Ingólfur - 18.12.1904, Blaðsíða 2
206
I N G 0 L'F U R.
[18. des. 1904].
þá verri. Yér höfum ráðherra til að
halda uppi virðingu vorri og sjálfstæði
út á við, en ekki til þess að auka lítils-
virðingu þá, sem aðrar þjóðir, og Danir
eigi sist, hafa á oss. Það virðist þvi,
sem stærsta siðferðisábirgðin hvíli á
honutn í þessu.
Hitt er skiljanlegra, að Finnur Jóns-
son og Yaltír Guðmundsson hafa heitið
filgi sínu í þessu máli. Þeir eru báðir
danskir borgarar og embættismenn og
hafa alið hér mestan hluta aldurs sins
síðan þeir komust til þess vits sem þeir
hafa. Þó| er það miður viðkunnanlegt
að íslendingur, sem er háskólakennari í
norrænum og isleskum fræðum, og for-
maður Hafnardeildar bókmenntafélags-
ins, skuli gerast samverkamaður í firir-
tæki, —sem hlitur að miða oss til van-
virðu. Þegar litið er til hluttöku þeirra
í Skrælingjafélaginu, verður framkoma
þeirra nú betur skiljanleg. Þar var að
minsta kosti hr. F. J. ekhi lengi að
gangaað því, að ísland væri kallað „dönsk
ei“ og sett í samband við Skrælingja
og Eskimóa.
Fáir aðrir islenskir málsmetandi menn
hér I Khöfn munu þó vera með i
þessu, eða því hlintir. Nokkir meðal
Dana sjálfra sjá, hver vanvirða oss er
ger með þessu. Próf. Edvard Holm, helst-
ur núlifandi sagnritara Dana, hefur t. d.
mótmælt i Berlingi nílega, að ísland
væri kallað „Biland" og sett í samband
við Skrælingja og Blökkumenn. Sama er
að segja um álitimsra annara. Þegar
svo langt er komið, að Danir sjálfir taka
að sjá þetta, er liklegt, að íslendingar
taki alls engan þátt i þessari óhæfu.
Þeir ættu fremur að taka sér dæmi Norð-
manna gagnvart Svium sér til firirmind-
ar og halda fram rétti sínum, virðingu
og sjálfstæði gagnvart Dönum þeim, sem
annaðhvort af illvilja eða heimsku eða
hvortveggja i senn gera ráðstafauir og
tilraunir til aðganga á rétt og virðingu
þjóðar vorrar.
Skorum vér því á alla Islendinga, að
sinna þessari síningu að engu og gera
sér þvi ekki þá minkun að gangast
undir sama mark og Svertingjar og Eski-
móar. Yér erurn afskekt og fámenn
þjóð, og megum þvi illa við því, að
kasta virðingu vorri og þjóðerni vísvit-
andi á glæ.
Khöfn 30. nóv. 1904.
íslendingur í Khöfn.
Stúdentafélagsfundur,
Stúdentafélaginu bér barst áskorun frá
stjórn íslenska Stúdentafélagsins í Höfn
uin það að taka til umræðu hluttöku ís-
lands i siningu sem boðað er til að sumri
firir „hjálendur og nílendur" Dana.
Félagið tók málið til umræðu fimtu-
dagskveldið 15. þ. m. Urðu þar langar
umræður og allsnarpar. Töluðu þeir gegn
siningunni: Sigurður Eggerz, Guðm. Finn-
bogason, Ágúst Bjarnason, Jón Ólafsson,
E. Hjörleifsson, Bjarni Jónsson, E. Kjerúlf,
Jón ísleifsson og Benedikt Sveinsson. En
þeir B. M. ÓJsen og Jón Jakobsson vildu
stuðla að siningunni firir íslands hönd.
í fundarlok var svofeid ifirlísing, samþ.
með 32 atkv. gegn 2.
Um ieið og Stúdentafélagið í Beikjavík
lisir ifir því að það vill eindregið vinna
að því, að gott samlindi megi vera milli
Dana og íslendinga, lísir það jafnframt
ifir því, að það mun verða á móti hverju
því spori, hvort heldur það er stigið frá
Danmerkur eða íslands hálfu, sem á nokk-
nrn hátt má verða til þess að óvirða land
vort.
Slíkt spor sinist oss nú stigið með sín-
ingu þeirri, sem nú er flrirhugað að halda
að hinni ísl. þjóð fornspurðri næstkomandi
sumar á skemtistaðnum „Tivoli“ í Kaup-
mannahöfn. Er oss það kunnugt, að þar
eru einkum síndir viltir þjóðfiokkar eða
að einhverju leiti írábrugðnir mentuðum
þjóðum.
í þetta skifti á að sina jafnhliða oss
svertingja og Grænlendinga. Þikir oss
slíkt ósamboðið menningu vorri og þjóð-
erni og skorum þvi fastlega á þá íslend-
inga, sem sæti eiga i siningarnefndinni
að afstira hiuttöku lslands í síningunni.
