Ingólfur - 30.10.1904, Síða 2
178
[30. okt. 1904.]
mér sá ég að það var Sagax, vinur minn.
Hann tók ekki eftir mér, og ætlaði að
renna fram hjá mér. — En ég staldraði
við, gekk í veg firir hann og leit upp
í andlit honum. Hann var fölur, hárið
hékk vott niður um andlitið á honum,
augun störðu á mig stór og döpur.
Hvað gengur að þér, vinur minn ?
sagði ég.
First horfði hann á mig þegjandi, svo
brosti hann svo hriggðarlega og sagði:
Eg þrífst ekki hérna.
Svo ætlaði hann að fara frá mér, en
ég tók um handlegg honum og spurði:
„Hversvegna?"
Hann svaraði mér ekki strax, en leit
út ifir í tjörnina og inn til bæjarins. —
„Finnst þér ekki þetta veður varpa sér-
stökum blæá heiminn i kringum okkur?
Eg hef nautn afað finna storminn ólm-
ast um mig, anda að mér loftstraumum,
sem eru komnir langar leiðir að, sem
bera með sér nítt líf og þeita rætninni
og heimskunni burt með sér. En þeir
eru því miður ekki nógu sterkir. —
Og mundu svo á hinn bóginn eftir
því hvernig landið og bærinn er útlits,
þegar allt er kirt og sól og túngl varpa
ljósskrúði sínu til skiptis á alla hluti.
Mér finnst ég einhvern tíma hafa heirt
sögu um að landvættirnar hað engan
stað getað fundið betri né fegurri til þess
að vera miðstöð fagurs þjóðernis, góðr-
ar þjóðar. — Þegar ég kom hingað og
sá dírðina í kringum mig, varð ég glað-
ur og vonir mínar risu hver af annari.
— En svo hitti ég mennina og kinnt-
ist þeim. Ég leitaði og leitaði. Að lok-
um stóð ég einn úti á viðavangi og kall-
aði út í geiminn: „Hvernig gat guð
fegurðarinnar og gæðanna gefið svona
vondum mönnum svona mikla fegurð;
hversvegna bræddi hann ekki hraun og
steifti hann ekki klungur i kringum þá,
svo há og víð að enginn sæi ifir þau?
Hversvegna lét hann þá ekki deija eða
hversvegna rak hann þá ekki burt þessa
menn, sem heimskan hafði blindað, og
svift öllum skilningarvitum — nema
þeim að finna bragðið að matnum, sem
þeir úða í sig". — - En ég er einn, og
þeir eru margir, þessvegna á ég mér nú
engan griðastað“. Svo hló hann. Hann
sleit sig af mér og gekk inn í bæinn.
Ljóskerin gláftu svo drungalega og skiln-
ingslaus á hann og mig. Svo mættum
við ímsu fólki, sem við þekktum. Það
var þennan dag alveg eins bæði í orð-
um og gjörðum, eins og það hafði ver-
ið daginn áður og daginn þar á undan.
Yinur minn hló þegar við gengum fram
hjá því. Rétt á eftir kvaddi hann mig.
Ég fór heim til þess að lifa áfram með
sambæjar mönnum mínum. — En öld-
urnar tóku hann. Og nú minnast menn-
imir aðeius hvernig hann hló að þeim,
en það skildu þeir ekki.
Tenax.
I N G|0'LT"U R.
Höfuðborgin.
Hinn 21. oktober héldu skólapiltar
Bjarna Jónssini frá Yogi skilnaðarveislu.
Yoru þar töluð mörg hlí orð í hans garð,
en til minjj, gáfu þeir honum staf for-
kunnarfagran og gulli búinn, er Stefán
Eiríksson hafði skorið af hagleik mikl-
um. Veislan fór fram hið besta. Þetta
kvæði var sungið ifir fulli hans:
Þú kenndir oss að hugsa, rita’ og ræða
svo rétt um það, er oss á hjarta lá;
og b9st þú kunnir andans glóð að glæða
og göfga vorra sálna dífstu þrá.
Þú kenndir oss að virða vel hið rétta
og varpa öllum hleipidómum brott;
en ekki síst þó oss þú kenndir þetta:
að elska það sem fagurt er og gott.
Þú reindist æ sem bróðir oss að baki,
er best það sást, hver hollur var i raun.
Af vorri sök þú verður firir blaki,
þvi vanþakklæti, það eru heimsins laun.
Yér látum ósagt hverjum sárast sviði
að sækja þenna vina kveðjufund;
en bæri’ ei gremjan grátinn ofurliði
vér grétum þig á sárri skilnaðsstund.
En — hví þá skilja—bindumst handabandi
og berjumst allir saman firir því,
er best vér higgjum gagna líð og landi
uns ljósið frelsis bríst í gegnum skí.
Og er vér þökkum þessar liðnu stundir
vér þráum níar stundir með þér enn;
og sínt skal það, þótt fækki vorir fundir,
þá fækka hvergi þínir vildarmenn.
