Ingólfur

Tölublað

Ingólfur - 03.07.1904, Blaðsíða 1

Ingólfur - 03.07.1904, Blaðsíða 1
INGÓLFUR Reikjavík, suimudaginii 3. jiilí 1904. 28. blað. II. ÁR. ÞÝZKAIl BÆKUR OG BLÖÐ útvegar E. Gunnarsson, Lauí'ásv. 6, Rvík Ing-ólfur. Komi firir nokbur vanskil á blað- inu eru blutaðeigendur vinsamlega beðnir að segja ritstjóranum til þeirra sem first. cTo~cTb-crcro~crö cTcT o" o~'o'o o o o Til kaiento „Bjarla.11 Af árg. Bjarka þ. á. eru nú komin út 4 tölubi. og tilkinnist kaupendum blaðs- ins með auglísingu þessari, að ég er hætt- ur útgáfu þess, en hef selt útgáfuréttinn í hendur hlutafélaginu Ingólfi í Reikjavík. í stað þess sem óútkomið er af þessum árg. Bjarka fá kaupendur hans því fram- vegis vikublaðið Ingólf. og alt firir sama verð og auglíst var í siðasta tbl. Bjarka að irði á þessum árg. hans, aðeins kr. 1,30 Eins og sjá má af þessu eru það mjög góð viðskiftakjör sem hlutafélagið Ingólf- ur bíður kaupendum Bjarka og vænti ég því, að þeir taki vel við blaði félagsins. Reikjavík 1. júlí 1904 Þorst. Gíslason. Samkvæmt ofanrituðu verður kaupend- um Bjarka sendur „Ingólfur“ héðan í frá. Auglísist það jafnframt hérmeð, að þeir af kaupendum Bjarka, er senda verð ár- gangsins 1 lcr. 50 a., til gjaldkera Ing- ólfs, Einars Gunnarssonar, Laufásvegi 6, Reikjavík innan 1. septcmbermán. þ. á., fa í kaupbæti það sem út er komið af Ingólfi frá 1. mars þ. á. og auk þess sér prentaðan endann á sögu þeirri erBjarki. fiutti síðast og en er ólokið. Hlutafélagið „Ingólfur.11 Huliðslieiiuar. Eftir Árna Garborg. Það vorar. Sólarlag. Af hafi stíga huldulönd með hlíð og mó, þau hvíla út við himinrönd í helgri ró. Að úðabaki oft ég sá þau undralönd; en aldrei mátti eg þór ná, þú unaðsströnd. Langfrjálslindasta lífsábirgðarfélagið á Islándi er Umboðsmaður: Jens B. Waage. Þar sofa fjöllin díran dag við djúpan ál; en svo um stund við sólarlag þau sveipar bál. Er dagur eins og eldur og blóð að unnum snír, þá logar upp slík undraglóð og æfintír. Um jökul leikur logi hár svo ljómar af og roðnar biminbogi blár og brennur haf. En ljóminn hverfur hratt af strönd og himni og sjó, og aftur hvíla huldulönd. i helgri ró. Og löngum þangað langar mig, er líður á dag, en landið first má sína sig um sólarlag. Kvað er þá orðið af I andsréttindum vorum ? Þegar verið var að svara landvarnarmönn- um í firra, kveða niður og kæfa kenningu þeirra um það, hve ríkisráðsákvæðið í stjórn- arskrárfrumvarpinu .væri hættulegt firir lands- róttindi Islands, þá var þetta ávalt viðkvæð- ið, engin sönnunarástæða framborin tíðara gegn grílu laudvarnarmanna, sem kölluð var, heldur en þessi: ráðgjafi vor verður skipaður samkvæmt stjórnarskránni en ekki eftir grundvallarlögunum. Og þessi setning var endurtekin og margendurtekin af þeim sem um málið fjölluðu og hún var útlistuð frekar, til að taka af allan vafa, svo, að hún þíddi það, að ráðgjafinn irði skipaður með undir- skrii’t Islandsráðgjafans. Nefndin í neðri deild alþingis í firra stag- ast einnig á þessari „sönnun“ gegn landvarn- ar-„grílunni“ og það eftir að hún er búin framar í áliti sínu, sem Hannes Hafstein samdi sem kunnugt er, að taka það sama fram, með almennari en engu síður ákveðnum og ljósum orðum, þar sem hún segir svo: „Konungur getur eftir beinum ákvæðum frumvarpsins ekki falið