Höfuðstaðurinn - 20.03.1917, Side 3
HOrUDSTADUKMN
Bannmálið í þinginu
----- Frh.
eöa i föstum félagsherbergjum nema með leyfi
lögreglustjóra. Brot varðaði sekt frá 20—1000
kr. eða 3 mán. fangelsi.
í framsöguræðunni sýndi Jón Magnússon
fram á að til væru tveir »k!úbbar« í Rvík,
sem mundu vera stofnaðir aðallega í þeim til-
gangi að gela veitt vín í óheimild laganna.
L. H. B. vildi ekki að lögin gætu hindrað
menn frá að gleöjast með mætum mönnum
eins og Matth. Jochumssyni, þótt haft væri vín
um hönd. Heldur ekki að óleyfilegt væri að
draga upp feröapelann á gistihúsi eins og
Kolviöarhól. Lutu þau orð aö því, að J. M.
ættaði jafnhiiöa klúbbunum að eyðileggja vín-
knæpurnar með vegunum austur. Spunnust
út af þessu allmiklar orðahnippingar milli þeirra
vinanna.
Þá hélt Einar á Geldingalæk eftirminnilega
ræðu. Þóttu honum »klúbbarnir« sízt óheiðar-
legri en veitingahúsin. »Verðiö kvað þó vera
þar heldur rýmilegra en á föstum veitingahús-
utr.c Og á meðan annars væri unt að fá vín
hér, væri æskilegast að fólk fengi það með
sem sanngjörnustu verði. Þótti honum úr hófi
keyra hve dýrir væru vindlar, kafíi og vín í
veitingahúsum. Vegna samkeppninnar vildi hann
því halda í »klúbbana« og kvaðst greiöa at-
kvæði móti frumv.
Málinu var vísað til 3. umr. með 17:1.
Hefir það að lík ndum verið Einar Jónsson,
Við 3. umr. gerði Guðl. Guðmundsson við
frumv. nokkrar athugasentdir, er fremur virtust
til bóta.
í efri deild tók Steingrímur Jónsson við
frumv. Þótti honum nú keyra um þvert bak.
Eftir þessu væri öll áfengisdrykkja bönnuð, en
í bannlögunum væru þó ekki forboðnir þeir
diykkir, sem heíðu að geyma mirna en 27*%
af áfengi. Nú ætti og að banna víndrykkju í
samsætum, nema með leyfi lögreglustjóra. »Ef
nú einhver*, sagði St. J. »hefir birgt sig vel
upp með v?ni og vill veita sér og sínum giaða
kvöldstund, þá verður hann fyrst að senda,
niáske langa leið, til lögreglustjóra til þess að
fá leyfi til kvöldglaðningsins.c 1 þriggja manna
nefnd voru kosnir: Sig. Eggerz, Steingrímur
Jónsson, Eiríkur Briem. Nefndin gerði nokkrar
smábreytingar viö frumv. Síðan var það samþ.
umræðulaust að kalla.
Á þingi 19)3 báru Guðm. Eggerz og Val-
týr Guðmundsson fram þingsáiyktunartillögu
um að fram skyldi fara ný atkvæðagreiðsla um
bannlögin. Sagði G. E. að ef bannmenn væru
enn í meiri hluta, þá væri þeim mikill styrkur
að þessu málskoti. Sjálfur væri hann viss um
að þjóðin væri orðin sárleið á banninu. Rakti
síðan sögu málsins allgreinilega. Fyrsti agnú-
inn var sá, að skipstjórum hefði veriö bannað
aö veita (öðrum en skipshöfn) áfengi í höfn-
um eða innan Iandhelgi. Þetta hefði átt að
gilda eftir 1. jan. 1912. Samkvæmt þessu hefðu
skipstjórar ekki mátt veita gesfum úr landi vín,
þó að þeir sjálfir mættu hafa áfengi með sér
og neyta þess. Þetta hefði þáverandi ráðherra
Kristján Jónsson fundið og gert svohljóðandi
undanþágu:
»Þar sem svo er í 5. grein ákveðið, að
að skipstjóri megi ekki »veita« öðrum en skip-
verjum áfengi, þá má ekki skilja þetta svo, að
skipstjóri megi ekki hafa gesti í boði og veita
þeim jafnframt áfengi, meðan að hver sem
vill getur veitt áfengi í landi«.
