Ingólfur

Tölublað

Ingólfur - 03.07.1904, Blaðsíða 2

Ingólfur - 03.07.1904, Blaðsíða 2
110 INGOLFUR. [3. júlí 1904]. í sérmálum vorum, þeir eiga ekki að geta undirskrifað skipun sérmálaráðherra vors. Þeir lögðust sannarlega ekki neitt íkja djúft, þingmenn vorir, er þeir tóku upp þessa kröfu. Þeir höíðu heimild hennar skráða berum orðum í stjórnarskránni. þar sem seg- ir: konungur lætur ráðgjafann firir Island framkvæuia æðsta vald sitt í sérmálum ís- lands. En hvenig fór um þessa síðustu, þessa ítr- ustu varnarstöð firir landsréttindunum, sem þingið ætlaði að gæti að haldi komið og treisti á? Hvernig fór um þenna einasta vott um réttarsjálfstæði landsins, sem þingið benti mönnum á til hughreistingar gegn ríkisráðs- ákvæðinu ? Eirsti íslendingurinn, sem hlaut þann heið- ur að vera kallaður til þess að vera forvígis- maður þjóðariunar og réttinda hennar, sá maður sem hafði látið svo á þinginu, sem hann væri fullur áhuga um landsréttindin, hann brást þjóð sinni þegar í stað, er ráð- herrahatturinn var réttur að honum, hann, gjörðist Hðhlaupi frá þjóð sinui, hann ifirgaf þessa síðustu varnarstöð landsréttindanna, er þingið, og hann fremstur í flokki, hafði tekið sér og álitið lílfsnauðsinlega, ef um nokkur landsréttindi ætti að vera að ræða lengur. Þetta sem þingið innbirlaði sór og lét inn- birla sór að væri eftir af landsréttindunum þetta, að danskir ráðgjafar gætu ekki bland- að sér í sérmálin, það gaf Hannes Hafstein strags eftir. Og blöðin, sem hafa tekið að sér að verja alt sem H. Hafstein gjörir, og fá visku sína alla hjá honum í staðinn, þau vilja fræða menn nú á því, að Hannes Hafstein hafi far- ið alveg rétt að. „Reikjavík“ segir, að „það eitt liafi verit) formlega réttu, að forsætisráð- gjafinn danski skrifaði undir skipunarbréf H. Hafsteins. Þjóðólfur segir að H. Hafstein hafi „orðið að vera skipaður af forsætisráðgjaf- anum að forminu til“, og Vestri segir, að það hafi „ekki verið óeðlilegt11 þótt konungur hafi kvatt forsætisráðherrann til að skrifa undir útnefningu Hafsteins11. Þessi blöð kenna nú berlega, að það álit þingsins, sem það treisti á, er það hleifti ríkisráðsákvæðinu að, að danskir ráðgjafar gœtu ekki hlutast i alíslensk sérmál, hafi ver- ið misskilningur einn. Þau kenna hiklaust, að það hafi verið formlega rétt að danskur ráðgjafi hafði með höndum og réði til likta mikilsverðasta og sjáltsagðasta sér- málinu, ráðgjafaskipuninni, því málinu beint, sem þingið tók sérstaklega fram, að hliti að vera óháð dönskum afskiitum. Það er einkennilegur leikur með landsrétt- indin og furðu djarfur, sem hér er verið að leika. Þjóðinni. og þinginu er sagt, að það sé ó- hætt að taka ríkisráðsákvæðinu, landsróttind- unum sé samt borgið, því að danskir ráð- gjafar geti ekki hlutast í islensk mál. En svo þegar þingið hefur biggt á þessu, þá seg- ir H. Hafstein og blöðin hans á eftir, að það geti ekki komið til mála annað en að dansk- ir ráðgjafar hafi þessi sömu íslensku mál með höndum og ráði þar einir. Það eitt sé form- lega rétt. Það er heimska, það er ósvifni, sem tekur engu tali, að ætla að telja þjóðinni trú um, að hún hafi nokkra stjórn útaf firir sig, að hún hafi nokkur sérstök landsréttindi, ef hún ræður ekki því, hver verður ráðgjafi hennar. Og þetta var þinginu ljóst, er það lagði svo mikla áherslu á það að danskir ráðgjaf- ar kæmu ekki nærri því máli. H. Hafstein og blöðin hans verða nú að sína mönnum hvar landsréttindi vor séu, í hverju þau sini sig nú, því að einhversstað- ar verður að votta firir þeim, ef nokkur eru. Hannes Hafstein sagði á þinginu í firra sumar, að hann vildi ekki kaupa hágfeldara stjórnarfirirkomulag firir sjálfstæði landsins, firir að sleppa nokkru af landsréttindum vor- um. Jeg skora nú á hann að skíra þjóðinni frá því, hvað orðið sé af landsréttindunum, sem hann átti að gæta og lét, á þinginu sem hann vildi ekki sleppa. Hann þegir auðvitað, ef hann getur ekki svarað spurningunni. Jón Jensson. Frá útlöndum. Kaupmannahöfn 15,—6. — 1904. liússland og Kína. Kínverjar halda fremur tauin Japansm., þótt þeir haldi sér utan við ófriðinn. Hefur það komið fram á ímsan hátt að alþíðan er Japans- mönnum vinveitt og hefur það stundum jafnvel horft til vandræða. Rússar hafa og stundum farið allóþirmilega með kín- verska menn. En upp á síðkastið hafa Rússar