Höfuðstaðurinn

Útgáva

Höfuðstaðurinn - 11.03.1917, Síða 2

Höfuðstaðurinn - 11.03.1917, Síða 2
HötUBSTABURINN Persía. í haust kom í danska blaðinu Politiken, grein eftir Georg Brand- es um Persíu og afskifti Breta og Rússa af því ríki nú á síðustu tím- um fyrir ófriðinn. Grein þessi er allmerkileg og sýnir það ljóslega hvernig stórveldin fara að því oft og einatt aö gera sér háð, þau rtkin sem máttarminni eru, þótt engan veginn verði sagt að aðferð- in sé altaf sú sama eða að þessi tvö ríki, Bretland og Rússland, hafi farið ver að ráði sínu en ýms ðnn- ur, sem hafa haft jafn mikla mögu- leika til þess að leika sama leikinn. Hér fer á eftir útdráttur úr þessari grein Brandesar. I. Ensk utamíkispólitik hefir senni- lega aldrei verið jafn reikul og ill, sem gagnvart Persíu undir stjórn Edward Grey. Nú er ekki iengur neitt sjálfstætt ríki sem skilji á milli Kákasus annars vegar og suð-vesturtakmarka Indlands hins vegar. Landleiðin til Indlands er ekki Iengur örugg fyr- ir Rússum. Þær 72 miljónir Mú- hamedstrúarmanna á Indlandi hafa verið einskonar milliliður milli stjórn- arinnar brezku og Hindúa, en sök- um bandalags Breta við ýms svo nefnd »kristin lönd*, sem hafa veitt Múhamedstrúarmönnum árásir (Mar- occo, Tripolis, Persía) hafa þær hlýu tilfinningar þeirra til brezku stjórnarinnar rénað að mun. Og loks nú hafa Múhamedstrúarmenn í fyrsta sinni sent fulltrúa á þing Hindúa, en það hafa þeir veigrað sér við að gera alt til þessa. Þýðingarminna í augum sam- tíðarmannanna er þaö, að með þvi aö hjálpa Rússum til þess að gera að engu sjálfstæði Persíu, hafa Bretar hvorki unnið fagurt né göf- ugmannlegt verk. Siðferðilega séð er hvort sem er alt látiö fara sem vill í pólitik Evrópu. En séu ein- hverjar stjórnmálaráðstafanir ekki siðferðilegar, þá verða þær þó að minsta kosti að vera hagkvæmar, en um afskifti Edward Grey af Persfu verður hvorugt sagt. Einn af þeim stjórnmálamönnum Breta, sem bezt þekkir til Asíu, Curzon lávarður, sagði við umræð- urnar um Persfu, f efri málsstof- unni 22. marz 1911: >Eg er sann- færður um, að það að Persía skuli vera óskift og sjálfstæð, sem var ábyrgst af stjórn hans hátignar f upphafi brezk-persneska samningsins frá 1907, á engan ákveðnari vin en stjórn hans hátignar. Sá göfugi lávarður er hér svo barnalegur að það ekki gerði mink- un fimm ára gömlu barni. Morgan Shuster hefir einhverju sinni sagt þessi velvöldu orð umutan- rikisráðherra Breta: »SirEdwardGrey er maður af góðum ættum, vel upp alinn og hefir fengið ágæta ment- un. Hann væri fyrirtaks utanríkis- ráðherra fyrir rfki eins og Sviss. Bretaveldi er aftur á móti alt annað og yfir það getur enginn maður séð, sem algerlega er bund- inn viö staðarlegar hugsanir, og skoðanir, sem aldrei hefir farið lengri sjóferö en yfir Ermasund og sem hefir gert sig þektastan fyrir það um langan tíma að hafa sam- ið ágæta ritgerö ura veiði með flugum. Meira en helmlngur brezka ríkisins er í Asíu og jafnvel af þeim, sem mest dást að Edward Grey, hefir hann aldrei verið ásak- aður um þaö, að hafa neitt af ausiurlenzku ýmyndunarafli eða hugsunarhætti*. Það er hugðnæmt að dást að. Það er óþægilegt að finna til þess, að manni sé ómögulegt að dást að stjórnmálamönnum, sem eru háttsettir á svo stórum sviðum sem stórveldin eru. Á hverjum degi horfir allur heimurinn á þá og allir taka eftir þeim. Ekki fyrir það, að eg haldi að það hafi neina þýðingu þótt eg dáist að einhverju, heldur af sann- leiksást einni saman og til þess, að vitna gegn opinberum fregnum nokkur þúsund blaða, þá verð eg þó að geta þess að séð frá mínu sjónarmiði hefir enginn maður á 20. öldinni sýnt svo mikið stjórn- málavit, sem Ameríkumaðurinn W. Morgan Shuster, en samvizkulausum stjórnmálamönnum hefir með að- stoð lélegra og skammsýnna ráð- herra tekist að bola þessum manni út úr starfsemi sinni og koma honum aftur inn í störf embættis- lausra manna. Þurfi nokkur vitnanna við um það hvernig háttað sé þeim ríkjum, sem stjórna heiminum, þáervitnis- burðurinn hér. Eg verð opinberlega að votta Morgan Shuster virðingu mína og innilegustu samúð. Það er afskap- legt að stjórnmálamaður eins og Edward Grey skuli hafa haft mátt til að láta Rússiand bola þessum manni frá starfi sínu. II. Hin tvö svonefndu verndarríki Persíu, Rússland og England, gerðu árið 1907 samninga um »persnesku málin«, án þess að spyrja þjóðina sjálfa um neitt sem að þeim laut, eða gefa henni neitt til kynna um úrslit þeirra samninga. Þeir not- uðu til þess að koma í framkvæmd vilja sínum að lama