Ingólfur - 29.05.1904, Blaðsíða 3
[29. maí 1904].
INGOLFUR.
91
Búnaðarskólarnir.
Nú er dagur við ski, heir hinn dinjandi gní,
nú þarf dáðrakka menn — ekki blundandi þi,
það þarf vakandi önd, það þarf vinnandi hönd
til að velta i rústir og higgja á ni.
Einar BenediUtsson.
Þrátt íirir alt, sem gert heíir verið nú
á seinni árum til hjálpar landbúnaðinum,
verður því ekki neitað, að hann stendur á
sorglega lágu stigi. Efnahagur bænda er
alt annað en glæsilegur. Yinnukrafturinn
streimir óðum úr sveitunum til sjávarins.
Mörgu af unga fólkinu þikir betra að eiða
sumar- og vertíðarkaupi sínu að vetrinum
í svalli kaupstaðarlífsins en hirða fénað í
sveit eða vinna hin vanalegu störf sveita-
heimilanna, og eiga svo kaupið að meira
eða minna leiti óeitt. Sveitabændur geta
ekki keft um vinnukraftinn við útvegs-
bændur af þeirri ástæðu að landið er ó-
ræktað, og af því leiðir að landbúnaður-
inn gefur lítið í aðra hönd. Að landið er
óræktað, stafar af peningaskorti, og úr
því verður ekki bætt nema með meiri og
betri þekkingu en nú er kostur á, þekk-
ingu, sem bigð er á réttum grundvelli,
og meira fjármagni til þess að reka land-
búnað með atorku.
Hvað gera búnaðarskólarnir? munu
menn spirja; dreifa þeir ekki búþekkingu
út um landið?
Þar á móti kemur sú spurning: Hvernig
getur áburðarlítið og frjóefnasnautt tún
gefið af sér mikla töðu? eða illa fóðruð
kír mjólkað mikið?
Meðan búnaðarskólunam er haldið í
sama horfinu, geta þeir ekki náð mark-
miði sínu að hálfu leiti, og mun ég seinna
gera grein firir þeim breitingum, sem ég
óska eftir á þeim.
Menn hafa nú á seinni tímum, einkum
í vetur, talsvert rætt og nokkuð ritað um
þá. Allar raddir, sem ég hef heirt, viður-
kenna, að ímislegt megi finna þeim til
foráttu og að þörfin að breita þeim sé
orðin næsta tilfinnanleg. En hér mun
fara sem oftar, að auðveldara er að rífa
niður en biggja betur, og er því mjög
nauðsinlegt að skoða málið vandlegaáður
en birjað er á breitingunni, svo að ekki
verði „seinni villan argari hinni firri“.
Bruninn á Hvanneiri hefir vakið tals-
verða eftirtekt, og margir, sem áður sváfu,
hafa vaknað til umhugsunar um málið.
Herra Stefán Stefánsson hefir ritað all-
itarlega ritgerð um nítt búnaðarkenslu-
firirkomulag í 17. tbl. „Norðurlands41 3.ár,
og leggur til að notað sé tækifærið, brun-
inn á Hvanneiri, til að sundurliða bóklegu
og verklegu kensluna þar, flitja skólann
til Reikjavíkur, breita honum í lands-
búnaðarskóla, sem standi undir umsjón
„Búnaðarfélags íslands“ og veiti staðbetri
og víðtækari þekkingu; setja hana þar í
samband við gróðrarstöðina, mjólknrskól-
ann, hússtjórnarskólann, efnarannsóknar-
stöð, jarðirkju- og búsáhaldasíningu og
íslenskt landbúuaðarsafn, sem i vændum
sé, svo að úr þessu öllu verði ein „organ-
isk heild“, sem með tímanum verði firir-
mindarstofnun, miðstöð íslenskrabúvísinda,
sem dreifi staðgóðri búþekkingu út um
landið.
Herra skólastjóri Torfi Bjarnason hefir
ritað á móti þessari grein Stefáns í 13.
tbl. „ísafoldar“ þ. á. Sýnir hann fram á,
að tillaga hr. Stefáns sé bigð í lausu lofti,
og bendir um leið að bændunum, að þeim
beri að láta álit sitt í ljós, ef þeim sé
ekki alveg sama um skólana. Af því ég
tel mig svo skildan bændunum, get ég
ekki stilt mig um að fara nokkrum orðum
um grein hr. Stefáns um leið og ég læt í
ljósi skoðun mína á málinu.
Hið firsta, sem ég finn athugavert við
grein hr. Stefáns, er, að hann vill sund-
urliða bóklegu og verklegu kensluna og
flitja skólann til Reikjavíkur. Telur það
til bóta.
Ég get ekki goldið því samþikki. í
mínum augum er það afarnauðsinlegt að
hafa bóklegu og verklegu kennsluna óað-
greinanlega sameinaða; mcð þeim hætti
kemur kenslan nemöndum að bestum not-
um. Eintómt búvísindabóknám verður
örðugt; bókstafinn verður að skíra með
áþreifanlegum, lifandi dæmum, annars
missir hann gildi sitt meira eða minna.
Búnaðarskólarnir eiga að vera skólar firir
lífið og landbúnaðinn, en ekki til að troða
höfuð nemendanna full af dauðum bók-
stöfum. í sambandi við þetta skulum við
athuga einhverja námsgrein, t. d. hús-
dírafræðina. Ætli áþreifanlegu dæmin
henni til skíringar verði ekki auðfengnari
upp til sveita en í Reikjavík? Ég segi jú.
