Ingólfur

Tölublað

Ingólfur - 03.07.1904, Blaðsíða 3

Ingólfur - 03.07.1904, Blaðsíða 3
I N G0 L FUR. 111 [B. júlí'1904]. „kosnÍDga-kveisu“, þegar hann sá að til vórn menn, sem þorðu að hreifa réttu máli. Viðvörun. Kaupið ekki gamlan fatnað útlendan. Hingað er nú verið að flitja gamlan útlendan fatnað til söln. Enginn veit, hvaðan úr heiminum fötin koma — hingað koma þau frá Englandi — og enginn veit af hverjum þau eru. Mjög margar sóttkveikjur geta borist í gömlum fatnaði heimsendanna á milli, t. d. svartadauðasóttkveikjan, bólusótt- kveikja og taugaveikissóttkveikja. Þegar Englendingar börðust við Búa í Afríku, gekk taugaveiki í liði þeirra. Þá bar það við í lok ófriðarins, að ó- hlutvandir menn fluttu ábreiður hermanna heim til Englands ósótthreinsaðar og seldu þær þar. Þeim fllgdi taugaveiki í kaupbæti. Ég veit ekki, hvað filgja kann í kaup- bæti gömlum aðfluttum fatnaði, sem hingað kemur. Mér er sagt, að ekki verði bannað að selja hann, ef hann kemur hingað úr landi þar sem ekki ganga alvarlegar far- sóttir. En varlegast er að k a u p a hann al3 ekki. Og hafl einhver keift nílega eða kaupi einhvern gamlan, útlendan fatnað, þáætti sá að láta fötin í sótthreinsunarofninn í Laugarnesi áður en hann lætur þau utan á sig. G. Björnsson. Listir og vísindi. Fjölmennur söngflokkur hélt samsöng í dómkirkjunni bæði á miðvikudag 29. f. mán. og föstudag 1. þ. mán. Var það hinn fríðasti flokkur um 60 manns, karlar og konur — alt prúðbúið; kvenfúlkið jafnvel sumt í skautbúningi, sem virðist — því miður — ekki vera „móðins“ leng- ur nema á einstaka danssamkomum, en þótti víst vel við eiga úr því að farið var að singja í kirkjunni. Við vitum það all- ir að kirkjan er guðs hús og gott hús,— en að þessi kirkja sé löguð flrir söng og hljóðfæraslátt er alveg frá, Því mátti ekki eins singja þessa söngva t. d. íBáru- búð, og hefði ekki skaðað að hafa nokk- ur fjörug lög innan um. Eg firir mitt leiti get ekki fundið neitt „uppliftandí“ við þessa dómkirkjusamsöDgva. Þar eru sönglögin vanalega öll af sama taginu; alvarleg, stirð, og söngmaðurinn og alt fólldð fjötrað og bundið á klafa. Þar er bannað eða þildr ótilhlíðilegt, að skella lof í lófa eða ifir höfuð láta neina ánægju og gleði í Ijósi, ómögulegt að fá sönglag- ið sungið aftur o. s. frv Alt er vitan- lega gert svo hátíðlegt og mér liggur við að segja hræsnislega alvarlegt, að óskandi' væri að þessir blessaðir dómkirkjusainsöng- var legðust sem skjótast niður og söng- fólkið í þess stað léti til sin heiraí„Báru- búð“ eða „Iðnó“. Þar verður söngurinu miklu áheirilegri og þar eru áheirendur ekki bundnir við neinar reglur, mega „klappa“ og ussa og sussa þegar þeim síuist. Vitaskuld munu margir svara þessu með því, að söngflokkurinn liafi fengið kirkjuna endurgjaldslaust, — en ég vil að tekið sé ofurlítið tillit til þess hvar gott er að singja og hvar söngurinn hljómar best. En nú skal hverfa að efninu. Þar voru sungin ein 12 sönglög og fóru þau flest vel. Þó skal hér bent á nokkur líti og smámisfellur en þó ekki dregið úr kost- um. Níárssöngur við kvæði eða sálm séra Fr. Friðrikssonar þótti mér ekki takast rétt vel. karlaraddirnar of sterkar og kvennraddir of lágar á tónunum og þar afleiðandi ekki nógu hreinar. Ég kann illa við orðin „klukkuslag“ og ársins „firsta dag“ í texta séra Friðriks; það er hvor- tveggja dönskuslettur. Sönglagið „Löng- un“ eftir Södermann fór að öllu leití mjög vel undir stjórn Sigfúsar Einarssonar, þó var of mikil áhersla lögð á orðið „á“ í „á hins eilífa kærleikans ei;“ við það hætti kórinu á að tengja á-ið við næsta orð á undan. Áherslan og drátturinn hefði heldur átt að vera á orðinu „eilífa“. Lag- ið Morgunsöngur fór mjög vel flrra kvöld- ið en töluvert miður hið síðara. Lagið: „Nú legg ég augun aftur“, hefði gjarnan mátt missa sig, það er alþekt sálmalag og mér og öðrum líklega hefði verið meiri forvitni á að heira eitthvað annað lag. Kórinu hætti þar við að slíta í sundur orðið: „náðarkraftur“ með andardrætti