Höfuðstaðurinn - 22.03.1917, Side 2
HO*US>STA»URINN
Bannmálið í þinginu
---- Frh.
Guðm. Bjðrnsson sagði að andbanningar
hefðu vonað 1909 að andróður erlendra þjóða
mundi verða bannlögunum að falli, svo að
þau næðu ekki staöfestingu. En þetta heföi
farið á annan veg. Konungur hefði sagt að
honum væri mikil ánægja að undirrita lögiu.
Áfengisnautn væri mikil í Frakklandi. í stóru
sjúkrahúsunum í París væru hvarvetna spjöld
meö áletrun um skaðsemi vínsins. Þar væri
dýpra tekið í árinni heldur en nokkur templ-
ari hefði hér gert, um það, hve áfengið væri
skaðlegt. Eftir þennan inngang sneri ræðu-
maður viö blaðinu, talaði með kátlegri að-
dáun um virðingu þá, sem sendiræðismönn-
unum bæri, hve mikiö ilt gæti Ieitt af því, ef
Frökkum væri neitaö, hve íslendingar kynnu
lítt að því að umgangast sendiræðismenn, hve
smáþjóðinni, Islendingum, væri vandgert við
stórþjóðina Frakka o. s. frv. Þá taldi hann
aö ræöismaöur Frakka hefði gert sig ánægðan
meö 600—700 lítra á ári, en nefndin sett 800
og þóttist góður af.
Siguröur í Vigur bjóst við að sendiræðis-
mönnum mundi drjúgum fjölga, og yrðu þá
nokkrir vínbrunnarnir í iandinu.
Sig. Eggerz sagði að allar þjóðir kynnu að
bera fram á kurteisan hátt málaleitanir sínar.
En þar með væri ekki sagt að þeim væri
jafnan játað. Önnur kurteis svör væru líka til
— þegar málstaðurinn krefðist neitunar. Hann
vlldi að klausan um konsúlabrennivínið væri
feld úr, og frumvarpið síðan sent til neðri
deildar. Með því móti væri bannlögunum
breytt til bóta.
Hannes Hafstein játaði að sendiræðismenn
ættu að vera undanþegnir sköttum í dvalar-
Iandinu. Hér væru þeir líka undanþegnir
tollum. En efamál væri hvort það væri rétt.
Mælti hann kröftuglega með undanþágunni.
Steingrfmur Jónsson tók í sama strenginn.
Hnýtti í bannlögin af því þau mundu auka
vínnautn ungra manna, lögbrot og siðspill-
ingu. Áleit að Iögreglustjórar gættu laganna
vel, og væru ekki ámælis verðir þeirra vegna.
Þeir ættu ekki að koma upp brotum, hefðu
ekkert fé til njósna, og skylda þeírra sjálfra
væri ekki önnur en sú að rannsaka kærur.
Björn Þorláksson svaraði St. J. í sama tón,
og þótti hann lítt kunna að stilla orðum sín-
um í þessu máli. Vitnaði til dóms almenn-
ings um það, hvort allir lögreglustjórar gættu
vel bannlaganna.
Þórarinn á Hjaltabakka sagði að einn bóndi
hefði sagt við sig þegar bannlögin gengu í
gildi: »Nú verð eg að fara af landinu.c Væri
hart að reka landsins eigin börn í útlegð, af
því að þeim væri meinað að njóta þeirrar gleði,
sem sjálfsagt þætti að veita sendimanni Frakka.
Að lokum samþ. efri deild frumvarpið með
8 : 5. Þegar til efri deildar kom vildi Hannes
Hafsteiu að ræðismönnunum væri ekki skamt-
að vínið. Hvorki ákveðnir 800 pottar á ári né
önnur tala. Heldur ekki að tilteknar væru þær
víntegundir, sem þeir mættu drekka.