Svipaða undanþágu hefði orðið að gefa
maelingamðnnunum dönsku. Annars hefðu
þeir ekki haldið áfram að maela landið. Eftir-
litið taldi hann að yrði óframkvæmanlegt. —
Tekjumissirinn fjarskalegur. Engin ferða-
mannaaðsókn og alt á sömu bókina lært, móti
bannlögunum.
L. H. B. sagði að G. E. hefði átt að flytja
ræöu sína 1909, ekki 1913. Nú væri hún
ekki nema eftirskot, stórt eftirskot. Ómögu-
legt væri að dæma um lögin, fyr en sölu-
bannið væri komið á. Atferli Kr. Jónssonar
með undanþáguna hefði spilt fyrir framkvæmd
laganna. Limirnir dönsuðu eftir höfðinu. —
Sumir lögreglustjórarnir þættu ekki sérlega at-
hafnamiklir. Undantekningar til góðs væru
þeir þó Guðm. Eggetz og Magnús sýslumað-
ur ísfirðinga.
Síðan sannaði ræðumaður að Kr. Jónsson
hefði brotið bannlögin alveg ótvírætt með úr-
skurði sínum. Jafnvel ráöherrar hefðu setið
í þessum ólöglegu veizlum. Sami maður heföi
og leyft ftönskum manni að geyma vín á ó-
löglegan hátt, í skipi hér á höfninni. Þetta
hefði verið vítt með rökstuddri dagskrá 13.
ágúst 1912. En í september, aðeins fáum
dögum eftir þessa áminningu þingsins hefði
H. Hafstein ráöherra Ieyft »Fálkanum« að
flytja áfengi í Iand á Akureyri. í júní þar á
eflir hefði stjórnin leyft dönsku mælingamönn-
að flytja vín til Stykkishólms, Hefði verið
ritað á farmbréfið : »Innflytjist tollfrítt, þar á
meðal ákavíti«. Á þessum tíma hafisamtver-
ið til nóg brennivín og whisky í þessum kaup-
stað. Og allar þessar undanþágur væru ugg-
laus bannlagabrot. Um brotin væri mest að
kenna hertilegu fordæmi stjórnarinnar. Mundi
ekki laust við að megn víndrykkja ætti sér
stað f nálægð »hvítahússins« (stjórnarráðsins ?)
Síðan bar L. H. B. fram rökstudda dagskrá
í tveim liöum. í hinum fyrri voru ótaldar áður-
nefndar undanþágur, en í hinum siðari látiö í
ljósi, að þótt landsstjórnin hefði til þessa fram-
fylgt lögunum slælega, þá þyrflu lögin að
standa óröskuð hæfilega lengi framyfir janúar
19'5, svo aö ábyggileg reynsia fengist um
gildi þeirra,
Eínar á Geldingalæk vítti G. E. harðlega
fyrir tillöguna. Hún væri ótímabær, hvemig
sem á væri litið. Of sein til að hindra bann-
lögin of snemma, af því að þau væru komin
á, en ekki fullreynd. »Þjóðin hefir áttað sig
á bannlögunutn og felt s:g við þau«, sagði
hann.
Hannes Hafsiein útskýrði báðar undanþág-
urnar þannig, að menn úr sjóher og landliöi
Dana slæðu ekki undir ísienzkum Jögum, held-
ur, heldur sínum eigin herlögum. Undanþág-
urnar væru því ekki bannlagabrot. Auk þess
heíðu bæöi þessi tilfelli verið útkljáð í fjar-
veru hans.
L. H. B. mótmælti því að lögskýringar ráð-
herra um þetta væru réttar. Jafnvel konungar
yrðu í framandi löndum að beyja sig fyrir
gildandi Iögum í dvalarlandinu. Og stað-
reyndirnar slæðu óhaggaðar: Að innflutning-
ur áfengis hefði verið lið'nrt á Akureyri og
leyfður í Stykkishólmi.
Bjarni frá Vogi kvað þaö fullan vilja þjóð-
atinnar að bannlögin yrðu þrautreynd. Og
um hermennina dönsku, sem átt hefðu að
mæla Gilsfjörð, væri það að segja, að hann
hefði síst beiðst eftir erlendum hersveitum tii
að vaða yfir sitt kjördæmi, þótt óskað hefði
hann eftir að Gilsfjörður væri mældur. En
mælingamenn þessir væru réttir og sléttir
verkamenn, en enginn her undir hershöfðingja.
