Höfuðstaðurinn

Tölublað

Höfuðstaðurinn - 26.01.1917, Blaðsíða 2

Höfuðstaðurinn - 26.01.1917, Blaðsíða 2
HÖPUÐSTAÐURINN Undir dularnafni. Eftir Charles Garvice. Paö mundi flesta bafa rekið í rogastans, hefði þeim verið sagt, aö hinn hágöfugi mark- greifi af Lynforde væri allra manna aumasíur. Þetta var þó hyerju orði sannara. Hann var ungur og hraustur, hafði álíka rnargar nafn- bætur og Spánarkonungur, átti jarðeignir og búgarða á Engiandi, Skotlandi, írlandi og Wales, að ógleymdri dýrðlegri sumarhöll á Italíu, og hafði svo mikiar tekjur sér til á- nægju, aö jaínvel miljónara frá Ameríku hefði þótt þær nokkurs virði. Ánægju. Nei, það var nú meinið. Hann hafði ekkí ánægju af nokkrum sköpuðum hlut. Menn halda alment að líf stórhöföingja sé endalaus giaumur og gleði, og gleði og glaum- ur á víxi, en það er öðru nær. Það hefir ef tii vill verið svo í gamla daga, og geíur jafn- vel áit sér stað um fáeinar undantekningar enn í dag, en það mun áreiöanlega vera algeng- ast, að nútímahöföinginn sé hlaðinn áhyggjum og stundum reglulega leiður á ltfinu. Áður en Lynford varð markgreifi, gat hann lifað og leiklð sér svona hér um bil eftir eigin geö- þótta, umgengist þá sem honum sýndist o. s. frv. En um leiö og hann varð hágöfugur markgreifi, komst hann að raun um það, sér til angurs og undrunar, að hann var í raun og veru ekki annað en ánauðugur þræll annara. Ánauðarokið var vitanlega af gulli gert og rósum reifaö, en það var engu að síður ok, sem gerði hann sáran og leiöan. Fyrst og fremst var nú umsjónin með öllum búgörðun- um. Að vísu hafði hann ráðsmenn, og þá góða, marga og mikiihæfa lögfræðinga, og urm- ul af vinnufólkí, en bæði ráðsmennirnir og Iög- fræöingarnir þurftu eða vildu endilega bera ýmislegt undir hann og fá hann til að undir- rita skjöl og skiliíki, og til þess að þjónar hans væru ekki iðjulausir, þá varð hann að eigra stað úr staö, hringinn í kring með alian hópinn, eins og einhver loddaraforingi. Bréf komu eins mörg til hans eins og til stærstu verzlunarhúsa, og voru flest þeirra snikjubréf, ýmist frá »!öggi!tum«- góðgerðafélögum eða þá allskonar betlurum og beiningamönnum. — Þessum bréfum fleygði hann nú að vísu í skrif- ara sinn, en það var þreytulegur maður, sem sí og æ sat við ritvélina og hamraði á hana, eins og hann væri að spila sinn eigin útfarar- sálm á hljóðlausa harmoniku. En þess utan voru önnur bréf, borgaralegs og þjóðfélags- legs efnis — og þau voru ekkert smáræði. Sama var aö segja um aðrar skyldur, sem á honum voru, samfara stöðu hans í mannfé- laginu. Hinum unga manni fanst það líkast einhverri þegnskylduvinnu, endalausri og af- kastalausri. En Lynford ásetti sér að fullnægja vanda þeim, sem vegsemd hans fylgdi og reyndi það líka eftir mætti, en það var óttalegt erfiöi og strit. Hann varð að vera á vissum stöð- um á vissum tfmum, tala altaf við sömu menn- ina, hlusta á sömu ræöurnar, éta sama matinn og drekka sömu vínin, og alsíaðar var honum tekið með sömu mærðinni, sem var ekki ann- að en viðbjóöslegt smjaður og fagurgali. Honum lærðist það fljótt, að það er óhugs- andi fyrir markgreifa aö eignast ósérplæginn og fölskvalausan vin. Allir geröu sér von um einhvern bitling frá honum og vildu hafa hann aö féþúfu. Tign hans og auðæfi geröu hann að álitleg- asta mannsefninu á