Eggert Pálsson kvað sér hugleiknast að bæta
bannlögin. Og þar sem hann hefði vitað að
margir þingmenn hefðu viljað undanþyggja
erlendu ræðismennina frá ákvæðum bannlag-
anna, þá hefði hann viljað koma öllum þess-
um breytingum fyrir í einu frumvarpi. Ef
ræðismönnunum væri eigi veitt þessi undan-
þága með lögum, þá mundi stjórnin ef til vill
gefa undanþágur, og fátt gott hljótast af þeim
ruglingi, sem það gæti skapað. Þegar greidd
voru atkv. um þá tiilögu að sendiræðismanni
skyldi leyft að flytja inn 800 potta á ári til
heimilisþarfa, féllu atkvæði svona:
Já:
Eggert Pálsson
Jón sagnfræðingur
Bjarni frá Vogi
Björn Kristjánsson
Halldór Steinsson
Jón ólafsson
Kristinn Daníelsson
L. H. Bjarnason
Nei:
Hannes Hafsein
Kristján Jónsson
Matth. Ólafsson
Ólafur Briem
Pétur Jónsson
Skúli Thoroddsen
Stefán í Fagraskógi
Tryggvi Bjarnason
Þorleifur Jónsson
Hannes Hafstein og hans félagar vildu leyfa
ræðismönnunum að flytja inn eftir þörfum,
og ekki hafa nokkur ákvæði um það, hvað
mjöðurinn væri sterkur. Þessir menn sátu hjá
og greiddu ekki atkv.
4
Ben. Sveinsson, Guðm. Eggerz, Jóh. Jó-
hannesson, Jón Magnússon Magnús Kristáns-
son, Valtýr Guðmundson.
Þannig lagaö samþ. neðri deild frumv. með
14:4. Enn kom málið til efri deildar. Voru
þeir þar margorðir um frágang frumvarpsins
H. Hafstein, Guðm. landlæknir og Einar í
Kirkjubæ.
Sig. Eggerz einn tók fram aðalatriðið, að
undanþágan væri óþörf, hættuleg og veikti
bannlögin.
Guðm. Björnsson svaraði því svo, að heimsk-
ingjarnir væru vanaiega »stífastir upp á rétt-
inn*. — Loks afgreiddi efri deiid málið til
sameinaðs þings með 7:4.
Við atkvæðagreiðsluria í sameinuðu þing
urðu þeir fleiri sem vildu takmarka konsúla-
brennivínið, miða það við 800 potta á ári,
heldur en hinir, sem viidu hafa leyfið tak-
markalaust. Sjálft frumvarpið var samþykt með
26: 12.
Atkvæðagreiðslan sýnir, hve ruglaðir þing-
menn voru orðnir í þessu máli, engar hreinar
línur lengur, bannmenn innanum megnustu
andbanninga.
Já.
Jóh. Jóhannesson
Ólafur Briem
Benedikt Sveinsson
Bjarni Jónsson
Björn Kristjánsson
Björn Þorláksson
Eggert Pálsson
F.inar í Kirkjubæ
Eiríkur Briem
Guðm. Björnsson
Halldór Steinsson
Hannes Hafstein
Jón Jónatansson
Jón sagnfræðingur
Jón Ólafsson
Nei.
Einar á Geldingalæk
Guðj. Guölaugsson
Guðm. Eggerz
Hákon Kristófersson
Matth. Ólafsson
Sig. Eggerz
Sig. ráðunautur
Stefán skólameistari
Stefán í Fagraskógi
Tryggvi Bjarnason
Valtýr Guðmundsson.
Jósef Björnsson
Júl. Havsteen
Kristinn Daníelsson
Kristján Jónsson
Lárus H. Bjarnason
Magnús Andrésson
Magnús Kristjánsson
Pétur Jónsson
Skúli ThOroddsen
Steingr. Jónsson
Þorleifur Jónsson.
Skautar og Ijósmyndavél ásamt nokkrum
tilheyrandi efnum til sölu. Uppl. á Lvg. 46.
Prentsmiðja . Þ Þ. Clementz 1917.
Fósturdóttlrln 201
Hún hafði ekki getað stilt sig um, að láta
f Ijósi við hann, er þau skildu, söknuð
sinn og kvíða, og daginn eftir burtför hans,
hafði hún skrifað honum, eftir þeirri utan-
áskrift er hann hafði fengið henni, en hún
hljóðaði: »Norrköping. Vitjar sjálfur*.
