Ingólfur

Tölublað

Ingólfur - 21.02.1904, Blaðsíða 3

Ingólfur - 21.02.1904, Blaðsíða 3
[21. febr. 1904.1 TNGÓLFUR 27 Hinn 18. ji. m. dó Haldór Guðmunds- son firv. skólakennari. Hann var fæddur á Brennistöðurn i Mírasíslu 8. febr. 1820, sonur Guðmundar bónda, sem j»ar bjó. Úr skóla fór hann 1851 og sigldi til Kaup mannahafnar. Hann stundaði nám í fjöl- listaskólanum i fjögur ár, j)á er hann hafði lokið tveim firstu prófununi. Hann var settur kennari i læi'ða skólanum 1862, * en fekk veitingu 1870. Hann fekk lausn í náð 1885. Hann kvongaðist 1861 jung- frú Stefaníu Pálsdóttur amtmanns, en hún dó ári síðar. Haldór heitinn á einn son á lífi og er sá iðnaðarmaður hér i bænurn, Tómas að nafni. Haldór Guðmundsson kendi stærðfræði, eðlisfræði og grasafræði í skólanum. Hann var gáfaður maður, góður drengur og vel að sér. Vii'tist hann hverjum manni vel, er kintist honum, og minnist þess nú margur, þótt áður væri hann vinfleiri en nú. Jarðarförin var í gær. Ben. Gröndal hafði ort grafskrift. I filgdinni bar eðli- lega mest á Iærisveinum hans og skóla- bræðrum. Kennarar lærða skólans báru kistuua út úr kirkjunni. Björn Jensson skólakennari dó í firra kveld kl. 7 e. h. Er þar mikill harmur kveðinn að frændfólki hans og vinum, samverkamönnum og læri- sveinum ungum og gömlum. Því að hann var ástsæll af öllum. Hans verður nánar minst í næstablaði. Höíuöborgiu. I lærðaskólanum stendur nú miðs- vetrarprófið sem hæst. Fellur þar nú alt í ljúfa löð. Frost og hreinviðri hafa verið um tíma. Er það nítt Sunnlendingum. En kalt er nú og karlmannlegt verk að sækja sjó. Þó eru skip tekin að búast og eru þegar tvö af skipum Geirs Zöega fullbúin. Á föstudaginn geiðist aftur ókirt veður. Væri óskandi að vertíðin irði nú eigi svo drjúgtæk á mannslíf sem undanfarið ár. Lúti nú sjómenn vorir heilir í haf og muni nú vísu Jónasar Hallgrímssonar: Mardöll á miði í mirkbláum sal, seiddu uú að sviði sækinda val. Láttu fara friði fengsælan bal. Jarðræktarfélag Reikjavikur hélt aðalfund sinn i gær. Þar flutti Sigurður ráðunautur Sigurðsson erindi um búskap Reikvikinga Lausafrétt frá útlöndum segir ófrið hafinn milli Japansmanna og Rússa. Á sjó og laudi. (frá fréttaritara.) Mentafélag ísfirðinga heitir félag á ísafii ði, er það frumkvöðuil að mörgum góðmn alþíð- ufirirlestrum sem haldnir eru þar vestra. I vetur hefir læknir Þorv. Jónsson flutt firir- lestur um versluu Islands fir og síðar, kand- idat Björn Bjarnarson þrjá firirlestra um menningu víkingaaldarinnar og Kr. H. Jóns- son ritstj. um alþíðufræðslu. Hlutafélagið Eiafjörður heitir félag, sem mindað hefir verið á Akureiri, og ætlar að reka verslun með kjöt, pilsugjörð, reikingar á kjöti og fiski og öðrum fsl. matvælum. Höfuðstóll 5000 kr. Forstöðumaður félags- ins er danskur. í bæarstjórn á Akureiri kosnir 4. f. m. með leinilegri hlutfallskosningu Kristján Sig- urðsson verslm. 78 atkv. Eggert Lagsdal kaupm. 54 atkv. Friðbjörn Steinsson bóksali með 42 atkv. og Magnús B. Blöndal kaupm. með 39 atkv. Mannalát. 15. f. m. Jóna3 Jónsson hrepps- stjóri að Kjarna í Eiafirði, í f. m. Kristjana Hafstein 12 ára stúlka, elsta barn H. Haf- steins ráðherra og húsfrú hans ítagnheiðar Hafsteins. 4. f. m. Gunnar Gísláson verslm. á Vestdalseiri. Pétur Björnsson skipstjóri Patreksfirði. Kvik heitir jungfrú-félag á Seiðisfirði, það hefir sent áskorun frá sér í austanblöðunum um að skjóta saman fé til þess að kaupa minnismerkið Snorra Sturluson eftir Einar Jónsson. Vonandi verða menn vel við þeirri áskorun. atvinnu i öðrum stað betur launaða, en tók þessa firir tilmæli landshöfð- ingja, er sagði honum að þetta mundi verða til frambúðar. En nú fær þessi máður ekk- ert. Þó hafði hann auk þessa, er nú var talið, borið ábirgð á blaðinu „Landvörn11 og hefði það eitt átt að vera honum næg með- mæli. JÞeir er koma eiga í stað þessara manna eru starfinu gersamlega óvanir. Hafa þeir aldrei áður feugist við nein þess kouar störf. — En þegar Einari Gunnarssiui var veittur þessi stirkur, þá sagði Jón i Múla, framsögumaður fjárlaganefndarinnar í nd.: „Nefndin áleit að þetta gæti orðið til bóta, ef