öllu Englandi, enda var hann blátt áfram umsetinn af mæðrum þeim, sem áttu gjafvaxta dætur. Ef honum varð á aö setjast hjá ungri stúlku eða dansa viö sömu stúlkuna tvisvar sinnum sama kveldiö, þá mátti hann eiga víst að mæður þeirra guíu til hans hornaugum og ætluöu aö éta hann, sem menn segja. Mæðurnar gerðu aðsúg að honum og jómfrúrnar líka oft og fíöum, en sjálfur var hann hæglátur og hæverskur að upplagi, leiddi þetta til þess, að hann fékk megnustu óbeit á þess- um daðursdrósum og mátti ekki til hjónabands hugsa fremur en Ijóniö í skóginum til Ieyni- gryfju þeirrar sem því er ætlað aö falla í. Þegar hann hafði varið þrem árum æfi sinn- ar i þannig lagað tiibreytingaiaust glys og mun- að og leiðindi, þá reis hugur hans öndverður gegn þessu öllu saman. Veturinn var nú á enda og hafði verið óþolandi: dansleikar, hljómleikar, samkvæmi, tombólur, blómsveigar og veðreiðar hvað ofan í annaö, svo að hann mátti aldrei um frjálst höfuð strjúka og þar við bættist. að nd átti hann að fara í veiðiför til einhvers jarls eða hettoga á Skotlandi, ein- mitt þegar allur þorri manna var að hiakka til að fá sumarleyfiö og hvíla sig um stund frá störfum sínum. Kvöld eitt fleygði hann sér í hægindastól á skyrtunni og reykti pfpu sína í ákafa, en hana mátti hann auöviiaö ekki snerta nema þegar enginn sá til. Það var orðið framoröiö, en þó var ennþá umgangur í húsi hans, enda var heimili hans að jafnaði svo umfangsmikið, að þar voru jafnan einhverjir á stjái alia nóttina eins og í sjálfri London. Á borðinu hjá honum lá stór- eflis bréfahrúga, sem hafði komið með kvöld- pósíinum, og beið andsvara morguninn eftir. Því næst átti hann að leggja á stað í þessa Skotlandsfetð í sérstökum járnbrautarvagni og láta fólk í Iestinni stara á sig eins og tröil á | ríkju. Þá mundi verða tekið við honum með sérstakii viðhöfn á járnbrautarstöðinni og sömu- leiðis í höii hertogans skozka og ekki ganga á öðru en Iátlausu smjaðri og fleðulátum dag eftir dag. Þessi tilhugsun geröi Lynforde hamslausan. Honum hrukku orð sem ekki er vert að hafa eftir og stökk hann á fætur, og fór að ganga um gólf. Einhver ákvörðun fór smámsaman að myndast í huga hans og að lokum sagði hann upphátt við sjálfan sig; »Já, fari í grenjandi sem eg geri annað!« Hann hrmgdi bjöilunni og kom þjónn til hans, var sama þreytan og óyndiö að sjá á honum og húsbóndanum. »Náðu mér í einhverja leiðsögubók, Jones,« sagði Lynforde. Jones gerði það og Lynford hrifsaði hana af honum. »Þakka þér fyrir*, sagði hann. »Þú getur nú farið í rúmið, eg skal ekki halda þér leng- ur. Hvaða skelfing ertu þreylulegur. Þú verö- ur aö fá þér hvíid og þú getur fengið mán- aðartíma til þess. Eg ætla að ferðast burtu á morgun«. »Er þá ekki betra, að eg fari með yður, herra«? sagði Jones, sem vildi rækja skyldur sínar cn0t síður en húsbóndi hans og þótti auk þess vænt um lávarðinn. »Eg er hrædd- ur um, að þér getið ekki komist af án mín og munuð sakna mín!