neinum öðrum en ráð- herra íslands einum að framkvæma neitt af því æðsta valdi sem honum ber i löggjöf og landsstjórn íslands eftir stjórnarskrá þess“. Þingmenn, og Hannes Hafstein, fundu það ljóslega þá, þegar þeir með samþikt ríkis- ráðsákvæðisins voru að ifirgefa fornviður- kent varnarvígi landsréttindanna, að þeirirðu að sína þjóðinni fram á, að landsréttindin væru eigi uppgefin firir það, heldur væri að eins önnur og ní varnarstöð tekin firir rétti og sjálfstæði landsins. Og þeim hugkvæmdist ekkert skírara eða ótvíræðara merki þess, að sjálfstæðinu væri borgið þrátt firir ríkisráðssetuna, heldur en þetta: „Konungur getur ekki falið neinum öðrum ráðherra en ráðherra íslands einum að framkvæma neitt af því æðsta valdi sem hon- um ber í löggjöf og landsstjórn íslands eftir stjórnarskrá þess“ og „konungur verður að láta ráðgjafa íslands og engan annan undir- skrifa skipun íslands ráðherrans“. Þessi setning var sett upp af þinginu sem lífakkeri firir landsréttindunum. Hún átti að sanna hinum vantrúuðu landvarnarmönn- um og þjóðinni, að þótt ríkisráðsákvæðinu væri hleift inn i frumvarpið, þá væri alt hættulaust firir því. Á sannleik setningar þessarar og gildi var samþikt stjórnarskrár- frumvarpsins algjörlega biggð. „Á þessum skilningi var biggt 1902“, sagði nefndin 1903, „og á þessum skilningi biggir nefndin enn.“ Hvernig fer nú nokkur maður með viti að þræta firir það, að þingið hafi lagt áherslu á það atriði, að sérmálaráðherra vor irði skip- aður án íhlutunar nokkurs annars ráðgjafa en íslandsráðgjafans eins? Þingið lagði svo mikla áherslu á atriði þetta, að það var sett beint sem skilirði fir- ir samþikt, frumvarpsins að stjórnin aðhiltist þenna skilning þingsins. Og það var engin furða þótt þingið gjörði þetta, setti þetta skilirði — þvf að eftir að ríkisráðsseta ráðgjafans var samþikt, var þetta atriði, fullkomin sérstaða ráðherra vors, fullkomið íhlutunarleisi annara ráðgjafa, orð- in lífsnauðsiuleg krafa af þeirra hendi, er einhvers mátu landsréttindi íslands og þingið lísti því eindregið og skírt ifir, að landsrétt- indunum vildi það eigi sleppa eða skerða þau að neinu. í athugasemdum Albertis við stjórnarskrár- frumvarpið var komist svo að orði, að hinir (dönsku) ráðgjafarnir „mindu ekki fara að skifta sér af málum sem væru islensk sérmál“. Þingið setti upp á móti þessari „loðnu“ setn- ingu þá skíru kröfu, að hinir ráðgjafarnir ættu ekki að geta skift sér af sérmálunum. Það var þó góðra gjalda vert af þinginu að takasvo einarðlega til orða, úr því að það þurfti að láta blekkjast til að samþikkja rikisráðsákvæðið. Krafan og firirvarinn síndi greinilega að þingið vildi hafa landsréttindin óskert, að það vildi hafa réífartakmörk milli starfsviðs ís- landsráðherrans og dönsku ráðgjafanna, milli sórmálasvæðisins og grundvallarlagasvæðisins. Þó að nokkur bjartsíni og barnaskapur kæmi fram í aðferð þingsins, einkanlega þar sem við stjórn var að eiga, sem sat, eins og síndi sig síðar, á svikráðum við þjóð vora og réttindi hennar, þá var vilji þingsins og ifirlísing og krafa í þessu efni ekki til að villast á. En krafan var þessi: hinir ráðgjafarnir eiga ekki að geta skift sér af sérmálunum, þeir eiga ekki að geta undirskrifað áliktanir

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.