Höfuðstaðurinn - 11.12.1916, Blaðsíða 4
HÖFUÐSTAÐURINN
Unnusta hermannsins
Norsk saga.
—o— Frh.
XXII.
Járnvilji.
Pað var sunnudag, að áliðnu
sumri, að Ameríkuskip lagðist
að bryggjunni. Var þar saman
kominn fjöldi fólks til að horfa
á og skoða farþegana, sem nú
streymdu í land
Meðal þeirra var ungur maður
svartur á hár og skegg, fjörlegur
með falleg augu og bar sig vel.
Hann lét flytja farangur sinná
lítið sjómanna »HóteU og hélt
síðan áleiðis til járnbrautarstöðv-
anna og gaf nánar gætur að öllu
sem fyrir augun bar og virtist
líta smáum augurn á> bæjarkrýli
þetta.
Samt þótti honum vœnt um að
vera kominn heim aftur, í kyrð-
ina og friðinn, þar sem alt^var
svo lítið og dvergvaxið hjá^þv#
sem hann hafði séð í Ameríku-*
stórborgunum.
Svo fór hann að hugsa um
endurfundina. Hann sá í anda
sjálfþn sig koma inn úr dyrun-
um og móður hans stökkva á
fætur bæði hissa og hjartanlega
glaða við þessa óvæntu sýn. Pá
sá hann sjálfan sig taka bunka
af seðlum og dollurum upp úr
vösunum og hampa þeim sigri
hrósandi og senda svo eftir vín-
flösku. — Pað skyldi vera skemti-
legt kveld, hann sæti við borðið,
hann yrði spurður spjörunum úr
og ekki skyldi standa á svörum
og svo kæmi hann með öll djásn-
in sem hann hafðí keypt handa
móður sinni, frænku sinni og
svo mátti ekki gleyma kærustunni.
Pað var gaman að hugsa um
þetta, fanst honum.
Hann hló með sjálfum sér og
gekk glaður í huga áleiðis út
að Orænalundi.
Honum datt ekki í hug, að
nokkur breyting hefði getað orð-
ið á, síðan hann fór að heiman.
Parna kom hann auga á húsið,
sem móðir hans hafði búið í.—
hann þóttist viss um að hún
mundi vera þar enn, því þær
höfðu báðar sagt það, móðir hans
og Matta frœnka hans, að þær
vildu búa þar, meðan þær lifðu,
þeim félli þar svo vel.
Parna var það. Múrinn óhreinn
og sprunginn og margar þak-
hellur vantaði, alveg eins og þeg-
ar hann fór að heiman.
Pegar hann fór inn út hliðinu
og gekk upp’ stigagarminn, kom
*jy
Gömul reiðhjó! sem ný
ef þau eru gljábrend (ofnlakkeruö) hjá
reiðhjólaverksmiðjunni Fálkinn
Laugaveg 24,
■ 9tBT Fyrsta flokks vlnna. ~WQ
—
The Three Castles Cigarettur
fást nú óvíða í bænum, reykið því
Gullfoss Cigarettur
sem búnar eru til úr T h r e e C a s 11 e s t ó b a k i og því
þær einu sem bærilegar eru.
\ £ev\^
einhver' óskiljanleg angist yfir
hann og hann óttaðist að einhver
breyting : kynni að hafa á orðið
hér heima í öll þessi iöngu, þrjú
ár, sem hann hafði ekkert frétt,
það var ekki trútt um að hann
fengi hjartslátt.
Kakao.
A grip af sögu þess.
Eftir XX.
---- Frh.
Þaö er nógu gaman aö kynna
sér háttu hinna fornu Mexikóbúa,
sem nú eru aidauða. Er þaö sök
Spánverja, sem léku þá hart og
grimmilega. Fernando Cortes, sem
áöur er getiö, segir frá veizlu einni
mikiili, sem Montezuma, síðasti kon-
ungur í Mexiko, hélt til heiöurs-
honum, var kakóið þar aðaldrykk-
ur. Hann segir svo frá:
»Á eftír heilu réttunum kom svo
eftirmaturinn. Voru þaö ávextir.
Konungurinn leit varla viö þeim.
Þá var borinn inn í gullnum bik-
urum drykkur, búinn til úr kakaó,
og stóö froöukúfurinn upp af. —
Komu í salinn í einu 50 könnur
af drykk þessum. Báru hirðmeyj-
ar kouungi drykkinn meö hátíöleg-
um svip, Meðan á máltíðinni stóð
skemti konungur sér við að horfa
á skrípaleiki nokkurra krypplinga af
Indíánakyni, sem sýndu þar lodd-
aralistir sínar. Lét hann gefa
þeim leifar allar af borðunum í
Ieikslaun. Þegar máltfð var lokið,
báru konur inn þvottavatn og er
því var lokiö var honura borin
reyrstöng, mjög skreytt, var hún fylt
blööum jurtar einnar sem «tabak»
nefnist, kveikti hann í og dróg að
sér ilmandi reykinn. Þá settist varð-
sveitin aö borðum, og var þá ekki
sparaöur kakósopinn. Sá eg oft
bornar inn alt að 200 könnur full-
ar af kakaó. Konurnar boröuðu á
eftir og siðast bakararnir og kon-
urnar sem kakóið bjuggu til. Hafa
slíkar máltíðir hlotið að kosta of-
fjár.
