Ingólfur

Útgáva

Ingólfur - 25.09.1904, Síða 3

Ingólfur - 25.09.1904, Síða 3
[25. sept. 1904.] INGOLFUR. 159 Bftir Svarfaðardal og inn á Akureiri. E>aðan alla leið norðr i Skálavík og útáTjörnes. Svo fór hann Sprengisand aftur suður. — Hann lét vel ifir ferðalaginu. Ætlum vér að ferð þessi hafi mikla þíðingu firirjarð- fræði íslands. Frá útlöudum. Kaupmannahöín 10 sept. 1904. Ófriðurinu. Enn þá mikil tíðindi frá Asíu. Siðustu daga ágústmánaðar og firstu daga þ. m. var hað höfuðorusta milli Japansmanna og Rússa við Liaojang í Mandsjúriu. Yar þar saman kominn meginher hvorra tveggjn. Höfðu Rússar Liaojang á valdi sínu en Japansmenn sóttu að. í firstu sigruðust Rússar á smáflokk einum Japönskum og náðu nokkrum biss- um. Eu skjótt sótti að meginher Japans manna og stóðust Rússar þá ekki. Fiótti brast í hægra filkingararmi og í mið- filkingum hersins. Leit svo út um hríð sem Rússar irðu kvíaðir í Liaojang, því Kuroki gamli, sigurvegarinn frá Jalúbar- daganum, var kominn í veginn firir þá norður á við. Kuropatkin, foringi Rússa hafði auðsjáanlega um tvent að velja; annaðhvort að haldast við í Liaojang og láta taka sig sem mús í gildru, eða leita norður á við tíl Mukden og brjótast gegn um herfilkiugar Japansmanna. Kuropat- kin valdi hinn síðari kost, sem og var hermannlegra og eftir síðustu fregnum að dæma, hefur honum tekist að brjóta herkví Japansmanna og komist fram hjá þeim. En ógurlegt manntjón hefur hann beðið. Hann ætlar sér að komast alla leið norður til Charbin og Infa þar vetr- arsetu. En líklegt er að hann verði að berjast við Japansmenn áður. Japansmenn eru nefnilega stöðugt í hælunum á hon- um og gjöra honum hinn mesta óskunda. Þótt hersveítir Japansmanna féu þreittar telja menn líklegt að Kuropatkin konist ekkí lengra en til Tíling, nokkru norðar en Mukden, bardagalaust. Japansmeiin hafa sent horlið til eiar- innar Sakalin, er mun auðtekin, og þá mun borgin Vladivostock hætt komin. Við Arthurshöfn er alt við sama. ímsir bardagar hafa verið háðir og margt fallið af hvorum tveggja. Telja menn þó iíkur til að kastalinn standist ekki mörg áhlaup enn þá. Samkvæmt samningum Japansmanna við Kóreubúa, hafa Japansmenn skipað japanskan mann til aðstoðar í fjármálefn- um Koreu og amerískan mann til aðstoð- ar í politík. Stöðugt er talað um útboð meðal Rússa og enn þá einu sinni hefur heirst að Eistrasaltsflotinn ætti að búast til Aust- urálfu ferðar. Japsnsmenn hafa pantað ósköpin öll af stálþinnum til herskipasmíða. Sem steudur litur svo út sem ófriður þessi verði langvinnur. Þískaland. Tíðindum þikir sæta að krónprinsinn hefur sér konu festa. Hún heitir Sesilía og er sistir þeirra hertogans í Meklemborg og konu Kristjáns Dana- prics. Frakkland. Svo lítur út sem stjórninni sé fuli alvara með að aðskilja ríki og kirkju, en enn þá hefur þó frumvarpið ekki verið borið upp. Hótanir páfans al- veg þíðingarlausar. Rússland. Fursti einn að nafni Svia- topal-Mirski í Vilna or nú skipaður inn- anríkisráðherra í stað Pleve, er mirtur var. Svo lítur út sem menn gjöri sér góðar vonir um Sviatopal-Mirski. Þanmörk. Gustaf Esmann skáldið er látinn. Stúlka ein að nafni Karen Hammerich cand. phil. og stud. med. varð honum að bana. Þau höfðu þekst nokkur ár og mun Karen hafa skilið svo sem Esmann hafi lofað sér eiginorði en bins vegar þótt efning loforðsins dragast of lengi. Mælt var og að Esmann hefði í biggju að giftast aftur konu sinni frá- skilinni. En hvernig sem alt þefta hef- ur verið, heimsótti Karen Esraann sunnu- dagiun 4 sept. að morgni og skaut hann á nærfötunum og sjálfa sig þegar eftir. Svona