þjóðina, hag- kvxmasta og áhrifamesta ráðið, sem á máli stjórnmálamanna er nefnt une pénétration pacifíque. Þeir byrjuðu með því að eyöileggja ijárhag Persíu. Þeir leituðust við, með öllum hugsanlegum ráðum að koma fjárhag landsins f þann glundroða að stjótn þess yrði svo aumlega stödd að hún hefði aldrei fé meira en sem svaraði til næsta máls. Vesalings stjórnin var loks sokkin svo djúpt að hún varð að knékrúpa fyrir stórveldunum um fé til þess allra nauðsynlegasta af útgjöldum, jafnvel þótt ekki væri uis meira að ræða en hálfa miljón króna eða jafnvel enu minna. Stjórnin neyddist til að biðja og grátbæna þessi tvö ríki um hvað litlar upphæðir sem var, þegar neyðin kailaði að, og þessi tvö ríki, sem á allan hátt hagnýttu sér vandræðaaöstöðu stjórnarinnar, kröfð- ust alskonar ívilnana svo sem samn- inga um stjórnmál, hermál og fjár- mál. f strangasfa skilningi er þetta nefnt Concessionir (viðurkenning eða einkaleyfi) og samtímis sem þau lögöu á landið hinar þyngstu fjárhagslegu kvalir hvað snerti vexti, veð og borgunartíma. Ríkinu stóð bráö hætta af fjármálavandræðunum og þetta nofuðu þeir sér, kröfðust og fengu framgengt kröfum um svo geypiháa vexti sem 7, 9, 12, 15, 18 jafnvel 24 °/0, stundum meö ekki lengri borgunarfresti en einu ári, og stundum var jafnvel óákveð- ið hvenær borgunar mátti krefjast, mátti þá gera það hvenær sem iánveitanda þóknaðist. Hlaupa- reikningur þessarar síðarnefndu teg- unda, sem hægt var að krefjast borgunar á hvenær sem var, varð nýtt vopn í höndum þessara tveggja stórvelda, með þvt gátu þeir fyrir- varalaust þvingað bráð sína til þess að garga inn á hvaða uppá- stungu sem var. Það er leitt til þess að vita, að sömu ríkin sem hafa hrósað sér af því í Egyptalandi og víðar, að hafa létt af íbúunum okinu og séð þjóðunum fyrir lánum með góðum kjörum, hafa náð í sínar hendur öllum bönkum í Persíu með tveim lítilfjörlegum stofnunum, rússneska bankanum og enska bankanum sem nefnt hefir verið »hinn keisaralegi banki Persíu*. Þeir komu Persíu í fjárhagslegan þrældóm og fengu hana á lúalegan hátt til að láta af hendi öll auðæfi landsins, réttindi og sjálfstæði sitt, til þess eins, að þjóðin geti lifaö frá degi til dags. Ef til vill munu menn svara því, að Persar hefðu átt hægt með að útvega sér fé annarsstaöar að, frá peningalindum Ameríku eða Ev- rópu. Þeir hefðu líka erfiðleika- laust getaö útvegað sér gnægð fjár, bæði til nauðsynlegra útgjalda svo og til starfsemi þeirrar sem ríkið hefir með höndum, með því að Persía er stórt land, þrisvar s:nnum stærð Frakklands, og þar eru miklar auðsuppsprettur, þótt þær til þessa hafi verið lítið nýttar, En þeir tveir menningarnágrann- ar landsins höfðu fyrirfram gert alt sem f þeirra valdi stóð til þess að loka fyrir því ðllum dyrum og til þess að gera það fjárhagslega, sem pólitískt séð, að fanga, sem bundinn væri með þúsund smá- gjörfum en sterkum böndum, svo að fanginn gæti ekki meira að gert, en rétt dregið andann. Þær höfðu með öllum ráðum, oftast meö ógnunum um ófrið, gert hvert einasta fyrirtæki Persíu ókleift, og rænt hana hverjutn frelsisvotti. III. Rússneski landstjórinn, f Teheran Dolgoruki fursti, hafði árið 1890 með hótunum pínt þaö loforð út úr persnesku stjórninni að leggja enga járnbraut í Persíu og ekki heldur að gefa neinu erlendu ríki Concession (einkaleyfi) í næstu 4 ár til svo glæpsamlegs fyrirtækis, svo skaðsamlegs fyrir framfarir og menningu sem járnbraut er. Þegar þau 4 ár voru liöin var samning- urinn endurnýjaður og fresturinn lengdur til 1910, en þá var síöasti fresturinn útrunninn. Á þeim tíma var Persía (sem nýiega haföi gert uppreisn og feng- ið þing) eins og menn geta skiliö — lítið fyrir það gefin láta undan hótunum. Því sendu Bretar og Rússar í sameiningu (7. apríl 1910) yfirlýsingu til persnesku stjórnar- innar, tjl þess að láta hana vita að Persar gætu og mættu aldrei veita neinum útlending, hvorki einstak- lingi eða félagi, neitt þaö einka- leyfi, sem gæti orðið þrándur í götu pólitískra eða hernaðarlegra hagsmuna annarshvors þessa rfkis. Sem svar við spurningu Persa- stjórnar um það hvers háttar þessi fyr- irboðnu einkaleyfi væru, sendu þessi tvö ríki 4. maí annað ávarp, sem útskýrði kröfur þeirra nákvæmar. Þar var skýrt frá því að þau einka- leyfi, sem Persar ekki mættu veita, snertu sfma, hafnir og allskonar samgöngutæki (t. d. járnbrautir, siglingar o. s. frv.). Samtfmis þessu skýrðu skriffinnar þessara landa frá því sem afsökun fyrir þessari aö-

x

Höfuðstaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.