Höfuðstaðurinn

Tölublað

Höfuðstaðurinn - 24.12.1916, Blaðsíða 6

Höfuðstaðurinn - 24.12.1916, Blaðsíða 6
HÖFUÐSTAÐURINN »Það sem menningarsnauðu vílli- mönnunum virtist vera glæpur er einnig dýrslegt athæfi í augum nú- tfmamanna. Enn á vorum tímum segja lögin: auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Hver sem tekur lífann- ars, hans líf skal einnig verða tekið. Já, þau hafa öll drepið, þessi úr- þvætti, sem hér standa fyrir fram- an yður — Köping, Oeffle, Josefa, Martha. Já, eg sé vel að þau uú beygja höfuð sín, stama óttaslegin og gráta hræsnistárum. En jafnvel úlfurinn er skömmustulegur, hnugg- inn og aumur, þegar hann er kom- inn í giidruna. En sleppið úlfinum, og þér munuð sjá hvernig fer. Nei, enga miskunn á að sýna þeim, sem enga miskunn hefir sýnt. Köping — vitið þér hver hann er þessi betlari, sem fer til og myrðir mann; drep- ur heldri mann, greifa til þess að bjarga fyrirlitlegum hundi. Hann er tákn hoídi klæddrar óánægju mann- anna, uppreistarmaður gegn lífinu, einn þeirra, sem vili hefja sínarlít- ilvægu og aitof verðskulduðu sorg- ir ti) jafns við þá réttmætu örvænt- ingu, hann er eino þeirra setn af- sakar sig með ofurefli tilfinumg- anna. Hann er tákn þess óendan- lega Iitla í baráttu viö hið óendan- lega mikla, skugginn sem öfundast við Ijósið, ietinginn, sem ávalt stend- ur hætta af, sem Jiggur hvarvetna í leyni og situr um ali. Hér er dæmi þess haturs sem lítilmennin bera til mikilmennanna. Annað villidýrið er þessi Jakob Oeffle. í ráðleysi hefir hann tekið að sér eiginkonu og varpar upp á djöfulinn og framtíðina áhyggjun- um fyrir því hvernig hann fái alið upp þau börn, sem hann eignast. Hann skortir brauð, en eignir ná- ungans eru hendi nærri og hann tekur það, sem hann þarf með. Borgararnir verða felmísfullir og grípa til varnar — en hann ber og lemur hvað sem fyrir verður og eykur þann veg á glæp sinn — Æ, hvernig myndi heiminum farn- ast, ef tkki væru til lög, dómarar og böölarf Á heimilunum yrði öllu rænt, því yrði stoliö, sern menn söfnuðu sér, og hver sá, sem vildi verja eign sína mætti eiga það á hættu aö verða myrtur. Til þess mundi þróttleysi valdhafanna og meðaumkun réttvísinnar leiða. Alt myndi hrynja til grunna og hyljast í rústum þessa mikla bruna. Allir mundu farast í þessu heimsbáli, en fyrstu neislar þess slá nú þegar roða á sjóndeildarhringinn, það sjáum vér af verkum Mörthu Falhun og hennar giæpahanda,* Þegar hann hafði lokíö máli sínu, stóð Vettern upp, hrærður mjög. »Svo dásamlegt, svo frábært«, sagði hann, »þú hefir þarna kom- ist hærra, en nokkru sinni fyr.« Og þeir föömuðust læknirinn og dómarinn. Þá um kvöldiö drukku þeir sig alveg úfúr, svo að ráðskonan neit- aði algerlega að sinna þeim meira, en fór burtu úr húsinu þegar í stað. Vettern hélt Ioks heimieiðis. En morguninn eftir fór hann burtu úr bænum til sjúklingsins, en sá ekki vin sinn áður en hann lagði af stað. Það var kominn sá dagur að réttarhaldiö ætti að fara fram. { þá daga var á Noröurlöndum ávalt dæmt af 12 dómendum og úrskurði þeirra varð ekki skotið annað. í þrjátíu ár hafði Heridal veriö formaður dómendanna og sá gem öllu réði. Það sem hann sagði