A. B.
Leikfélag Reikjavíkur lék tvo gam-
anleika siðastl. sunnudag og var húsfill-
ir. Félaginu hafa bætst tveir níir menn,
stúdentarnir Bogi Benediktsson og Jón
Kristjánsson frá Víðidalstungu. — Ing-
ólfur flitur ítarlegar fregnir af gerðum
félagsins síðar. —
Ritstjóraskifti hafa nilega orðið við
Fjallkonuna. Er hr. Einar Hjörleifsson
tekinn við af sr. Ólafi Óiafssini, en eigi
eignast hann blaðið fir en um áramótin.
Triggvi konuugur kom frá Yestfjörð-
um 28. þ. m. Meðal farþega var Jón B.
Jónsson stúdent frá ísafirði.
Kveðju-samsæti héldu landvarnarmenn
Einari Benidiktssini síslumanni að kveldi
27. þ. m. í húsi iðnaðarmanna. Jón
Jensson ifirdómari mælti firir minni
heiðursgestsins og var á eftir sungið
kvæði til hans eftir Lárus Sigurjónsson.
Ennfr. fluttu þeir tölur heiðursgesturinn
Sig. Eggertz, Bjarni Jónsson frá Vogi, Ind-
riði Einarsson, Pétur Jónsson og fleiri.
- Veisluna sátu fimm tigir manna og
var hún hin skemtilegasta og fór vel
fram. Samsætinu var slitið um miðnætti.
igúst Bjarnason heimspekingur flitur
firirlestur um Zaraþústra á mánudag 31.
þ. m. (ekJcik þriðjudaginn eins og áður varð
ákveðið). Biijar kl. 81/, síðd.
isgrímur Jónssou málari er nú kom-
inn hingað til bæarins. Hefur hann
farið víða í sumar og gert fjölda af
fallegum mindum. Eru þær til sínis
þessa daga í gamla Melsteðshúsinu við
Lækjartorg. Koma þangað væntanlega
margir til að sjá og kaupa.
Jón Ólafsson vinur vor er þungt
haldinn af timburmönnum síðan hann
sleit vináttu við Benedikt Þórarinsson.
Hann vandist þar á þetta ágæta brenni-
vín, sem Benedikt verslar með. En síð-
an hefur hann ekki fengið annað en
þrælaromm. þaðan stafa timburmenn-
irnir. En honum hefur nílega hugsast
það snjallræði að kalla þá landvarnar-
menn. Þetta þurfa menn að vita. Ella
mundu þeir hugsa að máígagn sannsögl-
innar væri að fara með ligasögur um
oss, þegar það flitur harmagrát ritstjóra
síns ifir hans eigin timburmönnum.
En vonandi er að hærukollur hans
verði laus við timburmennina, núna eftir
mánaðarmótin. Þvi þá á hann að verða
deildarstjóri í kjaliaradeildinni hjá Thom-
sen. Mun hann þá eiga völ á betri
drikk en þrælarommi. Því að sá er
britinn verstur, er sjálfan sig tælir, og
það veit Jón Ólafsson.
Landvarnarmaður.
Fyrir fáum dögum var maður inni
í forstofunni á Alþingishúsinu að skoða
útilegumanninn. Heirði hann þá til
Hannesar Hafsteins inni í skrásetningar-
klefa Jóns ólafssonar. Hafði hann leitað
þar sannsöglis-véfréttar um ifirlísinga-
undrin. En er hann hafði fengið hag-
stætt svar, þá varð hann svo glaður að
hann sagði við Jón: „Nú skal ég gefa
þér 10 aura, ef þú getur sagt eitthvað
svo findið að hver maður hlæi að því“.
„Ilt er að verða af aurunum“, sagði Jón
og hallaði undir flatt og þagði drikk-
langa stund. „Ég held það sé gott“,
sagði hann svo. „Eg ætla að skíra
blaðið okkar málgagn sannsögl-
innar“. Þá hló Hannes svo mikið, að
hann náði ekki andanum í 5 mínútur.
En hann gaf Jóni 20aura firir findnina
og sagði: „Mikið guil ertu, Jón minn.
Að þessu hlæa allir“.
Hálgagn sannsöglinnar flutti geisi-
mikil meðmæli með Jóni Ólafssini, Dit-
lev Thomsen og Kína-lífselixír á laugar-
daginn var. En langmest sannsögli var
í þvi sem sagt var um elixírinn.
Ekki er Jón Ólafsson enn hættur að
taka fram hjá — sannsöglinni. Síðasta
pútan, sem komist hefir upp á milli
þeirra, heitir „Reikjavík" og hefir „stóri
kaupmaðurinn“ útvegað honum hana, en
Triggvi riddari á ítak i henni og borg-
ar 1200 kr. firir afnotin.
Pétur Pálsson skrautritari (sjá augl.)
gerir mjög snotur minnisblöð um Jón
Sigurðsson: mind í miðju, nafnið skraut-
ritað firir ofan, og neðan visa um Jón
eftir Stgr. Thorsteinason. — Er siíkt
blað snotur vinagjöf.