Höfuðstaðurinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Höfuðstaðurinn - 21.11.1916, Qupperneq 4

Höfuðstaðurinn - 21.11.1916, Qupperneq 4
HÖFUÐSTAÐURINN heldur Framfarafélag Seliirninga um ti»siu tal$v. PK* y,elm\xv^ut á$6’3att$, xetvuut v £audspUatas\o%vuu. TUXHAM-mótora selur CLEMENTZ & CO. H|F Þingholtsstræti 5. Reykjavík. Skrifstofulími 10—2 og 5—7 Sími 575. Bifreiðakensla. Að fengnu leyfi Stjórnarráðs íslands tek eg undirrltaður að mér að kenna að fara með blfreiðar. Þeir sem vilja sinna þessu gefi sig fram fyrir 1. des. n. k. £$vW *»vltv\átxu5sou, bifreiðarstjóri. Mjósundí 3. Hafnarfirði. Hafnarfjarðarbillinn nr. 3 fer til Keflavfkur á miðvikudaginn kl. 10 árdegis, ef nógu marg- ir farþegar gefa sig fram. Upplýsingar hjá Sttuvuudv *>Dvttv\átttvss^uv bifreiðarstjóra Skíðagöngur. Skíðagöngur og skíðahlaup er ekki ný íþrótt. Menn hafa sagnir af skíðagöngum síðan í fornöld. Marg- ir munu kannast við Arnljót gell- ena og Pálna-Tóka. Um hinn síð- arnefnda er það sagt að hann hafi rent sér á skíðum niður Kollen í Noregi, og farnast vel, Snorri Sturlu- son getur þess einnig, aðj veturinn 1206 hafi Hákoni konungssyni ver- ið bjargað úr greipum óvina sinna þannig, að tveir duglegir skíðamenn voru fengnir til að bera barnið um fjöll og fyrnindi til Þrándheims, Nú eru liðin meir en 700 ár síðan sú ferö var farin, en enn eru skíðin uppáhald margra og í heiðri höfð, einkum í Noregi. Á síðari árum eru og aðrar þjóðir farnar að æfa íþrótt þessa, þar á meðal í Sviss og Norður-Ameríku. Hér á landi hafa fáar sagnir gerst um skíðagöngur eða skíðahlaup, hafa þau þó tíðkast hér um langan ald- ur, en miklu miður en skyldi, því veröur ekki á móti boriö. Til eru í Noregi margar sagnir um skiðamenn, enda eru Norðmenn mestir skíðamenn í heimi. Hér kemur ein smásaga um einn af hinum eldri skíðamöunum Noregs: Áður en járnbrautirnar tengdu saman hinar víðu lendur Noregs, voru skíðin notuð meira til ferða- laga en nú. Góðir skíðamenn gátu fariö ótrúlega langa leið á stuttum tíma. Skíðamaöur einn, Mattis Aribergað nafni, og uppi var fyrir 50 árum síðan, fór eitt sinn um vetur frá Elverum til Kristjaníu að sækja sér kornmat, eru nálægt 140 rastir vegar frá Elverum til Krist- janíu. Á leiðinni hitti hann einn nábúa sinn, sem lika var að fara í kaupstaðinn, en ók í sleða og hafði röskan klár fyrir. — Á ekki að skila kveðju frá þér, þegar eg keni heim aftur? spurði nágranninn háðslega. — O-nei, svaraði Mattes þ irlega, eg verð sennilega á undan þér og get borið kveðju ef þú vilt. — Þú ætlar þér þó víst ekki að verða á undan mér til Kristjaníu, þú á skíðum, en eg á sleöa meö fjör- ugum fola fyrir? — Eg ælla ekkert um þaö, eg verð kominn þangað löngu á und- an þér, svaraði Mattes og hló, Svo fór að þeir veðjuðu um hver fyrri yrði og svo skildu þeir, fór hver sína leið, annar eftir þjóðveg- inum, en hinn yfir holt og hæðir. Þegar ökumaöur átti eftir ófarnar um 10 rastir til Kristjaníu, varð hann þess var, að hann haföi tapað veðmálinu því þar mætti hann Mattis, sem nú var á heimleið og hafði poka á baki með 6 skeffum af byggi f. Samt náði hann heim meö byiöi sína, löngu á undan hinum, þótt frískan heföi hann folann fyrir slcða sínura. Mattis var líka ötul- asti og þoinasti skíöamaðurinn í öllum Austurdal. K. í Bókabúðinn á Laugav. 4 fást gamlar og nýjar bækur með 20—50 prct. afslætti. Stígvélagerð á vígstöðvunum. Stígvélagerð er orðin að stór- iðnaði á Frakklandi. Herinn þarf mikils raeð, og þó hafa risið upp stígvélaverksmiðjur á víð og dreif á öllum vígstöðvum Frakka, vinna þar bæði hermenn og skósmiðir, sem ekki eru í hernum, og hafa meira að gera, en þeir geta komið f verk, eftirspurnin er svo mikil eftir sterkum og sólaþykkum stíg- vélum. J&sfeudatutvtttt ttivtttv Á œskustöðvum eg uni best einn hjá rótum fjalla. Þegar æfisólin sest, sofnar önd við trygðir fest; hrifin af hreimnum snjalla. Þar heiðarsvanir gjalla. Eg elska þær stundir allra mest æsku minnar daga. — Þar á andinn óðui fiest, alt sem mér er kærst og best, þar öfl mig að sér draga. — Þar er mín bernsku saga. — Því bernskumætri minni sveit mér er skylt að hrósa. Als til þess eg áður leit, ástin sama lifir heit, fram hjá fjöllum rósa. — Fœddur í dalnum Ijósa. Jens Sœmundsson. Skipasmiðir í Þýzkal. Þjóðverjar mistu, eins og kunn- ugt er, öll þau skip er þeir áttu í höfnum óvinalandanna þegar ófrið- urinn hófst. Hinn floti verzlunarflotans ligg- ur nú aðgerðalaus í höfnum hlut- lausra landa eða heimafyrir. Til að bæta upp tjón þetta hafa Þjóð- verjar gefið sig við skipabygging- um og smíða nú ný skip í óða önn, svo þeir geti verið íiibúnir þegar ófriðnum léttir. ' Nær allar skipasmíðastöðvar eru nú að byggja ný skip, og þau ekki smávaxin, sum hver. Eru reykháfarnir á þeim sumum 3—4 mannhæðir að þver- máli. Má af því marka hver heljar bákn eru hér í smíðum. Lyklaklppa með mörgum lyklum, þar á meðal 2 koparlyklum, hefir tapast. Skilist á afgr. gegn fundarlaunum. Skeiðahnífur hefir tapast á göt- unum. Finnandi beðinn að skila á afgr. þessa blaðs, Þingholtsstr. 5. Draumur Jóns Jóhanns- sonar fæst í Bókabúðinni á Lauga- veg 4. Hjólhestur í ágætu standi til sölu. A. v. á. Útgefandi Þ. Þ. Clementz Prentsmiðja Þ. Þ, Clementz. 1916.

x

Höfuðstaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.