Höfuðstaðurinn

Tölublað

Höfuðstaðurinn - 25.11.1916, Blaðsíða 4

Höfuðstaðurinn - 25.11.1916, Blaðsíða 4
HÖFUÐST AÐURINN TJnnusta hermannsins. Norsk saga. — o — Frh. XVI. Hrösun og fall. Steinert lauk upp dyrunum og kom inn í veitingastofuna. Hann var klæddur loðkápu mikilli og með ioðhúfu á höfði og öku- hanska á höndum, var hann hinn föngulegasti og í góðu skapi. Hann heilsaði Maríu og leit til hennar rannsakandi augum. — Ætlið þér að aka eitthvað' spurði hún. — Pað held eg, veðrið er svo fagurt og færðin er afbragð, og hópur giaðra drengja og kvenna hefir komið sér saman um að skreppa út í Bygdö og eyða kvöldinu þar. Er það sleðaför? — Eitthvað í áttina, og svo komum við einhversstaðar inn, þar sem húsrúm er nóg og hljóð- fceri er að fá og dönsum úr okk- ur hrollinn. Komið þér nú með, María, sagði hann hiöjandi. — Pökk fyrir, eg he!d eg fari hvergi, svaraði hún. — Pví þá ekki? spurði hatm og leit til hennar átakanlegum bænaraugum. Pér hefðuð þó gott af því að koma út úr molluloft- inu hérna í stofunni og út í góða veðrið og aka spottakorn eftir rennsléttu hjarninu, gegnum skóg- inn, og svo kalt púns og kampa- vín til að hressa yður á, — æ komið þér nú, María! — Aka gegnum myrkviðinn, kampavín og kalt púns, sagði hún drœmt, eg yrði yður nokk- uð dýr, bætti hún við og hristi höfuðið brosandi. Pað yrði altof kostnaðarsamt, hr. Steinert. — Kostnaðarsamt? Eg borga auðvitað. — Eg var nú ekki að hugsa um það. — Trína og Hilmar Larsen verða í förinni. — Já, Trína getur verið með. — Pér getið það líka. Verið þér nú ekki svona óþjál og slæm við mig, María, sagði hann blítt og biðjandi. Eg lofaði að koma með yður. — Nei, eg fer hvergi, svaraði hún, ákveðin. — Pá er mér sama um alt ferða- lagið sagði hann, eg get eins vel setið heima, bætti hann við og fleygði sér í Iegubekkinn. María horfði á hann alveg forviða. Oat það átt sér stað. að þessi fallegi og fyrirmannlegi maður, £ampar bmwr M Jóns Hjaríarsonar & Go. Tekjuskattsskrá Skrá yfir eignar- og atvinnutekjur í Reykjavík 1915 og tekju- skatt 1917 liggur frammi til sýnis á bæjarþingstofunni 15. nóvem- ber til 29. s. m. að báðum dögum meðtöldum. Kœrur yfir skattskrána skulu komnar ti! undirritaðs formanns skattanefndarinnar fyrir 29. nóvember. Borgarstjórinn í Reykjavík, 14. nóv. 1916. K. Zimsen. væri svona dauð-ástfanginn í henni? Hugsunin var óneitanlega ginn- andi fyrir hana. Frú Larsen kom inn úr eldhús- inu. Steinert heilsaði henni kurt- eyslega og spurði um líðan henn- ar, svaraði hún þessari hugul- semi hans með yndælu brosi og kvað sér líða ágœtlega. Bókbandsvinnustofa Jónasar og Björns er á Laugaveg 4. — Finst yður ekki að María gæti slegist með í sleðaförina? spurði hann frú Larsen. — Jú, eg veit ekki hvað ætti að vera því til fyrirstöðu, — eg skal afgreiða gestina hérna í dag — Eruö þér ekki ennþá alveg vonlaus um að fá mig með, hr. Steinert? — Nei, eg sleppi aldrei allri von, svaraði hann, undarlega al- varlega fanst henni. — Góða, farið þér nú með þeim, María, sagði frú Larsen í bænarróm. — Nei, það geri eg ekki, svar- aði María áköf. Frú Larsen gékk aftur fram. Steinert varð æði þungbrýnn við, f I eygði sér niður í legubekkinn og bað um