núverandi endurskoðandi félli frá. Þetta starf væri svo vandasamt og nauðsinlegt starf, að full nauðsin væri, að til þess væri ávalt til maður, sem vanur væri slíkum störf- um“. I nefudarálitinu er bent á, að nauðsin- legt sé að hafa fastan aðstoðarmann við starfið, til þess að fá trigging firir því, að ætið sé til æfður og hæfur maður til að vinna það verk. Með þessum formála var stirk- veitingin síðan samþikt með 21 samhlj. atkv. í nd. og i einu hljóði í ed. N ú þarf ekki að halda á neinni æfingu í þessu verki og ekkert rúm er firir þann manti, er þingið hefur sjálft til starfans kjörið. Þess mundi hún þurfa hin uía stjórn að meta vilja þings- ins meira í öðrum málum. Stjórnin hefur oft þótt helsti sparsöm og hrædd við gjöld, og má vera að hin nia stjórn vilji nú forðast það. En engi bót er þó að þarflausri fjár- eiðslu. Með því að skipa öðruvísi í þessi embætti hefði mátt spara um 5000 kr. á ári. og þó eins vel skipuð embættin. Þetta er á 15 árum orðið um 110000 kr. Mætti það hafa í stirk til eitthvers visindamanns eða listamanns og væri þá betur varið. Óþektan fisk veiddu sjómenn frá Hesteiri við Mjóafjörð snemma í f. m. Var hann að sveima í ifirborði sjávarins, og kræktu þeir í hann og náðu honum lifandi. Hann var 3 álnir á lengd, sporðurinn útþaninn alin á breidd, uggar satnvagsnir hringinn í kring skrokkinn, en skrokkurinn þunnur og silfur grár. Sveinn á Eirði, sem er fiskfróðastur þar eistra hafði eigi séð fiskinn er síðast fréttist. Firsta febrúar gekk landshöfðingi upp til síns firra bústað- ar, þar sem nú eru allar skrifstofur ráða- neitisins. Þar var firir Hannes Hafsteinn og skrifstofustjórar hans og aðstoðarmenn og skifarar. Þegar sól var gengin í hádeg- isstað fekk Magnús St.ephensen honunt stjórn- artaumana í hendur. Var síðan drukkin hestaskálin í kampavíni. Er uú vonandi að Hannes sitji eigi ver stjórnarfolann en pega- sus. En ríða verður hann þá folann til land- varnarskeiðs, ef hann vill fá hrós firir taum- haldið. En litlar vonir vekja þó veitingarn- ar á embættunum, því að þeir landvarnar- menn tveir er um sóttu og voru eiginlega sjálfkjörnir hafa haft lítinn bir. Eirir annan þeirra var þó gerð fulltrúastaða, sem hvergi er gert ráð firir í lögum og alveg óþörf. Það er Indriði Einarsson. Átti hann auð- vitað að vera skrifstofustjóri i þeirri deild. Hinn var Einar Gunnarsson. Honum hafði alþingi veitt fé til að aðstoða Indriða Ein- arsson við endurskoðun landsreikninganna. Var svo til ætlast að hann fengi þar fasta stöðu með tímanum. Einar gat þá feugið Hestarnir á götunum. Benedikt Gröndal hefur beut á það í Reikjavíkinni, að umsjónarleisið með hestun- um á götuuum væri ótækt. Mér finst þetta líka. Það er að visu svo, að fullorðnum mönnum er sjaldan hætt, því hestarnir víkja oftast nær úr vegi firir þeim, ef þeir eru ekki nógu fljótir til eða kurteisir, að víkja úr vegi firir hestunum. Hestarnir þurfa auðvitað að liðka sig, hlaupa og sprikla eins og önnur dír og | menn, en það er ekki sanngjarnt, að hestarn- ir hafi meiri rétt til stíganua, eu eigendur þeirra; og ég skil ekki annað, en einhver irði til að átelja það, ef hestaeigendur tæki upp á því, að þjóta 2 og 3 saman um göt- urnar, setja upp rassinn og undir sig haus- inn og gera krakkana dauðhrædda, sem sendir hafa verið til að sækja eitthvað, eða eru þar að rísla sér, eða fara í sojókast. Eg sá eiumitt, rétt uúna tvo hesta leika sér ann- an jarpan eða brúnan en hinn skjóttan hér á stígnum, sem er firir f'raman mína glugga; þar kom dálitið barn með eitthvað í höndun- um og misti það niður af hræðslu, eða fleigði því til að hlaupa úr vegi. Barnið sakaði víst ekki annað en hræðslan, en það er hreinn óþarfi að láta börn eða óstirka menn og kon- ur ganga með beig um göturnar af ótta við ifirgang hestanua. Hestaeigendur ættu að vera svo nærgætnir og réttsínir, að fara með hesta sina þangað, sem þeir mega leika sér öllum að meinlausu og ef þeir sjá það ekki sjálfir, þá verður bæarliður hér að hafa ein- hver ráð til að sína þeim það. Þorsteinn Erlínysson.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.