Höfuðstaðurinn

Tölublað

Höfuðstaðurinn - 20.03.1917, Blaðsíða 2

Höfuðstaðurinn - 20.03.1917, Blaðsíða 2
HÖVUBSTABUIINN Frá ófriðnum, Hestskrokkur, sem sprengikúla hefir þeytt upp í tré. Þaö hefir verið sagt og ekki að orsakalausu, og ófriðurinn sem nd geysar hér í álfu og víða um heim sé sá ógurlegasti, sem háður hefir verið og miklu ógurlegri, en nokk- urn fyrirfram gat grunað að hann yrði. Víst er um það, að hér heima hafði menn ekki órað fyrir þvf að hér væru slíkar ógnir á ferðinni, sem raun er á orðin. Á síðustu timum erum vér samt farnir að fá nasasjón af því, hvernig Öllu er varið, og eigum vér þar að þakka, að bæði höfum vér fengið fregnir frá mönnum, sem séð hafa og heyrt, og auk þess höfum vér stundum átt kost á að sjá myndi? af því sern við hefir borið. Sem beíur fer, hafa sárafáir íslendingar með eigin augum séð ógnir hern- aðarins og vonandi verður það ekki hlutskifti margra. Eitt af því, sem áhrifamest er bæði til sóknar og varnar eru stórskotatækin. Enda verða menn hér þess oft varir af fregnum frá ófriðariöndunum að mest er vandað til stórskotatækjanna og og vænlegust þykja þau til sig- urvinninga. Enda er fátt sem stenzt ötluga stórskotahríð. Rjúfa sprengikúlurnar skotgrafirnar svo að þar stendur ekki steinn yfir steini, mennirnir limlestast fyrir sprengikúlnabrotunum eða öðru, jafnvel tætast i sundur, grafirnar og göngin falla saman og urða þá sem í þeim eru, sumstaðar koma fram gjótur og gígir, annars siaðar hólar og hæðir. Myndin, sem hér er sýnd, segír ekki margt, en lýsir því fleiru. Kúlan sem gerði þelta að verkum, hefir komið niður fyrir aftan skotgrafirnar, hesiur hefir verið þar nærri sem hún kom niður, þegar húu sprakk, hefir hún fyrst umrótað jörö- inni og varpað hátt í loft upp öl!u sem nærri var og þrátt fyrir það þótt hesturinn hafi ekki veiið nein léttavara, hefir spreng- ingin kastað honum hátt í loft upp, á leiöinni niður hefirhann svo hitt fyrir tréð þar sem hann nú hangir í, kippkorn frá þeim staö þar sem sprengikúlan sprakk. Bannlestur Arna Pálssonar ór fram í Bárunni í gær- kveldi að viðstöddum fjö'da fóiks. Fyrir.'esturinn sem var skæð árás á banniögin, var vel tluttur og meiii skemtun að hlusta á haítn en að bann væri bfcint sánnfærand'. Málið auðvitað orðið svo rætt, að erfitt er að koma rneð ný og sláardi rök allra síst á móti bannstcfnunni. — Aðalmergur fyrirlestursins var þessi alkumia staðhæting andbanninga að bannið væri frelsisskerðing sem þjóðarviljinn væri mótfall- inn. — Kom Á. P. með ýmsar hnittilegar athugasemdir um þjóðarviljann sem bannmenn geta í sjálfu sér skrifað undir, því að þœr breyta ekkert af- stöðu til málsius. — í ráun og veru er þjóðar- vilji í málum sem liggja undir deilum, venjulega reikull lengi vei, en bann myndast smátt og smátt og óafvitandi.— Og bannmenn eru í engum efa um það á hvaða sveif þjóðin mundi snúast, ef sú hætta yrði alt I einu sýnilega yfirvofandi að andhanningar næðu tök- um. Annars munu nóg tækifæri gef- ast til að athuga nánar efni þessa fyrirlesturs. H. Odýrar brúkaðar bœkur, innlend- ar og erlendar, af ýnnsu tagi, fást jafnan í Bókabúðinní á Lauga- veg 4.

x

Höfuðstaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.