En Azíekakonungurinn naut
{ ekki þessa saellífis lengi. Spánverjar
steyptu honum úr konungssessi og
flultu mest auðæfi ríkis hans heim
með sér og þar á meðal leyndar-
dóminn um kakao tilbúninginn, átti
súkkulaðið þar fljótlega vinum að
fagna.
Spánverjar lumuðu samt á leynd-
armálina um tilbúning á súkkulaöi,
þangað til á 17, öld að það breidd-
ist víðar út, og þá auðvitaö fyrst
til ftalíu og þaðan út um alla
Evrópu.
í [Frakklandi var þaö Theresa,
drottning Lúðvíks XIV., sem út-
breiddi kakao og súkkulaði þar í
landi, var það árið 1661. Lét hún
hirðgæðinga sína fá einkarétt á út-
sölu allri og græddu þeir á því
stórfé. Það var ekki fyr en seint
og sfðarmeir að kakaoið fluttist til
Þýzkalands og fyrsta súkkulaðiverk-
smiðjan þar var rekrn af munkum.
En það var ekki hlaupið að þvf,
að fá markað fyrir það, því nú
reis upp fjöldi manna, sem ofsóttu
I það á allar lundir einkum prestar
og munkar, sem sáu ofsjónum yfir
framtakssemi og hyggíndum stéttar-
bræðra sinna. Töldu þeir drykk
þennan skaðlegan, bæði fyrir lík-
ama og sál, fékk það sömu útreið
eins og kaffið og lóbakið, er það
kom fyrst til Evrópu.
Allnr þessi mótþrói varð þó ár-
angurlaus. Heilbrigö skynsemi Iæt-
ur ekki til lengdar slá slíku ryki í
augu sín.
Friðrik mikli bannaði innflutning
á kakao, eins og á kaffi, en það
bar [hvorttveggja jafnmikinn' árang-
ur. Hann lét efnafræðing einn gera
tilraunir með að útbúa samskonar
drykk, en úr öðru efui, en Prússar
jétu sér það ekki nægja og tóku
þann tilbúning ekki sem góða og
gilda vöru í ataö »Ouðadrykkjar-
ins», enda var þar ólíku saman að
jafna. Grasafræðisnafn kakaotrésins,
sem Carl von Linne gaf því, er
Theobrama (o: Ouðafæða).
Af kakaotrénu þekkja menn um
20 mismunandi tegundir og heim-
kynni þeirra er, eins og áður er
getiö, kringum Mexikóflóa og í
Mið-Amerfku. Sú tegund, sem
framleiðir mest af kakaobaunutn,
þeim, er gengu kaupum og sölum,
er Theobrame sacao. Tré þetta
verður alt að ö—8 metra hátt, að
meðaltali og stundum nær það
10—15 metra heð. — Að blöð-
unum undanskildum, líkist þaö
mest askviði. Litlu, rósrauðu blóm-
in, hafa þann eiginlegleika, að þau
vaxa út úr berum stofninum, en ekki
blaðahornunum, eins og venjulegt
er. Eftir nokkrar vikur, hefir mynd-
ast kjarni innan í blóminu, gul-
grænn að lit, um 15 cm. langur
og 5—8 cm. breiður, fær hann við
þurkinn, brúnan iit og líkist þá
mest Melónu eða Agúrku að lög-
un. Undir kjarnskelinni eru svo
40—70 bleikrauðar baunir, það
eru kakaobauniruar.
Frh.
r
KAUPSKAPUR
Skátabúningur til sölu með
tækifærisverði. A. v. á.__________
R i f f i 11, nr. 303, til sölu með
tækifærisverði. — Jóh. Guðnason,
Hverfisgötu 82 (uppi).
Duglegur maður vanur öllu, sem
að fiskverkun týtur, óskar eftir at-
vinnu sem umsjónarmaður. A. v. á
K»XKXKaillRH(*(MV**Ka! Kffl
HÖFUÐSTADufilfíI
kemur út daglega, ýmist heilt
blað árdegis eða hálft blað árdeg- *
S is og hálft síðdegis eftir því sem 3}
5 ástæður eru með fréttir og mikils-
8 verðandi nýjungar,
M ffffffffffffWIIKKaHIIMffKKffiaiKffiK
Kauplö
,y.‘óSu35taí\t\n.
Útgefandi Þ. Þ. Clementz
P rentsmiöja Þ. Þ. ötmentz. 1916