Greifinn hafði heldur valið Norrköping,
heldur en Söderköping, þar sem hann tók
þó mestan póst sinn, en hann óttaðist að
samband sitt við Sigríði kynni frekar að
að komast upp, ef hann fengi bréf hennar
til Södeiköping, með öðrum pósti sínum,
því póstafgreiðslumaðurinn þar var alkunn-
ur fyrir forvitni sína og málœði og undir
því vildi hann ekki eiga. í Norrköping var
greifinn ekki eins þektur og póstflutningur
meiri, svo þar var minni hætta á ferðum.
Loks kom bréf frá greifanum til Sigríðar
— langt bréf —■ dauðadómur allra lífsvona
hennar — hann hafði skrifað henni það,
sem hann hafði ekki kjark til að segja henni
munnlega, og þessi orð, sem ekki gátu dul-
ið hið tvöfalda trúleysi hans, veittu lífsgleði
hennar banasárið,
Þó stóð ekki í bréfinu sannleikurinn all-
ur, í sinni hræðilegu nekt. En það átti að
nægja, að biðja hana og grátbiðja um fyrir-
202
gefningu, þvf ástæðurnar hindruðu hann í
að uppfylla loforð sín og skyldur hans við
hana. ÖII bréfaskifti yrðu að hætta. Hann
endaði bréfið með því, að hann gæti hvorki
búist við fyrirgefningu guðs né hennar.
Stór bankaseðill fylgdi bréfinu.
Harmiog örvinglan Sigríðar, verður ekki
með orðum lýst. Og sennilegast er að hún
hefði ekki afborið sálarþjáningar sínar, ef
vinstúlka hennar, sú er fylgdi henni til Stock-
hólms, hefði ekki, nú sem fyr, verið henn-
ar hægri hönd og huggað hana og hug-
hreyst með einstakri nákvœmni og um-
hyggjuseml.
Pegar svo bráði af Sigríði, að hún gat
farið að hugsa um málefni sín með nokk-
urri rósemi, þóttist hún þess fullviss, að
hann mundi trúlofaður. — Henni gefur hann
ástina, en mér sendir hann peninga, hróp-
aði hún í örvæntingu og hló óviðkunnan-
lega, næstum sem vitskert væri. ó, hann,
svikarinn!--------Hana hefir hann elskað
áður en hann kyntist mér.--------------Mér
hefir hann aldrei unnað---------eg var að
eins Ieikfang hans! — Níðingur!---------------
Hann er trúlofaður!---------
203
— Betra að hér væri ekki verra í efni
mælti vinstúlka hennar og andvarpaði þung-
an. —
— Mér sendir hann peninga. — Ó, því-
lík svívirðing — hann er hjartalaus--------
blygðunarlaus. — Sigríður fleygði seðlinum
á gólfið og tróð hann undir fótum sér. —
Þegar hún sefaðist aftur tók hún seðilinn
upp, lét hann í umslag og skrifaði utan á
til greifans.
Þegar Sigríður hafði jafnað sig aftur lítið
eitt, skrifaði hún föðursystur sinni og tjáði
henni af högum sínum. Svarið kom aftur
bráðiega og það svo ástúðlegt og gott, að
því var líkast sem hin gamla, góða kona,
hefði difið pennanum í blæðandi móður-
hjarta. Hún bað Sigríði að fara frá Stock-
hólmi, svo fljótt sem hún gæti og koma
rakleitt til sin, þótt upp á lftið væri að bjóða,
en hún vænti að góður vilji og ástúðleg
umhyggja, bætti upp það er skorta kynni
á efnahaginn.
Það var eins og Sigríður vaknaði af dvala
við þetta bréf. Nú beindist öll hugsun henn-
ar að einu takmarki, því, að komast til Sö-
derköping. En það þorp var í Austur-
Gautlandi, og þaðan var hinn trygðasnauði