Væri þvf ræða H. H. um erlend herlög á
engu bygð.
Jón Olafsson sagðist hafa á þinginu síðasta
fengiö samþyktar ákúrur á stjórnina fyrir
undanþáguna til franska skipsins á höfuinni.
Þaö væri því löörungur á þingið að halda á-
fram þessum undanþágum. Og um mæiinga-
mennina hefði Kr. Jónsson verið búinn að
fella úrskurð um að þeir mættu ekki flytja inn
vín handa sér. Það hefði því verið hastar-
legt og óviðeigandi af stjórninni að fara að
brjóta gefinn úrskurð. Leyfið um að flytja
vínið inn í Stykkishólm tollfrítt hefði bæði
verið brot á bannlögunum og toll-lögunum.
Röktudda dagskrá L. H .B. var feld með 13:11
Sömuleiöis þingsályktunártillaga Guðm. Eggerz.
Fylgdi enginn honum nema Valýr. En á móti
voru:
Egert Pálsson
Jón sagnfræðingur
Benedikt Sveinsson
Bjarni Jónsson
Björn Kristjánsson
Einar Jónsson
Halldór Steinsson
Hannes Hafstein
Jón Magnússon
Jón Ólafsson
Kristinn Daníelsson
Kristján Jónsson
Lárus H. Bjarnason
Magnús Kristjánsson
Matthfas Ólafsson
Ólafur Briem
Sígurður ráðunautur
Skúli Thoroddsen
Tryggvi Bjarnason
Þorleifur Jónsson.
Jóh. Jóhannesson og Pétur Jónsson greiddu
ekki atkvæði. Stefán í Fagraskógi var fjarver-
andi. — Á þessu sama þingi var konsúla-
brennivíniö á dagskrá. L. H. B. og sr. Eggert
Pálsson báru það fram. Samkvæmt því átti
sendiræðismönnum erlendra ríkja hér á iandi
að vera heimilt að flytja inn einu sinni á ári
hæfilegar ársbirgöir af áfengi tii heimitisþarfa.
Sömuleiðis skyldi Iandstjórninni vera heimilt að
leyfa útlendingum sem hún heíöi í sinni þjón-
ustu að fiytja inn vín til heimilisneyzlu, með-
an þeir dveldust hér. L. H. B. rökstuddi þetta
svo að hér væri aðeins um tvo menn erlenda
að ræða, sendiræðismennina. Þeir kynnu bann-
inu illa, enda væru lögin ætluö til að halda
íslendingum frá víni en ekki útlendingum.
Þessi vínflutningur yröi undir eftirliti umsjón-
armanns áfengiskaupa.
Hannes Hafstein kvaö Frakkastjórn hafa beð-
isl eftir þessari undanþágu af alþjóða kurteisi;
sama mundi vera með fleiri stjórnir. Var mjög
meðmæltur leyfinu. Guðm. Eggerz var frumv.
mótfallinn, af því að það bætti lögin. Því
vitlausari sem þau væru, því betra. Og því
fyr yrðu þau afnumin.
L. H. B. hafði látið fylgja aðalgrein frumv.
um undanþáguna, aðra sem átti að skerpa
bannlögin, þó að eigi skyldi vera vítalaut fram-
vegis að taka við áfengi á floti (úti á höfn-
um) hvort heldur sem væri gefið eða selt.
Átti þessi viðbót aö vera »flotho!lc fyrir kon-
súlabrennivínið, gegnum þingið. L. H. B.
sagði að komið hefði til orða að neita út-
Iendingum, sem hér stunduðu laxveiðar, um
leyfi til að flytja inn whisky. Samt geröi hann
ekki tillögu um það, en virtist ekki vera því
sérlega, mótfallinn.
Kr. Daníelssyni þótti frumvarpið óviöfeldið.
Bjóst við að engin erlend stjórn mundi hafa
farið fram á slíka undanþágu, ef eigi værj
kunnugt um andróðurinn gegn lögunum frá
hálfu nokkurra íslendinga. Bjarni frá Vogi
vi!di veita ræðismönnunum undanþágu, en eng-
um örðum, hvorki erlendum ferðamönnum né
mönnum i þjónustu landsins.
Frh.