var það, sem úr skar. Hinir dóm- endurnir ellefu, beygðu höfuð sín undir stjórn hans og staðfestu úr- skurð hans. Hann var sem kon- ungur á starfsviði sínu. — Rétt- vísin það var Heridal. Sfðan snemma um morguninn hafði veriö þröng mikil fyrir utan dómssalinn og þegar þeir ákærðu voru fluttir úr fangelsinu og inn í dómssalinn, þá hentu menn grjóti á eftir þeim. Allir vissu að þeir voru fyrirfram dæmdir, og böðull- inn hafði daginn áður keypt sér nýjar hengingarólar. Það var því ekki vert að sýna nokkra vorkun- semi eða miskunn. Úr því að þess- ir mannagarmar áttu að deyja hvort sem var þá gerði ekkert til, þótt þeir væru kvaldir dálítið fyrst. Fjöld- inn er huglaus og ávalt á sama máli og sá máttarmeiri. Þegar þessi fjögur sem glötuö voru, fóru fram hjá þá æptu menn að þeim, köll- uðu aö þeim alls konar ókvæðis- orðum og köstuöu að þeim grjóti. En þeim stóð á sama um alt, dauð- inn hafði pegar bieitt rósemi sína yfir sálir þeirra. Þegar komið var inn í salinn þar sem dóminn átti að kveða upp, þá kváðu enn við óp og bölbænir og ógnandi steyttu menn hnefa sína að þessum óhamingjusömu mönnum. Þá kom dómnefndin inn í salinn, í fylgd með henni voru hermenn með alvæpni — dómararnir voru allir í skarlatsrauðum skikkjum og gekk Heridal fremstur. Alt varð hijótt þegar í stað. Hrollur fór um alla mannþröngina, ailir hneigðu hötuð sín eins og kornöx fyrir vindi. Athöfnin hófst. Vitnin voru köll- uð fram, þau skömmuðu og ásök- uðu hina ákæröu. Réttarhaldið fór tram eftir sínum föstu reglum, þung- búið og tilbreytmgalaust. Þegar þeir ákærðu voru spurðir, þá ypti Köping öxlum, Geffle stamaði óskiljanleg orð, Martha hallmælti dómurunum, en Josefa lýsti yfir því, að sig skifti það engu þótt hún yrði hengd, en þangað til gætu menn að minsta kosti látið hana vera í friöi. Heridal stóð upp. Alt í einu braust sólargeisli inn um einn af marglitu giuggunum, iun í skuggalega salinn og féll á yfirdómarann, svo aö hann stóö þar skínandi af gulli og purpura frá hvirfli til ilja — voldug æfin- týraroynd. Einkennileg tilíinning ruddi sér til rúms í hugum áheyrenda-fjöld- ans. Óskiljanleg tilfinning ótta, iotningar, virðingar og einhvers dularfulls, virtist hér láta til sín taka. Þaö var líkast því sem eitt- hvað farsællegt og yfirnáttúrlegt væri að ske fyrir augum manna. Fjöldinn stóð á öndinni og hlust- aöi, menn héldu niðri í sér and- anum, allir þögöu, allir höfðu hjart- slátt af óttablandinni eftirvæntingu. í sama bili kom læknirinn Vet- tern inn i salinn. Hann hafði kom- I ið fyr heim úr ferð sinni, en hann hafði búist við, vegna þess að sjúk- i lingurinn var þá oröinn heilbrigð- | ur og var hann í mjög illu skapi þess vegna. Hann gaf yfirdómar- anum bendingu og settist á sinn vana stað, en þar hafði enginn vog- að að taka sér sæti. Heridat tók til máls, en þegar við fyrstu orð hans undruðust menn yfir því, hve blíðlegur hann var í máli. Vettern varð órólegur. Heridal talaði hægt, en fólksfjöldinn hlustaði agndofa á orð hans, • »Þér dómarar, þessi ólánsmaður (hann'benti á Köping) hefir drepið greifa v. Söderhaun. Það er stað- reynd og hann hefir jafnvel geng- ist við því. En af hverju drap