á undan „kraftur“. Sömuleiðis í: „min veri vörn“, — andardrátturinn á undan „vörn“. Það væri æskilegt að söngfólkið, ekki að eins þessi heldur og allir aðrir, legðu sem mesta áherslu á textameðferð og andar- drátt; að bera hið firnefnda rétt og skírt fram og draga andann á réttum stöðum. Þetta er ekki sagt í aðfinniugarskini held- nr sem vingjarnleg bending. Best þótti mér flrir mitt leiti takast: „Látum .söng- inn glaðan gjalla“, sérstaklega fallegt lag eftir Sigfús Einarsson og stírði hann sjálf- ur söngnum. Sama er að segja um: „nótt“ eftir Grieg, það fór mjög vel undirstjóin Brinjólfs Þorlákssonar. Kvæðið við „Nótt“ var eftir Steingrim Táorsteinson og er það einkennilegt af kirkjustjórn vorri eða þeim sem um það ráða, ef það er satt sem mér hefur borist til eirna, að skáldið hafl verið búinn að þíða kvæðið og það meira að segja mjög góð þíðing, en þá kemur það upp úr kafinu að ekki fæst leifi til þess að síngja teksta Steingríms í kirkjunni, með því að María mei er þar nefnd; það þótti of katólskt og varð því skáldið í snatri að frumsemja annan teksta. í öðrum löndum eru menn ekki svo vandir í þeim sökum hvort heldur er sung- ið á móðurmálinu eða latínu eitthvað um dírðlinga. Síðara kvöldið var annað lag sungið eftir Grieg: „Gamall sálmur“, söug Sig- fús þar sóló og fór vel, þó þótti mér kór- ið of sterkt í samanburði við söngmann- inn. Sigfús söng nokkur smálög einn, þarf ekki að vera telja þau upp, honum fór það vel og smekklega úr hendi. Samsöngurinn var ekki eins vel sóttur og víð hefði mátt búast, einkum síðara kvöldið; voru þó aðgöngumiðar ódirari það kvöld. Ég bíst við að flestum hafl líkað sam- söngurinn vel þó ekki heírðist það í lófa- skellum og fagnaðarlátum. Aumur er öfundlaus maöur. Bréfaskrlna reikvíksra prúðmenna, sú er Vestri kallast, hefur nú í síðustu skiftin bor- ið lof á landvarnarmenn eftir veikum mætti. Meðal anDars segir 1 einu bréfinu að landvarnarmenn geri alt af öfundsiki sem þeir geri. Landvarnarmenn vilja hafa leiðrétting á glappaskoti þvi, er þingið gerði, er það við- urkendi ríkisráðssetuna. Þeir vilja hafa leið- réttingu á því, er danskur forsætisráðherra skipaði ráðherra vorn. Að minsta kosti eigi láta það óátalið. Þetta ætti að vera sprottið af öfund. Hverja halda mennirnir að vér öfundum ? Heimastjórnarmennina. En firir hvað ? Líklega ekki af því að þeim er ef til vill fáum matar vant. Því að margir eru utan þess flokks, sem eiga málungi matar. Mundi það vera af því að flest æðstu embættin eru nú í höndum þess flokks? Ekki er það sennilegt. Því að landvarnarmenn sækja lítt eftir embættum og baráttu þeirra hefur verið svo háttað frá upphafi, að engar líkur voru til að þeir mundu verða firir því happi eða óhappi. Ofundin ætti þá að vera sprottin af því, hve vel þessir menn gegna embættum sínum. Þó er það eigi líklegt, firir þá sök, að enn er öllum að mestu ókunnugt um það. Þó hafa landvarnarmenn vítt það, er ráðherrann tók við embættinu með þeim hætti, sem orðið er, og gerði sitt til að óníta firirvara þingsins. Hitt er öllum augljóst, að Hannes Hafstein hefði orðið sjálfkjörinn forvígismaður vor í sjálf- stæðisbaráttunni, ef hann hefði staðið fast- ur firir, hvort sem nokkur hefði gerst svo djarfur að taka við embættinu eður eigi þá er hann var frá genginn af þessum ástæðum Það er harla ósennilegt að nokkur hefði til þess orðið, en hitt er víst, að Hannes mundi hafa haft nógan liðskost á móti honum. Hver mundi nú svo báglega haldin á vits- munum að hann mætti þvf trúa að vór öf- undum manninn firir tilvikið? Sá mun trauðla finnast. En só hann til, þá er hon- um hollast að tala við sjálfan sig, því að enginn maður mun honum trúa. Mundi þá öfund vor vera af þvf sprottin, hve staðfastur heimastjórnarflokkurinn hefur verið? Þar er nú á að líta. Hann filgdi first Benedikt Sveinssini að málum og vildi hafa hér jarl og miklu meira sjálfstæði en orðið er. Síðar hélt haun því fram, að ráð-

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.