Ingólfur

Tölublað

Ingólfur - 21.02.1904, Blaðsíða 2

Ingólfur - 21.02.1904, Blaðsíða 2
26 INGÓLFUR [21. febr. 1904]. rauninni jafnvel að vigi, ef þeir nota sér á- kvæði ábúðarlaganna um jarðabætur. Þetta var nú nauðsinin sem rak þingið til að fara að brjótast í því að setja lands- sjóðinn í stórskuldir til að girða tún firir bændur með gaddavír. Það var gjörsamlega óþarft og ástæðulaust. En flutningsmönnum einkum Guðjóni Guðlaugssini, sem mest barðist firir málinu, var líka sorglega ókunn- ugt um, hvaða hlutverk landssjóði bar i at- vinnumálnm. Um leið og hann hólt þessu gaddavirsláni fram sem undirstöðuráðstöfun til að koma upp landbúnaðinum í landinu, þá tók hann það fram, að það mætti miklu fremur takmarka imsar aðrar fjárveitingar, sem hann kallaði „bísna loftkinjaðar“, svo sem til akbrauta — en gaddavírsgirðingarnar kallaði hann „jarðneskar“ —- sagði hann að akbrautir „kæmu ekki landsbúum að nánda nærri eins jöfnum og hagfeldum notum og girðingarnar11. Hann vildi heldur láta lands- féð skiftast í smáskömtum niður á bændur til girðinga og nefndi hann það að „snúa huganum að stórum framfara firirtækjum“, að fara svo að. I samræmi við þetta vildi hann einnig lækka framlög til Búnaðarfélags Islands; honum þótti víst firirtæki þau, sem það gekkst firir, of loftkinjuð, eigi nægilega jarðnesk. Eg held nú að ég hafi sínt fx-am á það með nokkrum röksemdum; að það hafi verið algjörlega misráðið af þinginu að stofna til þessara gaddvírsgirðingalána. En allar sind- ír þingsins eru ekki upptaldar með þvi. 011 framkvæmdin á málinu, einsog henni er firir komið í lögunum er ekkert síður vanhugsuð og fljótfærnisleg. Það hefði mátt nægja, ef menn vildu stirkja menn með lánura til túngirðinga, að leifa stjórninni að veita lán firir uppkomnar góðar girðingar, en láta menn að öðru leiti sjálfa ráða. Hefði líka mátt veita lánin síslu- nefndunum líkt og hefur verið gjört um jarða- bótalánin, að þau hafa verið veitt hrepps- nefndunum. Nei, landsstjórnin á að verða nokkurskonar kaupfélagsstjóri. Það kunnu menn best við. Það getur verið að vírinn fáist ódírri, þegar keift er firir alt landið í einu, en það mátti gjöra það, þó síslunefndir hefðu gengist firir láninu og ifir höf'uð má gera ráð firir því að stórsala hefði mindast á gaddavír af sjálfu sér einhversstaðar á landinu, hvernig sem lánunum hef'ði verið hagað, þegar svo mikið hefði verið notað af’ vírnum á sama tíma í landinu. Aftur er engin vissa firir því, að stjórnin kaupi betri gaddavir en aðrir. Hún er ekki neinum kaupmannshæfileikum gædd að sjálfsögðu og venjan er sú, að stjórnir kaupa ekki betnr en aðrir, ue.ma síður sé. Þá á stjórnin að setja verðið á gaddavírinn einusinni á ári firirfram, áður en hann er pantaður af mönnum, því að þeir eiga að greiða nokkuð af vírverðinu, 1/i, um leið og þeir panta hann. Þetta verð, sem stjórnin setur, verður auðvitað að vera alveg af handa hófi, og verður það að áætlast heldur meira eu minna, ef landssjóður á ekki að bíða tjón af sölunni sem ekki á að vera. Meðal ann- ars verður að gera firir slisum við uppskipun, undirvigt o. fl. ófirirsjáanlegum óhöppum. Þetta getur varla orðið annað en mjög óvin- sælt. Setjum svo að járn falli á árinu að miklum mun rétt eftir að pöncun er send. Ætli menn þættust eigi