K. greifann ? Allir þér sem hlýðið á mig þekkið gleði heimilislífsins, þér eigið mikilsvirta foreldra, bros- andi börn og framtíð yðar og for- tíö felst í nútíð yðar. Allir elskið þér og njótið ástar annara og á { kvöldin að afloknu starfi njótið þér blfðu ástvinanna, á Iífsleiðinni er yður fylgt af öðrum mönnum og hjöitu yðar slá með öðrum hjört- um. Þér vitið ekki hvað það er að vera einmana og einstæðmgur í heiminum, að þekkja ekki til þess hvað það er að eiga foreldra eða ástvini og að ftækjast um, án þess að vita hvert eða til hvers. Þannig er hlutskifti Oskars Köpings. Hann misti foreldra sína þegar hann var smábarn. Vinir mínir, mannlííinu er þannig farið, og það er hægt að segja því það til hróss, að þaö getur ekki verið án ástúðar- innar, og sá sem mennirnir hrinda frá sér hann flyr til dýranna, sem ekki þekkja til neinnar fyrirlitningar fyrir neinum. Frá því er Köping var barn ól hann hund sinn upp, gaf honum mat af fátækt sinni og hundurinn elskaði Köping aftur á móti. Köping var ekki lengur ein- síæðingur í heiminum. A daginn gengu þeir saman í öllum veðrum. Þeim varð kalt og þeir svitnuðu, en þeir voru altaf saman ; á næt- urnar sváfu þeir hvor við innars hlið undir beru lofti. Þeir drukku báðir af sömu lindum og hvíldust báðir undir sömu runnum í fimtán löng og erfið ár. Vei þeim sér- góða manni, þeim hrokasegg, sem ekki hefði elskað þennan æíiféiaga, þennan fjórfætta vin með gullhjart- að, sem um ekkert annað hugsaði en hann. í náttúrunni ómælilegu er ekkert fyrirlitlegt, og hver sá sem kann að elska, hvort heldur hann elskar menn eða skepnur, er verður þess að verða ástarinnar aðnjót- andi. Dago var greifi, hann var einn þeirra, sem njóta hamingjunnar f lílinu, hann hefði átt að skilja alt með því að allir vegir til vizku voru honum opnir, hann drap hund- inn sem Köping átti. Steinn liggur í götunni, Köping þrífur hann og glæpurinn er framinn. En þessi glæpur er afsakanlegur og þér mun- uð sýkna Köping. Það er vilji minn að þér gerið það.« »Hann hlýtur að vera drukkinn«, hugsaöi Veltern. En þeir sem frammi í salnum voru sögðu hvorir við aðra að sól- in legði geislabaug um höfuð He- ridals. »Nú kem eg að Geffle«, hélt yfirdómarinn áfram og var angur- blíða f röddinni. »Hann ’átti heim- ilið, eiginkonuna og börnin og alla þá blíöu sem eg áðan mintist á við yður. En enginn eldur brann á arninum, konurta og börnin skorti brauð. Ef þér, eftir aö hafa verið algerlega matarlausir f þrjá daga kæmuð heim aö kvöldinu, sæuð konuna magra og föla og börnin, sem hnipruðu sig grátandi saman í einhverju horninu. — Þér eigin- menn, sem á mig hlýðið — eg sný mér til hvers einasta af yður — segið þér mér, hvað hefðuð þér gert«? Það varð mikil háreysti í saln- um, og fjöldinn, sem altaf er hvik- ull hrópaði: »Geffle er saklaus!* »Þér sýknið hann sjálfir« hélt Heridal áfram. >Hann hlýtur að vera orðinn óö- ur« nöldraöi Vettern. í sama bili sagði gömul kona, sem sat aftast í salnum: »Rauða skikkjan dómarans er orðin hvít«. Barn eitt sem hafði starað áHeridal, sem sólargeíslarnir !