Höfuðstaðurinn

Tölublað

Höfuðstaðurinn - 26.01.1917, Blaðsíða 3

Höfuðstaðurinn - 26.01.1917, Blaðsíða 3
HÖVUÐSTAÐURINN imKHHHKKRHRMRHlRffiKH HKHS C2 8 1 HÖFUBSTABimm K kemur út daglega, ýmist heilt >3 Íblað árdegis eða hálft blað árdeg- jj® is og hálft síðdegis eftir því sem K ® ástæður eru með fréttir og mikils- « É verðandi nýjungar, Duglegir drengir óskast til að seija llötfuðstaðinn Stubbasirtz — óvanalega gott og ódýrt — ^emaciuY. i ! ,Eeiðhjólaverksmið]an Eálkinn hefir fengið símanúmer 6tð Höfuðstaðurinn kostar 6 0 a u r a um mánuðinn, fyrir fasta kaupendur. — Pantið blaðið í síma 5 7 5 ---eða 2 7.--- Kaupið nýkomið tii Krisiínar J. Hagbarð, Laugaeg 24 C. Liðsforíngi úr Alpaveiðiliðsdeildinni, er helsaerður. »Látið lúðra- fl olkinn kotca og blása : »Sidi Brahim Match*, biður hann, og út frá oiusíusöng þessnm sofnar hann svefninum langa. Skorið neftóbak vindlar alls konar, cigarettur og alls konar sælgæti, hvergi betra en hjá Kristínu J. Hagbarð. Bréf og samninga vélritar Maskinolia - Lagerolia Cylinderolia Sýnishorn látin ef um er beðiðl H. I. S0 Q. M. Bjðrnsson Kárastíg 11 (Kárastöðum). Prentsmiðja Þ. Þ. Clementz. 1917. Fólk það, sem vantar atvinnu, yfir lengri eða skemri tíma, ætti sem fyrst að tala við Kristfnu J. Hagbarð. I KAUPSKAPUR 1 Hálftunna af KRYDDSÍLD til sölu nú þegar. vegi 46. Uppl. á Lauga- | TAPAS- -FUNDie. | Vinnuskyrta prentsm. Þ. Þ. fundin. Vitjist í c. FóSturdóttlrln 42 43 44 og tekur hana á arma sína, ef með þarf. En eins og þú sérð, Gabríel miftn, vildi eg heldur sýna þér litla gestinn sjálf, bætti greifafrúin við og leit ásthýrum augum til manns sfns Eg vonaðist eftir þvf, að þá yrði það kær- komnari gestur, og eg hefi víst ekki vonað árangurslaust. Greifinn strauk þýðlega nm vanga konu sinnar og sagði: —En segðu mér, Georgina, hvernig liggur í öllu þessu. — Það skal eg gera, ef þú vilt hlýða á sögu barnsins, eða þann hluta hennar, sem mér er kunnur. — Nú, jæja. Lát roig heyra þá, svaraði greifinn og var nokkur þungi í röddinni. Hallaði hann sér síðan aftur á bak í legu- bekkinn og beið þess að kona hans tæki t?l máls. Greifafrúin sagði honum alt sem farið hafði og hún vissi og oss er þegar kunnugt. Skýrði hún frá því með innilegum og hjartnæmum orðum. — Hvernig hljóðar skírnarseðillinn ? spurði greifinn. Frúin rétti honum seðilinn, og hönd hennar titraði um leíð. — Skírnarseðillinn er frá Stokkhólmi, taut- aði greifmn og varð þungur á brún. Senni- legt er, að móðirin sé einhver æfintýrasnót. Það er einstaklega þægilegt fyrir þær að kasta öllum sínum áhyggjum upp á aðra og fleygja í fyrsta herragarðsökumanninn sem þær hítta, afkvæmi sínu. Það hefði vfst veriö sama, þótt það hefði verið ökumaöurinn frá Schwerins eða Rehbinders, eða hvaðan sem vera skyldi, hún hefði troðið skríninu upp á hvein þeirra sem hefði verið. Greifinn var orðinn æstur í skapi. — Ó, nei, góði Gabríel minn, andmælti greifafrúin, og hreimfagra röddin hennar var mýkri en nokkru sinni áður. — Þú trúir því þá að Vfkingsholm hafi verið valið með vilja ? — Já, þú getur víst sjálfur gengið úr skugga um það, ef þú lest þessar línur. Frúin var orðin djarfari við mófstöðu manns síns og virtist ætla að berjast til þrautar fyrir málefni sínu. Hún rétti honum nú bréfið. Hann tók við því og Ieit á. í sama bili var dyrunum brundið upp og Axel litli, einkabarn þeirra hjónanna kom þjót- andi inn og kallaði: — Mamma, mamma, nú var gaman, reglu- legt gaman. Stína ók mér og Eiríki, garðyrkju- mannsins, alla leið niður garðbrekkuna, og við fórum svo miklu harðara en------------ Drengurinn þagnaði skyndilega, þegar hann sá barnið, en svo hrópaði hann: — Hvar hefir mamma fengið þetta litla barn? Og hann skoðaði nú barnið í kiók og kring, þar sem það spriklaöi í kjöllu greifa- frúarinnar. Mamma má ekki láta það í burtu aftur. Eg vil fá litla systur. — Mikið ruglar þú drengur minn, sagði greifinn og biaut aftur saman bréfið og lagði það á borðið. Nú leit greifafrúin upp á mann sinn, en leit þegar niður aftur og þerraði nú svitann af andliti sonar síns, sem ekki var veruiega greifa- legt. eftir öll ærslin. — Nei, þú getur ekki vel gert annað, en taka við barninu, Georgina, byrjaði greifinn aftar eftir nokkra þögn og í vingjarnlegum róm. Móðirin ákallar hina alkuiinu hjartagæzku þína. Hún á auövitað heima í Söderköping, hún hefði naumast farið að gera sér ferð þang- aö frá Stokkhólmi, til að koma barninu til þín. Hún hefði ekki heldur heyrt getið þar um hjartagatzku Borgenskjölds, greifafrúar.

x

Höfuðstaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.