á allar lundir leitast við að frið- þægja sig við Kínverja. Herforingjum þeim, er móðgað hafa kínverska menn, hefir verið refsað stranglega. Og hvað meira er, Rússar gefa út fréttablað á kín- versku. Er það prentað í Mukden og á að laða alþíðuna að Rússum. Blaðið er ekki sem vinveittast i garð Japansmanna og er þeim borin illa sagan. Blaðið seg- ir ennfremur að Rússar muni brátt stíia friðarskilmálana í Tokio, höfuðborg Jap- ansmanna. Þrátt firir allar vinagælurnar. hafa Rússar þó haft í hótunum við kín- verska bændur í Mantsjúríu, ef þeir gættu eigi til fulis járnbrautanna. — (Eins og kunnugt er hafa ímsir óaldarfiokkar haft það sér til dægrastittingar að erta Rússa og eiðileggja járnbrautirnar). Japansmönnum veitir hægra að vingast við Kínverja. Svæði þau er Japansmenn hafa tekið frá Rússum í Mantsjúríu hafa þeir boðið Kínverjum til ifiráða, — því Kínverjar eiga landið, — er því auðsætt að það er mjög erfitt firir Kínverja að halda sér algjörlega utanvið ófriðinn. Kínverskir óaldarmenn hafa drepið fregn- ara nokkurn enskan, er sendur var til ófriðarstöðvanna af enska blaðinu Daily Telegraph. Tæringarþlngið. Síðast, er vjer gát- um þings þessa, hétum vér að tala frek- ar um það síðar, og ætlum vér nú að efna loforðið, þótt vart sé ástæða til að orðlengja mjög um þingið að sinni, því gjörðir þess eru ennþá ekki fillilega kunnar. Tæringarþing þetta er hið annað í röð- inni og var það haldið hér í borginni síð- ast í Maímánuði (26—29). ímsir hinna helstu tæringarlækna úr allflestum rikjnm Norðurálfunnar og jafnvel frá Ameríku og Japan komu á mótið. — Enn hinn heimsfrægi Lister kom ekki. —- Ráða- neitisforinginn danski setti þingið. Krón- prinsinn viðstaddur, og margt annað stór- menni. Læknarnir hafa eflaust afkastað miklu, þótt oss sé það ekki kunnugt, og meðal annars var rætt um að banna mönnum að hrækja, á götur og stræti. Allflestir menn hafa verið á þeírri skoð- un að heppilegast mundi að lögleiða ekki slíkt bann, en kosta kapps um að fræða menn um háska þann, er stafa kann af hrákunum. Enn fremur var rætt um til- kinningarskildu í tæringartilfellum og voru samin eiðublöð til þess brúks. A eiðublöðum stóðu hín ímsu stig tæringar- innar. Voru þau nánar ákveðin og komu menn sér saman um að viðhafa hina sömu stigaskiftingu í öllum löndum. Imislegt fleira mun hafa verið rætt, en þá var et- ið og því næst drukkið og svo var drukk- ið og etið á ní. Að lokum heimsóttu hinir útlendu lækn- ar ljóshöll Finsens og ímsar heilsustöðvar Dana, sérstaklega heilsustöðvar firir tær- ingarsjúklinga. Lítilmenska. Dögum oftar heiri ég hrósað ifirburðum mannanna ifir önnur dír, og er þá vana- lega talin skinsemin. Þá er auðvitað átt við æðra stig skinseminnar en það, sem leiðir skepnur til að ganga að mat sínum eða afla sér bráða. Mun jafnaðarlega vera átt við það, að mennirnir hafa meira vit en dirin til þess að athuga samband hlutanna eða í einu orði sagt að hafa slwðanir. En lítið verður úr þessum ifir- burðum, ef þeir þora aldrei að hafa þær frammi eða þeir gera sér mat úr þeim með þeim hætti að renna. þeim niður eða berj- ast á móti sínum eigin skoðunum íirir aura eða firir þá sök að þeir eru hræddir um að missa aura. Það ætti að vera næg lítilmenska að renna af vígvellinum, þegar einhver hætta er á ferðum, þótt ekki sé flúið undan hverri grílu, sem hræðsla samfara auðugu ímindunarafli má skapa. En þetta síðara er þó næsta algengt. Þvi að allur fjöldi manna heldur að það sé fárlegt að hafa aðrar skoðanir en þeir menn, sem þeir eiga eittbvað undir. Er það undur að mönnum sé að óreindn ætluð svo mikil þrælmenska, að kefja með ofbeldi skoðan- ir frjálsra manna. Og ef hún er almenn þá kernur það af því, að lítilmenskan hefir opnað dirnar upp á gátt hneigt sig og beðið þrælmenskuna að sína lítilæti og ganga inn. Margír menn hafa engan annan andans auð en þessa lítilmensku4og fleitast á henni gegnum lífið. Einkenni þeirra er það, að þeir geta því aldrei trúað að nokkur mað- ur haldi fram skoðunum nema í hagsmuna skini. Einhver er það af sama sauðahúsi sem skrifar í Vestra að landvarnarmenn ætli sér að ná kosningafilgi með aðfinn- ingum sínum við skipun ráðherrans og ekkert annað. — En markið er auðþekt. Þetta er eitt lítilmennið, sem hefur fengið

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.