Líkams- og líifærabigging húsdíranna
verður skiljanlegri firir nemandann, þegár
búið er að sína honum hana áþreifanlega
á slátrnðu dírunum að haustinu. Hver
einstakur sjúkdómur húsdíranna verður
auðþektari, þegar sjúk skepna er við
hendina, eins og oft kernur firir á stórum
búum. Mjólkureinkenni nautpenings verða
betur skírð í fjósinu, þar sem margar kír
eru, heldur en inni í kenslustofunni Þá
má nefna fóðrun fénaðar, val á búsdírum,
kinblöndun og fleira þess konar, semdag-
legt er til sveita. Langtum fleira mætti
nefna, cn ég læt þetta nægja, því að ég
higg að allir, scm skoða málið vel, sjái,
að hér er um sannleik að ræða.
Hvað mælir þá með því að flitja skól-
ann til Reikjavíkur? Frá mínu sjónar-
miði skoðað vérður svarið : Ekkert, nema
ef vera kinni það, að nota þá kenslu-
krafta, sem liggja ónotaðir mikinn hluta
ársins, og hefir það ef til vill vakað firir
hr. Stefáni, þótt grein hans beri það ekki
beinlínis með sér.
Ég játa að vísu, að til eru í Reikjavík
nokkur gögn, sem geta haft mentandi
áhrif á nemendurna, svo sem bókasöfn,
firirlestrar o. fl., en ég er hræddur um að
þar sé líka fleira, sem hefir miður holl
áhrif. Sveitalífið er mjög ólíkt og óskilt
kaupstaðalífinu, og óttast ég að það hafi
als ekki bætandi áhrif á unglinga úr
sveitinni; því að ef óhollustan í lærða
skólanum er eins mikil og af er látið,
gæti ég trúað að hún væri næsta sótt-
næm, og þá er engin trigging firir að
búfræðisnemendurnir síkist ekki, og þá er
stórum ver farið en heima setið.
Einnig higg ég að vandfengin verði
stærstu líffærin í „organisku heildina“
hans Stefáns míns, svo að hún verði vel
heilbrigð, — ég á við að samvinnan milli
þeirra (líffæranna, þ. e. forstöðumanna
hinna einstöku hluta hennar) verði svo
góð sem nauðsinlegt er til þess að hún
nái fillilega tilgangi sínum.
Ekki sé ég heldur neina ástæðu til að
setja skólann undir umsjón búnaðarfélags-
ins. Þvert á móti ætti þess konar skóli
að vera undir stjórn þingsins og lands-
stjórnarinnar; þó gæti búnaðarfélagið borið
tillögur sínar um hann fram firir þingið
og haft áhrif á skólann á þann hátt. Ég
man heldur ekki til að hr. Stefán stiðji
þessa tillögu sína með neinum rökum.
Enn fremur hef ég litla trú á, að hægra
verði að gera margvíslegar tilraunir með
áburðarefni, sáðjurtir og fleira er að land-
búnaði lítur í Reikjavík en á Hvanneiri,
því að á Hvanneiri er nóg landrími til
hvers sem vera skal og verkefnið því
næstum óþrjótandi. Ekki sé ég ástæðu
til að óttast að ekki geti margir fleiri en
nemendurnir kint sér árangur tilrauna
þeirra, sem gerðar eru á skólanum, þótt
hann sé á Hvanneiri, því ég geri ráð
firir að það séu sveitabændur og sveita-
bændaefni, sem eiga að færa sér árang-
urinn í nit, en ekki kaupstaðarbúar.
Herra Stefán Stefánsson segir, að
„kenslan verði að vera vekjandi og lífg-
andi, ekki neinn andlaus bókstafsítroðn-
ingnr“. Þessi orð hefðu átt vel við, ef
hr. Stefán hefði verið að halda fram bún-
aðarskóla í sveit, en á þessum stað geta
þau ekki verið annað en gilling á málstað
hans, enda tekst hún vel eins og við var
að búast af honum. Áður en ég skil við
grein hr. Stefáns, vil ég benda honum á
eftirfarandi greinarkafla úr ritgerð eftir
L. Schröder „Um hina dönsku liðháskóla“,
„Fjallk." 26. jan. 1904: „Skólarnir þríf-
ast vel á landsbigðinni; þar á móti mis-
hepnuðust þær tilrauuir, er gerðar voru
til þess að fá verkamenn í Kaupmanna-
höfn til þess að ganga á þess kyns skóla.
Seyndar hafa allmargir ungir menn í
Kaupmannahöfn orðið firir áhrifum frá
líðháskólum, en þau hafa þeir fengið á
landsbigðarskólunum“. Ætli hið sama irði
ekki uppi á teningnum hér um búnaðar-
skólana? Ég segi jú.
Ekki neita ég því, að búnaðarskólarnir
hafi unnið gagn; slíkt væri fjarstæða,
einkum um Ólafsdalsskólann, og mér finst
landar mínir aldrei geta að verðleikum
þakkað slíkum ágætismanni sem Torfa
skólastjóra Bjarnasini starf sitt í þarfir
landbúnaðarins. Á hinn bóginn dilst mér
það ekki, að langt er frá því aðbúnaðar-
skólarnir nái tilgangi sínum eins og þeir
eru; liggja til þess margar orsakir og
ætla ég að telja hér upp nokkrar þeirra.
1. Fjárskortur veldur því að verkleg
kensla er mjög lítil og ófullkomin.