« »Það er svo sem auðvitaö«, sagöi Lynforde, »en eg ætla nú samt aö reyna að vera án þín í þetta skifti. Mér sýnist þú vera allur af þér genginn. Farðu til Margate eða Sviss eða ein- hvern skrattan og reyndu aö lyfta þér upp. Bíddu viö! Það er eitthvað af seðlum þarna í veskinu. Taklu nokkur hundruö krónur og brúkaðu þær«. Frh. Orðlögð átvögl. Rómverskir sagnaritarar segja, að árið 16 f. K. b. hafi maöur einn sýnt sig fyrir peninga, sem var einsiakur mathákur. Af honum er þessi saga sögð: Númantíus nokkur haföi boð inni og til þess að skemta boðsgestum sein bezt, hafði hann boðið til veizlunnar dansmeyjum frá Syríu og auk þess fengið þangað Aulus Vestus fyrir ærna fé. Var það almannarómur á Ítalíu um Aulus þennan. aö hann gæti étið heilt sauðar- fall til kvöldverðar. Aulus var leysingi ættaö- ur frá Spáni og var hálfu slærri og þyngri en aðrir menn. Kaupmaður einn, Rústíó að nafn', hafði verið húsbóndi hans og lét hann lausan vegna þess, að hann þurfti meiri mat en sex þrælar aðrir og var svo þungur á sér, að hann var óhæfur til vinnu. Áður en tröll þetta kæmi til boðsins veðjuðu gestirnir um liversu miklu að hann mundi fá torgað. Aulusi var nú tekið með mestu virktum og leiddur til borðs með gestunum. Settist hann þar að krásum þeim, sem fyrir hann voru bornar sérstaklega og sagöi jafnframt æfisögu sína, en maturinn, sem í hann fór, var þessi: Tvær skálar af sætsúpu, sem nægt hefðu fimtán mönnum, þrjár hænur steiktar, þrjár skálar af fiskmauki og steiktur sauöarskrokkur. Leyfði hann ekki öðru af honum en nöguðum bein- unum, sem kastað var fyrir hutida Númantíus- ar. Jafnframt þessu drakk hann ódæmin öll af víni og hefði þeita riðið hverjum öðrutn tnanni aö fullu, en þráit fyrir alt þetta var Aulus ódruknastur allra borðgestanna. Áskotn- aðist gestum þeim mikið fé, sem veðjaö höfðu um, að Aulus gæti torgaö meiru en einu sauð- arfalli, og Númantíusi þó líkiega einna mest, því að hann hafði kynst mathák þessum áður í Palermó meðan hann átti heima hjá Rústíó kaupmanni. Á tírnum Ottós keisara fyrsta var annarmat- hákur uppi, Minnist sagnfræðingurinn Galví- nus Ochíó á hann í riti einu, sem enn eru til leyfar af og ræðir um hirðlífið hjá Ottó fyrsta; segist honum þannig frá: »Meðal vildarmanna keisarans var greifi einn frá Búrgúnd, Tassíó v. Beltamor að nafni. Var hann hverjum manni hærri og digur að því skapi, enda kostuðu herklæði hans ferfalt meira en annara riddara. Eitt sinn kom send herra páfa, Trígúfer biskup í Maílandi, til hirðar keisarans og var stornað til villigaltarveiða í heiðurs skyni við hann, en að veiðinni iokinni voru tjöld reist og vistir bornar fram á völlum nokkrum. Varð Beltamor greifi þá við þeim tilmælum bisk- upsins, að sýna hversu matfrekur hann væri, enda höföu sögurnar af malgræðgi hans bor- ist alla leið til páfans í Róm. Fyrst voru val- in siykki, af hirti einum, sem skotinn hafði verið og duga hefðu mátt sex meðalmönnum; voru þau borin grjóti til þess að gera þau meirari og síðan steikt. Ekki var greifinn lengi að sjá fyrir þeim. Því næst át hann bæði lærin af villigelti einum og fjóra fiska steikta; var hver þeirra álnar langur eða vel það. Með þessu drakk hann tært lindarvatn því að hann hafði unniö þess heit, að bragða aldrei vín, Skömmu síðar sneri Trígúfer biskup aftur til Ítalíu. Bauð hann þá greifanum að gerast sinn maður og ganga fyrir páfa. Urðu þeir síðbúnir til fararirinar og hreplu hríðrveður mikil á leiöinni á Alpafjölluuum, því að þetta var ui^dir vetur. Urðu þeir þá að sitja hríðar- fastir í þrjár vikur f kofa einum langt frá bygðum. Frh,

x

Höfuðstaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.