hálfflösku af öli. — Þegar hann var nýbyrjaður að fást við flöskuna, koin pósturinn inn. —fc Hér er bréf til yðar, ungfrú, sagði hann og rétti Maríu bréf. Hún leit á það og sá að sænskt frímerki var á bréfinu og hún hafði næstum œpt upp yfir sig af gleði. Steinert sat við borðið og hafði tekið dagblað og sýndíst nú sokk- inn ofan í lesturinn. María braut upp bréfið. Hvað varnúþetta? Kort. Hún brá því upp að Ijósinu og varð föl sem nár. Petta var trúiofunarkort og á því stóðu nöfnin: Amanda Hedström Konráð Ebbesen. Henni lá við köfnun og hún hné niður í stólinn, alveg yfir- buguð af geðshræringingu. Henni sortnaði fyrir augum og henni fanst alt hringsnúast í kring um sig. — Hún sá í huganum síðustu samfundi þeirra, úti f girkjugarð- inum — þegar hann sór henni trygðir. Hvernig hafði hann haldið þann eið sinn? Nei, hann var ekki verður tára hennar. Enginn skyldi fá vitneskju um sorg hennar — enginn, Hugur hennar fyltist af harmi gegn unnusta sínum, Var hægt að ganga lengra en að senda h e n n i trúlofunarkort- ið hans — smána hana í viðbót. Söguhetjan hennar var horfin. Pó unni hún honum enn, meira en nokkru sinni áður. Sorgin bugaði hana aftur og hún brast í þungan, krampa- kendan grát. Petta var hræðilegt. Hvernig átti hún að geta borið sorg sína svo enginn yrði þess var. Hún vildi ekki hafa hana á glámbekk. Þótt hún í huganum kallaði Konráð svikara, var það lítil hugg- un, — Henni fanst nún vera aleg til- fingingarlaust að eins hún gæti komist eitthvað langt, langt í burtu, frá þessum heljandi hugs- unum, og strax datt henni í hug örþrifa ráð. Hún stóð á fætur, færði til glös og diska, sem stóðu á borðinu. Steinert gekk til hennar og blístr- aði kampavíns stökkdansinn. Honum varð litið á hana. — Hvað gengur að yður, Mar- ía? Þér eruð svo föl. ! — Ekkert, svaraði hún rólega. ; Pað er hálfþungt loftið hérna inni. —■ Ójá, það er það nú. Manfreð. Hundrað ár eru nú liðin síðan ' Manfreð var saminn suður í Sviss, árið 1916. — Höf. leikrits þessa, Byron lávarður, hafði þá kvatt Engiand í síðasla sinn og skilið j við konu sína. Er það engum, efa bundið að, að tilfinningar þær er koma í Ijós hjá Manfreð víða í leikritinu eða skáldritinu, sem öllu heldur mætti nefhá það, eru eigin tilfinningar höf. Hafði hann orðið að reyna margt og þola, sem æst hafði tiifinningar hans. Manfreð er talinn eitt mesta snildarverkið eftir Byron og hefir séra Matthías Jochumsson þýtt það á ísl. tungu, eru 40 ár síð- an að »lárviðarskáldið« vann það þrekvirki. Manfreð er nú ný útkominn í annað sinn, var fyrri útgáfan fyr- ir löngu orðin ófáanfeg, hefir Quðm. Oamalíelsson bókbindari kostað útgáfuna, er hún vönduð, á góðan pappír og frágangur all- ur góður. Var það vel til fundið að gefa Manfred út nú, þegar trumritið var 100 ára og þýðandinn átt- ræður. Myndina á kápunni hefir gert Ríkarður Jónsson listamaður. Bókina er að fá í Bókaverslun Ouðm. Gamalíelssonar og hjá öðrum bóksölum. K. V I N N A Stúlka sem er vön verslunar- störfum óskar eftir atvinnu við verslun eða á skrifstofu nú Peg- ar. A. v. á. Einn mann kunnugan til róðra vantar. Oísli Halldórsson, Qrett.g. 20 B. I

x

Höfuðstaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.