Höfuðstaðurinn

Tölublað

Höfuðstaðurinn - 23.11.1916, Blaðsíða 1

Höfuðstaðurinn - 23.11.1916, Blaðsíða 1
HÖFUÐSTAÐURINN 56. tbl. Fi miuda’inn 23. nóvember. 1916 HÖFUÐSTAÐUEIM g hefir skrifstofu og afgreiöslu í g; Þingholtsstræti 5. Opin daglega frá 8—8. ® Útgefandinn til viðtals 2-3 og 5-6. jg Ritstjórnar og afgr.-sími 575. || Prentsmiðjusimi 27. Pósthólf 285. BókbandsYinnustofa Jónasar og Björns er á Laugaveg 4. Litla búðin. CARLSBERG PILSNER — — MÖRK. -«- LYS -« - PORTER í Litlu Mflinni. HÖFUÐSTAÐURINN Háskólinti í dag. Björn M. Ólseu, dr. phil.: Eddu- kvæöi, kl. 5—6. Jón Jónsson dócent: Verzlunar- saga íslands, kl. 7-8. Alexander Jóhannesson, dr. phil.: Æfingar í þýzku, kl. 7—8. Guðm. Finnbogason, dr. phil,: Sálarlífið og vinnan. Jóla- og nýárskortin, sem Frið/innur Guðjónsson hefir gefið út, eru öllum kærkomin send- ing. Á þeim eru fjöldamörg ís- lenzk etindi og heillaóskir. Víðir er kominn heim aftur úr Eng- landsför. Kom í gær til Hafnar- fjarðar. Ceres fór frá Færeyjum í gær, áleiðis hingað. Söngmenn tveir, þeir Símon Þótðarson og Einar Hjaltested voru meðal far- þega á Goðafossi hingað frá Ame- rfku síðast. Vonandi skemta þeir Reykvíkingum áður langt um líöur. Símskeyti írá útlöndum. Frá fréttarítara Höfuðstaðarins. Kaupm.höfn 22. nóv. er Bandamenn hafa neytf sendiherra Þjóðverja, Austurríkis, Búlgara og Tyrkja til að faraúr Aþenu. Miðveldin hafa tekið helztu borgina f litlu Vala- chiu, Craiova. Bandanenn sækja fram frá Monastir. Graiova er stærsta borgin í Litlu Valachiu, sem er suðvesturhluti Rúmeníu, Hún er miðstöð allra járnbrauta, sem eru þar um slóðir. Fiskverkunarstöð, Sjávarborgareignin hér í bænum, með húsum, siakkstæðum, bryggjum og öðrum mannvirkjum fæst til leigu frá 1. febrúar 1917. Nánari upplýsingar fást hjá borgarstjóranum í Reykjavík, sem tek- ur á móti leigutilboöum til 9. desember 1916. ”HEBE”-MJOLKIN er komin í heildsölu og smásölu í LIVEEPOOL. Tekjuskattsskrá. Skrá yfir eignar- og atvinnutekjur í Reykjavík 1915 og tekju- skatt 1917 liggur frammi til sýnis á bæjarþingstofunni 15. nóvem- ber til 29. s. m. að báðum dögum meðtöldum. Kœrur yfir skattskrána skulu komnar tii undirritaðs formanns skattanefndarinnar fyrir 29. nóvember, Borgarstjórinn í Reykjavík, 14, nóv. 1916. Lloyd George forseti Brezka lýðveidisins Hvað blaðið »Chicago Ame- rican* álítur að gæti komið eftir ófriðinu, einkum ef Bretar yrðu undir. Það er eftirtekta vert hvernig frægðarferli Lloyd George hefir ver- ið varið. Þegar hann var geröur aö fjár- málaráðherra og úrskurðaði að auð- s mennirnir skyldu gjalda sinn hluta 1 af útgjöldum þjóðarinnar, þá var hann sá maðurinn á Bretlandi, sem mest var hataður. Þegar hann hætti við fjármáiin en tók viö því að sjá Bretum fyrir vopnum, þá var enginn sá á Bret- landi er rneira væri dáðst að. Þeir sem mest höfðu hamast á móti útnefningu hans tii fjármála- ráðherra, hömuðust nú sem mest á móti því að hann skifti um starfa sögðu að fjármál Englands mættu | illa við því að missa hans. Nú eru menn því alment fylgj- andi að hann verði gerður aö for- sætisráðherra í staö Asquiths. Það er mjög sennilegt að hann verði gerður að forsætisráðherra, og ef svo fer, er senniiegtað hann taki að sér hermálastjórnina, hann mun þó gæta þess, að þeir sem eiga að stjórna ensku hermönnun- um eyði minni tíma í tedrykkju og spilamensku. Þótt hann hafi enga hernaðar- reynslu, er þýðingarlaust. Abraham Lincoln hafði það heldur ekki, en hann kunni að fá þá menn til þess að berjast, sem hæfileikana höfðu til þess. Og Blake, einhver mesti sjóliðs- foringi, sem Englendingar hafa átt, hafði aldrei stjórnað skipi fyr en hann var orðinn fimtugur að aldri. Það er það sem menn hafa í höfð- inu frá fæðingunní, en ekki það sem þeir læra á herskólunum, sem gerir þá að góðum hermönnum. Frh. K. Zimsen.

x

Höfuðstaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.