fór það ástaræfintíri. Er hinn mestí skað' að Esmann, því hann var skáld gott. Enn um skólann. Það er flestum óskiljanlegt með öllu, hveriiig stendur á því að ráðgjafinn skildi geta látið sér detta í hug að ná í Jóhann- es firir ifirkennara. Það er ekki eingöngu flokksfilgi, það er blátt áfram heimska og hugsunarleisi, sem er aðalorsökin. Líklega hefur ein- hver kunningi ráðgjafans bent honum á Jóhannes, ráðgjafinu gripið það hugsun- arlaust og haldið að það væri þjóðráð. Auðvitað hefir hann (H. H.) ekki getað vitað að Jóhannes mindi hæfur til þessa starfa. Hann hefir aldrei gert nokkurn skapaðan hlut, sem vakið hefir alment athigli manna á honum sem firirmindar kennara eða stjórnanda. Hann er sið- prúður og heiðarlegur maður eins og, sem betur fer, fjöldi manna er. Það lítur næstum út firir, að ráðgj. hafi ætlast til bess að hann irði firir- rennari einhvers vinar ráðgj. sjálfs — nokkurskonar Jóhannes skírari — hróp- andi rödd.........— Það er svo sem auðvitað að hann hef- ir ekki þekkingu til þess að vera ifir- kennari — það hefði þá átt að vera pei'sónan sjálf sem hjálpaði en því mið- ur er það ekki heldur. Þessum manni er skindilega lift af uáðarörmum ráðgj. uppifir alla kennara lærða skólans. Þeir eru allir slík lítil- menni í samanburði við þenna að margra ára svo tugum skiftir kensla þeirra við skólann auk háskólaprófa í kenslugrein- um þeirra er ekkert í samanburði við Jóhannes! Mikil er viska ráðgj.! Mikil er mann- þekkingin! Dásamleg er urahiggjan firir velferð skólans! Hvernig verður nú farið að til þess að geta fengið eitthvað til að gera handa þessum dæmalausa manni? Það verður að taka kenslugreinar af reindum vel mentuðum kennurum, visa þeim frá skólanum, af því að það eru sumar af þeim greinum sem hann getur aðnafuinu kent t. d. guðfræði. Hana kendi Haraldur Níelsson. Q. Höfuðborgin. Nú er Reikjavíkurhöfn enn alþakin skipum. Er það allvegleg sjón að kvöldi dags. Þá er sem þar só annar bær á floti og Ijós við ljós. Því að fiskiflot- inn er nú kominn aftur að landi og hef- ur dregið gull úr græði sollnum. Þó eru 6 skip ókomin enn. Hæstur afli hefur verið 116 þúsund en lægstur undir 50 þús. um allan tímann. — Ráða menn nú skipum sínum til hlunns og þikir gott að hafa land undir fæti, þá er haust- vindarnir fara að leika lausum hala. Á mánudaginn var fór svo mikill sægur manna til grafreits, sem eigí eru dæmi til. Þá voru jörðuð 12 lík þeirra manna er diuknuðu á Patreksfirði. Hlut- tekning var mjög almenn, því að öllum þótti atburðurinn sorglegur. Frændlið og kunningjar 12 manna er og hinn mesti fjöldi. Og er þessir 12 ungu menn voru orpnir moldu þá þótti það öllum hinn mesti sjónarsviftir og þó einkum þeim. er verið höfðu á sama skipi. Hafa tveir þeirra sent fólögum sínum þessa Kveðju til sjómanna þeirra er drukknuöu á Patreks- flröi. Svipul er sjómansins ævi, sviplega holskeflan rís, hart er oss hlutað á sævi, háskinn er farmönnum vís. Firir þvi bindum vér fastari trigð, fallandi hafið að er okkar bigð. Hugstæður harmur vor er, helfregn um djúpið er fer. Þungt er það, þrettán í einu þrekmenn í haföldu skaut! Karlmenska kom ekki að neinu kaldri á helfarar braut. Nú skal i hug vorum búa ikkur bigð blómskreitta þakklátri minning og trigð, vökva’ hana söknuður sár, sorgin og lifanda tár. Általað er það hér í bænum að ráð- herrann ætli að velja firir konungkjörna þingmenn þá Júlíus amtmann Havsteen, Davíð í Stöðlakoti, Jón Ólafsson, Árna Nikulásson, Sigfús Eimundsson og Þórð gamla, sem kendur er við Glasgow. Er

x

Ingólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.