verða hart úti, að borga töluvert meira en þeir gætu fengið hjá kaupmanninum sínum, á þeim tíma þegar stjórnarvírinn kemur loksins eftir allar stjórn- arskriftirnar og ceremóníurnar á uppskipun- arstaðnum. Þá er starfið og kostnaðurinn sem dembt er á síslunefndirnar. Menn mega svo ekki ráða sjálfir lengd girðingarinnar. Síslunefnd á að kosta skoðunarmenn til að segja firir um hvernig girðingin eigi að vera að lengd og öðru. Þessir skoðunarmenn verða að vera til taks að skoða, þegar einhver vill hafa lán og geta menn dreift lánbeiðnunum ifir öll ár- in fimm (1905—1909) svo að skoðunarmenn- irnir þurfa að vera á ferðinni hvað eftir ann- að á sömu stöðvunum, ef svo vill verkast en þetta eikur kostnaðinn töluvert. I þessu sambandi er eitt merkilegt ákvæði í lögunum (5. gr.) sem enginn getur víst skilið í, það, að ráði síslunefnd af að láta skoða girðingar- stæði á öllum jörðum síslunnar í einu, þá skuli þeirri skoðunargjöi'ð lokið firir 1. nóv. 1904. Það er ekki gott að skilja hversvegna síslunefnd ætti ekki að mega láta slíka skoð- un á öllum jörðum í síslum fara fram t. d. firir 1. nóv. 1905 eða síðar meðan lögin gilda, ef enginn hefur enn pantað vir í sísl- unni. Þegar svo girðingarnar eru fullgjörðar, á að fara fram ní skoðun og mat á girðingunni, og á síslunefndin einnig að kosta þá skoðun. Síslunefndir eiga og að haf'a mann til að taka við girðingarefninu á höfnunuin, sjá um upp- skipun þess, geimslu og afhendingu. Getur hjá þvi farið að alt þetta baki sislusjóðum töluverð útgjöld sem þá verða til að auka síslusjóðsgjaldið, og er það fé tekið með valdi af almenningi til að girða tún einstakra manna. Það má ekki búast við að framlög- ur til hins opinbera sæti sérlegum vinsældum hjá mönnum, þegar svona er farið með f'éð, sem nota á i almennings þarfir. Ákvæðin um endurborgun lánanna eru svo, að það er varla hugsanlegt að nokkur jarðeigandi sem eigi bír sjálfur á jörð sinni þiggi launin af frjálsuin vilja. Til þess eru líkindi altof mik- il firir þvi, að lánin verði til að fella jarðirn- ar í verði, tneð því að koma á þær langvar- andi árgjaldi, sem lenti að lokum á eiganda að greiða úr eigin vasa, það má nefnilega, einsog áður hefur verið drepið á, telja víst að gaddavírsgirðingaruar verði orðnar ónítar eftir 10—15 ár, nema með stöðugri endurni- un og nákvæmu viðhaldi, slíku sem ekki verður gjört ráð firir hjá leiguliðum almennt, eins og þeir gjörast hér á landi. Það þekkja þeir er haft hafa jarðabiggingar í umsjón sinni. En gjaldið liggur á jörðinni í 41 ár. Eftir að girðingin er fallin, þá verður því skatturinn eftir á jörðinni i 25 ár að minsta kosti, og verður jarðeigandi auðvitað að borga hann. Það verður líkt og æðarrækt- argjaldið á Breiðaflóa, sem er heimtað þar af öllum varpjörðum til minningar um það, að amtsráðið einu sinni ætlaði að fara að búa firir menn þar. En lögin gjöra við þvl, að þessi áhætta firir jarðeigendur standi firir þvl, að þessi gaddavírslán geti komist á jarðirnar. Lögin taka ráðin af jarðeigendunum og leifa leigu- liðunum að jarðeigendum fornspurðum að leggja lánin á jarðirnar. Leiguliði getur svo nítt niður girðinguna og hlaupið frá jörðinni. Hanu á þá, segja lögin, að skila girðingunni í gildu standi eða með fullu álagi, en hvernig fer þegar ekkert álag