éku um, full- yrti að gullslitur væri á skeggi hans. Og þeir urðu fleiri og fleiri, sem urðu þess fullvissir að þeir væru hér sjónarvottar að máttarverki. »Josefa, Martha«, hélt Heridal áfram, >hvaö hafa þessar ólánsömu konur gert fyrir sér?« Josefa, vesalings stúlkan hefir vaxið upp sem jurt viö gðtubakk- ann, fótumtroðin og fyrirlitin af öllum. Því bar hún svo litla á- byrgð gerða sinna. Hún var fil fulls glötuö, munuð þér segja — á hún því að ve-a að eilffu dæmd bæði þessa heims og annars? En María Magdalena? Við þessi orð varð rödd yfir- dómarans mild og þýð eins og lofsöngur. »María Magdalena var líka sek, en hún tók sinnaskiftum og fékk fyrirgefningu. Úr því að Josefa féll, átti hún fyrir því að falla á- fram? Átti hún engan rétt á sér framar, átti hver sem vildi að geta farið með hana að vild sinni, eins og þessir hraklegu ungu menn héldu sig hafa rétt ffl? Á hún ekki framar að hafa neinn rétt til þess, að verja sig? Þaö var rétt geit af henni að verja sig, það var meira en rétt, það var hreint og göfugt verk. Þér álasið henni fyr- ir það að hún hefir komist út á glapstigu, en þegar hún í eitt skifli ekki vill láta undan, þá varp- ið þér henni í fangelsi, krefjist þess að henni sé hegnt, já, heimtið jafn- vel blóð hennar. Nú neita eg yð- ur um þá hefnd, eg gef yður ekki líf hennar. Eg krefst réttlætis og mér er sama um það þó að stúlk- an sé lítilmótleg og fátæk, en þeir sem ofsóktu hana séu voldugir og auðugir. — Fjórir ntenn, sem höfðu tekið sig saman um að frema ill- ræði, réðust á varnarlitla stúlku, hún reis í gegn þessu og eg felst fylliiega á gerðir hennar. Á sama hált hreinsaöi yfirdóm- arinn Mörthu Falhaun og sýknaði hana, og meðdómendurnir og fóikið staöfestu þann dóm. Allir dóm- endurnir voru á einu máli um það að sýkna þau öll fjögur, sem á- kærð höföu verið. Eins og ávalt áður fylgdu meðdómendurnir for- manni sínum og einum munni lutu þeir úrskurði hans. Geffle, Köping, Josefa Misoen og Martha Falhun fengu öll frelsi sitt þegar í stað. — »Takið við þessu* sagði Heri- dal og fékk hverju þeirra gullpynju, »farið til framandi landa, stígið þegar á skip. Ekkert ílt skal yður verða gert á leiðinni, því að eg vil hafa þaö svo, farið í friöi!« Heridal hafðí ekki einasta verið grimmur, hann hafði einnig ver- ið ágjarn, þessir eiginleikar höföu deilt um yfiráðin í hjarta hans. Áhorfendurnir urðu því ekki minna undrandi af þessu og Vettern af- neitaöi vini sínum af heitum hug. Hann forðaðist hann, en þegar hann sá að dómarinn gekk rólegur yfir torgið, til heimilis sfns, án þess að Ifta til hægri eða vinstri, þá gat hann ekki lengur að sér gert, hann þaut á eftir honum, til þess að segja honum tuilum fetum skoðun sína þegar í stað. Dyrnar stóðu opnar. Vettern gekk rakleitt inn og inn í herbergi gamla vinar síns. Hann sá Heridal liggja í rúm- inu, hann lá hreyfingarlaus — en loftið var þungt af hræðilegri fýlu. Læknirinn var nærri því að missa vitið, hann hristi dómarann, — en sá sem í rúminu lá, var dauður og stirðnaður. Vettern, maðurinn sem öllum betur þekti sjúkdómseinkenn- in, sagði sjálfur: Það eru fjórir dagar síðan Heridal dó. En hver var það þá, sem haföi kveðið upp dómana? Þýtt.

x

Höfuðstaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.