hann var hinn kænasti stjórnvitringur og þótti nú
grunsamt, að hann neytti eigi þekkingar sinnar, heldur lét
ofsækja sig sem hinir miklu postular hinnar fyrri kristni
eða ofstækisfullur trúvillingur síðari tíma.
Óljúgfróðir menn sögðu mér og eg taldi það rétt,
eftir þekking minni á herra Thomasi, að hann hefði hald-
ið málstað sinn heilagan og haldið höndum sínum hrein-
um og engin drottinsvik haft í frammi við konung sinn,
hafi eigi lagt að páfanum og einungis beðið Capelunginn
um klausturklefa, þar sem hann gæii hulið höfuö sitt.
Hinn heilagi faðir brást honum og hann foröaðist
hirð Capetungsins og gekk nú allslaus við vonarvöl sinn
frá klaustri til klausturs og týndist við og við. Lík.imj
hans þvarr þar í Frakklandi, en að sama skapi óx and-
legt veldi hans í Englandi og andleg návist hans og skein
þar sera túngl í fyllingu yfir hinum sorgbitnu Söxum.
Eöa, ef yður fellur það betur, herra Thomas bjó, sem
Kristur í jötunni, skrautlaust en vel í hugum og kofum
Engilsaxa. Þar drotnaði hann sem konungur og rak ótt-
ann úr hugum manna.
Eg hefi séð með eigin augum, að Saxar og þó frek-
ar konur þeirra neituðu að sýna Hinriki konungi lotning
og falla á kné fyrir honum, eftir það er hann gerði yfir-
biskupinn útlægan, heldur sneru sér undan, þegar hann
íeið fram hjá. Man eg enn eflir einu atviki. Konungur
gekk einn dag sér til skemtunar í garði sínum, þar sem
hann endaði við fljót og fagurlitna, og eg gekk sem vandi
uv'nn var spölkoin á eftir honum. Þá kom þar fram úr
blómlegum runni lítill saxneskur glóxoilur og Ienti milli
115
ó ta konungi. Þenna dag var konungur í góðu skapi
tók sveininn upp og lét vel að honum og lét koma silf-
urpening í smáan lófa hans. »Haltu nú fast, karl minn«j
sagði hann. Móðir sveinsins hafði fyrst kent lotningar og
titrings og falið sig bak við runninn, en nú hljóp hún
fram og brann eldur úr augum hennar, þreif peningin0
af sveininum og þeytti honum með skelfing inn í skóg"
arþykniö svo sem það væri einn hinna þrjátíu Júdasara
peninga. Eg skundaði þangað og ætlaði að grípa hin-
ósvífnu konu, er hljóp nú á brott með sveininn á hand
legg sér. En Hinrik konungur mælti: »Láttu hana fara’
Hans«! Hann hélt áfram göngu sinni andvarpandi og
þungt hugsandi, og var nú hið góða skap horfið.
Daga og nætur hugsaði konungur um það eitt, hversu
hann mætti svifta herra Thomas yfirbiskupstigninni á lög-
legan hátt og að fullu og öllu, því að hann ímyndaði
sér að tilbeiðsla Saxanna væri bundin við hana. Oft hefi
eg séð hann styðja hönd undir enni og hugsa um þetta.
Einn morgun kom hann með sigursvip út úr svefnher-
bergi sínu. Hann þóttist hafa ráðið gátuna.
Þetta var á uppstigningardag. Þá sat Hinrik kon-
ungur á ráðstefnu meö bardnum sfnum og leiddi þeim
fyrir sjónir, að víðlent ríki sitt þyrfti annan stjórnanda að
auki og mundi hanti þvi láta nokkurn hluta ríkisins af
hendi við elzta son sinn og létta sér með því erfiði og
áhyggjur.
Höfðingjar hans féllust á, í góðum eöa illum hug og
fyrirætiunum, að Hinrik yrði krýndur við hlið föður síns,
og hinn normenski biskup í Jórvík ktýndi hinn unga
mann og smuröi. Síðan var veizla haldin samboðin við-