fæst hjá leiguliða, sem eigi ber allsjaldan við? Jarðeigandi situr þá með jörðina með 40 ára skatti á. Honum verður þó ekki um kent. Hann getur hafa gjört alt sem hann gat, en hann fékk ekki að ráða neinu, um það, hvort hann vildi trúa þessum leiguliða firir girðingunni og láninu. Og svo bæta lögin gráu ofan á svart með því, að þau leggja viðhaldsskilduna á girðing- unum ekki á leiguliðana, heldur á jai'ðeigend- urna, sem hvort eð er mindu hafa næga hvöt til viðhaldsins, og jarðeigendur eiga að sæta sektum til hins opiubera firir vanrækslu leiguliða, sem þeir ekki geta gjöi't við. Þetta er á einstakra manna jörðuin. Að því er kirkjujarðir snertir munu prestarnir eiga að verða firir sektum efleiguliði vanrækir að halda uppi gaddavírntim og að því þjóðjarð- ir áhrærir umboðsmaðurinu. Það er í 13.gr. laganna, sem þetta sektarákvæði er að finua Sú grein er hreinasta meistarastikki að því leiti hvað hún, svo lítil sem hún er, lísir greinilega stjórnvisku gaddavirs-mannanna eða vandvirkni þeirra. Eirst er þar eins og tekið hefur verið fram, lögskipað að kæra og straffa jarðeigendur firir það sem þeim verður engin sök gefiu á. Hið opinbera átti að réttu lagi að triggja þessum mönnum, sem það tekur ráðin af ifir eign þeirra, skaðabætur hjá trassafengnum leiguliðum, en í stað þess eru lagðar á þá sektir saklausa. Þá tekur greinin upp þá níbreitni, að neiða menn með sektarákvæðum til að hirða um eigin eignir sinar. Lög hafa hingað til bæði hér og annarstaðar verið til þess höfð að vernda meun gegn réttarbrotum annara manna. Þessi lög taka sér firir hendur að verja menn firir sjálfum sér. Þessari nístárlegu stjórnarreglu er reiudar í 'þessum lögum að- eins beitt til að verja gaddavírsgirðingarnar firir eigendum þeirra, neiða þá til að halda þeim við og eudurnía um aldur og æfi. Gaddavírsgirðingai nar mega ekki falla. Grjót- garðar og allar aðrar girðingar mega aftur á móti f'alla. Það gjörir ekkert til. Menn mega líka ríra þjóðareignina með því að láta aðrar eignir sinar skemmast eða verða að engu. En þó að menn svona firsta kastið hafi ekki komist leugra með framkvæmd þessarar „stóru hugsunar“ sem liggur f'ólgin í lögunum, þá má búast við að hún verði færð betur út í lífið næst eða iunan skamms af þessum frumlegu löggjöfum vorum. Eu hætt er við að það verði að liækka eitthvað dá- lítið laun hreppstjóranna, þegar þeir eiga að f'ara að líta eftir allri meðferð mauua á eig- um síuuiii. Það irði oflangt mál firir blað eitisog Ing- ólf ef telja ætt.i upp og krifja til mergjar öll þau ákvæði í lögunum, sem vanhugsuð eru að meira eða minna leiti. Það hefur verið áður í blöðuuum beut á ímsar misfellurnar á lögunum og á alþingi var einnig margttekið fram í þá átt af þeira mönnum er reindu að ai'stíra lögunum. Vil ég ráða mönnum til að kinna sér þessar mótbárur og málið alt vand- lega áður en þeir leggjast undir fjárhald landsstjórnarinnar með jarðir síuar og bú. Ég hef heirt að samtök séu sumstaðar í síslum með að þiggja ekki þessa óbeðnu lán- veítingu og þar með filgjandi fjárhald stjórn- arinnar, og væri það laglega af sér vikið af landsmönnum, ef þeir sindu það 1 verkinu, að þeir kinnu að meta þetta flasfengnishlaup þingsius að verðleikum. Broddi.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.