Ennfremur skorum vér á Dani, í nafni
vináttu þeirrar sem vér á báða bóga
ættum að stiðja að — að taka í sama
strenginn til þess að forðast að særa þjóð-
ernistilfinningu vora.
Ef svo fer að þessar tillögur vorar
verða ekki teknar til greina, þá skorum
vér á hina íslensku þjóð að mótmæla sín-
ingu þessari með því að senda ekkert til
hennar.
Kaupfélag Árness og Rangæinga
var stofnað 1902. Það lét first fllitja
vörur sinar til Reikjavíkur. Hafði það
fengið þær flrir milligöngu Garðare Gisla-
sonar og nam 10000 kr. Næsta ár
flutti félagið vörur sínar til Eirabakka.
Skifti það mest við Jakob Gunnlögsson
það árið og nam verslun þess 100000
króna. Þetta varð nú til þess að vör-
ur féllu þar í kauptúninu um 5—10°/0.
Höfðu þeir þvi mikinn hag af samtök-
um þessum, sem ekki voru í þeim. Næsta
ár 1904 nam verslun þess 66000 króna.
Urðu viðskiftin það minni flrir þá sök
að timburskip fekst ekki vátrigt til
hafnarinnar, en það spurðist ofseint
hingað til landsins og varð þvi eigi við
gert.
Forstöðumaður hefur frá upphafi ver-
ið Gestur Einarsson frá Hæli, en með-
stjórnarmenn þeir Ágúst Helgason frá
Birtingaholti og Gunniaugur Þorsteins-
son frá Kiðjabergi. Hefur félagið ver-
íð framkvæmdasamt undir stjórn þeirra,
og hefur meðal annars keift Háeirar-
húsin og meðfilgjandi hluta hafnar-
innar.
Því verra væri nú ef sá kvittur reind-
ist sannur sem heirst hefur að bændur
væri nú orðnir þreittir og ætluðu að
slíta félaginu. En vonandi eru þetta
getgátur illviljaðra manna.
Skírslan um framkvæmdir félagsins
er höfð eftir nákunnugum manni.
Höfuðborgin.
Skipakomur. „Ingi koaaugur" kom
hingað árla dags 13. þm. norðan og anst-
an um land. Meðal farþega var Konráð
Hjálmarsson kaupm. í Mjóafirði og Er-
lendur Gnðlaugsson úr Húsavík.
„Vesta“ kom i sama mund frá útlönd-
um. Kom við í Austfjörðum. Frá út-
löndum kom Bríet Bjarnhéðinsdóttir og
kaupmennirnir Björn Guðmundsson og
Bened. Stefánsson. Að austan kom Pét-
ur Jónsson á Gautlöndum og œargt ann-
ara manna.
Guðjón Guðlaugsson er kominn til
bæjarins til bess að starfa í milliþinga-
nefnd fátækramála.
f Páll Briem firv. amtmaður andaðist
í gær að aflíðandi hádegi eftir 5 daga
legu. Banamein hans var lungnabólga.
Hans verður síðar minst í þessu blaði.
Stúdentafélagið heitir 25 króna verð-
launum firir besta aldarfarsleik. Á að
leika hann eiau sinni innan félags, en
verður að öllu öðru eign höfundar.
Handritið verður að vera komið til dóm-
nefndar 1. jan. 1906. Höf. nafn á að
filgja í læstu bréfi, en á umslaginu eiga
að vera sömu einkunnarorð sem á ritinu.
í dómnefnd eru Bjarni Jónsson frá Yogi
Guðmundur Tómasson og Jens B. Yaage.
Það tilkynnist vinum og vandamönn-
um, að min ástkæra kona Anna Krist-
íana Hafliðadóttir andaðist að heimili
okkar 14. þ. m. eftir langvarandi veik-
indi. Jarðarför hennar er áformað að
fari fram 27. þ. m. Húskveðjan byrjar
á hádegi.
í sambandi hér við vil ég samkvæmt
óskum hinnar framliðnu biðja þá, er
kranz hefðu gefið á leiði hennar, að
gefa heldur andvirði þeirra til sjóð-
stofnunar í líknarskyni. Þeim pening-
um verður veitt móttaka á afgreiðslu-
stofu ísafoldar.
Rvlk (SuOnrgötu 6) 16. des. 1904.
EINAR GUNNARSSON.
Margt nýtt með Yestu,
svo aem náttkjólar, nátttreyjur, línskyrtnr
og ullarskyrtur fyrir karla og konur, og
margt fleira mjög nauðsynlegt hjá
Kristínu Jénsdóttur
Veltusund 1.
Fyrir jólin
verður hvergi í öllum bænum selt eins
ódýrt hálslín, með öllu tilheyrandi ein*
og hjá
Kristínu Jónsdóttur
Yeltusund 1.